Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað R ekstur íslenskra sendiráða hefur dregist saman frá hruni ef litið er á kostnað sem til fellur í þeim gjald- miðli sem er í gildi á þeim stöðum þar sem sendiráðin eru. Í tölum sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra birti í svari sínu við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, frá því í apríl kemur fram að rekstur ell- efu sendiráða hefur dregist saman frá hruni en sex aukist. Af þeim ell- efu þar sem rekstrarkostnaður er minni hefur tveimur sendiráðum verið lokað. Talsverður sparnaður Ljóst er að gengisfall íslensku krón- unnar frá hruni hefur sett strik í reikninginn þegar kemur að rekstri sendiráða. Rekstrarkostnaðurinn, að launum flutningsskyldra starfs- manna undanskildum, er í þeirri mynt sem notuð er í hverju landi fyrir sig en það þýðir að samhliða veikara gengi þarf fleiri krónur til að borga sama rekstur og áður. Því þarf að skera meira niður ár frá ári til að ná tiltölulega litlum niðurskurði í ís- lenskum krónum talið. Niðurskurðurinn í hverju sendi- ráði hefur farið upp í allt að 45 pró- sent. Mestur niðurskurður var að sjálfsögðu í þeim sendiráðum sem lögð voru niður eða sameinuð öðr- um. Þess utan var skorið mest niður í Japan, Nýju Delí, París og Berlín. Á öllum þessum stöðum hefur niður- skurðurinn numið meira en 20 pró- sentum miðað við þann gjaldmiðil á hverjum stað fyrir sig. Meiri sparnaður á næsta ári Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs á enn að spara í rekstri sendi- ráða. Í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir 2.800 milljóna króna kostnaði en í nýja frumvarpinu lækkar þessi kostnaður um 20 milljónir króna. Sé rýnt í tölurnar er þó gert ráð fyrir að almennur rekstur sendiráðanna standi nokkurn veginn í stað í krón- um talið. Það gæti þó þýtt að skera þurfi niður engu að síður. Gengi íslensku krónunnar getur verið mjög sveiflukennt og hefur krónan til að mynda veikst mikið á síðustu vikum. Breytingar á genginu gætu haft mikil áhrif á endanlegan rekstrarkostnað sendiráðanna og þá hagræðingarkröfu sem gerð er á hvert sendiráð fyrir sig. n Rekstur sendiráða Hér má sjá hlutfallslegan sparnað hvers sendiráðs á kostnaði sem fellur til í hverju ríki fyrir sig. Kostnaðurinn sem hér um ræðir er kostnaður í þeirri mynt sem gildir í því landi þar sem sendi- ráðin eru. Til viðbótar við þetta telst launakostnaður og annar kostnaður sem fellur til í íslenskum krónum en sá kostnaður er ekki inni í tölunum til að hægt sé að ná samanburði óháð gengisáhrifum. Tvö sendiráð hafa verið lögð niður og eru ekki í listanum hér fyrir neðan. Það eru sendiráðin í Róm á Ítalíu og Pretoríu í Suður-Afríku. Niðurskurður Tókýó, JPY 45,26% Nýja Delí, EUR 26,97% París, EUR 25,13% Berlín, EUR 20,48% Stokkhólmur, SEK 6,03% Ottawa, CAD 5,63% London, GBP 3,95% Helsinki, EUR 2,90% Peking, CNY 2,25% Kostnaðaraukning Kaupmannahöfn, DKK 0,14% Brussel, EUR 0,67% Washington, USD 2,42% Vín, EUR 6,63% Osló, NOK 10,62% Moskva, EUR 13,88% Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Rekstur sendiráða hefur dregist saman frá hruni n Niðurskurðurinn er mestur í Tókýó Sendiráð fá minna Hagræðing Gera má ráð fyrir að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra þurfi að hagræða eitthvað í rekstri sendiráða á næsta ári en ekki er gert ráð fyrir miklum breytingum á útgjöldum vegna þeirra. MyNd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.