Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 14.–16. september 2012 Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Magnaðar loftmyndir ungs vísindamanns n Adam Cudworth gerði magnaða tilraun sem kostaði einungis 40 þúsund krónur N ítján ára breskur piltur, Adam Cudworth, hefur vakið mikla athygli í Bretlandi vegna til- raunar sem hann fram- kvæmdi á dögunum. Með lítið annað en helíumblöðru og hræó- dýra myndavél sem hann keypti á uppboðsvefnum eBay tókst honum að senda vélina langleiðina út í geim, eða upp í 33,5 kílómetra hæð. Vélin tók svo frábærar myndir eins og sést hér á síð- unni. Tilraun Cudworths kostaði hann einungis 200 pund, eða tæpar 40 þús- und krónur. Bara áhugamál „Þetta er bara áhugamál. Ég leit á þetta sem áskorun og er hæstánægður með niðurstöðuna,“ segir Adam við breska fjölmiðla. Hann segist hafa séð samb- ærilega tilraun á veraldarvefnum fyrir nokkrum árum og langaði að endur- gera hana á annan og skilvirkari hátt. „Ég hef engan bakgrunn í stjörnufræði eða neitt þannig – ég er bara verkfræði- nemi. Fólk heldur að þetta hafi kostað mikla fjármuni en þetta var hræódýrt,“ segir hann en það tók hann samtals um 40 klukkustundir að undirbúa til- raunina og tryggja að rétt væri staðið að öllu. Lenti 50 kílómetrum frá heimilinu Adam keypti ósköp hefðbundna Canon A570-myndavél á eBay fyr- ir einu og hálfu ári þegar hann fékk hugmyndina að tilrauninni. Hann kom vélinni fyrir inni í einangrunar- boxi en í boxinu var einnig lítil mynd- bandsupptökuvél, örgjörvi, hitaskynj- ari, tvær sólarrafhlöður og GPS-tæki. Kassinn var svo hengdur í stóra hel- íumblöðru og var fallhlíf áföst við kass- ann til að hann myndi lenda mjúklega. Sem fyrr segir komst kassinn í 33,5 kílómetra hæð áður en blaðran sprakk og lenti í tæplega 50 kílómetra fjarlægð frá heimili hans þar sem blaðran fór á loft. Ekki hættur Búnaðurinn í kassanum hélt meðal annars utan um skráningu á hversu hratt blaðran fór og hversu hátt. „Myndbandsupptökuvélin náði einnig frábærum myndum skömmu eftir að blaðran fór í loftið. Það komst reyndar raki inn á linsuna þegar hún var kom- in í um þriggja kílómetra hæð og eftir það sást lítið,“ segir þessi ungi vísinda- maður. Adam segist þegar vera far- inn að vinna að því að koma annarri blöðru í loftið og hyggst hann í þetta skiptið reyna að stjórna því hvert hún fer og hvar hún lendir þegar hún loks springur. n Búnaðurinn Adam sýnir hér búnaðinn sem hann notaði til að fanga myndirnar. Magnað Helíumblaðran komst í rúmlega 33 kílómetra hæð áður en hún sprakk. Myndirnar eru frábærar. Skömmu eftir flugtak Hér sést mynd af því þegar blaðran var nýkomin í loftið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.