Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 21
Fréttir 21Helgarblað 14.–16. september 2012
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Magnaðar loftmyndir
ungs vísindamanns
n Adam Cudworth gerði magnaða tilraun sem kostaði einungis 40 þúsund krónur
N
ítján ára breskur piltur, Adam
Cudworth, hefur vakið mikla
athygli í Bretlandi vegna til-
raunar sem hann fram-
kvæmdi á dögunum. Með
lítið annað en helíumblöðru og hræó-
dýra myndavél sem hann keypti á
uppboðsvefnum eBay tókst honum að
senda vélina langleiðina út í geim, eða
upp í 33,5 kílómetra hæð. Vélin tók svo
frábærar myndir eins og sést hér á síð-
unni. Tilraun Cudworths kostaði hann
einungis 200 pund, eða tæpar 40 þús-
und krónur.
Bara áhugamál
„Þetta er bara áhugamál. Ég leit á þetta
sem áskorun og er hæstánægður með
niðurstöðuna,“ segir Adam við breska
fjölmiðla. Hann segist hafa séð samb-
ærilega tilraun á veraldarvefnum fyrir
nokkrum árum og langaði að endur-
gera hana á annan og skilvirkari hátt.
„Ég hef engan bakgrunn í stjörnufræði
eða neitt þannig – ég er bara verkfræði-
nemi. Fólk heldur að þetta hafi kostað
mikla fjármuni en þetta var hræódýrt,“
segir hann en það tók hann samtals
um 40 klukkustundir að undirbúa til-
raunina og tryggja að rétt væri staðið
að öllu.
Lenti 50 kílómetrum frá heimilinu
Adam keypti ósköp hefðbundna
Canon A570-myndavél á eBay fyr-
ir einu og hálfu ári þegar hann fékk
hugmyndina að tilrauninni. Hann
kom vélinni fyrir inni í einangrunar-
boxi en í boxinu var einnig lítil mynd-
bandsupptökuvél, örgjörvi, hitaskynj-
ari, tvær sólarrafhlöður og GPS-tæki.
Kassinn var svo hengdur í stóra hel-
íumblöðru og var fallhlíf áföst við kass-
ann til að hann myndi lenda mjúklega.
Sem fyrr segir komst kassinn í 33,5
kílómetra hæð áður en blaðran sprakk
og lenti í tæplega 50 kílómetra fjarlægð
frá heimili hans þar sem blaðran fór á
loft.
Ekki hættur
Búnaðurinn í kassanum hélt meðal
annars utan um skráningu á hversu
hratt blaðran fór og hversu hátt.
„Myndbandsupptökuvélin náði einnig
frábærum myndum skömmu eftir að
blaðran fór í loftið. Það komst reyndar
raki inn á linsuna þegar hún var kom-
in í um þriggja kílómetra hæð og eftir
það sást lítið,“ segir þessi ungi vísinda-
maður. Adam segist þegar vera far-
inn að vinna að því að koma annarri
blöðru í loftið og hyggst hann í þetta
skiptið reyna að stjórna því hvert hún
fer og hvar hún lendir þegar hún loks
springur. n
Búnaðurinn Adam sýnir hér búnaðinn sem hann notaði til að fanga myndirnar. Magnað Helíumblaðran komst í rúmlega 33 kílómetra hæð áður en hún sprakk. Myndirnar
eru frábærar.
Skömmu eftir flugtak Hér sést mynd af
því þegar blaðran var nýkomin í loftið.