Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 54
Gott að vera hinum megin við borðið n Kristrún Ösp Barkardóttir lætur blaðamannadraum sinn rætast með vefnum hun.is O kkur fannst vanta síðu sem býður upp á vandaða um­ fjöllun á jákvæðan hátt, seg­ ir Kristrún Ösp Barkardóttir sem ásamt Bryndísi Gyðu Michelsen og Kiddu Svarfdal stendur að vefn­ um hun.is sem verður opnaður í dag, föstudag. Á hun.is ætla stelpurnar að fjalla um allt milli himins og jarðar. „Við leggjum áherslu á tísku, hönnun, for­ eldrahlutverkið og barneignir. Svo verðum við með matardálk og aðgang að læknamiðli sem ég held alveg ör­ ugglega að sé nýbreytni á íslenskum fjölmiðli. Auk þess munu svo pistlar okkar stelpnanna gegna stóru hlut­ verki.“ Kristrún er vön því að fjallað sé um hana í fjölmiðlum en er nú spennt að setjast hinum megin við borðið. „Nú ætla ég að einbeita mér að því og fara í leiðinni algjörlega á bak við tjöldin með mitt einkalíf. Í staðinn ætla ég að forvitnast um einkalíf annarra,“ seg­ ir hún hlæjandi og viðurkennir að blaðamennska hafi lengi kitlað. „Ég hef brennandi áhuga á að tjá mig og ligg sjaldan á skoðunum mínum. Mér finnst almennt áhugavert að tala við fólk og þetta er ein leiðin til þess,“ seg­ ir hún og bætir við að vinnan við vef­ inn passi vel með móðurhlutverkinu. „Þetta er aðallega vinna í tölvu sem hentar mjög vel á meðan ég er ennþá í fæðingarorlofi.“ Kristrún segir að þeim stelpun­ um gangi vel að vinna saman. „Við þekkt umst ekki mikið áður en eftir að við fórum að vinna saman hefur þetta gengið mjög vel. Við erum mjög sammála um það hvernig við viljum hafa síðuna. Umfram allt ætlum við að leggja áherslu á jákvæða nálgun á málefni líðandi stundar. Við viljum bjóða upp á stað þar sem þú upplif­ ir jákvæðni og málefnalega umfjöll­ un sem er ekki lituð af pólitík í hvaða birtingarmynd sem hún kann að vera.“ indiana@dv.is 54 Fólk 14.–16. september 2012 Helgarblað Ásdís RÁn fann fullkominn mann n Ásdís Rán er að deita fyrirsætuna og fótboltamanninn Angel Kalinov V ið erum góðir vinir og höf­ um verið að deita í einhvern tíma, segir glamúrdrottn­ ingin Ásdís Rán Gunnarsdótt­ ir um samband sitt við fyrirsætuna og knattspyrnumanninn Angel Kalinov en myndir af parinu hafa birst bæði í íslenskum og erlendum fréttamiðlum. Ásdís Rán, sem skildi við knatt­ spyrnumanninn Garðar Gunnlaugs­ son fyrr á árinu, vill lítið tjá sig um nýja gæjann. „Eins og ég hef áður sagt þá er ég ekki alveg tilbúin að fara í fast samband svona strax. En þetta er alveg „perfect“ drengur. Það er aldrei að vita nema það verði eitt­ hvað meira úr þessu,“ segir Ásdís sem hefur notið lífsins einhleyp í sumar. „Þetta sumar var alveg svakalega fínt. Við mæðgurnar erum búnar að ferð­ ast mikið. Við áttum frábæran júlí á Íslandi og svo ferðuðumst við aðeins við Svarta hafið, til Grikklands og fleiri staða þannig að þetta var bara alveg yndislegt sumar.“ Þó að vetur konungur hafi svo sannarlega minnt á sig á Íslandi síð­ ustu daga þá segir Ásdís sumarið enn við líði í Búlgaríu. „Núna er um 25 stiga hiti á daginn en það er byrjað að kólna vel á kvöldin. Veðráttan hér er alveg ótrúlega góð og allar árstíðirnar mjög þægilegar.“ Aðspurð segist Ásdís fyrir löngu hafa vanist lífinu sem einstæð móðir en dóttir þeirra Garðars býr hjá henni úti en sonur þeirra býr á Íslandi hjá pabba sínum. „Ég hef verið svo mikið ein síðustu árin svo þetta var ekki eins erfitt og við mætti búast í svona að­ stæðum,“ segir Ásdís sem hefur notið mikillar velgengni í Búlgaríu þar sem hún er hluti af þotuliðinu. Hún segir áhugann fyrir sér enn til staðar. „Mér gengur alltaf ágætlega og get ekki kvartað undan áhugaleysi eins og er. Búðin gengur líka ágætlega. Þetta er ekki auðveldur bransi en skemmtilegur,“ segir hún og ját­ ar því að fjölmiðlar í Búlgaríu hafi sýnt skilnaði þeirra Garðars mikinn áhuga. „Þeir fjölluðu mikið um skiln­ aðinn og töluvert meira en fjölmiðlar heima.“ Aðspurð segir hún að lokum að það sé afar lítil von til að þau Garð­ ar taki saman aftur. „Það eru eitthvað litlar líkur á því en við erum ennþá harðgift.“ indiana@dv.is Flott par Ásdís Rán og fyrirsætan og knattspyrnumaðurinn Angel Kalinov hafa verið að deita síðustu vikurnar. „Mér geng- ur alltaf ágætlega og get ekki kvartað und- an áhugaleysi eins og er Vinsæl Ásdís segir að skilnaður þeirra Garðars hafi fengið enn meiri umfjöllun í fjölmiðlum í Búlgaríu en hér heima. Sjóðheitur Angel Kalinov er frægur í heimalandi sínu en hann er 26 ára. Með jákvæðnina að vopni Bryndís Gyða, Kidda Svarfdal og Kristrún Ösp, standa að vefnum sem verður opnaður í dag, föstudag. Slá fleiri met Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur slegið hin margvís­ legu met undanfarið og nú hef­ ur plata sveitarinnar, My Head Is An Animal, setið í efsta sæti list­ ans í fleiri vikur. Þetta er lengur en nokkur önnur plata hefur setið á listanum. Sveitin hefur slegið í gegn, bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi og ætti þessi seta þeirra á íslenska listanum því ekki að koma neinum á óvart. Platan þeirra hefur selst í 16 þúsund eintökum hér heima, en heildarsala plötunnar á heims­ vísu er komin vel yfir 600 þúsund eintök. Smáskífan Little Talks hef­ ur hins vegar selst í um 1,5 millj­ ónum eintaka um allan heim.  Býst við Grammy- verðlaunum „Ég er einn af þeim fáu tónlistar­ snillingum sem voru fengnir til að semja lagið við texta Sævars,“ seg­ ir Magni Ásgeirsson í kynningar­ myndbandi fyrir átakið Komum heiminum í lag. Hann segist ætla að sitja heima með syni sínum og kassagítarnum og semja. „Ég býst við Grammy­verðlaunum á næsta ári en það verður bara að koma í ljós.“ Það eru Rauði kross­ inn, UNICEF og Barnaheill ásamt fleiri félagasamtökum sem standa að verkefninu en fimm tónlistar­ menn verða fengnir til að semja fimm mismunandi lög við texta sem Sævar Sigurgeirsson hefur sérstaklega samið. Lögin verða flutt vikuna 17. til 21. september, í Virkum morgnum á Rás 2. Með þrjár há- skólagráður Leikarinn og söngvarinn Bjarni Snæbjörnsson gengur mennta­ veginn heldur betur með stæl en hann er við það að ljúka þriðju há­ skólagráðunni. Bjarni skilaði BA­ ritgerð í ensku á dögunum og mun því væntanlega útskrifast með BA­gráðu í ensku í náinni framtíð. Hann hætti í enskunáminu fyr­ ir níu árum til að freista þess að komast inn í Leiklistarskólann og átti þá bara ritgerðina eftir. Sam­ kvæmt heimildum DV eyddi Bjarni nokkrum vel heitum sumardögum á liðnu sumri í skrifin og er heldur betur sáttur við afraksturinn. Bjarni hefur meðal annars sleg­ ið í gegn sem annar meðlimur dúettsins Viggó og Víóletta og flutti einnig Gay pride lagið í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.