Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 39
Lífsstíll 39Helgarblað 14.–16. september 2012 Kvalalosti Í herferð Agent Provocateur situr Monica Cruz fyrir í ögrandi fatnaði með keðjur í bakgrunni. Austræn áhrif La Perla leitar til Austurlanda eftir áhrifum. É g er búin að hanna mikið af undirfatnaði í gegnum tíðina og veit með sanni að undirfatnaður get- ur verið dulinn munúð,“ segir Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður. Steinunn vann um nokkurra ára skeið sem yfirhönnuður hjá La Perla og segist eiga mikið af fallegum undirfatnaði. „Ég er ein af þeim konum sem safna undir- fatnaði og á fallegan undirfatnað úr silki og ull. Þetta er svo- lítið eins og fjársjóður,“ segir Steinunn. Hún segir konur oft gleyma kynþokkanum. „Þegar konur eru í fallegum undirfötum þá finna þær leið til að finnast þær kyn- þokkafullar án þess að aðrir sjái það. Það er þess vegna sem þessi dulda munúð er svo kraftmikil. Konur gleyma kynþokkanum og þessum þætti í klæðaburði sín- um. Mér finnst margir leitast við að klæða sig bara þægilega og hugsa lítið um undirföt. En að hugsa um fegurðina í þessu tilliti er hins vegar svo skemmtileg leið til að bæta svolítið í sitt innsta eðli. Þá má ekki gleyma því að nærföt geta verið einstaklega falleg þótt þau séu gamaldags í sniði. Eleg- ansinn er minni í nærfötum sem eru ágengari, ef ég get tekið svo til orða, segir Steinunn og hlær og vís- ar í vinsælan undirfatnað frá Vict- oria’s Secret. „Fyrir mér er það að vera í fal- legum undirfatnaði góð leið til að láta mér líða vel. Ég leyfi mér líka að bera skraut sem ekki sést. Geng til að mynda aldrei með hálskeðjur en hef gengið með fallegar mittiskeðj- ur í mörg ár sem strákarnir í ORR hafa búið til handa mér.“ Undirfötin gegndu hlutverki í sýningu sem Steinunn stýrði á Þjóðminjasafninu á árinu og kall- aðist: TÍZKA – kjólar og korselett. Á sýningunni eru svokallaðir mód- el-kjólar sem saumaðir voru eft- ir pöntun og ýmsir fylgihlutir eins og skór, hattar, hanskar og undir- föt. „Ég hef alltaf haft ríkan áhuga á því hverju konur klæðast til að auka kynþokkann og mín tilfinning er sú að þeim líði best sem leggja áherslu á munúðina.“ kristjana@dv.is Konur gleyma kynþokkanum n Undirfötin fjársjóður sem eykur á munúð n Gamaldags nærföt geta verið falleg Brjóstahaldari „Dulda munúðin er svo kraftmikil.“ segir Steinunn sem hannar undir merkinu STEINUNN. Gamaldags og falleg Steinunni finnst gamal- dags nærföt falleg. Munúð „Fyrir mér er það að vera í fallegum undirfatnaði góð leið til að láta mér líða vel,“ segir Steinunn sem hefur hann- að fínleg undirföt um árabil. Barokk hjá Dolce og Gabbana Skraut, flúr og þung tilfinning einkennir haustlínu Dolce & Gabbana. Undirfötin voru líka í þeim anda. Gagnsætt og bönd Gagnsæ undirföt eru í forgrunni flestra stórra undirfatamerkja. Sést í gegn Glöggt má greina áhrif 10. áratugarins. Undirfötin sjást í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.