Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 18
É g hef sagt að ég muni gefa mér góðan tíma og láta vita um mín áform,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir, forsætisráðherra og for- maður Samfylkingarinnar, að- spurð hvort hún hyggist leiða flokk sinn í næstu kosningum. „Ég mun standa við það að tilkynna með fyrir- vara en sá tími er ekki kominn.“ Sam- fylkingin hyggur á prófkjör á næstunni þar sem valið verður á framboðslista flokksins. Talið er líklegt að prófkjör- ið fari fram í nóvember næstkomandi en Jóhanna segir það þó ekki afráðið. Áhyggjur af Alþingi „Við höfum vaxandi áhyggjur af stöðu þingsins í samfélaginu,“ seg- ir Jóhanna spurð hvort Alþingi eigi undir högg að sækja sökum þess hve traust til stofnunarinnar mælist lítið í skoðunarkönnunum. Jóhanna segir formenn stjórnmálaflokkanna hafa fundað á síðustu dögum og rætt sín á milli hvernig bæta megi ásýnd þingsins. „Þetta er einu sinni lög- gjafarsamkoman. Ég gat ekki heyrt betur en að forystumenn flokkanna ætli að reyna að leggja sig fram við að taka sig á svo þingið geti breyst.“ Hún segir stjórnarflokkana hafa gert tilraun til að leggja sitt af mörkum til betra þings. Tíminn verði að leiða í ljós hvort almenn samstaða náist um bætt vinnubrögð og betra þing. Tólf í átta Hvort málþóf um breytta skipan ráðu- neyta sé til þess fallið að bæta ásýnd löggjafans út á við segist Jóhanna undrast þá miklu umræðu sem það mál krafðist. „Skipan ráðuneyta og verkaskipting málaflokka milli ráðu- neyta á að vera í höndum hverrar rík- isstjórnar. Þannig er þetta hjá mörgum þeirra þjóðþinga sem við berum okk- ur saman við. Þess vegna er það mjög sérkennileg krafa að farið sé svona nákvæmlega og í langri málþófsum- ræðu ofan í skipan á stjórnarráðinu,“ segir Jóhanna og bætir við að margar ríkisstjórnir á undan núverandi stjórn hafi haft sameiningu ráðuneyta á stefnu sinni. „Ég tel reyndar að þetta sé eitt af stóru umbótamálum þessar- ar ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hef- ur fækkað ráðuneytum úr tólf í átta. Ég held að það hafi verið markmið margra ríkisstjórna þótt ekki hafi þær náð því fram.“ Jóhanna bendir á rann- sóknarnefnd Alþingis máli sínu til stuðnings. „Rannsóknarnefndin lagði raunverulega til að ráðuneytin yrðu gerð stærri og öflugri. Þetta er eitt af því sem ég held að þessi rík- isstjórn geti verið mjög stolt af. Nú erum við að sjá eitt atvinnuvegaráðu- neyti sem ég er búin að heyra af svo lengi sem ég man.“ Um mikilvægi hins nýstofnaða atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytis segir hún; „Við erum að skapa jafnræði með öllum atvinnugreinum, það hefur ekki verið. Það er mjög miklu náð fram með því.“ Með því að færa málefni auðlinda inn í nýtt sameinað umhverfis- og auðlindaráðuneyti segir Jóhanna að stjórnarflokkarnir séu að senda skýr skilaboð um að flokkarnir ætli sér að lyfta verulega undir umhverfismál. „Ég er viss um að þar verða veru- legar breytingar. Þetta tvennt á að geta unnið saman, það er að segja at- vinnuvegir landsins og nýja atvinnu- vegaráðuneytið og umhverfis- og auð- lindaráðuneytið.“ Jóhanna segir að því miður hafi reynslan sýnt að hingað til hafi umhverfismál annars vegar og at- vinnumál hins vegar verið álitin and- stæður en þannig þurfi það alls ekki að vera. Spurð hvort málþófið um skipan ráðuneyta síðasta vetur hafi ef til vill snúist um annað mál segir Jóhanna að það sé ekki ólíklegt. „Ég get alveg tek- ið undir það að það var mjög sérstakt að ganga í gegnum allt þetta málþóf á síðasta þingi. Það varð til þess að ýta til hliðar mörgum veigamiklum málum. Það átti ekkert að þurfa þess. Skipan ráðuneyta á bara að afgreiða með for- setaúrskurði hverju sinni.“ Ólíklegustu mál „Oft þegar menn taka upp málþóf í ólíklegustu málum þá er verið að reyna að koma í veg fyrir að önnur mál komist á dagskrá. Jafnvel reynt að koma í veg fyrir að þau nái fram að ganga. Birtingarmyndin er oft í ólíklegustu hlutum, til dæmis þegar menn tala lengi í málum sem allir eru sammála eða lítill ágreiningur er um. Þegar þingmenn eru að fara í and- svar við flokksfélaga sína aftur og aft- ur. Þá verður birtingarmyndin mjög sérstök.“ Jóhanna telur einföldun að kenna stjórnarandstöðunni einni um það sem aflaga hefur farið í þinginu. „Auðvitað getum við í meirihlutanum gert ýmislegt til að bæta okkar vinnu- brögð. Mál geta komið fyrr fram og af okkar hálfu má bæta skipulagið. Það er það sem ég og Steingrímur J. Sig- fússon, atvinnuvega- og nýsköpun- arráðherra höfum verið að ræða við stjórnarandstöðuna og Ástu Ragn- heiði, forseta þingsins.“ Hún vonast til að samkomulag milli formanna stjórnmálaflokkanna um framlagningu stærri mála gangi eftir. Þegar hafa tveir fundir allra for- manna flokkanna verið haldnir í stjórnarráðinu en þar var rætt hvort hægt væri að semja um þann tíma sem mörg stærri mál líkt og breyting á stjórn fiskveiðistjórnunar, Rammaá- ætlun og breytingar á stjórnarskrá, fái í þinginu. „Ég vona að við náum sam- stöðu um það hvenær þessi mál komi til umræðu. Hversu langan tíma þau taka í nefndum og hvenær þau fari til annarrar og þriðju umræðu.“ Jóhanna bendir á að þessi háttur sé hafður um fjárlög og víða í þjóðþingum í ná- grannalöndum okkar. „Um þetta hef- ur enn ekki náðst samstaða.“ Sérðu fram á samkomulag? „Ég þori ekkert að segja um það en ég finn að það er vilji til þess að breyta þingstörfum. Menn voru samt ekki enn tilbúnir á þeim fundum sem við höfum setið, að semja um einhverja tímalínu.“ Þá segir Jóhanna að hún hafi óskað þess að funda reglulega með formönnum stjórnarandstöð- uflokkanna í allan vetur í stað þess sem verið hefur en hingað til hafa reglulegir fundir aðeins verið í kring- um jólaleyfi og þinglok. „Þetta er til þess að þingstörfin verði ekki til vansa fyrir þingið í vetur.“ Ekki komin alla leið „Við erum ekki komin alla leið í sjáv- arútvegsmálum. Við erum samt komin hálfa leið og búin að ná fram mjög stóru máli. Búin að stíga mjög stórt skref í átt til þess að arður- inn renni til þjóðarinnar og sam- félagsverkefna. Því höfum við náð með stórauknu veiðigjaldi. Á næstu tveimur til þremur árum munu þess- ar tekjur renna til samfélagsverkefna og félagslegra umbóta.“ Hún nefn- ir nýjan Herjólf sem dæmi um fjár- festingu sem ráðist verði í fyrir tekj- ur af veiðigjöldum. Þá nefnir hún að Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng verði flýtt um leið og framlög verði stóraukin í vísinda- og tæknisjóði. „Þetta er sú leið sem Finnar og Svíar fóru, að stórauka framlög í slíka sjóði þegar þeir voru að vinna sig út úr sín- um kreppum.“ Hún segist óttast að þessar breytingar gangi til baka kom- ist Sjálfstæðisflokkurinn til valda. „Ég vona að sjálfstæðismenn standi ekki við það sem þeir hafa raunar hót- að að gerist ef þeir komast til valda. Að þeir taki veiðigjöldin til baka. Þá verður að slá á allar þessar fram- kvæmdir.“ Lénsherrakerfið Krafan um breytt fiskveiðistjórn- unarkerfi er ekki ný af nálinni. Raun- ar hefur sjávarútvegur verið eitt stærsta pólitíska deilumál landsins síðustu áratugi. Upptaka kvótakerf- is var á sínum tíma afar umdeild en ekki er að greina að deilurnar um kerfið hafi minnkað eftir upptöku þess. Raunar hefur kvótakerfinu verið líkt við lénsherrakerfi af Svani Kristjánssyni, stjórnmálafræðingi. Spurð hvort hún taki undir þá lík- ingu segir Jóhanna; „Ég held að þessi samlíking sé ekkert fjarri lagi en það er það sem við erum að vinda ofan af núna.“ Jóhanna bendir á að sökum þess hve umdeilt núverandi kerfi er, sem og hve umdeildar breytingarnar eru, sé málið afar flókið. „Það er al- veg ljóst að mjög skiptar skoðanir eru um fiskveiðistjórnunarmálið. Það eru skiptar skoðanir um hvernig á að breyta því og örugglega verða ekki allir sáttir. Ég held að við séum búin að ná því fram sem við stefnum að með þeim breytingum sem fyrirhug- aðar eru í vetur. Við erum komin eins langt og verður komist, að minnsta kosti núna.“ DV spurði Jóhönnu hvort hún telji ekki rétt að undirliggjandi í kosningaloforðum stjórnarflokk- anna hafi verið það loforð að brjóta á bak aftur þá miklu samþjöppun valds sem kvótakerfið hefur myndað. Sérstaklega þegar talað er um smærri byggðarlög sem treysti verulega á út- gerð. „Með breytingunum erum við svo sannarlega að færa arðinn aft- ur til þjóðarinnar. Arðurinn af auð- lindinni hefur í allt of miklum mæli gengið til örfárra aðila í sjávarútvegi. Nú viljum við koma fleirum að.“ Rammaáætlun í stað henti- stefnu „Rammaáætlun er sú hugsun í stjórn- málum sem ég vildi sjá. Þar er ver- ið að beita mjög faglegum rökum og ákvarðanir hingað til, hvað þennan málaflokk varðar, voru handahófs- og tilviljanakenndar. Þær voru á valdi fárra aðila og oft teknar án nægjan- legs tillits til heildarhagsmuna eða náttúruverndarsjónarmiða. Það þarf að huga að náttúrunni og verndun ekki síður en nýtingu. Í rammaáætl- un hefur verið unnið mjög faglega að málum og þess vegna er það eitt af lykilatriðunum að við náum þessu máli fram.“ Óttastu að það sé ein- faldlega ekki vilji til þess í íslenskum stjórnmálum og að svona mál mótist af hentistefnu? „Stundum já, og eins hvaða sjónarmið eru lögð til grund- vallar. Hvort það eru kjördæma- sjónarmið eða heildarhagsmunir sem lagðir eru til grundvallar.“ ESB erfitt Erfiðasta mál núverandi ríkisstjórn- ar er aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu. Samfylkingin er einn flokka með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Samstarfsflokk- urinn VG er hins vegar andsnúinn aðild þótt flokkurinn hafi gengist undir stjórnarsáttmála sem gerir ráð fyrir að sótt verði um og leitað verði samninga. „Ég hef alveg fullan skiln- ing á að þetta mál hafi verið VG erfitt eins og þeirra stefna er. Það vita all- ir að þetta var erfiðasta málið að ná „Ég kvíði ekki kosningum“ 18 Viðtal 14.–16. september 2012 Helgarblað Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingar, býr sig undir lokaþing kjörtímabils- ins. Alþingi var sett í vikunni. Atli Þór Fanndal hitti Jóhönnu í tilefni af komandi þingi til að fara yfir málefni kjörtímabilsins og sýn hennar á þingið. Jóhanna settist í stól forsætisráðherra með skömmum fyrirvara árið 2009. Þá í minnihlutastjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar. Kosið var til Alþingis í apríl sama ár en í kjöl- farið var ríkisstjórn Samfylkingar og VG mynduð, fyrsta ríkisstjórn lýðveldissögunnar mynduð af vinstriflokk- um einum. DV hitti formenn stjórnmálaflokka og nýrra framboða í tilefni af þingsetningu. Atli Þór Fanndal atli@dv.is Viðtal Óvissa með áframhald Jóhanna Sigurðardóttir er ekki tilbúin að gefa upp hvort hún ætli sér að leiða Samfylkinguna í næstu kosningum. Mynd EyÞÓR ÁRnASon Ódrepandi ríkisstjórn „Við höfum lifað þetta allt af,“ segir Jóhanna spurð hvort hún óttist að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði ríkisstjórninni að falli. „Við höfum vaxandi áhyggjur af stöðu þingsins í samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.