Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Blaðsíða 6
Borgum meira til NATO
n Framlög Íslands til Atlantshafsbandalagsins hækka lítillega
F
ramlög Íslands til NATO aukast
lítillega á milli ára samkvæmt
fjárlagafrumvarpi ársins 2013.
Framlög Íslands til Atlantshafs-
bandalagsins hafa aukist umtalsvert
á árunum eftir hrun og er helsta skýr-
ingin veikt gengi krónunnar og aukin
útgjöld vegna byggingar nýrra höfuð-
stöðva bandalagsins.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi rík-
isstjórnarinnar á að verja 254 milljón-
um króna til bandalagsins. Það er um
5,7 milljónum krónum meira en sam-
kvæmt fjárlögum ársins í ár. Ekki er
hægt að tala um mikla aukningu á út-
gjöldum ríkisins vegna NATO en sveifl-
ur í gengi krónunnar gætu kallað á
endurmat í fjáraukalögum.
Undanfarin ár hafa framlög Íslands
til NATO tvöfaldast frá því sem var fyr-
ir hrun. Mesta hækkunin átti sér stað
árið 2010 en þá fóru framlögin úr 87,6
milljónum króna upp í 216,4 milljón-
ir króna. Í fjárlögum ársins 2010 var
ekki gert ráð fyrir jafn mikilli hækkun
og raunin varð en það var leiðrétt í fjár-
aukalögum sem samþykkt voru í lok
ársins 2010.
Þrátt fyrir að Íslendingar borgi sífellt
meira til NATO borga þeir minnst allra
aðildarsjóða bandalagsins. Kostnaður-
inn við bandalagið skiptist í ákveðnu
hlutfalli á milli allra aðildarríkjanna
og bera þau mismikinn kostnað hvert.
Bandaríkin standa undir langstærstum
hluta þess. Framlög Íslands til NATO
eru með því hæsta sem greitt er til al-
þjóðastofnana samkvæmt fjárlögum
en aðeins er greitt meira í þróunarsjóð
EFTA og til alþjóðlegar friðargæslu
undir liðnum alþjóðastofnanir. n
adalsteinn@dv.is
6 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað
G
engi íslensku krónunn-
ar hefur veikst mikið á
undanförnum vikum. Eft-
ir nær stöðuga styrkingu
íslensku krónunnar frá því
um páska hefur gengisvísitalan
hækkað um tæp tíu stig. Á sama
tíma og gengisvísitalan hækkar
veikist gengi íslensku krónunn-
ar gagnvart erlendum gjaldmiðl-
um. Gengi krónunnar hefur ver-
ið sveiflukennt en krónan hafði
styrkst jafnt og þétt mánuðina fyrir
sumar og yfir sumartímann. Halla
fór undan fæti í kringum aðra viku
ágústmánaðar þegar gengisvísi-
talan fór að hækka á ný. Gengis-
vísitalan er á svipuðum stað núna
og hún var um miðjan júlí. Ekki
hefur komið jafn mikill kippur í
gengisvísitöluna síðan sumarið
2009, stuttu eftir að hrunið varð.
Gengi krónunnar hefur verið til-
tölulega stöðugt miðað við þróun-
ina eins og hún var mánuðina fyrir
og eftir hrun en núna virðist vera
breyting á.
Óvissa með framtíðina
Þórólfur Matthíasson, prófess-
or í hagfræði við Háskóla Íslands,
segir lítið hægt að útskýra þessar
breytingar öðruvísi en á þann hátt
að Seðlabankinn hafi talið gengið
verið orðið of hátt. Gjaldeyrishöft
eru við lýði og genginu er meira og
minna handstýrt.
„Seðlabankinn getur nátt-
úrulega bara aukið eða minnkað
gjaldeyrisvarasjóðinn. Hann þarf
ekkert að fara eftir árstíðasveifl-
um í aðstreymi og frástreymi,“
segir hann aðspurður um gengis-
breytingarnar og hvort lok ferða-
mannatímabilsins geti verið skýr-
ingin. „Menn eru ekki að leika sér
að því að fá alltof mikinn kaup-
eða söluþrýsting þannig að það er
látið fljóta aðeins upp og niður eft-
ir því sem hentar. En það eru nátt-
úrulega höft og enginn möguleiki
að standa í spekúlasjónum um
hvernig gengið verði í framtíð-
inni.“
Kostir og gallar við
gengisbreytingar
„Það eru freistingar fyrir þá í báðar
áttir og það fer eftir því hvernig þeir
meta stöðuna hverju sinni,“ seg-
ir Þórólfur. Þegar krónan styrkist
skilar það sér út í verðlag og ætti að
hafa þau áhrif að það dragi úr verð-
bólgu. Á sama tíma verður hins
vegar til pressa frá krónueigendum
að koma eignum sínum úr landi ef
gengið verður of sterkt. „Menn hafa
verið fundvísir á aðferðir og búið
til ný form skuldabréfa, eða eitt-
hvað þess háttar, til að leika á kerf-
ið og þá hefur Seðlabankinn þurft
að vera með mótleiki við því,“ seg-
ir hann og bætir við að menn gangi
á hnífsegg. „Menn verða að passa
sig að ganga ekki út af henni eða að
skera sig á löppunum.“
Gengisvísitalan er reiknuð af
Seðlabanka Íslands út frá gengi
mismunandi gjaldmiðla gagnvart
krónunni. Erlendir gjaldmiðlar
hafa mismunandi mikið vægi við
útreikning á íslensku gengisvísi-
tölunni og skiptir þar máli hversu
mikil viðskipti eiga sér stað á milli
Íslands og þeirra svæða þar sem
viðkomandi gjaldmiðill er í notk-
un.
„Krónan getur og á að sveiflast
innan hafta jafnvel þótt þau virk-
uðu fullkomlega. Vöru- og þjón-
ustuviðskipti eru frjáls, fyrirtæki
og stofnanir geta auðvitað greitt
af sínum erlendu lánum, allt fjár-
magnsinnstreymi og það útstreymi
sem af því leiðir er frjálst og allir
þessir þættir geta sveiflast,“ sagði
Már í ræðu sinni á ársþingi Seðla-
bankans í mars síðastliðnum. Ekki
er víst hvernig hann, eða Seðla-
bankinn, meta sveiflurnar nú.
Seðlabankinn vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað og
var vísað í að stefna bankans væri
ekki að tjá sig um stöðu krónunnar
til skamms tíma litið. n
Krónan aftur
á niðurleið
n Gengisvísitalan tekur kipp n Sveiflukennt gengi hefur gríðarleg áhrif
„Það eru
freistingar
fyrir þá í báðar áttir
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Sept. 2011
200
210
220
230
Nóv. 2011 Jan. 2012 Mars 2012 Maí 2012 Júlí 2012 Sept. 2012
Þróunin síðustu tólf mánuði
Hér sést hvernig gengisvísitalan hefur þróast síðustu mánuði. Eins
og sést á myndinni hefur ekki komið jafn mikill kippur í gengisvísi-
töluna í nokkra mánuði. Á síðustu fjórum vikum hefur gengisvísi-
talan hækkað um tíu stig en hækkun hennar þýðir veikari króna.
Handstýrt Þórólfur segir að gengi krónunnar sé meira og minna handstýrt og að árstíða-
sveiflur hafi í raun lítil áhrif á krónuna. Mynd KArl Petersson
Borgum minnst Ísland stendur undir
minnstum hluta kostnaðar við NATO af
öllum aðildarríkjunum 28. Mynd reuters
Fagna launa-
hækkuninni
Stjórn Bandalags háskólamanna
fagnar því sérstaklega að velferð-
arráðherra hafi ákveðið að verð-
launa Björn Zoëga, forstjóra LSH,
með launahækkun. Það staðfesti í
eitt skipti fyrir öll að laun háskóla-
menntaðra hjá ríkinu standist
hvorki samanburð við laun á al-
mennum markaði né heldur er-
lendis.
Sem kunnugt er ákvað Guð-
bjartur Hannesson velferðarráð-
herra í sumar að hækka einhliða
og án samráðs laun forstjóra
Landspítalans til að koma í veg
fyrir að hann tæki betur launuðu
starfi erlendis.
Er því fagnað af hálfu stjórn-
ar BHM sem bendir þó á að mun
fleiri en sá forstjóri hafi lagt sig
sérstaklega fram í starfi sínu. Það
sé til eftirbreytni að vinnufram-
lag utan starfslýsingar sé metið
með aukagreiðslum. Þó vant-
ar mikið á að laun sérfræðinga
hérlendis verði samanburðarhæf
við það sem gerist erlendis og
meðan svo er stafar hætta af því
að sérfræðingar flytjist utan. Ít-
rekar stjórnin nauðsyn þess að
kjarasamningar háskólamennt-
aðra verði endurskoðaðir á sömu
forsendum og réttlæta launa-
hækkun forstjóra LSH.
Neitar launa-
vanda hjá Val
„Það er alls ekki rétt og ég
myndi heldur aldrei fara að ræða
slíkt opinberlega,“ segir Harald-
ur Daði Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri íþróttafélagsins
Vals, aðspurður hvað sé hæft í að
félagið standi það höllum fæti
fjárhagslega að laun til þjálfara og
starfsfólks skili sér vikum of seint.
Fyrir slíku hefur DV heimild-
ir sem herma að það hafi dregist
ítrekað í ákveðnum tilfellum að
greiða laun á tilsettum tíma. Þá
hafa sögusagnir um erfiða stöðu
félagsins lengi gengið meðal
stuðningsmanna liðsins.
Framkvæmdastjórinn dregur
ekki fjöður yfir að rekstur félags-
ins hafi verið þungur en leiðin
liggi upp á við. Hann segir alls
ekki rétt að starfsmenn og þjálf-
arar fái ekki greitt á réttum tíma.
Hann viðurkennir þó að hafa
heyrt orðróm um slæma stöðu
félagsins en segir ekkert hæft í
honum.