Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Page 44
A ðdáendur enska boltans geta tekið gleði sína á ný um helgina en þá fer fram heil umferð. Þó svo að aðeins þrjár um- ferðir séu búnar eru línur ör- lítið farnar á skýrast á toppi og botni. Chelsea, Manchester City og Manchester United – sem var af flestum spáð þremur efstu sæt- unum – eru öll í ágætum málum í deildinni; Chelsea á toppnum með níu stig, Manchester City með sjö stig og Manchester United með sex stig. Swansea, undir stjórn Dan- ans Michaels Laudrup, er í öðru sæti deildarinnar og West Brom í þriðja sæti, sem verður þó að telj- ast nokkuð óvænt. Arsenal með sjálfstraust Chelsea getur haldið sigurgöngu sinni í deildinni áfram þegar liðið mætir QPR á útivelli á laugardag. Chelsea er eina liðið sem enn hefur ekki tapað stigum en QPR, sem sank- aði að sér nýjum leikmönnum í sum- ar, hefur byrjað tímabilið afleitlega. Það situr í næstneðsta sæti með eitt stig eftir þrjá leiki og markatöluna 2–9. Fari allt samkvæmt bókinni ætti Chelsea-liðið að landa þægilegum sigri á Loftus Road. Þó ber að hafa í huga að Chelsea tapaði fyrir QPR á þessum velli í fyrra. Arsenal leitar enn að sínum fyrsta sigri á heimavelli á tímabilinu og raunar hefur liðið ekki unnið í síð- ustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni. Arsenal tekur á móti ný- liðum Southampton sem sitja á botni deildarinnar – án stiga. South- ampton-liðið hefur þó leikið vel og var óheppið að ná ekki að minnsta kosti einu stigi gegn Manchester United í síðustu umferð. Arsenal-liðið er þó fullt sjálfstrausts eftir góðan 2–0 sigur á Liverpool í síðustu umferð. Manchester-liðin í eldlínunni Manchester United byrjaði tímabil- ið illa þegar liðið tapaði fyrir Ever- ton í fyrsta leiknum. Síðan þá hafa United-menn unnið tvo leiki, gegn Fulham á heimavelli, 3–2, og svo gegn Southampton á útivelli, einnig 3–2. Robin van Persie hefur verið sjóðandi heitur en hann varð fyrir smávægilegum meiðslum í landsleik Hollendinga og Ungverja í vikunni. Með Wayne Rooney á meiðslalistan- um má United illa við að missa van Persie í meiðsli en hann er marka- hæstur í deildinni með fjögur mörk. United mætir Wigan á heimavelli sem hefur byrjað tímabilið ágætlega og er með fjögur stig. Englandsmeistarar Manchester City mæta Stoke á útivelli á laugar- dag. City fékk góðar fréttir í vikunni þegar Sergio Aguero mætti aftur til æfinga. Óvíst er þó hvort hann verði með í leiknum gegn Stoke en City ætti þó ekki að vera í neinum vand- ræðum með að fylla skarð hans. Stoke hefur byrjað tímabilið illa og gert þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. Liverpool leitar enn að sínum fyrsta sigri í deildinni. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina en ætti að eiga ágæta möguleika á að komast á sigurbraut um helgina þegar það mætir Sunderland á úti- velli. Sunderland hefur aðeins leikið tvo leiki á tímabilinu, báða á útivelli, og gert jafntefli í þeim báðum. n Laugardagur Norwich-West Ham 1 „Mér sýnist á öllu að þetta verði fallslagur en ég myndi halda að Norwich vinni sinn fyrsta sigur í vetur.“ Arsenal-Southampton 1 „Southampton hafa komið á óvart í upphafi tímabils en Arsenal verður of stór biti. Arsenal vinnur.“ QPR-Chelsea X „Þetta verður dramatískur baráttuleikur. Ég held að það sé komið að Chelsea að tapa stigum. Ég segi jafntefli.“ Stoke-Man. City 2 „Annar hörkuleikur og erfiður útivöllur fyrir meistarana. Ég held að þeir taki þetta samt og vinni.“ Sunderland-Liverpool 2 „Ég tippa á Liverpool-sigur. Þeir hafa byrjað illa en ég hef trú á að þeir rétti úr kútnum núna. Suarez og Gerrard skora – enda engir aðrir sem skora mörkin.“ Fulham-West Brom 1 „Tvö lið sem hafa komið á óvart. Ég held að Fulham taki þetta á heimavelli.“ Man. United-Wigan 1 „Sennilegast ójafnasta viðureign tímabilsins. Ég verð hissa ef United skorar ekki fimm mörk.“ Aston Villa-Swansea 2 „Swansea hefur byrjað vel og ég held að það haldi áfram. Þeir vinna á Villa Park.“ Sunnudagur Reading-Tottenham 1 „Hörkuleikur. Ég spái því að vandræði Villas- Boas haldi áfram. Gylfi Sigurðsson skorar en Reading vinnur.“ Mánudagur Everton-Newcastle X „Everton hefur komið mér á óvart en Newcastle eru líka sterkir. Ég spái jafn- tefli en Everton-sigur kæmi ekki á óvart.“ 44 Sport 14.–16. september 2012 Helgarblað Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Þægileg helgi fyrir toppliðin n Fjórða umferð ensku deildarinnar n Liverpool leitar að fyrsta sigrinum Stórleikur á Laugardalsvelli: Sæti í umspili tryggt með sigri Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur á móti Norður- Írlandi í undankeppni EM á laugar- dag. Um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða því með sigri mun Ísland tryggja sér sæti í umspili fyrir Evrópumótið á næsta ári sem fram fer í Svíþjóð. Eftir leikinn gegn Norður-Írlandi fer liðið til Noregs þar sem það mætir heimastúlkum á miðvikudag. Ísland trónir á toppi riðilsins með 19 stig en norsku stúlkurnar eru aðeins stigi á eftir í öðru sæti. Með sigri gegn Norður- Írum – sem er í fjórða sæti riðilsins með 11 stig – og jafntefli gegn Nor- egi mun Ísland tryggja sig beint inn á Evrópumótið. Miðasala á leikinn er í fullum gangi og kostar miðinn þúsund krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Vissir þú að... n Luis Suarez, leikmaður Liverpool, er sá leikmaður í ensku úrvalsdeildinni sem hefur oftast skotið framhjá markinu – inni í teig. Það hefur gerst 8 sinnum. n Manchester United hefur unnið níu af síðustu tíu heimaleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. n Arsenal hefur gert jafntefli í síðustu þremur heimaleikj- um sínum í ensku deildinni og Stoke í síðustu fjórum heimaleikjum. n Liverpool og Stoke eru grófustu liðin í ensku deildinni það sem af er. Bæði lið hafa fengið sjö gul spjöld og eitt rautt. n Robin van Persie hefur skorað 67 prósent marka Manchester United á tímabilinu, eða fjögur af sex. n Arsenal heldur boltanum best af öllum liðum í deildinni. Þeir hafa verið með boltann 61 prósent að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum. n Sunderland heldur boltanum verst og hafa verið með hann að meðaltali 32,5 prósent í leikjum sínum. Hörkuleikir fram undan DV leitaði til Kristjáns Atla Ragnarssonar, ritstjóra Kop.is sem er stuðningsmannasíða Liverpool-manna á Íslandi, og fékk hann til að spá í spilin fyrir leiki helgarinnar. Það þarf varla að koma á óvart að hann spáir sínum mönnum sigri og býst við hörkuleik þegar QPR tekur á móti Chelsea. Sjóðheitur Carlos Tevez hefur farið vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City í vetur. Hann verður að öllum líkindum í fremstu víglínu þegar City mætir Stoke um helgina. Mynd ReUteRS Moutinho hrærður Joao Moutinho, miðjumaður Porto, virðist ekkert hafa á móti því að ganga í raðir Tottenham, en hann var orðaður við félagið undir lok félagaskiptagluggans í ágúst. Í viðtali á dögunum sagði hann að stjóri Tottenham, landi hans Andre Villas-Boas, sé einn sá besti í Evrópu. „Ég var mjög stoltur af áhuganum sem þeir sýndu – sérstaklega vegna þjálfarans sem er einn sá besti í Evrópu. Félaga- skiptaglugginn er lokaður núna og ég einbeiti mér að fullu að Porto. Ég vil helst ekki tjá mig um eitt- hvað sem gerist kannski eða gerist ekki. Ég get sýnt mínar bestu hlið- ar hjá Porto og mun einbeita mér 100 prósent að því verkefni.“ Tvö ár er langur tími Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hefur kveðið niður sögusagnir þess efnis að hann sé nálægt því að skrifa undir nýjan samning við félagið. Samningur Wengers rennur út árið 2014 og hafa fjölmiðlar í Bretlandi greint frá því að aðeins formsatriði sé fyrir Wenger að endurnýja samn- inginn. „Ég á tvö ár eftir. Það eina sem skiptir mig máli í augna- blikinu er leikurinn gegn South- ampton um helgina. Tvö ár er langur tími í starfi sem þessu og það eina sem ég hugsa um er að standa mig vel,“ segir Wenger sem er orðinn 62 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.