Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 14.–16. september 2012 Helgarblað
Samdi um skiln-
aðinn við Siv
3 „Okkar skiptum er lokið,“ sagði Þorsteinn Húnbogason, fyrr-
verandi eiginmaður Sivjar Friðleifs-
dóttur þingkonu, í
DV á miðvikudag.
Þau hafa nú náð sátt
um eignaskipti. Siv
höfðaði mál á hend-
ur Þorsteini síðasta
vetur vegna eigna-
skiptanna í kjölfar
skilnaðar þeirra en
málið snerist að
hluta til um hlutdeild Þorsteins í líf-
eyrisréttindum Sivjar, sem eru um-
talsverð eftir þingsetu frá árinu 1995
og ráðherraembætti. Siv vildi ekki
fallast á kröfu Þorsteins um hlut-
deild í þessum réttindum og stefndi
honum því til opinberra skipta.
Sleppur við
20 milljarða
2 Kröfuhafar eignarhaldsfélagsins 101 Capital, sem var í eigu Ingi-
bjargar Pálmadóttur, þurftu að afskrifa
rúmlega 20 millj-
arða króna lán sem
veitt voru til félags-
ins. Gjaldþrotaskipt-
um á félaginu lauk
í síðustu viku og
sagði Áslaug Árna-
dóttir, skiptastjóri
félagsins, í DV á
miðvikudag að
ekkert hefði fengist upp í kröfurn-
ar sem lýst í búið var þar sem félagið
var eignalaust. 101 Capital var stofnað
árið 2007 og keypti 19 prósenta hlut í
fasteignafélaginu Landic Property af
Baugi í ágúst 2007. Viðskiptin gengu
undir nafninu Project Para.
Myrtur í Tulsa
1 Kristján Hinrik Þórsson, 18 ára, var myrtur aðfaranótt laugar-
dags um síðustu helgi í borginni Tulsa
í Oklahoma í Bandaríkjunum. Í DV
á mánudag var
meðal annars rætt
við föður hans, Þór
Karlsson. „Hin-
rik var mjög góð-
ur drengur. Hann
vildi öllum vel,“
sagði Þór um son
sinn. Kristján Hin-
rik var farþegi í bif-
reið sem skotið var
á. Ökumaður bifreiðarinnar, 37 ára
karlmaður, lést einnig af sárum sínum
tveimur dögum eftir árásina. „Mér
finnst þetta bara rosalega óraun-
verulegt. Þetta er eitthvað svo langt
frá þeim veruleika sem við búum við
hérna,“ sagði Þór.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Hagnaður
BuBBa
minnkar
milli ára
n Hagnaðist um 3,7 milljónir en greiðir arð upp á 3,9„Eftir hrunið hefur
félagið hins vegar
nýst til að halda utan um
tónleika.T
ónlistarmaðurinn Ásbjörn
Morthens, betur þekktur sem
Bubbi Morthens, hagnað-
ist um 3,7 milljónir króna í
gegnum einkahlutafélag sitt
Morthens ehf. á síðasta ári. Hagnað-
urinn er minni en árið áður en tekj-
ur félagsins á síðasta ári námu sam-
tals 4,5 milljónum króna. Arðurinn
sem Bubbi greiðir sér nú úr félaginu
er talsvert minni en hann var á síðasta
ári. Þá voru sautján milljónir króna
greiddar í arð. Engin laun voru greidd
úr félaginu og var í raun eini kostnað-
urinn fyrir utan skatta 17.900 króna
rekstrarkostnaður sem líklega er út-
varpsgjald sem greiða þarf árlega.
Hærri arður en hagnaður
Stjórn félagsins, sem er eingöngu
skipuð Bubba sjálfum, hefur ákveðið
að greiða 3,9 milljóna króna arð til
hluthafa en Bubbi á allt hlutafé í fé-
laginu. Hann hefur því samþykkt að
greiða sálfum sér arð sem nemur tvö
hundruð þúsund krónum meira en
hagnaður félagsins var á síðasta ári.
Staða félagsins er þó nokkuð góð.
Eigið fé þess í árslok síðasta árs nam
4,6 milljónum króna og eru því 700
þúsund krónur eftir í félaginu eftir
arðgreiðsluna.
Bubbi á annað einkahlutafé-
lag sem ber nafnið B Morthens ehf.
Af því félagi varð átta þúsund króna
tap á síðasta ári samkvæmt árs-
reikningi. Á árinu 2010 skilaði félag-
ið hins vegar tæplega þriggja milljón
króna hagnaði. Stjórn félagsins, sem
skipuð er Bubba og eiginkonu hans
Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, ákvað
að greiða ekki arð út úr félaginu en
á síðasta ári voru 7,4 milljónir króna
greiddar úr félaginu sem úthlutaður
arður.
Ekki lengur í hlutabréfa
viðskiptum
Bubbi, sem er einn af þekktari
og vinsælli laga- og textasmiðum
þjóðarinnar, virðist hafa það ágætt
þrátt fyrir að hafa tapað gríðarlegum
fjárhæðum í gegnum einkahluta-
félag sitt í hruninu en fyrir hrunið
notaði Bubbi félagið Morthens ehf.
til að versla með hlutabréf í ýms-
um félögum. Eftir hrunið hefur fé-
lagið hins vegar nýst til að halda
utan um tónleika og aðrar tekjur
sem tengjast starfi hans í tónlist-
arbransanum. Bæði Morthens ehf.
og B Morthens ehf. eru rekin í þeim
tilgangi.
Ekki kemur fram í ársreikn-
ingunum hvaðan tekjurnar komu
en Bubbi heldur árlega nokkra vin-
sæla tónleika. Ljóst er að tekjur fé-
laganna tveggja eru ekki allar tekjur
Bubba, sem hefur gert ágæta hluti
sem bæði útvarpsmaður og sjón-
varpsmaður. Í lok síðasta mánaðar
greindi Stöð 2 frá því að Bubbi hefði
keypt til baka höfundarrétt á lögum
sínum sem hann seldi fyrir hrun til
Sjóvár-Almennra sem síðar seldi
hann til Hugverkasjóðs Íslands,
sem þá var í eigu Baugs Group. n
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Minni arður
Bubbi greiðir
sér í ár talsvert
minni arð út úr
félögum sínum
en síðustu ár.
Sívinsæll poppari Einkahlutafélag hans heldur utan um tónleikahaldið.
Makríldeilan harðnar:
Beygja ekki
Íslendinga
„Hótanir hafa aldrei beygt Ís-
lendinga í fiskveiðideilum. Það
sama gildir um makríl. Þar eigum
við réttmæta hagsmuni að verja og
þeir verða varðir eftir þeim leið-
um sem við höfum,“ segir Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
um ákvörðun Evrópuþingsins um
að leyfa löndunarbann á íslensk
skip vegna makríldeilunnar. Hann
segir að staða Íslendinga betri eftir
að í ljós kom að makríllinn sæk-
ir hingað í meira mæli en áður.
„Yfirlýsingar írskra þingmanna
á Evrópuþinginu, og þar áður
norska sjávarútvegsráðherrans,
gera bara illt verra og setja deiluna
í fastari hnút.”
Hann segir stöðu Íslands
sterka, ekki síst vegna bókunar
sem Íslendingar hafi náð fram við
EES-samninginn á sínum tíma
sem kveði á um að ekki sé með
löglegum hætti hægt að grípa til
annarra ráða gegn Íslendingum
en þeir hafi sjálfir beitt gegn skip-
um frá ESB og Noregi. Allt umfram
það sé ólögmætt„ Ég hef ekki trú á
að ESB ráðist í slíka vitleysu. Enn
síður að frændur okkar Norðmenn
grípi til slíkra aðgerða.“
„Eins og í hryll-
ingsmynd“
Nemandi slasaðist í Borgarholts-
skóla á fimmtudag þegar höfuð
hans rakst í viftu í lofti skólastofu.
Atvikið tengdist busavígslu sem
fram fór í skólanum en það varð
með þeim hætti að drengurinn
stóð uppi á borði þar sem hann
átti að syngja. Hann skarst við
eyra svo nokkuð blæddi. Kallað
var á sjúkrabíl sem kom á staðinn
skömmu síðar og flutti drenginn
á slysadeild þar sem gert var að
sárum hans. Einhverjir nemendur
voru slegnir miklum óhug vegna
atviksins. „Það þeyttist blóð út um
allt. Þetta var eins og í hryllings-
mynd,“ segir heimildarmaður sem
ekki vill láta nafns síns getið.
Ingi Bogi Bogason, aðstoðar-
skólameistari Borgarholtsskóla,
segir drenginn á góðum batavegi.