Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 19. september 2012 Miðvikudagur
Gaumur keypti af Ingibjörgu Fjárfestingarfélagið Gaumur keypti hlutabréf af
Ingibjörgu Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrir þrjá milljarða
króna sumarið 2008. Þá var Gaumur með neikvætt eigið fé. Mynd pressphotos.bIz
n Seldi hlutabréf í Baugi fyrir samtals 8 milljarða
F
járfestingarfélagið Gaum-
ur, sem var í eigu Jóns Ás-
geirs Jóhannessonar og fjöl-
skyldu, keypti hlutabréf í
Baugi af Ingibjörgu Pálma-
dóttur fyrir um 3.000 milljónir
króna í júní 2008. Lánveitingin fyrir
kaupunum kom frá Kaupþingi. Um
var að ræða hlutabréf í Baugi sem
Ingibjörg, eiginkona Jóns Ásgeirs,
átti persónulega. Þetta kemur fram
í greinargerð sem lögmaður Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, Gísli Guðni
Hall, skrifaði í skaðabótamáli
þrotabús Baugs gegn fjárfestinum.
Gaumur hefur ekki skilað árs-
reikningi síðan árið 2007 þannig
að ekki er hægt að benda á við-
skiptin í opinberum gögnum um
starfsemi Gaums. Viðskiptin með
þessi hlutabréf Ingibjargar í Gaumi
standa utan við kaup eignarhalds-
félagsins 1998 ehf. á hlutabréfum í
Baugi í eigu eignarhaldsfélags Ingi-
bjargar, ISP, fyrir 4.900 milljónir
króna.
30 milljarða viðskipti
Sú flétta hefur gengið undir nafn-
inu Project Polo. Í þeirri fléttu
keypti 1998 ehf. smásölurisann
Haga af Baugi fyrir 30.000 milljón-
ir króna sem félagið fékk að láni
frá Kaupþingi. Baugur notaði tæp-
lega 15 milljarða af þessari upphæð
til að greiða niður lán við Kaup-
þing og Glitni og um 15 milljarðar
voru notaðir til að kaupa hlutabréf í
Baugi af félögum stjórnenda Baugs
og tengdra aðila. Um þetta segir í
skýrslu rannsóknarnefndar Alþing-
is: „Baugur keypti síðan eigin hluta-
bréf af Fjárfestingafélaginu Gaumi
ehf. (7,2 ma.kr.), Gaumi Holding
ehf. (1,6 ma.kr.), Eignarhaldsfé-
laginu ISP (4,9 ma.kr.) og Bague S.A.
(1,3 ma.kr.).“
Gaumsfélögin voru í eigu Jóns
Ásgeirs og fjölskyldu hans á meðan
ISP var í eigu Ingibjargar og Bague
í eigu Hreins Loftssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns Baugs.
Þrotabú Baugs höfðaði skaða-
bótamálið í fyrra gegn Jóni Ásgeiri
og krafði hann um 15 milljarða
króna vegna þessara uppkaupa á
hlutabréfum í Baugi.
Að kröfu Kaupþings
Í greinargerð lögmanns Jóns Ás-
geirs í málinu er viðskiptunum lýst
með eftirfarandi hætti: „Gaumur
keypti af ISP hlutabréf í Baugi að
nafnvirði kr. 59.237.880 á genginu
47,77 – kaupverð var samtals kr.
2.829.793.528 („Share Purchase
Agreement“ dskj. 77). Kaupþing
lánaði Gaumi fyrir kaupverðinu
(„Multicurrency Term Facility
Agreement“, dskj. 78). Með því jók
Gaumur skuldir sínar við Kaupþing
um þessa fjárhæð til viðbótar við
það sem áður var rakið og eignaðist
hlutabréf í Baugi. Þessi samning-
ur eins og aðrir samningar Project
Polo var gerður að kröfu Kaupþings
þar sem bankinn áleit Gaum vera
með traustari eiginfjárstöðu og þar
með betri skuldara heldur en ISP.“
Um þessa aðkomu stjórnenda
Kaupþings að Project Polo seg-
ir jafnframt í greinargerðinni:
„Loks er það ekki rétt að stefndi
hafi viðurkennt að hafa sjálfur
haft frumkvæði að viðskiptunum,
,,Project Polo“. Frumkvæðið kom
frá stjórnendum Kaupþings og var
kynnt af þáverandi forstjóra bank-
ans, Hreiðari Má Sigurðssyni.“
Skuldir eignarhaldsfélags Ingi-
bjargar við Kaupþing minnkuðu
um 5.000 milljónir króna í þess-
um viðskiptum með Baugsbréf-
in sumarið 2008. Félagið skuldaði
Kaupþingi 7.400 milljónir króna
fyrir sumarið 2008 en 2.400 eftir
þessa viðskiptafléttu. ISP var kom-
ið í alvarleg vanskil með lán sín við
Kaupþing strax í ársbyrjun 2008
og var í vanskilum með lán sín
við bankann þegar hrunið skall á
haustið 2008.
Ingibjörg hafði hins vegar tek-
ið samtals 350 milljónir í arð út úr
félaginu á árunum 2006 og 2007 og
ráðgerði að taka út 300 milljóna arð
árið 2008, samkvæmt ársreikningi
félagsins 2007.
samtals 8 milljarða lán
Þetta þýðir að Ingibjörg fékk tæplega
8.000 milljónir króna fyrir hlutabréf-
in sem hún, eða félag í hennar eigu,
átti í Baugi síðustu mánuðina fyrir
hrunið 2008. Annars vegar voru þessi
bréf hennar keypt af Gaumi og hins
vegar 1998 ehf.
Mikla athygli vekur að Gaumur
hafi fengið þessa þriggja milljarða
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Jafngilti arðgreiðslu
n „Rannsóknarnefnd Alþingis vekur
athygli á því að Baugur Group notaði hluta
af sölutekjum sínum af því að selja Haga
til 1998 ehf. til að kaupa eigin hlutabréf af
stærstu eigendum sínum. Í þessu tilviki var
um að ræða 15 milljarða króna virði hluta-
fjár, að því gefnu að hlutirnir hafi verið rétt
verðlagðir, og ekki verður séð að félagið
hafi selt öðrum þetta hlutafé síðar. Raunin
var því sú að eigendur Baugs voru með
þessu að taka til sín hluta af fjármunum
félagsins, án þess að nokkuð lægi fyrir um
hvort hagnaður yrði af rekstri félagsins
árið 2008. Í eðli sínu jafngildir þetta
arðgreiðslu, en með útgreiðslu á þessu
formi var komist hjá því að uppfylla þyrfti
skilyrði sem lög setja fyrir arðgreiðslum úr
félögum. Baugur hf. var ekki búinn að selja
hlutabréfin aftur út úr félaginu við fall
bankanna, og hafði fyrirtækið heldur ekki
farið þá leið að færa niður hlutaféð. Regl-
um um arðgreiðslu og lækkun hlutafjár er
ætlað að vernda hagsmuni kröfuhafa en
á þessum tíma voru þeir m.a. Landsbanki
Íslands, lífeyrissjóðir og peningamarkaðs-
sjóðir. Lækkun hlutafjár með greiðslu til
hluthafa þarf t.d. að kynna fyrirfram með
auglýsingum í Lögbirtingablaði, sbr. 53. gr.
laga nr. 2/1995. Nefndin telur ljóst af þeim
gögnum sem hún hefur kynnt sér að sú að-
ferð sem þarna var viðhöfð við kaup Baugs
á eigin hlutabréfum hafi verið til þess
fallin að rýra hagsmuni og stöðu þeirra
fjármálafyrirtækja sem áttu kröfur á Baug
og rannsókn nefndarinnar tekur til.“
Úr sKýrslu rAnnsóKnArnefndAr AlþInGIs
Fékk þrjá milljarða
fyrir bréfin í Baugi
Sagt upp á Rás 1
Ráðgert er að segja upp fjórum til
sex starfsmönnum Rásar 1. Mikill
titringur ríkir á meðal starfsmanna
RÚV vegna þess. Tuttugu og sex
starfsmenn Rásar 1 hafa sent bréf
til stjórnarinnar þar sem þeir mót-
mæla fyrirhuguðum uppsögnum.
Jafnframt lýsa þeir yfir áhyggjum
sínum vegna þeirra og þau sjónar-
mið eru reifuð að niðurskurðurinn
geti komið niður á starfsemi Rásar 1
og menningarlegu hlutverki stofn-
unarinnar. Afrit af bréfinu var sent á
menntamálaráðuneyti og fjármála-
ráðuneyti.
Björg Eva Erlendsdóttir, sem
situr í stjórn RÚV, sagði í samtali við
DV að stjórnin hafi ekki verið upp-
lýst um hagræðingaraðgerðir fyrir
helgi, líkt og starfsmönnum. Hún
vænti þess að fá frekari upplýsingar
á stjórnarfundi sem haldinn verð-
ur í dag, miðvikudag. „Vitanlega á
stjórnin að hafa hugmynd um hvað
gert er í Ríkisútvarpinu,“ var á með-
al þess sem hún sagði við DV.
Brynjar enn
í haldi
Brynjar Mettinisson dvelur enn í
taílensku fangelsi en vonir stóðu
til að hann yrði látinn laus úr haldi
þegar taílensk yfirvöld staðfestu
fyrir rúmri viku að þau myndu ekki
áfrýja máli hans til hæstaréttar.
Hann var ákærður fyrir að undirbúa
fíkniefnasmygl. Þáttur hans hefði
verið sá að auglýsa eftir burðardýri
til að flytja tæpt kíló af amfetamíni
til Japans.
Brynjar var sýknaður í undirrétti
í byrjun mánaðar en höfuðpaur-
inn í málinu var dæmdur í 25 ára
fangelsi. Samkvæmt upplýsingum
frá utanríkisráðuneytinu er beðið
eftir tæknilegri útfærslu á afgreiðslu
málsins hjá taílenskum yfirvöldum.
Vonast er til að Brynjar verði látinn
laus á næstu vikum.
Samkvæmt Mark Viravan, ræðis-
manni Íslands í Bangkok, ber Brynj-
ar sig ágætlega í fangelsinu en von-
in um frelsi haldi honum gangandi.
Fjölmiðlar
vondir við
Romney
Gísli Freyr Valdórsson, blaðamaður
á Viðskiptablaðinu og formaður
rekstrarráðs Fíladelfíusöfnuðar-
ins, telur að íslenskir fjölmiðlar
gangi erinda Demókrataflokksins.
Þetta kemur fram í grein eftir hann
í nýjasta tölublaði blaðsins. Grein-
in ber titilinn „Goðið Obama og ill-
mennið Romney“ en í henni sakar
hann fjölmiðla um ósanngjarna
umfjöllun um forsetakosningarnar
vestanhafs. „Það er ekki útilokað að
fjallað verði um illmennið Romney
og meðreiðarsvein hans Paul Ryan,
sem skv. umfjöllun fjölmiðla hér
á landi er nánös á annarra manna
fé sem kallast því góða nafni al-
mannafé,“ segir Gísli. „Fari svo að
þessir kumpánar mismæli sig eða
missi eitthvað óheppilegt út úr sér á
fundum verða Íslendingar alveg ör-
ugglega upplýstir um það.“