Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 23
Klár, hlý og trúverðug Menning 23Miðvikudagur 19. september 2012 Flottur hópur álitsgjafa valdi besta sjónvarpsfólkið á Íslandi í dag. Á toppnum trónir sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir úr Íslandi í dag en athygli vekur að konur verma efstu sætin. Álitsgjafar: Aðalsteinn Bergdal leikari Gerður Kristný skáld Guðrún Bergmann umhverfissinni Lára Björg Björnsdóttir rithöfundur Greta Salóme Stefánsdóttir söngkona Pétur Örn Guðmundsson söngvari Þórunn Hrefna gagnrýnandi Marín Manda Magnúsdóttir athafnakona 1 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Stöð 2 „Klár og þokkafull með mikla útgeislun. Lætur mann fá áhuga á hverju því sem hún er að fjalla um, hvort sem það er fólk á elliheimili, á karatenámskeiði eða konur sem búa með tuttugu köttum í fjörutíu fermetra íbúð.“ „Geislandi, jákvæð og gefandi.“ „Virkar sem einstaklega hlý manneskja. Með bein í nefinu. Maður tekur hana alvarlega. Hún hefur gott orðspor og svo er hún bara náttúruleg og falleg að horfa á.“ 2 Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir RÚV „Alltaf jafn ljúf og þægileg. Glæsileg kona sem er fagmennskan uppmáluð.“ „Glæsileg. Með aðlaðandi og einlæga framkomu.“ 3 Edda Andrésdóttir Stöð 2 „Edda er Vala Matt fréttanna. Hún er eftir- læti allra, húmoristi og hlý.“ „Edda hefur setið af sér marga misvitra samstarfsmenn en virðist sjálf hvorki eldast né þreytast. Traust og viðkunnanleg fréttakona og maður trúir umsvifalaust því sem hún ber á borð. Það er eitthvað nota- legt við að hafa þennan góða heimilisvin í fréttunum og vonandi á hún eftir að vera þar um ókomin ár.“ 4 Brynja Þorgeirsdóttir RÚV „Ber af öðru sjónvarpsfólki. Kemur vel fyrir, ákaflega skýrmælt og er alltaf með fréttir sem vit er í. Umfjöllun hennar um forseta- valdið í sumar var merkileg og vel fram sett. Brynja er vönd að virðingu, það er mikill fengur að fá hana í Útsvar.“ 5 Karen Kjartansdóttir Stöð 2 „Kemur gríðarvel út í sjónvarpi. Einlægur áhugi hennar á manneskjum og marg- breytileika þeirra skín í gegnum það sem hún gerir. Kraftmikil og skelegg kona sem á framtíðina fyrir sér.“ 6 Bogi Ágústsson RÚV „Holdgervingur traustsins og heima hjá mér vekja bindin hans alltaf jafnmikla athygli og fréttirnar sem hann les upp. Alltaf flottur.“ 7 Steindi Jr. Stöð 2 „Fyndinn. Í því vanþakkláta starfi að láta fólk hlæja sem er miklu erfiðara en að láta fólk gráta. Steindi gerir það af mikilli fagmennsku.“ 8 Logi Bergmann Stöð 2 „Enginn hoppar jafn auðveldlega úr hrútleiðinlegum fjármálafréttum yfir í hressa og skemmtilega þáttastjórnandann. Sterkur sjónvarps- maður sem heillar konur sem karla með fallegu og púkalegu brosi sínu.“ 9 Jón Ársæll Stöð 2 „Einstakur en hófsamur á hliðarlínunni.“ 10 Egill Helgason RÚV „Skeleggur í fram- setningu efnis og vinnur sína hluti vel. Kafar nokkuð vel ofan í efnið og setur það fram á manna- máli. Góður þáttastjórnandi.“ 11 Sölvi Tryggvason Skjár einn „Þorir að spyrja nánast hvers sem er. Ætti bara að vera á annarri stöð.“ 12 Jóhannes Kr. Kristjánsson RÚV „Hörkunaglinn úr Kompási er óhræddur við að ferðast um þær slóðir sem við fæst viljum vita af. Og einbeittur spyr hann spurning- anna sem við þurfum að fá svör við, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Mikilvægur sjónvarpsmaður sem mætt hefur sterkur til leiks í Kastljósinu.“ 13 Sindri Sindrason Stöð 2 „Góður á sínu sviði. Forvit- inn og glaðlegur. Lætur manni líða vel heima í stofu að horfa á hann í sjónvarpinu. Hann tók eitt sinn viðtal við mig og var einstak- lega fagmann- legur.“ Þau voru líka nefnd Einar Þorsteinsson RÚV „Nákvæmur fréttamaður, fjallmyndar- legur, góður undir pressu og mjög mikill húmoristi. Eða eins og einhver sagði: Að hafa Einar bara í útvarpinu er eyðsla á fegurð og glæpur gegn þjóðinni.“ Telma Tómasson Stöð 2 „Örugg og vönduð fréttakona. Það er þægilegt að horfa og hlusta á hana því hún er yfirveguð og nákvæm í frásögn. Annað en um það bil 90 prósent af öðru sjónvarpsfólki.“ Susanne Bier til Íslands Danski leikstjórinn Susanne Bier hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár og sækir hátíðina heim af því til- efni. Hún þykir einn fremsti leik- stjóri Norðurlandanna um þessar mundir og einn fremsti kvenleik- stjóri heims. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með rómantísku gamanmyndinni Den Eneste Ene fyrir þrettán árum. Myndin naut mikilla vinsælda í heimalandi hennar og víðar. Bier öðlaðist hins vegar heims- frægð fyrir myndina Hævnen en hún hlaut bæði Óskars- og Golden Globe-verðlaunin sem besta erlenda myndin í fyrra. Það er mikinn fengur fyrir RIFF að Bier skuli hafa fallist á að koma hingað á hátíðina og taka við heiðursverð- laununum. Fékk fullt hús stiga Bókin Svar við bréfi Helgu er ný- komin út í Danmörku hjá for- laginu C&K í þýðingu Kims Lem- bek. Bergsveinn Birgisson var þar staddur í síðustu viku til þess að fylgja bókinni úr hlaði. Viðtökurnar í Danmörku voru góðar. Bergsveinn hefur fengið fimm og sex stjörnu dóma í helstu stórblöðum og þá var Bergsveinn í stóru viðtali í síðasta helgarblaði Politiken. Yfirskrift bókadóms í Weekend Avisen var heldur kostu- leg: Þeim sem eru á höttunum eftir alvöru ást er ráðlagt að kasta E.L. James og hinni ungu sögu- hetju hans Grey út í horn, en fylkja sér á bak við Bergsvein og hans gamla Bjarna. Politiken gefur bók- inni fimm stjörnur og Jyllands Posten sex: Eða fullt hús. Slegnir í rot í glæpamynd Ný íslensk bíómynd, Blóðhefnd, verður frumsýnd 12. október næstkomandi. Kvikmyndin fjallar um glæpagengi sem tengjast man- sali á Íslandi. Í myndinni er sagt frá Trausta sem kemur heim frá útlöndum eftir langa veru þar og kemst hann að því að bróðir hans á óuppgerð mál gagnvart glæpa- hring, sem leitar hans nú til að ná sér niður á honum. Atburðarásin stigmagnast og fjölskyldan verð- ur fórnarlamb glæpamannanna. Trausti, aðalpersóna myndarinn- ar, fyllist hefndarþorsta og fer á eftir glæpamönnunum. Hefnd er eina réttlætið. Tökur á myndinni hafa ekki gengið áfallalaust fyrir sig en í einu slagsmálaatriðinu var tekið svo hart á því að tveir leikaranna rotuðust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.