Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 4
Komu í veg fyrir heildarhrun n Málflutningur í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum Í slendingar brugðust skyldum sín­ um samkvæmt tilskipun innstæðu­ trygginga og brutu gegn jafnræðis­ reglum þegar innstæður í íslenskum útibúum gömlu bankanna voru flutt­ ar yfir í nýju bankana. Þetta kom fram í máli lögmanna eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á þriðjudag þegar málflutningur fyrir EFTA­dóm­ stólnum í Icesave­málinu fór fram. Jafnframt var vísað til allsherjaryfir­ lýsinga ríkisstjórnar og ráðherra um ábyrgð á innstæðum. Réttað var í húsakynnum verslunarráðsins í Lúx­ emborg. Tim Ward, málflutningsmaður Ís­ lands, tók næst til máls og andmælti harðlega öllum röksemdum og kröf­ um um brot Íslands. „Ítarlega var farið yfir tilurð tilskipunarinnar og sýnt fram á að innstæðutryggingakerfið rís ekki undir stórfelldu bankaáfalli, hvorki á Íslandi né annars staðar. Fjarstæðu­ kennt sé að sjóðirnir hafi yfir fjármun­ um að ráða sem dugi til að greiða út meirihluta innstæðna í viðkomandi landi,“ segir í tilkynningu sem utanrík­ isráðuneytið sendi frá sér á þriðjudag. Í slíkum tilvikum grípi stjórnvöld æv­ inlega til annarra aðgerða, til dæmis með því að endurskipuleggja banka­ kerfið. Íslensk stjórnvöld hafi gripið til þeirra aðgerða sem tækar voru og nauðsynlegar til að koma í veg fyrir heildarhrun á Íslandi. Jafnframt hafi hagur innstæðueigenda í erlendum útibúum bankanna verið tryggður með því að þeim var veittur forgangs­ réttur við slit og skiptameðferð gömlu bankanna. Málflutningsmenn Noregs og Liechtenstein studdu málstað Íslands varðandi innstæðutilskipunina en Hollendingar og Bretar voru á önd­ verðum meiði. n 4 Fréttir 19. september 2012 Miðvikudagur E igendur veitingastaðarins Hamborgarafabrikkunnar greiddu 30 milljóna króna arð út úr fyrirtækinu í fyrra. Ham­ borgarafabrikkan er í eigu Sigmars Vilhjálmssonar, Jóhannes­ ar Ásbjörnssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar. Þetta kemur fram í árs­ reikningi Nautafélagsins ehf., rekstr­ arfélags Hamborgarafabrikkunnar, sem var skilað til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra þann 12. september síðastliðinn. Veitingastaðurinn er til húsa í Turninum í Borgartúni. Eigendur Hamborgarafabrikk­ unn ar eru þekktir sem góðir mark­ aðs­ og rekstrarmenn. Þeir Sigmar og Jóhannes eru betur þekktir sem Simmi og Jói og hafa unnið við dag­ skrárgerð fyrir sjónvarp og útvarp. Skúli Gunnar er gjarnan kenndur við samlokustaðinn Subway sem hef­ ur fest sig vel í sessi meðal neytenda hér á landi, sem meðal annars sést á fjölda Subway­staða á Íslandi – ný­ verið var opnaður staður á Ísafirði. Hagnaður dregst saman Arðgreiðslan byggði á hagnaði fé­ lagsins árið 2010, sem nam 34,7 milljónum króna. Í fyrra skilaði fé­ lagið hins vegar talsvert minni hagn­ aði, eða 24,8 milljónum króna. Í árs­ reikningnum er ekki að finna yfirlit yfir tekjur Hamborgarafabrikkunnar þannig að ekki er hægt að greina frá þeim. Eignir félagsins eru rúmlega 87 milljónir króna og skuldirnar eru rúmlega 39 milljónir króna. Staður­ inn er því langt frá því að vera mik­ ið skuldsettur. Þó bættust rúmlega 6,3 milljóna skuldir við lánastofnanir í efnahagsreikning félagsins en þær höfðu numið 0 krónum árið áður. Eigið fé Nautafélagsins var 48,4 milljónir í lok árs 2011 en var 53,7 milljónir árið áður. Í skýrslu stjórnar félagsins, sem þeir sitja í Sigmar, Jó­ hannes og Skúli, er gerð tillaga um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2011. Ekki er þó tekið fram hversu há sú arðgreiðsla á að vera. Seldu 180 þúsund hamborgara Hamborgarafabrikkan var opnuð í mars árið 2010. Á fyrstu sex mánuðunum eftir opnunina seldi staðurinn 180 þúsund hamborgara. Þeir Sigmar og Jóhannes voru verð­ launaðir sem markaðsmann ársins af Ímark í desember 2010. Í umfjöll­ un Frjálsrar verslunar um mark­ aðskynninguna á staðnum sagði meðal annars: „Aldrei áður hef­ ur veitingahús á Íslandi verið opn­ að með eins miklu fyrirframplöggi. Þáttur þeirra á Stöð 2 undirbjó jarð­ veginn vel fyrir opnun staðarins og það fór ekki framhjá neinum að þeir væru að opna nýjan veitinga­ stað. Á undirbúningstímanum voru þeir ennfremur í viðtölum í blöðum og útvarpi.“ Þessi markaðsherferð þeirra virðist hafa skilað sér í miklum vinsældum þó aðeins hafi dregið úr hagnaði Hamborgarafabrikkunnar á milli ára. n Fabrikkan skilar 30 milljóna arði n Hagnaður Hamborgarafabrikkunnar minnkar um tíu milljónir milli ára Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Í fyrra skilaði félagið hins vegar talsvert minni hagnaði, eða 24,8 milljónum króna 30 milljóna arður Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson eru tveir af eigendum staðar- ins. Mynd GuðMundur VIGFúSSon Kýldi löggu í andlitið Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt 24 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögregluþjón í andlitið. Atvik­ ið átti sér stað á Reyðarfirði þann 30. október í fyrra en maðurinn var ákærður fyrir að slá lögreglu­ þjón við skyldustörf „hnefahöggi í hægra gagnauga“ og rífa í talstöð lögregluþjónsins sem við það lenti í jörðinni. Maðurinn játaði brot sitt ský­ laust fyrir dómi en hann hefur tvívegis gengist undir sátt hjá lög­ reglu vegna brota á umferðar­ lögum og lögum um ávana­ og fíkniefni, í bæði skiptin árið 2010. Hafði sakaferill hans ekki áhrif á ákvörðun refsingar hans í málinu. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn iðraðist gjörðar sinnar og þess að engir áverkar hlutust af hnefahögginu. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Rothögg fyrir haftakrónuna „Höfundar fara auðvitað með löndum og draga ekki dul á að það væri óráð að taka upp evruna núna, enda er það bæði ómögu­ legt og stendur ekki til. Þeir leggja áherslu á rétta tímasetningu, og að henni uppfylltri þá er ekki hægt að lesa annað úr skýrslunni en að fyrir Íslendinga sé evran langbesti kosturinn,“ segir Össur Skarp­ héðinsson utanríkisráðherra um skýrslu Seðlabankans varðandi þá kosti sem Íslendingar eiga í gjald­ eyrismálum. Össur segir skýrsluna vera „rothögg“ fyrir krónusinna. Össur segist lesa það úr skýrsl­ unni að evran sé betri kostur en krónan „… sem skýrslan segir að sé beinlínis skaðleg því hún bæði valdi sveiflum og magni þær upp í efnahagslífinu án þess að sannað sé að hún hafi gagnast til að létta kreppuna einsog haldið hefur ver­ ið fram.“ Andmælti harðlega Tim Ward er málflutningsmaður Íslands og andmælti harðlega röksemdum um brot Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.