Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 10
„Hann nýtist okkur Helling“ 10 Fréttir 19. september 2012 Miðvikudagur n Afplánunin á Vernd í samræmi við lög n Lex ekki vör við gagnrýni Þ etta hefur líklegast komið upp í samtölum milli Baldurs og verjanda hans,“ segir Örn Gunnarsson, faglegur fram­ kvæmdastjóri Lex lögmanns­ stofu, hins nýja vinnustaðar Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytis­ stjóra fjármálaráðuneytisins. Árið 2011 var Baldur dæmdur í tveggja ára fangelsi í héraðsdómi fyrir innherjasvik vegna sölu hans á hlutafé í Landsbankanum. Bréfin seldi Bald­ ur þremur vikum fyrir efnahagshrunið haustið 2008 en hann hafði setið í samráðshópi á vegum ráðuneytanna sem fjallaði meðal annars um aðgerðir sem gripið yrði til ef einhver viðskipta­ bankanna færi í þrot. Þá sótti Bald­ ur fund með Björgvini G. Sigurðssyni, þá efnahagsráðherra, ásamt Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands í byrjun september árið 2008. Á fund­ inum voru málefni Landsbankans til umræðu. Kátir karlar á Lex Örn segir lögmannsstofuna ánægða með þátttöku í atvinnuúrræðum fanga. „Já, já, alveg absalútt og hann nýtist okkur helling. Við erum bara kátir með þetta.“ Hann hefur ekki áhyggjur af því að vörumerki Lex skaðist við ráðninguna. „Heiðar­ leiki, trúnaður, fagmennska,“ eru einkunnarorð Lex. „Þetta úrræði gengur út á að fyrirtækin í landinu ráði til sín fólk í þessari stöðu. Það er ekki oft sem þeir menn sem nýt­ ast okkur eru í þessari stöðu. Fyrir­ tækin verða að leggja sitt af mörk­ um ef þetta úrræði á að vera í boði.“ Á sínum tíma réð Lex til sín Valtý Sig­ urðsson, fyrrverandi ríkissaksóknara áður en hann hafði lokið störf­ um sem saksóknari. Sú ráðning var gagnrýnd enda talin hætta á trún­ aðarbresti. Meðal þeirra sem gagn­ rýndu ráðninguna var Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. „Varð­ andi þá spurningu, hvort hætta sé á hagsmunaárekstrum þegar ríkissak­ sóknari fer að vinna á lögmanns­ stofu sem fæst við verkefni sem snerta hans embætti, þá er það mjög vægt til orða tekið,“ sagði Ögmund­ ur við DV um ráðningu Valtýs á sín­ um tíma. „Við sköðuðumst ekki af því,“ segir Örn aðspurður um þá um­ deildu ráðningu stofunnar. Ekki varir við gagnrýni „Ég er ekki alveg klár á hvernig þeir skipta þessu sín á milli en auðvit­ að hefur allt mál Baldurs verið rek­ ið í nánu samráði við hann,“ svarar Örn um hvort starf Baldurs felist í eig­ in málsvörn. „Baldur er lögfræðingur og með þekkingu á þessum hlutum. Hann hefur haft innlegg í sína mál­ sókn allan tímann. Ég geri ráð fyrir að það sé með svipuðum hætti. Án þess að ég viti nákvæmlega hvernig að því er staðið.“ Um gagnrýni á ákvörðun eigenda Lex segist Örn ekki verða var við slíkt. Spurður hvort hann hafi fylgst með umræðu í fjölmiðlum segir Örn; „Það hafa verið birtar fréttir af þessu en ég hef ekki séð að umfjöllunin í fjöl­ miðlum hafi verið neikvæð.“ Örn bæt­ ir við að misskilningur um að störf Baldurs fyrir stofuna teljist samfélags­ þjónusta hafi verið leiðrétt. Örn telur ekki að Baldur hafi fengið sérmeðferð í umsókn sinni um afplánun á Vernd. „Eftir því sem ég best veit þá eru þess­ ar tímasetningar bara það sem kerfið gerir ráð fyrir, hvorki betra né verra.“ Fulltrúi á Lex Baldur starfar sem fulltrúi á stof­ unni og er meðal rúmlega fjörutíu lögfræðinga sem aðstoða eigendur stofunnar. „Eigendurnir taka bara þá lögfræðinga, sér til aðstoðar, sem þeir telja að passi inn í hvert verkefni. Hann er bara í því hlutverki eins og aðrir fulltrúar. Menn nýta hann og ég geri ráð fyrir að það sé helst á sviði stjórnsýslu og samninga sem hans þekking nýtist. Þar held ég að hans sérsvið hafi legið.“ Vinnur Baldur upp í málsvarnarkostnað vegna eig­ in málssóknar? „Nei, nei, þetta ferli gengur bara út á að þeir sem nýta sér þessi úrræði þurfa að finna sér laun­ aða vinnu.“ Örn segir stjórn Lex hafa tekið þessa ákvörðun og að sátt ríki innan fyrirtækis með ákvörðunina. Margir fara á Vernd Tæplega þúsund afbrotamenn hafa frá árinu 1996 afplánað hluta af dómi sínum hjá Vernd. Fangelsismálastofn­ un er heimilt að veita fanga að ljúka afplánun utan fangelsis enda stundi hann vinnu eða nám. Fangelsismála­ stofnun hefur allt frá árinu 1995 vistað fanga á áfangaheimilinu. „Markmið þessa úrræðis er m.a. það að fangan­ um gefist kostur á því að aðlagast sam­ félaginu smám saman síðustu mánuði refsivistarinnar,“ segir á vef stofnunar­ innar. Hjá Fangelsismálastofnun feng­ ust þær upplýsingar að vistun á Vernd teljist afplánun og reiknist til jafns við vistun í fangelsi. Í reglum Fangelsismálastofnunar um afplánun á Vernd segir að dvalar­ tíminn skuli að jafnaði ekki vera styttri en þrjár vikur. Þá segir að dómþoli skuli hafa afplánað að minnsta kost þriðjung afplánunartímans í fangelsi eða samfélagsþjónustu. Baldur var árið 2011 dæmdur í tveggja ára óskil­ orðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik í héraðsdómi. Hæstiréttur staðfesti dóminn í febrúar á þessu ári. Hann af­ plánaði hluta dómsins á Kvíabryggju. Í reglum Fangelsismálastofnunar seg­ ir að sé dómur ár í fangelsi eða minna geti dvalartíminn á Vernd orðið allt að þremur mánuðum. Baldur sem hlaut tveggja ára dóm hefur færi á að afplána á Vernd í fjóra mánuði. Bald­ ur þarf að afplána að lágmarki tólf mánuði áður en hann fer á reynslu­ lausn. Eftir vistina á Vernd býðst hon­ um meðal annars að gangast undir rafrænt eftirlit. DV hefur ekki vitneskju um hvað taki við hjá honum. Strangar reglur Fangar sem óska eftir dvöl á Vernd verða að uppfylla nokkur skilyrði. Þar á meðal eru ákvæði um að fanginn hafi ekki gerst sekur um agabrot síð­ ustu sex mánuðina. Hann hafi ekki gert tilraun til að strjúka úr fangavist á síðustu tveimur árum og að ekki sé til meðferðar mál þar sem dómþoli er kærður fyrir refsiverðan verknað. Í apríl greindi DV frá því að Baldur hefði hafið afplánun á Kvíabryggju. „Baldur er lögfræðingur og með þekkingu á þessum hlutum „Ég bara vinn eftir reglum og lögum. Páll Winkel Á Vernd Baldur arkar á áfangaheimilið. Vinnudegi lokið Baldur þarf að mæta á Vernd fyrir klukkan sex á hverjum morgni. „Nei“ DV hitti Baldur Guðlaugs- son eftir að vinnudegi hans lauk og lagði fyrir hann tvær spurningar. Annars vegar var hann spurður í hverju störf hans á lögmannsstof- unni fælust og hins vegar hvort hann teldi enn að hann væri saklaus maður. Bald- ur var þögull sem gröfin. Aðspurður hvort hann vildi ekki ræða þessi mál sagði hann eitt orð: „Nei.“ Björn Valur Gíslason Vinstri Grænum „Þetta er eflaust í samræmi við lög en þetta er samt ansi sérstakt á að líta úr fjarlægð. Það hafa fylgt því ýmsir erfiðleikar, fyrir fólk sem er dæmt, að fóta sig aftur í lífinu. En þarna er tekið á móti mönnum af verjendunum. Ég efast um að margir sakamenn hafi fengið vinnu hjá verjendum sínum eftir að hafa verið sakfelldir. Kannski nýtist það verj- endum að hafa dæmdan brota- mann í starfi. Geir H. Haarde fékk vinnu á lögfræðistofu eftir að hann var dæmdur. Það virðist vera tröppugangur í samfélaginu að vera dæmdur af æðstu dómstólum og eiga greiða leið inn í lögfræðistéttina. Þetta er einhver ný tegund af því að hljóta uppreisn æru. Reglan sér um sína. Menn þétta raðirnar og reglubræðurnir hafa endurunnið eiðinn. Reglan blífur alltaf. Reglubræðurnir eru mættir til leiks og það kæmi mér ekki á óvart að það ætti eftir að fjölga í hópnum.“ Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokknum „Þetta er ofureinfalt í mínum huga. Það á bara eitt að ganga yfir alla. Ég hef ekkert út á þetta að setja ef þetta samræm- ist þeim verklagsreglum sem Fangelsismálastofn- un vinnur eftir.“ Margrét Tryggvadóttir Hreyfingunni „Ég verð að viðurkenna að það fauk mjög í mig þegar ég heyrði þetta í gær. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta séu einhverjar sérlausnir? Það er mjög sérstakt að hann sé að vinna hjá verjendum sínum. Innanríkisráðherra verður að svara fyrir þetta og gefa skýr svör um það hvað er þarna á ferðinni. Væntan- lega verða fleiri dæmdir fyrir hvítflibba- glæpi. Og ætlum við að hafa þá alla á lögfræðistofunum? Er þetta það orð sem lögfræðistofur vilja hafa á sér, að þær séu einhvers konar skjól fyrir menn sem hafa hlotið dóm?“ Mörður Árnason Samfylkingunni „Baldur Guðlaugsson kann ekki að skamm- ast sín.“ Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokknum „Fangelsisrefsing er betrun. Það er mitt grunnstef varðandi alla þá sem hljóta dóm. Menn eiga að koma betri úr fangelsi en þeir komu inn. Vinna samhliða afplánun er eitt af þeim úrræðum sem eru í gildi hér á landi. Mér finnst ekki aðalatriði hvar menn fá vinnu heldur að þeim sé haldið í vinnu um leið og tími gefst og refsiheim- ildirnar leyfa. Það myndast eflaust gott trúnaðarsamband milli skjólstæðinga og verjenda í svona málum og Baldur hefur menntun til þess að vinna þarna.“ Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.