Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 20
A llar stelpurnar vita að okk- ur dugar jafntefli. Við erum að einbeita okkur að því að vinna leikinn,“ segir Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Í dag, miðvikudag, rennur upp stór stund í sögu ís- lenskrar knattspyrnu. Stelpurnar mæta Noregi í Osló og dugar jafn- tefli til að tryggja þátttökurétt sinn á EM í Svíþjóð á næsta ári. Það væri í annað sinn sem íslenskt A-landslið kemst á stórmót en Sigurður Ragnar, eða Siggi Raggi, stýrði stelpunum inn á EM sem haldið var í Finnlandi árið 2009. Í kvöld er úrslitastund enda er um að ræða síðasta leikinn í riðlin- um. Ísland vann fyrri leik liðanna 3–1 á Laugardalsvelli. Nokkuð um meiðsli Stelpurnar lögðu sterkt lið Norð- ur-Íra á Laugardalsvelli um helgina með flottum leik, 2–0. Sigurinn var aldrei í hættu og því gat Siggi Raggi leyft sér að taka þá leikmenn af velli í síðari hálfleik sem hafa verið að glíma við meiðsli. Þegar DV náði tali af honum á mánudaginn var ekki komið í ljós hvernig þeir leikmenn komu undan leiknum. „Við tók- um rólega æfingu í gær [sunnudag, innsk.blm.] til að jafna okkur. Þær sem voru í meiðslum fóru í sund og hvíldu sig,“ segir hann en það voru þær Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Edda Garðarsdóttir og Fanndís Friðriks- dóttir. Þá tók Margrét Lára Viðarsdótt- ir, markahæsti leikmaður Íslands í riðlinum, ekki þátt í öllum þáttum æfingarinnar að sögn Sigga Ragga. Spurður hversu mikilvæg hún sé liðinu segir hann að það sé afar já- kvætt að hún skuli hafa gefið kost á sér í verkefnið. Margrét Lára hef- ur lengi glímt við meiðsli sem hafa haldið aftur af henni. „Hún verður vonandi leikfær enda er hún aðal markaskorarinn okkar. Það er já- kvætt að hún stóð sig vel um helgina en það er dagamunur á meiðslun- um.“ Hann bindur vonir við að geta valið úr öllum leikmönnum hóps- ins í leikinn mikilvæga, en segir að það sé ekki öruggt. „Við erum hins vegar með breiðan hóp og það er já- kvætt,“ segir hann. Álíka sterk lið Spurður hvernig hann muni leggja leikinn upp segir hann að það sé alltaf fyrsta markmið að halda mark- inu hreinu. Það hafi gengið vel hing- að til í riðlinum enda hafi liðið aðeins fengið á sig tvö mörk í níu leikjum. „Við vitum að Noregur er með mjög gott lið og það hafa verið erfiðir leikir við þær undanfarin ár, leikir sem liðin hafa skipst á að vinna.“ Hann segir að liðin séu álíka sterk og að leikurinn verði mjög erfiður. „Þær spila fast og eru líkamlegar sterkar. Þær eru góðar í föstum leikatriðum en fyrir okkur er mikilvægt að skora,“ segir hann. Sama um reynsluna Hann segist ekki geta svarað því hvort hann muni gera miklar breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum á laugar- dag. Hann segir þó að Noregur sé öðruvísi lið en Norður-Írland og við því þurfi hann að bregðast. „Við ákveð- um ekki liðið fyrr en kvöldið fyrir leik- inn. Vonandi verða allar leikfærar en það getur verið að við breytum eitt- hvað.“ Spurður hvort reynsla leik- manna ráði valinu segist hann ekki hugsa um það. „Ég hugsa bara um fót- boltalega getu. Mér er alveg sama hvað þær eru reyndar og gamlar.“ Þrjár 17 ára Jafnvel þó margir reynslumiklir leik- menn séu enn í landsliðshópnum er Siggi Raggi með nokkuð yngra lið í höndunum en það sem hann var með á EM 2009. Nokkur endurnýjun hefur átt sér stað en þó voru 12 stúlk- ur í hópnum á móti Norður-Írum sem spiluðu með liðinu í Finnlandi 2009. Sem dæmi um endurnýjunina má nefna að þrjár 17 ára stúlkur eru núna í hópnum; sóknarmennirnir Elín Metta Jensen og Sandra María Jessen, sem voru markahæstu leik- menn Pepsi-deildarinnar í sumar auk varnarmannsins öfluga Glódísar Perlu Viggósdóttur. „Þær eru mjög efnilegar og þekkja það að ná árangri og fóru til dæmis í fjögurra liða úr- slit í U17 Evrópukeppninni. Þær eru góðar miðað við aldur en það tekur tíma að koma inn í sterkt A-landslið.“ Siggi Raggi segist ekki meðvit- að vera að yngja upp hópinn. Hann 20 Sport 19. september 2012 Miðvikudagur „Ég hugsa bara um fótboltalega getu. Mér er alveg sama hvað þær eru reyndar og gamlar. Frábær árangur Siggi Raggi stefnir á sigur á móti Noregi. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Mikilvægt að skora“ Góðu marki fagnað Með sigrinum á Norður- Írum náði liðið að tryggja sér umspilsleiki um þátttöku á EM 2013. Stig gegn Norð- mönnum tryggir liðinu beinan þátttökurétt. „Það verður fagnað vel og lengi“ n Víkingur Ólafsvík spilar í fyrsta sinn á meðal þeirra bestu Þ að er gríðarleg stemning í bæn- um. Hvar sem maður kemur er talað um fótbolta,“ segir Jónas Gestur Jónasson, formaður knattspyrnudeildar Víkings frá Ólafs- vík. Félagið tryggði sér um helgina sæti í Pepsi-deild karla, með 4–0 sigri á KA fyrir norðan. Félagið mun því á næsta ári spila í deild þeirra bestu, í fyrsta sinn frá stofnun félagsins. Yfir 100 stuðningsmenn fögnuðu með liðinu í leikslok, en þeir fylltu tvær stórar rút- ur auk þess sem margir komu á eig- in bílum af Snæfellsnesinu. Fram og til baka er leiðin hátt í 900 kílómetrar. Jónas segir að stuðningurinn hafi skipt miklu en fyrsta mark leiksins leit ekki dagsins ljós fyrr en seint í leiknum. Jónas segir að næstkomandi laug- ar dag verði fagnað í Ólafsvík; eftir lokaleikinn gegn Víkingi Reykjavík verður herjarinnar ball í Víkinni. „Það verður fagnað vel og lengi.“ Um 300 manns hafa að jafnaði í sumar, stutt liðið á heimavelli að sögn Jónasar, en hann á von á því að þeim muni fjölga næsta sumar. Hann bind- ur vonir við að félagið fái undanþágu frá kröfum KSÍ vegna stúkunnar en hún rúmar um 330 manns. Lágmark- ið er 500 sæti auk þess sem byggja þarf þak yfir sætin. Í 19 manna hópi Víkings í sumar voru sjö uppaldir heimamenn. Fimm erlendir leikmenn voru í liðinu og að auki voru leikmenn fengnir frá félög- um í efstu deild; leikmenn sem fengu ekki að spila með úrvalsdeildarfé- lögunum. Jónas á von á því að hópur- inn verði áþekkur næsta sumar, enda séu góðir leikmenn í liðinu. „Það verða engar hallarbyltingar í þessu. Við erum með mjög flotta leikmenn og berum traust til þeirra.“ Ríflega 1.000 manns búa í Ólafsvík en um 1.700 í Snæfellsbæ öllum. Það er því ekki mjög fjölmennt byggðarlag sem stendur að baki liðinu. Spurður hvernig gangi að fjármagna rekstur félagsins segir Jónas að það sé alltaf basl. „Það er erfitt að ná í fjármagn en við pössum vel upp á peningana og það er allt í skilum. Það eru mörg fyr- irtæki hér sem styrkja okkur vel,“ seg- ir hann. Árið 2003 var núverandi þjálfari, Ejub Purisevic, ráðinn til félagsins. Þá lék liðið í 3. og neðstu deild. Jónas seg- ir aðspurður að það hafi verið vendi- punktur í viðsnúningi félagsins. Liðið fór þá taplaust í gegn um þriðju- deildina og tapaði ekki leik fyrr en í ellefta leik í annarri deild. Félagið fór beint upp úr annarri deildinni og hef- ur leikið í fyrstu deild síðan, ef eitt ár er frátalið. „Lykillinn var að fá Ejub til starfa,“ segir Jónas og bætir við að fé- lagið hafi verið mjög heppið að fá gott fólk til að starfa. Hann segir aðspurður að fyrsta markmiðið í Pepsi-deildinni að ári verði að halda sér í deildinni. n baldur@dv.is Fagnað með stuðningsmönnum eftir leikinn Yfir 100 manns keyrðu um 900 kíló- metra leið til að styðja liðið til sigurs gegn KA. MyNd HelGi kriStjÁNSSoN Árni gerði þriggja bardaga samning Bardagaíþróttakappinn Árni Ísaks- son hjá Mjölni hefur gert þriggja bardaga samning í blönduðum bardagaíþróttum við írska Cage Contender sambandið. Árni hef- ur áður barist í Cage Contender en hann bar sigurorð af heima- manninum Ronan McKay í Belfast í nóvember 2010 með armlás í þriðju lotu. Þess má geta að Gunn- ar Nelson hjá Mjölni hefur einnig tvisvar barist undir merkjum Cage Contender og var í bæði skiptin aðalbardagi keppninnar. Gunn- ar sigraði báða bardaga sína þar í fyrstu lotu. Árni átti að berjast í Cage Contender þegar Gunnar barðist þar síðast en andstæðingur hans náði ekki tilskilinni vigt og því varð ekkert af bardaganum. Gam- an er að geta þess að Írinn Cathal Pendered er veltivigtarmeistari Cage Contender en hann dvelur nú á Íslandi til að aðstoða Gunnar Nelson við undirbúning fyrir UFC bardaga Gunnars sem fram fer í lok september. Árni Ísaksson á 15 bardaga að baki í MMA, 11 sigra og 4 töp. Hann keppti síðast gegn Frakkan- um Gael Grimaud í Jórdaníu í sept- ember í fyrra og beið lægri hlut í annarri lotu. Stórlið berjast um Oliveira Nelson Oliveira, 21 árs leikmaður Benfica í Portúgal, er á góðri leið með að verða einn eftirsóttasti framherji Evrópu. Oliveira var lánaður til Deportivo la Coruna á Spáni fyrir tímabilið og hann hefur þegar skorað tvö mörk í fjórum fyrstu leikjum tímabils- ins. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester City og Chelsea undanfarin misseri en breska blaðið the Daily Mail greinir frá því að Manchester United sé komið í kapphlaupið. Þá eru Barcelona og Real Madrid sögð áhugasöm en umboðsmað- ur Oliveira er Jorge Mendes sem er einnig umboðsmaður Jose Mourinho, stjóra Real Madrid. Talið er að það lið sem ætlar sér að hreppa þennan unga og stórefnilega leikmann þurfi að punga út rúmum 20 milljónum punda, tæpum fjórum milljörð- um króna. n Stór stund í íslenskri knattspyrnu n Jafntefli gegn Noregi tryggir sæti á EM n Yngra lið en 2009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.