Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 17
Ódýrustu vetrardekkin Neytendur 17Miðvikudagur 19. september 2012 n Óformleg verðkönnun DV á vetrardekkjum og umfelgun n Heilsársdekk ódýrust hjá Dekkjahöllinni en dýrust hjá Max 1 Pitstop, Barðinn og Sólning Gunnar Gunnarsson hjá Sólningu segir að við val á vetrardekkjum þurfi að hafa í huga í hvernig akstur dekkin eru hugsuð, hvort þau þurfi að vera negld eða ónegld. Þá sé mikilvægt að skoða hvort dekkin séu vel microskorin og hvernig gúmmíblandan er í dekkjunum með tilliti til slitþols. Sama verð er á dekkjum hjá Pitstop, Barðanum og Sólningu. Fólksbíladekk 175/65R14: Heilsársdekk Nankang. Frábær dekk frá Taiwan. Nankang hefur framleitt dekk síðan 1940. Verð: kr. 13.900 kr. Vetrardekk Hankook. Fimmti stærsti dekkjaframleið- andi í heimi. Dekk með áratuga reynslu við íslenskar aðstæður og hafa reynst vel. Verð: kr. 14.900 kr. Negld dekk Kingstar frá Hankook. Verð: 15.600 kr. Umfelgun á ál- og stálfelgum, skipt- ing og jafnvægisstilling. Verð: 5.890 kr. Jeppadekk 235/65R17: Mastercraft MSR. Frábær amerísk dekk. Ein vinsælustu jeppadekkin á Íslandi undanfarin ár. Heilsársdekk Mastercraft MSR Verð: 33.400 kr. Vetrardekk Mastercraft MSR Verð: 33.400 kr. Negld dekk Mastercraft MSR Verð: 35.400 kr. Umfelgun á ál- og stálfelgum, skipt- ing og jafnvægisstilling. Verð: 7.970 kr. Bílabúð Benna Hjá Jóni Haukssyni hjá Bílabúð Benna feng- ust þær upplýsingar að þar séu Toyo-harð- skeljadekkin vinsælust. Bíleigendur geti sett þau undir tímanlega og þurfi ekki að miða við neina sérstaka dagsetningu, þau séu mjúk og hljóðlát og grípi gríðar- lega vel í snjó og hálku. Fólksbíladekk 175/65R14: Heilsársdekk BFGoodrich G-Force Winter, frábært heilsársdekk. Jafnir eiginleikar við allar aðstæður, þurrt, blautt, snjór og hálka. Verð: 11.690 kr. Vetrardekk Toyo GSI-5 harðskeljadekk. Frábær japönsk vetrardekk frá Toyo Tires. Mulningur úr valhnetuskeljum gefur dekkjunum aukið grip í snjó og hálku. Verð: 14.391 kr. Negld dekk Winter Claw MX Splunkunýtt munstur frá Winter Claw. Ódýrt og gott nagladekk. Verð: 13.482 kr. Umfelgun á stálfelgum Verð: 5.995 kr. Umfelgun á álfelgum Verð: 6.447 kr. Jeppadekk 235/65R17: Heilsársdekk: Interstate IWT-3D Góð heilsársdekk á frábæru verði. Verð: 28.790 kr. Vetrardekk: Toyo Tranpath S1 harðskeljadekk. Frábær japönsk vetrardekk frá Toyo Tires. Mulningur úr valhnetuskeljum gefur dekkj- unum aukið grip í snjó og hálku Verð: 41.391 kr. Nagladekk Winter Claw MX. Splunkunýtt munstur frá Winter Claw. Ódýr og góð nagladekk Verð: 29.682 kr. Umfelgun á stálfelgum Verð: 7.997 kr. Umfelgun á álfelgum Verð: 8.968 kr. Vaka Rúnar Grétarsson hjá Vöku segir mikilvægt að reyna að velja vetrardekkin miðað við aðstæður. Einnig sé því miður allt of algengt að fólk slíti út góðum vetrardekkjum að sumri til sem bitnar þá á endingu og gæðum dekkjanna á næsta vetri. Öruggara sé að kaupa jafnvel notuð sumardekk í stað- inn og spara vetrardekkin til næsta veturs. Að lokum bendir Rúnar á að starfsfólk Vöku er þjálfað til að aðstoða viðskipta- vini við val á dekkjum sem henta best að- stæðum hvers og eins. Því er um að gera að kíkja við og fá ráðleggingar hjá fagfólki til að tryggja öryggið eins og kostur er. Fólksbíladekk 175/65R14: Heilsársdekk Infinity dekkin hafa reynst vel hér á landi og eru á mjög hagstæðu verði. Verð: 10.707 kr. Vetrardekk Infinity Verð: 10.707 kr. Nagladekk Falken dekk frá Japan eru sérhönnuð fyrir Norður-Evrópu og henta því einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Verð: 13.090 kr. Umfelgun Verð: 5.900 kr. Jeppadekk 235/65R17: Heilsársdekk Infinity Verð: 24.565 kr. Vetrardekk Falken Verð: 29.990 kr. Nagladekk Sailun Verð: 29.030 kr. Umfelgun Verð: 8.200 kr. Max 1 Ívar Ásgeirsson hjá Max 1 segir að fólk þurfi að hafa í huga að gríðarlegur gæðamunur sé á dekkjum, hvað varðar til dæmis hemlunar- vegalengd, grip, stöðugleika, hegðun í bleytu og eyðslu bílsins. Þá gildi yfir- leitt að maður fái það sem maður borgar fyrir. Það geti því verið dýrt að spara í dekkjum. Hann segir að Nokian dekkin séu gæðadekk og mikilvægt sé að velja slík dekk þegar kemur að umferðaröryggi. Fólksbíladekk 175/65R14: Heilsársdekk Nokian, 175/65R14 82T Nokian WR D3 Verð: 15.685 kr. Vetrardekk Nokian, 175/65R14 82R Nordman RS Verð: 17.519 kr. Nagladekk Nokian, 175/65R14 82T Nordman 4 STUDDED Verð: 17.900 kr. Umfelgun á stálfelgum Verð: 6.552 kr. Umfelgun á álfelgum Verð: 7.292 kr. Jeppadekk 235/65R17: Heilsársdekk Nokian, 235/65R17 108V NOKIAN WR G2 SUV XL Verð: 39.354 kr. Vetrardekk Nokian, 235/65R17 108T Nordman SUV XL Verð: 42.986 kr. Nagladekk Nokian, 235/65R17 108T Nokian SUV 5 XL Verð: 44.880 kr. Umfelgun á stál- og álfelgum Verð: 9.409 kr. Dekkjahöllin Elín Dögg Gunnarsdóttir hjá Dekkjahöllinni segir að þegar kemur að vali á vetrardekkj- um sé mikilvægt að hafa í huga að fólk hér á landi keyrir við margvíslegar og oft erfiðar vetraraðstæður. Á meðan sumir aki við að- stæður sem krefjast nagladekkja, þá henti öðrum að nota heilsársdekk, loftbóludekk eða ónegld vetrardekk. Starfsmenn Dekkja- hallarinnar séu þjálfaðir til að veita faglega ráðgjöf við val á hjólbörðum. Fólksbíladekk 175/65R14: Heilsársdekk SONAR PF2. Vel skorið og gripmikið heilsársdekk á frábæru verði. Verð: 9.980 kr. Vetrardekk Yokohama IG30, með loftbólum, kísilögnum og sérstaklega mjúku gúmmíi, einstök hönnun sem veitir hámarksgrip við marg- víslegar vetraraðstæður – fyrir kröfuharða ökumenn. Verð: 14.930 kr. Nagladekk Marangoni 4ICE örkornadekk með nöglum. Endingarmikið og öflugt dekk í snjó og hálku. Framleitt á Ítalíu. Verð: 13.431 kr. Umfelgun á ál- og stálfelgum Verð: 5.995 kr. Jeppadekk 235/65R17: Heilsársdekk Marangoni Meteo HP. Örkornadekk, sem hönnuð eru til að gefa gott grip í hvaða veðri sem er. Góðar vatnsraufar losa vel bleytu og krapa. Endingarmikil dekk. Verð: 33.243 kr. Vetrardekk WinterClaw eru frábær vetrardekk, bæði óneglt og neglt. Mjúk gúmmíblanda og flipaskurður tryggja gott grip. Verð: 25.400 kr. Nagladekk Yokohama ICEGuard nagladekk. 16 rása naglamunstur og einstök gúmmíblanda tryggir besta grip við allar aðstæður. Verð: 39.930 kr. Umfelgun á stál- og álfelgum Verð: 7.680 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.