Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn E ftir hrunið benti Eva Joly strax á að fólki þætti óþægilegt að sjá menn úr þessum hópi, prúða menn í jakkafötum, úr efri stéttum samfélagsins, dregna fyrir dóm, fólk réði ekki við það og fylltist meðvirkni. Meðal annars vegna þess að brotin eru sjaldan ítrekuð og yfirleitt framin af fyrirmyndarborgur­ um, sem eiga glæstan feril að baki og fjölskyldulíf. Þeir eiga sjálfir erfitt með að sjá sig sem afbrotamenn, til að lifa með gjörðum sínum finna þeir leið til þess að réttlæta gjörðir sínar. Á meðal manna sem hafa náð mikl­ um frama og notið virðingar er Baldur Guðlaugsson, menntaður lögfræðing­ ur sem sat í stjórnum fyrirtækja, var stjórnarformaður og tók þátt í stofnun viðskiptafélaga, var í Eimreiðarhópn­ um, vinur áhrifamanna. Árið 2000 var hann svo skipaður ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Það var svo þann 17. febrúar sem Baldur var fundinn sekur um að hafa selt hlutabréf í Landsbankanum fyr­ ir 193 milljónir, þremur vikum fyrir hrunið þegar hann bjó yfir innherja­ upplýsingum um bankann. Gjarna er talað um efnahagsbrot sem hvítflibbabrot. Ríkislögreglu­ stjóri hefur bent á að þetta hugtak sé óheppilegt, meðal annars vegna þess að það lýsir ekki viðleitni við­ komandi til að auðgast með ólögleg­ um hætti, oftast í krafti stöðu sinnar og yfirleitt á kostnað annarra. Jafn­ vel þótt hvítflibbaglæpir geti haft öll einkenni skipulagðrar glæpastarf­ semi og valdið ómældum skaða, gerir hugtakið það að verkum að brotin virðast minniháttar. Það feli í sér lýsingu á þeim sem fremur brot­ ið, lýsingu sem með jákvæðum hætti greinir hann frá öðrum glæpamönn­ um. Með slíkri aðgreiningu er stuðl­ að að því að brot á borð við fjárdrátt, peningaþvætti, fjársvik og markaðs­ misnotkun séu litin öðrum augum en aðrir glæpir. Refsiákvæði sem taka til alvarlegustu birtingarmynda skipulagðrar glæpastarfsemi eru til að mynda þyngri en refsiákvæði við efnahagsbrotum. Þó eru fræðimenn sammála um að hvítflibbabrot séu með alvarlegustu brotum sem hægt er að fremja, meðal annars vegna þess hve víðtækt tjónið getur orðið, en í verstu tilfellum getur myndast siðferðisleg upplausn þegar almennir borgarar missa virðinguna fyrir efstu lögum samfélagsins og traust til ráðamanna. Í áhættumati fyrir Ísland sem var gert fyrir utanríkisráðuneytið árið 2009 segir að það muni taka verulegan tíma að endurreisa efnahagslífið og bæta það víðtæka samfélagstjón sem hér varð vegna efnahagsbrota og hafði meðal annars haft áhrif „… á efna­ hagslegan og pólitískan stöðugleika, atvinnuöryggi þúsunda einstaklinga, utanríkisviðskipti og orðspor Íslands erlendis.“ Baldur óskaði eftir því að hefja af­ plánun strax og um þremur vikum eftir að dómur féll var hann kom­ inn í klefa í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Næst fréttist af honum í opna fangelsinu á Kvíabryggju þar sem hann fræddi samfanga sína um fjármál og réttindi þeirra. Nú í vikunni var hins vegar greint frá því að Baldur situr ekki lengur inni. Hálfu ári eftir að hann hóf af­ plánun er hann kominn á áfanga­ heimilið Vernd og farinn að vinna á lögfræðistofu, þeirri sömu og vinnur fyrir hann. Lögmennirnir á Lex kærðu dóminn til Mann­ réttindadómstóls Evrópu fyrir hönd Baldurs. Á stofunni þykir mikill akkur í Baldri vegna þekkingar hans og reynslu. „Við erum mjög ánægðir með hans störf,“ sagði Helgi Jóhannesson lögmaður. Sá hinn sami skrifaði grein í Frétta blaðið þar sem hann sagði öllu snúið á haus og kvartaði undan aðför sérstaks saksóknara að grunuðum, landsdómsmálinu og umfjöllun fjöl­ miðla um mál Bjarna Benediktssonar. „Meinsemdin er mikil og þjóðin virð­ ist vera komin á enn eitt meðvirknis­ fylleríið, löngu búin að missa sjónar á því hvað er rétt og rangt að gera og segja,“ sagði Helgi. Vildi hann meina að meðvirknin kæmi út í anarkisma þar sem grundvallarreglur réttarríkis væru fótum troðnar. Eva Joly hafi rétt fyrir sér. Sam­ félagið virðist ekki vera í stakk búið til að refsa mönnum í efstu lögum samfélagsins líkt og öðrum sem brjóta af sér. Jakkafataklæddur áhrifa­ maður sem hagnaðist um 193 millj­ ónir króna með ólögmætum hætti á meðan hann gegndi opinberri stöðu afplánar dóminn á lögmannsstofu. Að öllum líkindum verður Baldur fjóra mánuði á Vernd. Síðan taka aðr­ ir tveir við þar sem hann verður lík­ lega undir rafrænu eftirliti. Eftir það er hann frjáls maður. Það er í takt við fyrstu dómana sem féllu yfir hvítflibbamönnum eftir hrun, Kaupþingsmönnunum fyrrverandi Daníel Þórðarsyni og Stefni Agnars­ syni. Þeir fengu átta mánaða fangelsis­ dóm en sátu aldrei inni, sluppu með því að inna af hendi 240 klukkustunda samfélagsþjónustu. Það er rétt hjá Helga, hér hefur öllu verið snúið á hvolf. Réttlætið tekur á sig ýmsar myndir og glæponar sem soga til sín milljón­ ir með ólögmætum hættu þurfa ekk­ ert að óttast. Þeir eru of fínir til þess að fara í fangelsi. Árni vill allt n Árni Johnsen alþingis­ maður er harður á því að verja þingsæti sitt í komandi kosning­ um. Reyndar er fullyrt að hann stefni enn hærra og muni óska eftir fyrsta sætinu í próf­ kjöri Sjálfstæðisflokksins. Þingmaðurinn hefur verið duglegur að rækta kjördæmi sitt með heimsóknum og hagsmunagæslu. Núverandi oddviti flokksins, Ragnheiður Elín Árnadóttir, er aftur á móti fáséð á slóðum kjósenda sinna og flestum ókunn. Ráðherrasonur án vinnu n Meðal þeirra sem nú leita sér að atvinnu er Glúmur Baldvinsson sem er laus eft­ ir að hafa starfað um hríð í Afganistan. Glúmur var einn umsækjenda um frægt starf hjá Þróunarsamvinnustofn­ un sem féll í skaut Guðmundi Rúnari Árnasyni, flokksbroddi Samfylkingar í Hafnarfirði. Mun þetta hafa orðið ráð­ herrasyninum þungbært. Nú er hermt að Glúmur sé líkleg­ ur til að feta í fótspor föður síns, Jóns Baldvins Hannibals- sonar, og ná frama í stjórn­ málum. Hulduher Guðmundar n Það hefur ekki farið mik­ ið fyrir forystusveit Hægri grænna ef undan er skilinn formaðurinn, Guðmundur Franklín Jóns- son, sem er duglegur að halda á lofti merki flokks­ ins. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð á vegum flokksins. Þar ber að nefna Jón Kristin Snæhólm, fyrrverandi aðstoðarmann borgarstjóra, sem hefur verið viðloðandi flokkinn. Einhverj­ ir hafa nefnt styrkjahöfðingj­ ann Guðlaug Þór Þórðarson, að því þó tilskyldu að hann falli í prófkjöri. En nú hefur baráttu­ maðurinn Baldur Árni Guðna- son, sem búsettur er í Svíþjóð, upplýst að hann hyggist leiða lista flokksins í Norðaustur­ kjördæmi. Baldur hefur lengi barist fyrir réttindum fatlaðra. Eldhress Kristján n Vangaveltur hafa verið uppi um að Kristján Möller, leiðtogi Samfylkingar í Norð­ austurkjör­ dæmi, ætli að hætta í stjórnmálum af heilsufars­ ástæðum. Þetta mun ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Sá norðlenski kjördæma­ kóngur er sagður fullur orku og vilja til að halda áfram á þingi. Hann mun þó þurfa að verja vígi sitt því Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, þingmað­ ur og ljóðskáld, vill líka halda áfram og mun reyna að ná efsta sætinu fremur en hverfa af þingi. Hann braggast vel og stækkar Mér féllust bara hendur Guðmundur Már Einarsson, faðir Sigurbjörns Árna sem fæddist alvarlega veikur. – DV Jón Kristinn Friðgeirsson. Vespu sonar hans var stolið og hún eyðilögð. – DV Of fínir fyrir fangelsi„...þjóðin virðist vera komin á enn eitt meðvirknisfylleríið Leiðari Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 19. september 2012 Miðvikudagur Á næsta ári verða framlög til þró­ unarhjálpar aukin um heilan milljarð. Aukin framlög til þeirra sem lifa í sárri fátækt er í anda þess örlætis sem Íslendingar sýna jafn­ an þegar ákall berst frá félagasam­ tökum um stuðning þegar samfélög lenda í hamförum eða neyð af manna völdum steypist yfir. Alþingi speglaði þessa samkennd ríkulega með sterk­ um og þverpólitískum stuðningi þegar það samþykkti einróma ályktun mína um stóreflingu alþjóðlegrar þróunar­ samvinnu Íslendinga á síðasta ári. Það voru ekki orðin tóm, einsog nýi millj­ arðurinn til þróunarhjálpar sýnir svart á hvítu. Þróunarhjálp eflir sjálfshjálp Evrópumenn skildu svo illa við Afr­ íku eftir aldalanga misnotkun og arðrán að margir töldu örvænt um að álfan næði sér á strik um aldir. Nú er hins vegar mikill og jafn hag­ vöxtur í mörgum ríkjum Afríku, sem sum hver eru við, eða að lyfta sér yfir, skilgreind fátæktarmörk. Hag­ vöxtur í Afríku, sem alla tíð hefur verið minni en í öðrum heimshlut­ um, hefur nú verið 7 prósent frá aldamótum. Vissulega skiptir máli aukin nýting á auðlindum, og hærra verð á afurð­ um þeirra. Hitt er jafnljóst, að þró­ unarsamvinna hefur skilað miklum umbótum á stjórnarfari og stjórn­ kerfum þróunarlanda, að ógleymd­ um innviðum einsog heilsugæslu og menntun. Lágmarksöryggi, sem felst í aðgangi að heilsuvernd, fæðingarhjálp, hreinu vatni, jafnvel útikömrum, að ógleymdri grunnmenntun á borð við að læra að lesa, skrifa og reikna, gefur samfélögunum nýjan þrótt og eflir þau til dáða. Þróunarsamvinna hjálpar Afr­ íku að hjálpa sér sjálfri. Íslenskur árangur Í Afríku höfum við Íslendingar sniðið okkur stakk eftir vexti, og einbeitt okkar þróunarsamvinnu að nokkrum völdum svæðum. Þó framlög Íslands séu lítil í samanburði við framlög stórþjóða hafa þau raunveruleg áhrif á líf fjölda fólks. Árangurinn blasir víða við. Það má nefna vatnsverkefni Þróunarsamvinnu­ stofnunar í Mangochi­héraði í Malaví og hjá Ovahimba ættbálknum í Namib­ íu sem hafa skipt sköpum í lífi fólksins á svæðinu, valdið grundvallarbyltingu á lífsgæðum þeirra og möguleikum til lífsviðurværis. Börn sem áður gengu marga kíló­ metra til að ná í vatn, sem oft og tíðum var óhreint og óheilnæmt, hafa nú að­ gang að hreinu vatni í næsta nágrenni við heimili sitt. Samfélög sem áður voru berskjölduð á löngum þurrkatímabilum eru nú mun betur í stakk búin að vernda lífsviðurværi sín. Þurrkar valda miklum búsifjum meðal samfélaga, hvort sem um er að ræða hirðingja­ eða akuryrkju­ samfélög, því án vatns þrífst ekki líf. Að­ gangur að hreinu vatni dregur einnig verulega úr smitsjúkdómum vegna mengaðs vatns. Banvænum sjúkdóm­ um eins og kóleru er útrýmt á stórum svæðum. Gott dæmi um það er einmitt Mangochi­héraðið í Malaví sem ég var svo gæfuríkur að heimsækja fyrir stuttu. Verkefni okkar snúa líka oft að jaðar­ hópum, sem eiga sér litla von í hörðum heimi, og grundvallarmannréttindum þeirra. Fallegt dæmi um það er verkefni okkar við að auka möguleika heyrnar­ lausra í Namibíu til að vera virkir þátt­ takendur í samfélaginu. Lóð Íslands vigtar Ísland hefur líka tekið virkan þátt í al­ þjóðlegum herferðum til að ná þús­ aldarmarkmiðum SÞ. Þar hefur náðst umtalsverður árangur. Nú telja menn hugsanlegt að fyrsta þúsaldarmark­ miðinu, sem snýr að því að draga úr sárafátækt og hungri, hafi nú þegar verið náð. Ungbarnadauði hefur auk þess lækkað á heimsvísu um 35 pró­ sent frá 1990. Dánartíðni kvenna sem tengist meðgöngu og barnsburði hef­ ur á sama tímabili lækkað um 34 pró­ sent. Mikill árangur hefur náðst í að bæta aðgengi að hreinu vatni. Í Afríku sunnan Sahara höfðu 252 milljónir manna aðgengi að hreinu vatni árið 1990, en árið 2008 var sú tala kom­ in í 492 milljónir. Aðgengi barna að grunnmenntun hefur einnig aukist svo um munar í álfunni. Alls er talið að um 76 prósent barna séu skráð í grunnskóla í dag, miðað við 58 pró­ sent árið 1990. Ísland er að sönnu lítið, en við eig­ um okkar hlut í hinni alþjóðlegu bar­ áttu til að bæta líf þeirra sem búa við örbirgð og greiða leið þeirra til sjálfs­ hjálpar. Á þeim vogarskálum vigtar ís­ lenska lóðið. Höfundur er utanríkisráðherra. Afríka, Ísland, mæður og börn Aðsent Össur Skarphéðinsson „Aðgangur að hreinu vatni dregur einnig verulega úr smitsjúkdóm- um vegna mengaðs vatns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.