Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 21
bendir á að deildin hér heima sé
skipuð mjög ungum leikmönnum og
að þar séu margar 17 ára stúlkur að
spila. Til að mynda hafi í sumar að-
eins verið 22 leikmenn að spila sem
voru 25 ára eða eldri. Þær sem komi
inn í hópinn séu bara valdar vegna
þess að þær séu góðar í fótbolta.
Vantar fleiri gæðaleikmenn
Aðspurður segir hann annars
erfitt að bera liðið sem hann hef-
ur í höndunum í dag saman við
liðið árið 2009. Hópurinn sé vissu-
lega yngri en liðið sé þó að mörgu
leyti reynslumikið. „Það er meiri
breidd í dag en við hefðum þó kos-
ið meiri breidd í ákveðnum stöðum
á vellinum. Ég get sagt að við viljum
geta valið um fleiri góða afgerandi
sóknarmenn. Fleiri leikmenn sem
eru tæknilega góðir og hafa góðar
sendingar. Við eigum margar dug-
legar stelpur sem eru í góðu formi
en það vantar fleiri gæðaleikmenn,“
segir hann. Hann segir markvisst
unnið að því að bæta þessa þætti á
vettvangi landsliðsins.
Lyftistöng að komast á EM
Spurður hvaða þýðingu það hefði fyr-
ir íslenska knattspyrnu ef Ísland kæm-
ist aftur á EM segir hann að það yrði
mikil lyftistöng fyrir félögin í landinu
og stelpurnar sem séu að æfa fótbolta.
Þegar liðið komst síðast á EM hafi
mörg hundruð stelpur byrjað að æfa
fótbolta og að það hafi verið félögun-
um vítamínsprauta. „Það var mjög
ánægjulegt að sjá fimm mjög sterk lið
í Pepsi-deild kvenna í sumar,“ segir
hann. Deildin hafi því verið jafnari en
áður. „Stelpurnar eru fyrirmyndir fyrir
yngri iðkendur og þetta lyftir starfi KSÍ.
Þar er markvisst unnið að því að koma
A-landsliðum, bæði karla og kvenna,
á stórmót.“ Hann bætir við að það að
komast í lokakeppni EM sé auðvitað
draumur fyrir alla sem taka þátt í slíku.
Leikurinn við Noreg hefst klukkan
17:30 í kvöld, miðvikudag, og fer fram
á Ullevål leikvanginum í Osló. Fari svo
að Noregur vinni leikinn vinna þær
riðilinn. Ísland hafnar þá í öðru sæti
og spilar tvo úrslitaleiki við eitthvað
annað lið sem hafnar í öðru sæti í sín-
um riðli, um það að komast á EM. n
Sport 21Miðvikudagur 19. september 2012
Mörk Íslands Félag Mörk Víti Leikir
1 Margrét Lára Viðarsdóttir Kristianstads DFF 8 2 9
2 Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes IL 6 0 9
3 Sara Björk Gunnarsdóttir LDB Malmö 3 0 9
4 Dagný Brynjarsdóttir Valur 2 0 6
5 Dóra María Lárusdóttir Valur 2 0 9
6 Katrín Jónsdóttir Djurgården 2 0 9
7 Kristín Ýr Bjarnadóttir Avaldsnes IL 1 0 1
8 Sandra María Jessen Þór 1 0 2
9 Katrín Ómarsdóttir Kristianstad 1 0 7
10 Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik 1 0 9
Staðan í riðlinum
L U J T MÖRK MISM STIG
1 Ísland 9 7 1 1 27 – 2 25 22
2 Noregur 9 7 0 2 33 – 8 25 21
3 Belgía 9 5 2 2 16 – 8 8 17
4 Norður-Írland 9 3 2 4 12 – 13 -1 11
5 Ungverjaland 9 2 1 6 9 – 22 -13 7
6 Búlgaría 9 0 0 9 1 – 45 -44 0
„Mikilvægt að skora“MarkahæstMargrét Lára er gríðarlega mikilvæg íslenska liðinu.
n Stór stund í íslenskri knattspyrnu n Jafntefli gegn Noregi tryggir sæti á EM n Yngra lið en 2009
Þóra
Helgadóttir
Líklegt byrjunarlið Íslands
Dóra María
Lárusdóttir
Katrín
Jónsdóttir +
Sif
Atladóttir
Hallbera
Gísladóttir
Edda
Garðarsdóttir +
Sara Björk
Gunnarsdóttir
Katrín
Ómarsdóttir
Hólmfríður
Magnúsdóttir
Fanndís
Friðriksdóttir + Margrét Lára
Viðarsdóttir +
+ Óvíst með þátttöku, glímir við meiðsli
Úrslit
Meistaradeildin A-riðill
Dinamo Zagreb - Porto 0 - 2
0-1 Lucho Gonzalez (‚41 ) 0-2 Steven Defour (‚90)
Paris St. Germain - Dynamo Kiev 4 - 1
1-0 Zlatan Ibrahimovic (‚19 , víti) 2-0 Thiago Silva
(‚29 ) 3-0 Alex (‚33 ) 3-1 Miguel Veloso (‚87) 4-1
Javier Pastore (‚90)
B-riðill
Montpellier - Arsenal 1 - 2
1-0 Younes Belhanda (‚9 , víti) 1-1 Lukas Podolski
(‚16 ) 1-2 Gervinho (‚18 )
Olympiakos - Schalke 1 - 2
0-1 Benedikt Howedes (‚41 ) 1-1 Djamel Abdoun (‚58
) 1-2 Klaas Jan Huntelaar (‚59 )
C-riðill
Malaga - Zenit 3 - 0
1-0 Isco (‚3 ) 2-0 Javier Saviola (‚13 ) 3-0 Isco (‚76 )
AC Milan - Anderlecht 0 - 0
D-riðill
Borussia Dortmund - Ajax 1 - 0
1-0 Robert Lewandowski (‚87)
Real Madrid - Manchester City 3 - 2
0-1 Edin Dzeko (‚68 ) 1-1 Marcelo (‚76 ) 1-2 Kolarov
(‚86) 2-2 Karim Benzema (‚87) 3-2 Cristiano
Ronaldo (‚90)
Stórveisla
í Madrid
Leikur Spánarmeistara Real
Madrid og Englandsmeistara
Manchester City, sem fram fór
í Madrid á þriðjudagskvöld, var
stórkostleg skemmtun. Marka-
laust var í hálfleik en bæði lið
létu vörn meira og minna lönd
og leið þegar leið á leikinn. Í
síðari hálfleik varð leikurinn
veisla fyrir augað. Fyrsta mark-
ið kom á 68. mínútu þegar Edin
Dzeko kom City yfir eftir skyndi-
sókn. Tæpum tíu mínútum síð-
ar jafnaði Marcelo metin fyrir
Real með óverjandi spyrnu í
markhornið. Sjö mínútum síð-
ar voru Englandsmeistararn-
ir aftur komnir yfir með marki
Kolarov þegar fimm mínútur
lifðu leiks. Þær mínútur dugðu
Benzema og Cristiano Ronaldo
til að skora tvívegis og tryggja
Real þrjú mikilvæg stig. 3–2 voru
lokatölur. Ronaldo var hetja
sinna manna, eins og stundum
áður.