Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 3
Segja okrað á metanlögninni Fréttir 3Miðvikudagur 19. september 2012 n Ná ekki samningum um flutning n Veldur töfum á fjölgun stöðva A llt stefnir nú í að verðið sem Orkuveitan setur upp fyrir að tengjast metanlögninni sem liggur frá Álfsnesi að Bíldshöfða tefji komu nýrra söluaðila metans inn á markaðinn. Kostnaðurinn hefur fælt áhugasama frá áformum sínum og þurfa þeir nú að leita nýrra leiða til að flytja gasið á milli staða. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sem á lögnina, segir að verðið sem fyrirtækið setur upp taki mið af þeim kostnaði sem ráðast þarf í ef nýr að­ ili kemur inn. Hann vísar því á bug að Orkuveitan okri á nýjum aðilum. Á meðan aðilarnir ná ekki saman situr N1 eitt fyrirtækja að lögninni, sem kostaði að sögn um 140 milljón­ ir króna í uppsetningu. Boðuðu tvær nýjar stöðvar Það var í sumar sem tveir aðilar, Metanorkan ehf. og OIís, sömdu við Sorpu um kaup á metangasi úr Álfs­ nesi. Metanorkan, sem er systur­ fyrirtæki Vélamiðstöðvarinnar og að miklu leyti í eigu Gámastöðvar­ innar, greindi frá því eftir að samn­ ingar um kaupin voru undirritaðir að Metanorkan myndi í haust opna afgreiðslustöð í Gufunesi sem fyrst um sinn myndi sinna fyrirtækja­ bílum. Það myndi létta mjög álag á aðra afgreiðslustaði. Samhliða var greint frá áformum Olís um að opna metanafgreiðslustöð fyrir almenn­ ing og fyrirtæki í Reykjavík fyrir ára­ mót. Til stóð að opna stöðina fyrir áramót. Mjög há verðlagning Samúel Guðmundsson, fram­ kvæmdastjóri vörustýringasviðs Olís, segir í samtali við DV að ekki liggi fyrir hvenær stöðin sem fyrir­ hugað er að opna verði reist. „Við erum að vinna í þessum málum,“ segir hann. Samúel segir aðspurð­ ur að Orkuveitan verðleggi lögnina mjög hátt og því hafi ákvörðun ekki verið tekin um hvort Olís hyggist tengjast henni. „Við erum að skoða þetta mál en það verð sem okkur hefur verið gefið upp er mjög hátt,“ segir hann. Spurður hvort það sé of hátt svarar hann því játandi. Að­ spurður hvort þetta tefji fyrir því að þeir opni metanstöð svarar hann því til að þetta einfaldi málið í það minnsta ekki. Hann segir að hin leiðin sé að flytja gasið í gámum en ekkert liggi fyrir í þeim efnum. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um neitt. Lögnin í gegnum lóðina Dofri Hermannsson er forsvars­ maður Metanorkunnar. Hann seg­ ir að hjá þeim standi málin þannig að þeir bíði núna eftir því að fá gáma til landsins sem henti til að sækja gasið. Hann segir að félagið hafi lagt af stað með þá hugmynd að tengast lögn Orkuveitunn­ ar, sem liggi raunar í gegnum lóð­ ina þeirra, en viðræður hafi siglt í strand. „Við töldum að það hlyti að vera ódýrara að tengjast lögninni en að sækja gasið á gámum, sam­ tals um 40 kílómetra leið. Viðræð­ ur okkar við Orkuveituna hafa leitt í ljós að það er fimm sinnum dýrara að taka þetta eftir lögninni miðað við verðið sem þeir gefa upp. Ég skil ekki að það séu góð viðskipti,“ seg­ ir hann. Hann segir að þrátt fyrir þetta áætli Metanorkan að opna litla stöð innan fárra mánaða. Til standi að bjóða þeim fyrirtækjum sem skipti við Vélamiðstöðina að fylla á hjá þeim; þar á meðal séu níu sorpbílar. Það myndi létta mjög álagið á met­ anstöð N1 á Bíldshöfða. Í nánustu framtíð hyggist Metanorkan reisa metanorkuver í Hvalfjarðarsveit sem framleiða muni milljón rúmmetra af gasi á ári, úr lífrænum áburði, hey­ firningum og fleiru. Verðið gæti lækkað Eiríkur Hjálmarsson hjá Orkuveit­ unni segir að reksturinn á metan­ lögninni hafi hingað til lotið lög­ málum þróunarverkefnis. Verið sé að færa reksturinn yfir í umhverfi viðskipta. Hann segir að verðið sem Orkuveitan taki fyrir flutning á gasi sé það sama og upphaflega var. Ný gjaldskrá verði kynnt á næstunni. Hann segir að reksturinn á lögninni, sem tekin var í notkun fyrir um fjór­ um árum, hafi verið þungur en nú sé að verða viðsnúningur. „Nú þegar metansalan er að aukast og nýtingin að batna er útlit fyrir að verðið geti þróast í hina áttina,“ segir hann og gefur þannig í skyn að verðið gæti mögulega lækkað á næstunni. Spurður hvort Orkuveitan sé að okra á viðsemjendum segir hann svo ekki vera. „Við reiknum með að þeir greiði þann kostnað að tengjast lögninni. Það getur auðvitað kost­ að töluvert.“ Eiríkur segir að gert sé ráð fyrir að fleiri geti tengst lögn­ inni. „Aðilar hafa rætt við okkur og þeir hafa haft sínar hugmyndir um það hvað þeir geta greitt en þær hafa verið allfjarri rekstrarkostnaði á veitunni. Það verður að vera ein­ hver skynsemi í þessum rekstri,“ seg­ ir hann. Dofri hjá Metanorku segir aftur á móti að verðið fyrir að tengjast lögn­ inni sé ekki það sem standi í þeim. Það sé ásett verð fyrir flutninginn á gasinu sem sé miklu hærra en raun­ hæft sé að greiða. n „Ég skil ekki að það séu góð viðskipti Dofri Hermannsson talsmaður Metanorkunnar ehf. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Gagnrýnir Orkuveituna Dofri segir fimm sinnum ódýrara að sækja gasið á bílum. Skynsemi í rekstrinum Eiríkur segir að rekstur lagnarinnar hafi hingað til lotið lögmálum þróunarverkefnis. Það sé að breytast. N1 Aðeins eitt fyrirtæki hefur í dag aðgang að lögninni. Orkuveitan „Það verður að vera skynsemi í þessum rekstri,“ segir upplýsingafulltrúi. n Seldi hlutabréf í Baugi fyrir samtals 8 milljarða króna fyrirgreiðslu frá Kaupþingi um sumarið 2008 til að kaupa umrædd bréf af Ingibjörgu þar sem félagið var með neikvætt eig­ ið fé á þessum tíma. Frá þessu er greint í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis og byggir staðhæf­ ingin á kynningu um starfsemi Gaums sem unnin var af Kaup­ þingi. Orðrétt segir í skýrslu rann­ sóknarnefndar Alþingis um kynn­ inguna þar sem rætt er um Project Polo: „Þar kom fram að Baugur Group hafði tapað umtalsverðum fjárhæðum síðustu mánuðina og að Fjárfestingarfélagið Gaumur væri metið með neikvætt eigið fé.“ Kaupþing lánaði því Gaumi félagi með neikvætt eigið fé upp á þrjá milljarða til að kaupa hlutabréfin af Ingibjörgu. Í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis segir að uppkaup félaga sem tengdust Baugs­ fjölskyldunni á hlutabréfum í fé­ laginu af helstu eigendum þess hafi jafngilt arðgreiðslum til þeirra. „Í eðli sínu jafngildir þetta arðgreiðslu, en með útgreiðslu á þessu formi var komist hjá því að uppfylla þyrfti skilyrði sem lög setja fyrir arðgreiðslum úr félög­ um.“ DV sendi Ingibjörgu og Jóni Ásgeiri tölvupósta um málið. Þeim var ekki svarað. n Fékk þrjá milljarða fyrir bréfin í Baugi „Þetta þýðir að Ingibjörg fékk tæplega 8.000 milljónir króna fyrir hlutabréfin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.