Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Page 16
F yrr á árinu lögfesti Evrópu- sambandið nýjar merkingar fyrir hjólbarða sem eiga að hjálpa neytendum að velja réttu sumar- eða vetrarhjólbarð- ana. Merkingarnar eiga að sýna skýrt og greinilega þau atriði sem mestu skipta, sem eru eldsneytiseyðsla (núningsmótstaða) hjólbarðanna, veggrip í bleytu og veggnýr mæld- ur í desíbelum. Hingað til hef- ur verið erfitt að lesa úr merking- um á hjólbörðum ýmsa eiginleika þeirra sem skiptir máli fyrir kaup- andendur. Nýju merkingarnar eru auðlæsilegar og svipa til alþekktra merkinga á til dæmis þvottavélum og öðrum heimilistækjum en þær sýna einskonar þrepaskiptingu. Frá þessu er sagt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda en þar kemur einnig fram að reglurn- ar hafa þegar tekið gildi og eiga allir nýir hjólbarðar að vera komnir með merkingar í samræmi við þær í síð- asta lagi fyrir nóvember. Upplýsingar um mismunandi eiginleika hjólbarða hefur hingað til nánast eingöngu verið hægt að fá út úr dekkjaprófunum óháðra aðila og telur FÍB því þessar nýju merk- ingareglur vera af hinu góða. Þær muni stuðla að betra öryggi neyt- enda í dekkjakaupum auk þess að vera góð viðbót við þær upplýs- ingar, sem stóru hjólbarðakann- anirnar sem FÍB blaðið birtir hvert haust og vor, veita. Þess má geta að næsta vetrardekkjakönnun er væntanleg innan skamms. n Ódýrustu vetrardekkin Auka öryggi við dekkjakaup n Eiga að auðvelda kaupendum að sjá eiginleika dekkjanna 16 Neytendur 19. september 2012 Miðvikudagur Algengt verð 259,4 kr. 262,6 kr. Algengt verð 259,2 kr. 262,4 kr. Höfuðborgarsvæðið 259,1 kr. 262,3 kr. Algengt verð 259,4 kr. 262,6 kr Algengt verð 261,6 kr. 262,7 kr. Melabraut 259,2 kr. 262,4 kr. Eldsneytisverð 18. september BEnsín Dísilolía Kaffi, kökur og mikil þol- inmæði n Lofið fær Byggðasafn Garðskaga en hæstánægður ferðalangur sendi eftirfarandi; „Við vorum nokkur á ferðinni og vildum kíkja á safnið og fá okkur kaffi því safnið er mjög skemmtilegt og fróðlegt. Við vorum sein en safnið átti að loka klukkan 17 svo við sendum einn á undan til að reyna að halda opnu fyrir okkur. Hann fékk þau svör hjá umsjónar- manni að safnið væri opið svo lengi sem fólk kæmi. Þótt við kæmum of seint fengum við kaffi, kakó og fín- ustu kökur og það var tekið á móti okkur með mikilli þolin- mæði. Það skemmtileg- asta er að aðgangseyrir fyrir heimsókn á safnið er fólginn í því að skrifa nafnið sitt í gestabók- ina. Þeir eiga svo sannarlega hrós skilið.“ Taka ekki kort n Lastið að þessu sinni fær Olís en viðskiptavinur er ósáttur við að geta ekki greitt bensín með korti utan afgreiðslutíma. „Ég held að þetta sé svona á öllum stöðvum Olís. Ég kom á eina stöð rétt fyr- ir opnun um daginn og mætti þar starfsmanni. Hann sagði að þetta væri vegna bilunar og það hefði ekki ver- ið hægt að greiða með korti í sjálfs- afgreiðslu í nokkra mánuði. Þeir sem mæta því eftir lok- un og eru einung- is með peninga þurfa því frá að snúa. Olís hlýtur að vera að missa viðskipti vegna þessa.“ Lof og last Sendið lof eða last á neytendur@dv.is n Óformleg verðkönnun DV á vetrardekkjum og umfelgun n Heilsársdekk ódýrust hjá Dekkjahöllinni en dýrust hjá Max 1 Þ að eru um það bil 40 pró- senta verðmunur á vetrar- dekkjum undir fólksbíla og svipaður munur er á heils- ársdekkjum undir jeppa samkvæmt könnun sem DV gerði á verði vetrardekkja. Haft var samband við nokkur fyrirtæki sem selja vetr- ardekk og beðið um verð á heilsárs-, vetrar- og nagladekkjum, undir fólks- bíla annars vegar og jeppa hinsvegar. Einnig var spurt um verð á umfelgun. Bifreiðaeigendur kynni sér dekkin Þessi óformlega könnun sýnir að töluverður verðmunur er á vetrar- dekkjum en spurt var um verð á þeim dekkjum sem viðkomandi fyrirtæki myndu mæla með. Tekið skal fram að ekki er tekið tillit til gæða dekkj- anna eða endingartíma þeirra í verð- samanburðinum og ekki var beðið um útsölu- eða tilboðsverð. Því ættu neytendur að fylgjast með auglýs- ingum um tilboð. Auk þess er mikil- vægt að neytendur kynni sér gæða- og endingarmun dekkjanna. Þá er einnig vert að nefna að verðdæmin sem gefin eru hér eru ekki tæmandi fyrir þessar verslanir og einungis brot af því úrvali af dekkjum sem til boða stendur. Verðkönnun Lægsta verðið á heilsársdekkjum undir fólksbíla fékkst hjá Dekkja- höllinni sem eru þar á 9.980 krónur dekkið en hæsta verðið er hjá Max 1 á 15.685 krónur. Lægst eru vetrardekk- in fyrir fólksbíla hjá Vöku á 10.707 krónur en hæst hjá Max 1 á 17.519 krónur. Svipaða sögu er að segja um jeppadekkin en þar eru dýr- ustu nagladekkin á 44.880 krónur en ódýrustu á 29.030 krónur og ríflega 40 prósenta munur er á vetrardekkj- um. Auk þess er tæplega 20 prósenta munur á umfelgun. Votviðri algengt Vandaðar prófanir á vetrarhjólbörð- um undanfarin ár hafa staðfest að góðir negldir hjólbarðar séu ör- uggastir í vetrarfærð, að því er fram kemur á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Þetta séu niðurstöð- urnar þrátt fyrir að framleiðendur hafi komið fram með góða óneglda hjólbarða sem nálgist negldu hjól- barðana. Þeir bestu taki jafnframt slökustu nagladekkjum fram hvað varði öruggt grip. Þar er ítrekað að vetrarveðurfar á Íslandi sé óstöðugt og jafnframt talsvert frábrugðið eftir landshlut- um. Sameiginlegt sé þó að votviðri eru algeng með tilheyrandi bleytu og krapi á slitnum vegum. Það kallar á hjólbarða sem ryðja vel frá sér vatni og eru ekki gjarnir á að fljóta upp en það getur orsakað að ökumenn missi stjórn á bílnum. Það sé því nauðsyn- legt fyrir alla að vera á dekkjum sem duga vel í bleytu og krapi. Naglarnir séu þó nauðsynlegir fyrir suma. Það er mikilvægt að bifreiða- eigendur geri hver sína þarfagrein- ingu út frá búsetu og akstursþörfum þegar vetrardekk eru valin. Enginn vafi sé á því að íbúar margra hverfa í höfuðborginni þurfi minna á negld- um hjólbörðum að halda en til að mynda íbúar í uppsveitum Árnes- sýslu og Skagafjarðardölum. n Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is a B C D E F G B B a B C D E F G 72 dB nýjar dekkja- merkingar Merk- ingarnar eru svipaðar og þær sem finna má á þvottavélum og öðrum heimilis- tækjum. Vetrardekkin Það er mikilvægt að hver og einn meti hvaða dekk henta best.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.