Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 19. september 2012 Miðvikudagur Sveitarfélagið Árborg: „Kynferðis- leg áreitni litin alvarleg- um augum“ „Eðli málsins samkvæmt getur sveitarfélagið ekki tjáð sig um mál einstakra starfsmanna, eða brot einstakra starfsmanna í starfi,“ segir Ásta Stefánsdóttir, fram­ kvæmdastjóri sveitarfélagsins Ár­ borgar, í tilkynningu vegna greinar sem Kristjón Kormákur Guðjóns­ son, blaðamaður Vefpressunnar, ritaði og birti á vef Pressunnar á mánudag. Í greininni greindi Kristjón frá viðbrögðum sveitarfélagsins Ár­ borgar eftir að fimmtán ára dóttir hans greindi honum frá því að yfir­ maður hennar í vinnuskóla á Sel­ fossi hefði beitt stelpur í hópnum kynferðislegri áreitni. Furðaði Kristjón sig á viðbrögð­ um starfsmanna sveitarfélagsins þegar hann ræddi málið við þá. Loks var sú ákvörðun tekin að víkja yfirmanninum úr starfi en Kristjón segir hann hafa einungis hafa ver­ ið færðan til í starfi þannig að hann hefði áfram unnið nálægt stúlk­ unum og svo loks mætt á lokahóf vinnuskólans. „Þess má þó geta að unnið var með mál það sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í dag [mánudag, innsk. blm.], þar sem rætt hefur verið um kynferðislegt áreiti af hálfu flokksstjóra í vinnu­ skóla, eftir ákveðnum ferlum. Í kjölfar þess að málið kom upp var unnið eftir þeim heimildum sem sveitarfélagið, sem vinnuveitandi, hefur samkvæmt kjarasamningi þeim sem ráðningarsamningur viðkomandi starfsmanns byggð­ ist á. Þegar um alvarleg brot er að ræða er starfsmönnum jafnan vikið úr starfi tímabundið á meðan á úr­ vinnslu málsins stendur. Almennt gildir það síðan að skrifleg áminn­ ing er undanfari brottvikningar úr starfi. Þá er jafnan leitast við að gæta þess, ef brot varða samskipti við aðra starfsmenn, að viðvera hins brotlega á vinnustað valdi þeim eða öðrum starfsmönnum ekki skaða. Sveitarfélagið Árborg lítur kyn­ ferðislegt áreiti alvarlegum augum og hefur, í forvarnaskyni, leitast við að veita flokksstjórum í vinnuskóla fræðslu sem miðar m.a. að því að koma í veg fyrir slík tilvik í starfi,“ segir í tilkynningu frá Ástu. Fallið frá þyrlusamningi Ríkistjórnin samþykkti á þriðju­ dag tillögu Ögmundar Jónas­ sonar innanríkisráðherra um að falla frá samstarfssamningi við Norðmenn um kaup á nýrri björgunarþyrlu sem gerður var 30. nóvember 2007. Ástæðan er aðhald í ríkisút­ gjöldum en þess í stað áforma íslensk stjórnvöld að bjóða út langtímaleigu á tveimur þyrl­ um til viðbótar við núverandi þyrlu Landhelgisgæslunnar til að tryggja að hér á landi verði þrjár björgunarþyrlur tiltækar. Það var í nóvember 2007 sem dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs undirrituðu samstarfs­ samning um kaup á nýjum lang­ drægum björgunarþyrlum. Frá undirritun hafa löndin tvö í sam­ einingu undirbúið kaup á einni nýrri björgunarþyrlu fyrir Ísland og var afhendingartími áætlaður á árunum 2018–2020 auk þess sem miðað var við kauprétt á tveimur þyrlum til viðbótar. Guðmundur krefst GreiðsluaðlöGunar F járfestinum Guðmundi Birgis syni, kenndum við bæinn Núpa í Ölfusi, hef­ ur tvisvar verið synjað um greiðsluaðlögun hjá umboðs­ manni skuldara en hefur einnig tví­ vegis kært þá niðurstöðu. Guðmund­ ur er einna þekktastur vegna afskipta sinna af styrktarsjóði Sonju Zorrilla og eignarhlutar síns í jarðafélaginu Lífsvali. Kærurnar hefur Guðmund­ ur sent til kærunefndar um greiðslu­ aðlögunarmál. Heildarskuldir og ábyrgðir Guðmundar í bankakerf­ inu nema tæpum fjórum milljörðum króna. Kærunefndin felldi úr gildi synjun umboðsmanns skuldara á greiðslu­ aðlögunarumsókn Guðmundar í maí á þessu ári, líkt og lesa má um í úrskurðinum á vef nefndarinn­ ar. Honum hafði verið synjað um greiðsluaðlögun í lok síðasta árs, meðal annars vegna vangoldinna opinberra gjalda upp á meira en 135 milljónir króna. Guðmundur er ekki nefndur á nafn í úrskurðinum en DV hefur heimildir fyrir því að hann sé maðurinn sem um ræðir. Síðan kærunefndin kvað upp þennan úr­ skurð hefur umboðsmaður skuldara hins vegar synjað honum aftur um greiðsluaðlögun en Guðmundur hefur aftur kært þann úrskurð til nefndarinnar. Milljarða króna skuldir Í fyrri úrskurði kærunefndarinnar kemur fram að Guðmundur Birgis­ son sé í ábyrgðum fyrir skuldum sem nema rúmlega 3.800 milljónum króna. „Kærandi hefur verið sjálfstætt starf­ andi og stundað ýmis viðskipti í gegn­ um tíðina. Heildarskuldir kæranda samkvæmt skuldayfirliti umboðs­ manns skuldara eru 1.930.800.505 krónur og falla þar af 8.198.542 krónur utan samnings um greiðslu­ aðlögun. Ábyrgðarskuldbindingar kæranda nema 3.828.931.935 krón­ um. Til helstu skuldbindinganna var stofnað á árinu 2005.“ Vegna þessara skulda sinna var Guðmundur á 86. sæti á lista yfir skuldugustu einstaklingana í ís­ lenska bankakerfinu sem birtur var í skýrslu rannsóknarnefnd­ ar Alþingis. Guðmundur var þar skráður fyrir skuldum upp á rúmlega fjóra milljarða króna í gegnum ýmis eignarhaldsfélög. Hærri laun en Hreiðar Már Í úrskurði kærunefndarinnar er rakið að Guðmundur hafi verið með tæp­ lega 85 milljónir króna á mánuði eftir skatta, rúmar 5 milljónir árið 2009 og rúmar 2 milljónir árið 2010. Til sam­ anburðar má geta þess að Hreiðar Már Sigurðsson, launahæsti banka­ maðurinn á Íslandi fyrir hrunið 2008, var með 68,5 milljónir á mánuði árið 2006 eða sem nam 822 milljónum í árstekjur. Árið 2008 var Guðmundur á Núpum því með umtalsvert hærri tekjur en Hreiðar Már var með árið 2006. Bendir á bankann Þrátt fyrir þessar háu tekjur og miklu umsvif í íslenska fjármálakerfinu krefst Guðmundur á Núpum þess að fá greiðsluaðlögun. Í greinargerð Guðmundar, sem vísað er til í úr­ skurði kærunefndarinnar, kemur fram á hvaða forsendum hann telur sig eiga rétt á greiðsluaðlögun. Um aðdraganda greiðsluerfiðleika Guðmundar segir þar: „Í greinargerð kæranda sem hann lagði fram með umsókn um greiðsluaðlögun kemur fram að kærandi hafi í fjölda ára verið í viðskiptum við Landsbanka Íslands en hann hafi frá unga aldri verið sjálf­ stætt starfandi og stundað viðskipti af ýmsum toga, lengst af með ágæt­ um árangri, þar til bankinn hafi orðið mjög áhugasamur um lánveitingar til fjárfestinga sem hann var tengdur og átti hlut og hagsmuni í. Lánveitingar bankans hafi verið tryggðar með veði í eignum hans og með sjálfskuldar­ ábyrgð hans. Lánveitingar þessar hafi farið fram á árunum 2005–2008. Þegar hann hafi óskað eftir sölu á eignum tengdum bankanum var við­ kvæði bankans að það myndi draga dilk á eftir sér.“ Þá segir í greinargerðinni, sem kærunefndin vísar til, að Guðmund­ ur telji að Landsbankinn hafi sýnt sér mikla óbilgirni og sett sig í þrot á versta tíma. „Ástæður greiðsluerf­ iðleika kæranda telur hann að megi rekja til verðlausra eða verðlítilla eigna. Að baki skuldbindingum hans séu verðmætar eignir sem metnar hafi verið af hlutlausum aðilum, en þrátt fyrir samningsumleitanir hafi bankinn sýnt mikla óbilgirni og á meðan kærandi hafi talið að samn­ ingaviðræður væru í gangi hafi þeir komið í bakið á honum með kröfu um gjaldþrotaskipti. Því hafi hann sótt um greiðsluaðlögun.“ Seinni kæra Guðmundar bíður nú meðferðar hjá kærunefnd greiðslu­ aðlögunarmála. n Hvað varð um sjóðinn? n Fyrir íslenska efnahagshrunið var Guðmundur á Núpum meðal annars einn af hluthöfum jarða- félagsins Lífsvals, stærsta jarðaeiganda landsins, sem á um 50 bújarðir víða um land. Auk þess átti hann um tíma hlut í MP Banka, verðbréfafyrirtækinu Virðingu, FL Group og fleiri félögum. Guðmundur var sömuleiðis hluthafi í Bang & Olufsen-versluninni, átti Nordica Spa ásamt öðrum fjárfestum og á Hótel Borg við Austurvöll en á fasteigninni hvíla um tveir milljarðar króna sam- kvæmt veðbandayfirliti. n Guðmundur er samt líklega þekkt- astur fyrir að vera í forsvari fyrir minn- ingarsjóð frænku sinnar Sonju Zorrilla. Minningarsjóður um Sonju Wendel Benjamínsson de Zorrilla var stofnaður eftir andlát hennar árið 2002. Megin- hlutverk sjóðsins átti að vera að styrkja langveik börn á Íslandi og í Bandaríkj- unum. Eigur Sonju voru metnar á 9.500 milljónir króna árið 2001 samkvæmt bókinni Ríkir Íslendingar sem kom út það ár og var ætlunin að stærstur hluti þeirra eigna færi í minningarsjóð Sonju. Lítið hefur hins vegar spurst til eigna í styrktarsjóði Sonju og hafa aðeins mjög lágir styrkir verið veittir úr honum. Enginn virðist því vita almennilega hvað varð um sjóðinn og hefur Guðmundur neitað að tjá sig um það. „Ábyrgðarskuld- bindingar kær- anda nema 3.828.931.935 krónum. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Var með 85 milljónir á mánuði árið 2008 n Skuldar 3,8 milljarða Bendir á bankann Guðmundur á Núpum telur að greiðsluerfiðleika sína megi rekja til Landsbankans sem hafi sýnt sér mikla óbilgirni. Kæra hans bíður meðferðar hjá kærunefnd greiðsluaðlögunarmála. Erfðabreytt matvæli illa merkt n Formaður Neytendasamtakanna segir niðurstöðu könnunar mjög dapurlega V ið ætlumst að sjálfsögðu til þess að aðilar fari að þessum reglum og gerum um það kröf­ ur,“ segir Jóhannes Gunnars­ son, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin, Matvæla­ og veitingafélag Íslands og Náttúrulækn­ ingafélag Íslands könnuðu nýverið úrval amerískra matvæla í helstu mat­ vöruverslunum höfuðborgarsvæð­ isins. Valdar voru tólf vörutegundir sem talið var hugsanlegt að innihéldu erfðabreytt efni. Í ljós kom að víða er pottur brotinn og allmargar matvör­ ur sem innihalda erfðabreytt efni eru seldar í verslunum hér á landi án þess að um það sé getið á vörumerkingum. Frá og með síðustu áramótum tók gildi reglugerð sem kveður á um að merkja skuli matvæli sem innihalda erfðabreytt efni. Í könnuninni kom í ljós að níu af þessum tólf vörutegundum sem vald­ ar voru reyndust innihalda erfða­ breytt efni. Voru niðurstöðurnar sendar í greiningu á rannsóknarstofu Genetic­ID í Þýskalandi sem er þekkt fyrir greiningu á erfðabreyttum efn­ um fyrir opinbera aðila og einkafyr­ irtæki. Jóhannes segir að það sé mjög dapurlegt að ekki skuli farið eftir þess­ um lögum en niðurstaðan kalli á að eftirlitsaðilar herði eftirlit með merk­ ingum erfðabreyttra matvæla. „Reglu­ gerðin er sett með stoð í matvælalög þannig að það er hægt að beita fyrir­ tæki viðurlögum ef þau brjóta gegn þessu. Við ætlumst til að innflytjendur fari að gildandi reglum og heilbrigðis­ eftirlit sveitarfélaga sinni eftirliti sínu eins og þeim ber.“ n Vörurnar sem ekki voru merktar: Shop Rite Corn Flakes morgunkorn Pop Corners snakkflögur Doritos Cool Ranch Tortilla Chips snakkflögur Maís hveiti bökunarmjöl EAS Advent súkkulaðidrykkur ætlaður líkams- ræktarfólki Mass Muscle Gainer orkudrykkur ætlaður líkamsræktarfólki Zone Perfect orkubiti EAS Advanced Edge orkubiti EAS Lean 15 orkubiti Ekki merkt Þessar vörur innihalda erfða- breytt efni en eru ekki merktar sérstaklega eins og lög kveða á um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.