Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Mánudagur 24. september 2012 M innkunin í vímuefna neyslu er afgerandi mest og jöfn­ ust á Íslandi,“ segir Jón Sig­ fússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greining­ ar. Verulega hefur dregið úr áfeng­ is­, vímuefna­ og tóbaksneyslu efstu þriggja bekkja grunnskóla undanfar­ in 15 ár. Í ítarlegri úttekt Rannsóknar og greiningar, sem ber heitið Ungt fólk 2012 – Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla, kemur fram að víndrykkja, reykingar, mari­ júana­ og hassneysla sé aðeins brot af því sem var fyrir fáeinum árum. Alger bylting í neyslu Eins og sést meðfylgjandi mynd, sem fjölmargir hafa undanfarið deilt sín á milli á samskiptavefnum Face­ book, hefur þeim 10. bekkingum sem reykja daglega fækkað úr 23 pró­ sentum niður í þrjú prósent frá árinu 1998. Aðeins þrjú prósent hafa nú notað hass samanborið við 17 pró­ sent 10. bekkinga árið 1998. Þá hefur hlutfall þeirra sem svara því játandi að hafa orðið drukkin síðastliðna 30 daga lækkað úr 42 prósentum niður í sjö prósent. Allar línurnar liggja niður á við. Með sanni má segja að algjör bylting hafi orðið í neyslu ungmenna, ef marka má niðurstöðurnar sem birt­ ar eru í skýrslunni en þær byggja á víðtækum og áralöngum rannsókn­ um þar sem allir nemendur í þremur efstu bekkjum grunnskóla eru spurðir – nema þeir sem ekki mæta í skólann þann daginn sem rannsóknin er gerð. Öflugt forvarnarstarf Í skýrslunni segir að þessum mikla árangri sem náðst hefur í að minnka vímuefnaneyslu unglinga í efstu bekkjum grunnskóla megi ekki síst þakka því mikla forvarnar­ og heilsueflingarstarfi sem rekið hef­ ur verið í flestum sveitarfélögum landsins um árabil. Það hafi verið öflugt og stöðugt. „Sú leið hefur ver­ ið farin víðast hvar, að líta á vímu­ efnaneyslu ungmenna sem félags­ legt og aðstöðubundið vandamál sem megi breyta með samræmdum aðgerðum í nærsamfélaginu.“ Þau sveitarfélög sem tekist hafa á við vandann með þeirri nálgun hafi náð mestum árangri í að draga úr tíðni reykinga, áfengisneyslu og neyslu kannabisefna. Þrír mikilvægir þættir Jón Sigfússon segir að árið 1998 hafi það runnið upp fyrir mönnum að vímuefnaneysla hafði vaxið mjög mikið í þessum aldursflokki frá ár­ inu 1992, þegar mælingar hófust. Kafað hafi verið ofan í þau gögn sem til voru og í kjölfarið hafi ýmis kon­ ar stærri og smærri verkefni farið af stað; bæði hjá ríki, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum. Hann seg­ ir að gögnin hafi á þeim tíma varpað ljósi á þrjá mikilvæga áhrifaþætti. Í fyrsta lagi væru góð tengsl á milli for­ eldra og barna mjög mikilvæg og fyr­ irbyggjandi þegar kemur að neyslu ungmenna, í öðru lagi skiptir líðan ungmenna í skólanum miklu máli og síðast en ekki síst hafi skipulagt íþrótta­ og tómstundastarf mikil­ vægu hlutverki að gegna. „Allir þess­ ir þættir voru teknir í spað og menn fóru að vinna markvisst eftir þessu,“ segir hann og nefnir að ríkið hafi einnig lagt lóð á vogaskálarnar. Sjálf­ ræðisaldur hafi verið hækkaður í 18 ár, aðgengi að áfengi og tóbaki hafi verið heft og útivistartíma hafi ver­ ið settar frekari skorður í lögum. Þá hafi sveitarfélögin til dæmis farið að niðurgreiða frístundir barna. Allt þetta og margt fleira hafi orðið til þess að áðurnefndir áhrifaþætt­ ir hafi breyst til batnaðar. Almennt viti foreldrar nú hve mikilvægt er að verja tíma með börnum sínum, iðk­ un skipulagðra tómstunda hafi auk­ ist mikið og líðan barna sé betri í skólum en fyrir 15 árum. „Það er horft til okkar“ Spurður hvernig Ísland standi í sam­ anburði við önnur Norðurlönd segir hann að rannsóknir á meðal fram­ haldsskólanema sýni að við séum á svipuðum stað og Svíar og Norð­ menn en mikið framar en til dæmis Danir og Grænlendingar. „Almennt stöndum við mjög vel,“ segir hann og bætir við: „Minnkunin í vímu­ efnaneyslu er afgerandi mest og jöfnust á Íslandi og við horfum upp á allt aðra þróun en til dæmis Bretar og margar aðrar þjóðir. Það er horft til okkar,“ segir hann. Jón segir að Bandaríkjamenn stæri sig gjarnan af góðum ár­ angri hvað varði að minnka vímu­ efnaneyslu ungmenna. Í rannsókn sem University of Michigan stóð fyr­ ir og unnin var með samtökunum Monitoring The Future kemur fram að 27 prósent 15 og 16 ára unglinga svari því játandi að hafa neytt áfeng­ is síðustu 30 daga. Meðaltalið í 36 Evrópulöndum sé 57 prósent en að­ eins íslensk ungmenni standi sig betur. Svipaða sögu er að segja hvað reykingar varða. Fram kemur að að­ eins Íslendingar standi betur að vígi. Viðhorfsbreyting hjá unglingum Gylfi Jón Gylfason er menntað­ ur sálfræðingur og er fræðslustjóri í Reykjanesbæ. Hann segir að ekki megi slá því föstu að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til undanfar­ in ár skýri þessar góðu niðurstöð­ ur. „Það er verið að gefa fullorðins skýringar á því sem eru viðhorfs­ breytingar hjá unglingunum sjálfum. Við getum getið okkur til um hvers vegna það er ekki „kúl“ að reykja, drekka eða nota fíkniefni í dag en við vitum ekki af hverju það breytt­ ist.“ Hann segir að þó að ráðist hafi verið í ýmis góð forvarnarverkefni sé ekki hægt að slá því föstu að þau orsaki þessa miklu breytingu til batn­ aðar. „Það er gleðilegt að dregið hafi úr neyslu og þetta fólk er miklu betra að upplagi en jafnaldrar mínir voru þegar ég var ungur – þegar áfengis­ neysla var almenn og útbreidd. Gylfi segir að það sé hans tilfinn­ ing að þar sem forvarnarmál hafi verið í lagi, eins og til að mynda hjá Reykjanesbæ, hafi meiri árangur náðst en annars staðar. „En við vitum ekki af hverju það er ekki „kúl“ að reykja og drekka lengur,“ segir hann. n Unglingar snúa baki við dópinu n Ótrúlegur árangur á 15 árum n Eru til fyrirmyndar 50% 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 42% 23% 17% 7% 7% 3% 3% n Hafa orðið drukkin sl. 30 daga n Reykja daglega n Hafa notað hass n Hafa notað marijúana Stórlega dregur úr neyslu ungmenna Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Vakning 1998 Jón Sigfússon segir margar skýringar að baki árangrinum. „Minnkunin í vímu- efnaneyslu er af- gerandi mest og jöfnust á Íslandi „Hann er óþverri“ n Móðir fórnarlambs Ásgeirs Inga segir ekki koma á óvart að hann sé dæmdur aftur grennslan og þrýsting af þeirra hálfu hafi hins vegar aldrei verið gefin út ákæra. Hún fékk lögmann til að fara í málið og hann gerði hvað hann gat en málið hentist til og frá í kerfinu án þess að tekið væri á því og það rannsakað, enda hluti sönnunar­ gagna farin fyrir bí. Lögð inn á geðdeild Í bréfinu segist stúlkan hafa verið lengi að ná sér. Hún var frá vinnu í fimm mánuði, fékk taugaáfall og var lögð inn á geðdeild og þjáðist af miklu þunglyndi. Eftir það var hún níu mánuði í endurhæfingu. Hún var samtals meira en ár frá vinnu eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Eft­ ir árásina segir hún hann hafa hót­ að sér í gegnum þriðja aðila. Bréf­ ið sendi hún móður Áslaugar Perlu þar sem hún vonaðist til þess að það gæti orðið að gagni við mál Ás­ laugar. Það var hins vegar aldrei tek­ ið til greina. Aldrei í tygjum við hana Ásgeir var dæmdur árið 2001 í 16 ára fangelsi fyrir morðið á Áslaugu Perlu. Hann fékk reynslulausn í des­ ember 2010. Á mánudaginn í síð­ ustu viku var hann svo dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir að hafa ráð­ ist á sambýliskonu sína og með­ al annars nefbrotið hana. Fyrir lá þá að fangelsismálastofnun ákvað 22. febrúar síðastliðinn að ákærði skyldi afplána eftirstöðvar refsingar­ innar fyrir að hafa rofið sérstakt skil­ orð reynslulausnarinnar um neyslu áfengis og fíkniefna. Gerður, móðir Áslaugar undrast hvað hann fékk stuttan dóm fyrir líkamsárásina og fordæmir hvernig talað er um í dómnum að hann hafi verið í „tygjum“ við dóttur hennar. Í dómnum segir að  „fyrra brot hans beindist einnig að stúlku sem hann var í tygjum við.“ „Hann var aldrei í tygjum við hana, þau hittust í fyrsta skipti þetta kvöld og hún fór með honum í Engihjalla því hún hélt að hún væri að fara í partí. Að halda því fram að þau hafi verið í einhverju sambandi er ekki rétt. Þetta er alltof stuttur dómur fyrir mann sem er of­ beldisfullur að eðlisfari og hann er ekkert hættur. Hann hættir aldrei, hann er skemmt epli og maður lagar þau ekki,“ segir Gerður. n „Ásgeir réðst á mig, keyrði mig fram og aftur um alla íbúð, henti mér í veggi, sparkaði hvað eftir annað í mig og reyndi að kyrkja mig Úr bréfi meints fórnalambs Ásgeirs Inga Dæmdur á ný Gerður, móðir Áslaugar Perlu, segir það ekki hafa komið sér á óvart að Ásgeir skuli hafa verið dæmdur á ný. Hún hefur lengi barist fyrir því að mál dóttur hennar verði tekið upp á ný og vill að Ásgeir verði líka dæmdur fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni og svívirt hana áður en hann drap hana. MynD sIgtryggur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.