Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 13
Erlent 13Mánudagur 24. september 2012 Á hverjum klukkutíma, stund- um á tuttugu mínútna fresti, komu þeir og börðu okk- ur með prikum,“ segir ung- ur flóttamaður frá Eritreu í samtali við CNN. Á norðanverðum Sínaískaga sem tilheyrir Egyptalandi er hættulegt svæði sem nefnist Al Mehdia. Á þessu svæði, sem liggur að landamærum Egyptalands að Ísrael, ríkir hálfgerð skálmöld; þetta er griða- staður glæpamanna enda er engin löggæsla sýnileg á svæðinu. Mansal og mannrán eru daglegt brauð og ein helsta tekjulind þessara glæpahópa. Ungum Afríkumönnum, sem reyna að komast frá Afríku til Ísraels í leit að betra lífi, er gjarnan rænt og lausnar- gjalds krafist. Hátt lausnargjald Ungi Eritreumaðurinn sem vitn- að er í hér að framan er einn af fjöl- mörgum Afríkubúum sem lent hafa í klónum á þessum krimmum. Flestir þeirra koma frá bláfátækum ríkjum á borð við Eritreu og Súdan. Þeir upp- lifa pyntingar í sérstökum pyntingar- búðum sem herská glæpagengi bedúína stjórna. Mannræningjarn- ir krefjast lausnargjalds fyrir fanga sína, frá fjórum milljónum króna til rúmlega sjö milljóna. Þá eru dæmi þess að þeir sem ekki geta borgað – eða þekkja engan sem getur borgað – upplifi þá hörmung að mikilvæg líffæri úr þeim séu fjarlægð og þau síðan seld spilltum læknum. Ekk- ert nema dauðinn bíður þeirra sem upplifa það. Góðhjartaðir bedúínar Þó að skálmöld hafi ríkt á þessu svæði um langt skeið er það ekki svo að all- ir á svæðinu séu ótýndir glæpamenn. CNN fjallaði ítarlega um stöðu mála á svæðinu á dögunum og þar kom fram að hópur góðhjartaðra bedúína á norðanverðum Sínaískaga hafi feng- ið nóg af ástandinu. Einn þeirra er Sheikh Mohammed Abu Billal, höfð- ingi Sawarka-ættbálksins, sem hef- ur komið upp aðstöðu til að aðstoða fórnarlömb mannrána og pyntinga á svæðinu. Mohammed er Salafisti, íhaldsamur íslamisti, og mannvinur að eigin sögn. „Það sem þessir glæpa- hópar gera er gegn vilja guðs,“ segir hann. Skelfilegar pyntingar Í búðunum sem Mohammed hef- ur komið upp njóta flóttamennirnir verndar, mennirnir sem sloppið hafa úr klóm glæpagengjanna. „Ef afrískur flóttamaður slapp úr haldi hér áður fyrr var auðvelt að handsama hann aftur. Þessir braskarar dirfast ekki að stíga fæti inn á okkar land. Við gefum þeim mat, vatn og föt og komum þeim undir læknishendur ef þeir þurfa,“ segir Mohammed. Blaðamaður CNN fékk að heim- sækja búðirnar fyrir skemmstu. Þar dvöldu fjórtán Eritreumenn sem all- ir höfðu sloppið úr pyntingabúðum nokkrum dögum fyrr. Þeir báru all- ir greinileg merki þess að hafa orðið fyrir skelfilegum pyntingum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Aðferð sem virkar „Þeir hlekkjuðu hendur okkar og fæt- ur saman og hengdu okkur upp. Síðan börðu þeir á iljarnar á okkur, bræddu plast á líkama okkur og börðu okkur stanslaust. Þeir sögðu að ef við mynd- um ekki borga þeim myndi enginn okkar komast lífs af,“ segir einn Eritreu maðurinn þegar hann lýs- ir reynslu sinni. Það kann að hljóma einkennilega að milljóna króna sé krafist af bláfátækum einstaklingum sem eiga ekkert nema fötin sem þeir klæðast. Í umfjöllun CNN kemur fram að glæpahóparnir hafi komið sér upp kerfi sem virkar. Meðan á pyntingum stendur sé ekkert annað í stöðunni fyrir flóttamennina en að hringja í einhvern nákominn og grátbiðja um peninga. Stundum gengur það og þá er flóttamönnum sleppt. Ef það geng- ur ekki eiga þeir sér litla von. „Við sjáum yfirleitt merki um pynt ingar og nauðganir. Þeir koma hingað oft í mjög slæmu ásigkomu- lagi,“ segir Sheikh Mohammed. Það eru ekki bara karlmenn sem koma í búðirnar heldur einnig konur sem stundum eru óléttar eftir að hafa ver- ið nauðgað. Beittir þvingunum Sheikh Mohammed er hvergi bang- inn enda á hann öfluga bandamenn – bandamenn sem stundum eru sjálf- ir krimmar. Einn þeirra er Sheikh Ibrahim al Munai, stoltur smyglari sem á nokkur jarðgöng sem notuð eru til að smygla varningi frá Egypta- landi til Gaza. Ibrahim stendur með Sheikh Mohammed í baráttunni og er ánægður með árangurinn sem hefur náðst. Forsprökkum þessara glæpa- hópa hefur fækkað mikið á undan- förnum misserum og þvingunum er beitt gegn þeim. Þannig mega versl- anir á svæðinu ekki selja varning til meðlima glæpagengjanna. „Við höf- um látið verslanir fá lista með nöfnum þessara manna. Þeir eru sniðgengnir og sumir feður á svæðinu leyfa þess- um mönnum ekki að kvænast dætr- um sínum. Ibrahim og Mohammed segja að lokum að þeir hafi bjarg- að nokkur hundruð Afríkumönnum úr klóm mansalsmanna. Þeir viður- kenna þó að enn sé langur vegur fyrir höndum. n Hryllilegar pyntingar á afrískum flóttamönnum „Þeir hlekkj- uðu hend- ur okkar og fætur saman og hengdu okkur upp Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Berjast gegn krimmum á Sínaískaga n Líffæri fjarlægð ef lausnargjald berst ekki Standa saman Sheikh Mohammed Abu Billal og Sheikh Ibrahim al Munai standa saman í baráttunni gegn mansalsmönnum á svæðinu. Ljót ör Hér sjást flóttamenn í búðun- um sem Mohammed hefur komið upp. Plast var brætt yfir líkama þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.