Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 24. september 2012 Mánudagur Fimm nýir höfundar fá styrki n Grafísk nóvella, ljóðabækur og textasöfn Í síðustu viku tilkynnti Katrín Jakobs­ dóttir, mennta­ og menningar­ málaráðherra, hverjir hlytu Ný­ ræktarstyrki Bókmenntasjóðs árið 2012. Þetta er í fimmta sinn sem þess­ um styrkjum er úthlutað. Athöfnin fór fram í Gunnarshúsi, húsi Rithöfunda­ sambands Íslands, að Dyngjuvegi 8 í Reykjavík. Nýræktarstyrkjum er ætlað er styðja við útgáfu á nýjum íslenskum skáldverkum sem hafa takmarkaða eða litla tekjuvon en hafa ótvírætt menningarlegt gildi. Undir þetta svið falla skáldverk í víðri merkingu þess orðs. Til dæmis sögur, ljóð, barna­ efni, leikrit, eða eitthvað allt annað og leitað er eftir breidd og fjölbreytni í umsóknum. Umsóknum um Nýræktarstyrki hefur fjölgað töluvert frá því að þeim var fyrst úthlutað árið 2008, en þá bárust 9 umsóknir um 5 styrki, hver að upphæð 200 þúsund. Árið eft­ ir, 2009, bárust 27 umsóknir um 6 styrki, árið 2010 bárust 39 umsókn­ ir um 5 styrki og árið 2011 bárust 30 umsóknir um 5 styrki. Í ár, 2012, bár­ ust 23 umsóknir um 5 styrki sem hver er að upphæð kr. 200.000. Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaút­ gáfu. Bókmenntasjóður styrkir með­ al annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að markvissri kynn­ ingu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins. Nýræktarstyrki hlutu að þessu sinni eftirfarandi verk og höfund­ ar: Fjarlægðir og fleiri sögur eft­ ir Dag Hjartarson. Á milli okk­ ar allt, ljóðabók eftir Heiðrúnu Ólafsdóttur, Hulstur utan um sál eftir Hugrúnu Ólafsdóttur, Segul­ skekkja eftir Soffíu Bjarnadóttur og Mér þykir það leitt, grafísk nóvella eftir Sunnu Sigurðardóttur. Hinn­ ar sömu og myndskreytti síðustu skáldsögu Guðrúnar Evu Mínervu­ dóttur. n Stoltir höfundar Þessir höfundar eiga eftir að láta að sér kveða í framtíðinni og fengu stuðning frá Bókmenntasjóði. Stjörnu- grínisti skemmtir á Íslandi Ari Eldjárn ætlar að troða upp með einum vinsælasta skemmti­ krafti Svía, Johan Glans. Johan mun skemmta á ensku í Þjóðleik­ húskjallaranum þann 29. sept­ ember næstkomandi. Uppistand hans í Þjóðleik­ húsinu er hluti af „Johan Glans‘s World Tour of Scandinavia“ og Ari Eldjárn mun hita upp fyrir hann. Johan þykir stórt nafn í Sví­ þjóð og hefur verið kallaður einn fyndnasti maður landsins. Hann hefur slegið í gegn í sænsku sjón­ varpsgríni og því er góðs að vænta með komu hans á klakann. Susanne Bier svarar spurn- ingum Danski leikstjórinn Susanne Bier hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár og sækir hátíðina heim af því tilefni. Hún þykir einn fremsti leikstjóri Norðurlandanna um þessar mund­ ir og einn fremsti kvenleikstjóri heims. Susanne Bier skaust fyrst fram á sjónarsviðið með rómantísku gam­ anmyndinni Den Eneste Ene fyrir þrettán árum. Myndin naut mik­ illa vinsælda í heimalandi hennar og víðar. Bier öðlaðist hins vegar heimsfrægð fyrir myndina Hævnen en hún hlaut bæði Óskarsverðlaun og Golden Globe­verðlaunin sem besta erlenda myndin í fyrra. Þrjár myndir eftir Bier verða sýndar á RIFF af þessu tilefni; Elska þig að eilífu, Eftir brúðkaupið og nýjasta myndin, Hárlausi hársker­ inn (Den Skaldede Frisör), sem skartar Pierce Brosnan og Trine Dyrholm í aðalhlutverkum. Bier kemur til landsins til að veita verð­ laununum viðtöku þann 29. sept­ ember. Sama kvöld verður nýja myndin sýnd og Bier situr fyrir svörum áhorfenda. Brot af staðreynd Brot af staðreynd er níunda ljóða­ bók Jónasar Þorbjarnarsonar. Hann gekk frá henni til útgáfu skömmu áður en hann lést síð­ astliðið sumar, einungis 52 ára að aldri. Í fyrstu bók Jónasar kynnt­ ust lesendur þroskuðu skáldi sem hafði greinilega þegar haft drjúg kynni af heimi nútímaljóðlist­ ar; lifað þar, skynjað og hugsað. Hann hélt tryggð við þennan tján­ ingarmáta. Þótt hann væri sískrif­ andi og setti heilmikinn prósa á blað var ljóðið sá miðill sem hann deildi með öðrum. Hann mótaði smám saman sinn eigin ljóðaheim og þar má rekja slóðir hans og grennslast fyrir um kennileiti, áningarstaði og stefnumót. K ristín Ómarsdóttir rithöfund­ ur fagnar stórafmæli sínu um leið og hún gefur út nýja skáldsögu. Hún verður fimm­ tug þann 24. september næst­ komandi. Nýútkomin bók hennar er Reykjavíkursaga um unglingsstúlkuna Millu sem er þunglynd og hefur misst lífsviljann. Kristín hefur skrifað skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð í fjölda ára. Hún hefur hlotið menningarverðlaun DV og Grímuverðlaunin sem skáld ársins. Í ár fékk hún birta eftir sig smá­ sögu í The New York Post og fékk lof­ samlega dóma. Á síðasta ári gaf hún út bókina, Við tilheyrum sama myrkrinu, af vin­ áttu: Marilyn Monroe og Gretu Garbo. Bókin fékk feikigóða dóma og Kristín fylgdi henni eftir með sýningu á teikn­ ingum sínum sem prýddu bókina í Borgarbókasafninu. „Ég var afar hrifin af Gretu Gar­ bo þegar ég var unglingur. Ég gleypti í mig kvikmyndir og seinna fékk ég líka áhuga á Marilyn Monroe. Ég ákvað að teikna þær líka,“ segir hún og bendir á eina teikninguna. „Kannski var það til að gera hugarheim þeirra raunveru­ legri. Það þurfti að búa til sérheim fyrir þær,“segir hún með bros á vör þar sem hún hittir blaðamann og sýnir honum teikningarnar á Borgarbókasafninu. Fékk lof í The New York Times Á árinu fékk hún verkið Children in Reindeer Woods, útgefna af Open Letter útgáfunni í Bandaríkjunum og stuttu seinna fékk hún lofsamlega gagnrýni um verkið birta í sunnudags­ útgáfu The New York Times. „Jú, það var ánægjulegt,“ svarar hún aðspurð um heiðurinn. En þá er hægt að telja á fingrum annarrar handar sem hafa verið þess heiðurs aðnjótandi. Kristín tekur áfanganum af hógværð. „Ég var vissulega ánægð með þetta en svo tek­ ur bara eitthvað annað við.“ Kannski skvísubók Kristín segist fara í ferðalag í hvert skipti sem hún sest niður við skrift­ ir. „Ég hlakka alltaf til að fara í þetta ferðalag. Ég veit aldrei nákvæmlega hvert ég er að fara en nýt þess að ferð­ ast,“ Kristín segir frá nýútkominni bók sem er gefin út af Forlaginu. Ég skrifa um hana Millu sem er 21 árs gömul árið 2001. Hún þráir að lifa eðlilegu lífi en getur það ekki. Hún er þung­ lynd og hefur misst lífsviljann,“ segir hún og segist meðvituð um að sagan sé í þyngri kantinum. Ég hafði gaman af því að bók mín um Marilyn og Gretu hafi verið kölluð skvísubók. Kannski er þessi það líka, kannski alls ekki,“ bæt­ ir hún við. Ekki endilega satt Spurð hvort hún nýti persónulega reynslu sína við skriftir, segir hún það óhjákvæmilegt. „Það er þó ekki endi­ lega eitthvað sem er satt eða bundið staðreyndum. Þetta er einhvers konar ástand fremur en persónuleg reynsla. Hún skrifar um unga konu á tíma­ mótum og stendur sjálf á tímamótum. Hvernig er að verða fimmtug? „Mér finnst það bara ágætt. Þetta verður sí­ fellt betra,“ segir hún og brosir. n kristjana@dv.is n Kristín Ómarsdóttir gefur út skáldsögu á fimmtugsafmælinu Skriftir eru ferðalag Kannski er þetta skvísubók Kristín Ómarsdóttir hefur átt gjöfult ár. Nú fagnar hún útgáfu Millu, nýrrar bókar, og um leið verður skálað fyrir fimmtugsafmæli hennar. „Kannski var það til að gera hugarheim þeirra raun- verulegri. Það þurfti að búa til sérheim fyrir þær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.