Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 20
AuðkýfingAr viljA breytA ensku deildinni n Erlendir eigendur þrýsta á um bandarískt kerfi fyrir enska boltann Engin kraftaverk hjá Liverpool í ár n Jose Mourinho ekki að skafa utan af hlutunum n Segir Rodgers ekki geta unnið titilinn B rendan Rodgers er ekki að fara að gera nein kraftaverk með Liverpool og aðdá­ endur liðsins verða að fara að tileinka sér þolinmæði segir hinn litríki þjálfari Jose Mourinho um möguleika síns gamla félaga Brendan Rodgers stjóra Liverpool. Þeir þekkjast vel frá tíma Mourin­ ho hjá Chelsea. Mourinho hefur aldrei legið á skoðunum sínum og reyndar oft­ ar en ekki hitt naglann á höfuðið í spám sínum og yfirlýsingum. Hann segir fráleitt að ætla að Brendan Rodgers geti leitt Liverpool til sig­ urs í ensku úrvalsdeildinni eins og einhverjir stuðningsmenn geri kröfur um en liðið situr í botnsæti nú þegar fimm umferðir hafa ver­ ið leiknar. „Brendan getur ekki gert þetta félag að Englandsmeisturum. Hann getur ekki framkvæmt krafta­ verk. Og starfið er enn erfiðara en ella vegna mikilla væntinga. En raunveruleikinn er að Liverpool er ekki besta liðið eins og er og reyndar langt í frá. Önnur félagslið eru líka að eyða mun meira fjár­ magni og byggja hraðar upp.“ Portúgalinn vildi þó ekki tjá sig hreint út hvaða félagslið í Englandi væri líklegast til að taka titilinn þessa leiktíðina en tiltók sérstaklega að hann hefði sjald­ an verið hrifnari af Arsenal en nú. „Manchester City hefur frábær­ an hóp og getur róterað ört mann­ skapnum. Manchester United er Manchester United og Alex Fergu­ son getur ekki hugsað sér tvö keppnistímabil án sigurs. Annars er ég hrifinn af því sem Arsene Wenger er að gera. Hann er að gera fína hluti og ég yrði ekki hissa ef Arsenal kemur ekki nokkuð á óvart þetta keppnistímabilið.“ n 20 Sport 24. september 2012 Mánudagur E inungis átta af alls tuttugu félagsliðum í efstu deild í Englandi eru að fullu í eigu enskra eða breskra einstakl­ inga eða fyrirtækja. Meirihlut­ inn er í eigu erlendra fjárfesta og fer þeim fjölgandi. Sömu sögu er að segja af næstu deild fyrir neðan; þar er rétt tæplega helmingur félagsliða í eigu erlendra aðila. Í Bretlandi fer al­ mennt vaxandi óánægja landsmanna með síaukinn fjölda innflytjenda til landsins og þó vellauðugir eigendur knattspyrnuliða séu engir innflytjend­ ur í þeirri merkingu, nær óánægjan einnig að hluta til, til þessara manna og síauknum eignarhlut þeirra í göml­ um og rótgrónum enskum knatt­ spyrnu félögum. Hagnaður ræður för Líklega finnast fáir aðdáendur Manchester City sem gagnrýna Mansour bin Zayed Al Nahyan frá Sameinuðu arabísku furstadæm­ unum í dag. Hyldjúpar fjárhirslur hans hafa gert City kleift á mettíma að breytast úr algjöru miðlungsliði í stórlið sem veitt getur bestu félags­ liðum Evrópu harða keppni fyrir utan að hampa Englandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í áratugi. Sömu sögu er að segja af Chelsea áður en Roman nokkur Abramovic keypti það félags­ lið með húð og hári. Mörg ár á und­ an þóttu það tíðindi ef það félagslið komst nálægt toppnum á deildinni. Kröfur um breytingar á deildum En eitt er það sem erlendir eigendur liða í Englandi hafa þrýst á um gagn­ vart enska knattspyrnusambandinu og gæti sá þrýstingur aukist frekar ef fjölgar í hópi erlendra eigenda. Margir þeirra, sérstaklega þeir bandarísku, vilja gjörbreyta keppnis­ fyrirkomulaginu á sama veg og fyrir­ finnst í deildum Bandaríkjanna. Þeir vilja semsagt að í stað þess að félags­ lið geti fallið eða farið upp um deildir verði ávallt sömu lið í sömu deildum. Þannig fengju liðin að velja efnileg­ ustu knattspyrnumennina fyrir leik­ tíðina hvert ár í nýliðavali. Þannig fengju neðstu liðin hverju sinni að velja fyrst og svo koll af kolli. Fáum evrópskum knattspyrnu­ áhugamönnum líst vel á þetta fyrir­ komulag sem vitaskuld er eingöngu til að vernda hagsmuni eigendanna. Það er nefnilega svo að þó aðdáend­ ur City eða Chelsea eða annarra fé­ lagsliða kvarti ekki í dag þá eru þess­ ir moldríku erlendu eigendur flestir hverjir að reyna að græða peninga. Sé engin hætta á falli um deild er auðséð að fjárhagslegir hagsmunir eru tryggðir enda er ávinningurinn af því að vera í efstu deild annars vegar og næstu deild fyrir neðan hins vegar gríðarlegur og munar þar tugmillj­ örðum króna í tekjum árlega. Hefur meðal annarra Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagt að verði slíkt fyrirkomulag tekið upp, þýði það dauða fyrir enska boltann og í könnun vegna þessa sem dagblaðið Guardian stóð fyrir síðastliðinn vet­ ur vildu 92 prósent viðhalda því fyr­ irkomulagi sem nú gildir. Svo bregðast krosstré ... En haldi sú þróun áfram að erlend­ ir milljarðamæringar kaupi ensku félagsliðin má telja víst að enska knattspyrnusambandið verði, hvort sem þeim líkar betur eða verr, að taka tillit til krafna þeirra sem liðin eiga og reka. Vandamálið er heldur ekki ein­ skorðað við England lengur. Millj­ arðamæringar hafa lengi átt félagslið á Ítalíu og undanfarin ár hafa auð­ ugir einstaklingar fengið augastað á félagsliðum annars staðar í Evrópu. Síðasta dæmið eru kaupin á franska liðinu Paris Saint Germain, PSG, sem á aðeins einu og hálfu ári hef­ ur breyst úr allþokkalegum klúbbi í heimalandinu í stórveldi á evrópsk­ an mælikvarða. Og nóg er enn af auðkýfingum sem vita ekkert hvað skal gera við peningana sína. n Félagslið í eigu Breta: Everton, Newcastle, Norwich, Reading, Stoke, Tottenham, Wigan, WBA. Félagslið í eigu útlendinga: Arsenal, Aston Villa, Chelsea, Fulham, Liverpool, Manchester City, Manchester United, QPR, Southampton, Sunderland, Swansea, West Ham. Milljarðaliðið Aðdáendur kvarta ekkert þegar vel gengur en erlent eignarhald gæti einn daginn haft annað og verra í för með sér. Forríkur eigandi City Er ekki einn af þeim sem hafa orðað breytingar á keppnis- fyrirkomulaginu í enska boltanum. Úrslit Pepsi-deild karla ÍA – Fram 0–1 0–1 Samuel Tillen (31.) Valur – Grindavík 4–1 0–1 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (16.), 1–1 Haukur Páll Sigurðsson (21.), 2–1 Matthías Guðmundsson (29.), 3–1 Indriði Áki Þorláksson (57.), 4–1 Indriði Áki Þorláksson (60.) Stjarnan – Selfoss 4–2 0–1 Viðar Örn Kjartansson v. (17.), 1–1 Garðar Jóhannsson (24.), 2–1 Garðar Jóhannsson (34.), 2–2 Jon Andre Röyrane (45.), 3–2 Ellert Hreinsson (61.), 4–2 Baldvin Sturluson (71.) Fylkir – KR 3–1 1–0 Björgólfur Takefusa (35.), 2–0 Ingimundur Níels Óskarsson (45.), 3–0 Emil Ásmundarson (51.), 3–1 Viktor Bjarki Arnarsson (64.) Keflavík – Breiðablik 2–3 0–1 Kristinn Jónsson (31.), 1–1 Hörður Sveinsson (53.), 1–2 Elfar Árni Aðalsteinsson (68.). 1–3 Nichlas Rohde (76.), 2–3 Rafn Markús Vilbergsson (88.) ÍBV – FH 2–2 1–0 Þórarinn Ingi Valdimarsson (57.), 2–0 Ólafur Páll Snorrason sjm. (75.), 2–1 Björn Daníel Sverrisson (79.), 2–2 Albert Brynjar Ingason (85.) Staðan 1 FH 21 14 4 3 49:22 46 2 ÍBV 21 10 5 6 35:19 35 3 Stjarnan 21 8 10 3 44:36 34 4 Breiðablik 21 9 6 6 30:27 33 5 KR 21 9 5 7 36:32 32 6 Fylkir 21 8 6 7 28:37 30 7 ÍA 21 8 5 8 29:35 29 8 Valur 21 9 1 11 33:32 28 9 Keflavík 21 8 3 10 35:35 27 10 Fram 21 7 3 11 29:35 24 11 Selfoss 21 6 3 12 29:41 21 12 Grindavík 21 2 5 14 29:55 11 Enska úrvalsdeildin Swansea – Everton 0–3 0–1 Anichebe (21.), 0–2 Mirallas (43.), 0–3 Fellaini (82.) Chelsea – Stoke 1–0 1–0 Cole (85.) Southampton – Aston Villa 4–1 0–1 Bent (36.), 1–1 Lambert (58.), 2–1 Clyne (63.), 3–1 Clark sjm. (72.), 4–1 Lambert (90.) WBA – Reading 1–0 1–0 Lukaku (71.) West Ham – Sunderland 1–1 0–1 Fletcher (9.), 1–1 Nolan (90.) Wigan – Fulham 1–2 0–1 Rodallega (31.), 0–2 Duff (68.), 1–2 Kone (90.) Manchester City – Arsenal 1–1 1–0 Lescott (42.), 1–1 Koscielny (82.) Tottenham – QPR 2–1 0–1 Zamora (33.), 1–1 Faurlin sjm. (60.), 2–1 Defoe (61.) Liverpool – Manchester United 1–2 1–0 Gerrard (46.), 1–1 Rafael (51.), 1–2 Persie v. (81.) Newcastle – Norwich 1–0 1–0 Ba (19.) Staðan 1 Chelsea 5 4 1 0 9:2 13 2 Man.Utd. 5 4 0 1 12:6 12 3 Everton 5 3 1 1 9:5 10 4 WBA 5 3 1 1 7:4 10 5 Arsenal 5 2 3 0 9:2 9 6 Fulham 5 3 0 2 12:7 9 7 Man.City 5 2 3 0 10:7 9 8 Tottenham 5 2 2 1 8:6 8 9 West Ham 5 2 2 1 5:4 8 10 Newcastle 5 2 2 1 6:6 8 11 Swansea 5 2 1 2 10:7 7 12 Sunderland 4 0 4 0 4:4 4 13 Stoke 5 0 4 1 4:5 4 14 Aston Villa 5 1 1 3 5:9 4 15 Wigan 5 1 1 3 5:10 4 16 Southampton 5 1 0 4 9:15 3 17 Norwich 5 0 3 2 2:8 3 18 Liverpool 5 0 2 3 4:10 2 19 QPR 5 0 2 3 3:11 2 20 Reading 4 0 1 3 4:9 1 Spænski boltinn Zaragoza – Osasuna 3–1 Celta – Getafe 2–1 Betis – Espanyol 1–0 Barcelóna – Granada 2–0 Mallorca – Valencia 2–0 Levante – Real Sociedad 2–1 Atlético – Valladolid 2–0 Rayo – Real Madrid Frestað Staðan 1 Barcelona 5 5 0 0 14:3 15 2 Mallorca 5 3 2 0 7:3 11 3 Málaga 5 3 2 0 6:2 11 4 Atl. Madrid 4 3 1 0 11:5 10 5 Real Betis 4 3 0 1 8:5 9 6 Sevilla 4 2 2 0 4:2 8 7 Rayo Vallecano 4 2 1 1 6:5 7 8 Levante 5 2 1 2 7:9 7 9 Dep. La Coruna 4 1 3 0 7:5 6 10 Celta 5 2 0 3 6:6 6 11 R. Valladolid 5 2 0 3 4:5 6 12 R. Zaragoza 5 2 0 3 5:6 6 13 R. Sociedad 5 2 0 3 6:9 6 14 Valencia 5 1 2 2 6:8 5 15 Ath. Bilbao 5 1 2 2 8:12 5 16 Real Madrid 4 1 1 2 5:4 4 17 Getafe 5 1 1 3 6:10 4 18 Granada 5 0 2 3 2:8 2 19 Espanyol 5 0 1 4 7:11 1 20 Osasuna 5 0 1 4 3:10 1 Svekkelsi Lífið hjá nýjum stjóra Liverpool er fjarri því auðvelt. Lið hans í bullandi vand- ræðum og situr eins og er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni. Það kemur Jose Mourinho ekki á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.