Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Qupperneq 23
Fólk 23Mánudagur 24. september 2012 Sáu Miley Cyrus á baðsloppnum F atahönnuðurinn og athafna­ konan Sigrún Lilja Guð­ jónsdóttir er stödd í borg Englanna þessa dagana. Sig­ rún Lilja, sem er eigandi og aðal­ hönnuður Gyðja Collection, og vinkonur hennar voru ekki fyrr mættar til Los Angeles en þær rákust á stórstjörnu. „L.A tekur dásamlega á móti okkur. Fyrsta manneskjan sem við mættum í lyftunni á hótelinu var Miley Cyr­ us á baðsloppnum. Gotta love Hollywood,“ skrifar Sigrún á fés­ bókarsíðu sína. Sigrún Lilja er ein af höfundum sjálfshjálparbók­ arinnar The Success Secret sem kom út nýlega og hefur selst eins og heitar lummur á Amazon.com. Hún var einnig á meðal þeirra sem skrifuðu bókina Next Big Thing. n Sigrún Lilja í Hollywood nSetti inn hnyttnar stöðufærslur nBirta kemur sér fyrir í Barcelona Með stjörnum Sigrún Lilja er stödd í borg Englanna, Hollywood. Heldur sér fast í vinnunni F atahönnuðurinn Birta Björns­ dóttir, sem hefur ásamt fjöl­ skyldu sinni komið sér fyrir í Barcelona, er farin að hanna á fullu aftur fyrir merkið sitt, Júní­ form. Birta er að njóta lífsins til hins ítrasta í hinni fögru borg og hefur komið sér upp vinnuaðstöðu í eld­ gömlu húsi. „Vinnustofan mín hér í Barcelóna er á fjórðu hæð í 200 ára gömlu húsi og gólfið mitt hallar svo mikið að í hvert skipti sem ég sest við saumavélina rennur stóllinn minn afturábak í hitt hornið á her­ berginu ... jæja, þá er bara að halda sér fast,“ skrifar Birta á fésbókarsíðu Júníform. S á yðar sem er allsend­ is óvirkur í athugasemd­ um, kasti fyrsta steininum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson fjárfestir og rithöfundur, á Face­ book­síðu sinni eftir að hafa litið yfir athugasemdir við frétt um að faðir hans muni á næstunni birta grein um „dómsmorðið“ á Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í Fjármálaráðu­ neytinu. Gunnlaugur lék sér að því að henda gaman að þeim sem setja fram athugasemdir við fréttir á DV.is og setti inn fjölda hnyttinna stöðufærslna. „Ég er búinn að vera með pestina eins og fleiri. Notaði óvart óléttupróf í staðinn fyrir hita­ mæli til að athuga hvort ég væri með hita. Var dálítið óþægilegt en ég hef samt enga ástæðu til að efast um niðurstöðuna. Svo er fólk að segja að ég sé virkur í athugasemdum!“ Virkur í athuga- semdum Farin Birta er Björnsdóttir er flutt til Spánar með fjölskyldu sinni. Til varnar pabba Gunnlaugur er sonur Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Kennir fjölskyld- unni að elda E bba eða PureEbba er komin í lið með Latabæ og ætlar nú að kenna allri fjölskyldunni að elda hollt í glænýrri mat­ reiðslubók sem er komin í verslanir. Ebba deilir hér með DV uppskrift að hollum og góðum kakóbolla. Kakó er í miklu uppáhaldi hjá fjöl­ skyldunni og Ebba segist ekki spara rjómann. n Ebba gefur uppskrift að uppáhalds drykknum Heitt kakó – upplagt á sunnudagsmorgnum Innihald 1 dl vatn 3–4 msk. lífrænt kakó 2–3 sléttfullar msk. pálmasykur, óunninn hrásykur eða lífrænt hunang 1/2 tsk. vanilluduft eða dropar (má sleppa) 1/2 ltr. lífræn mjólk eins og hver vill Aðferð+ 1. Hitið rólega saman vatn, kakó og sætu þar til allt hefur leyst upp og samlagast. 2. Hellið um 500 ml af mjólk (að eigin vali) út í og hitið í um 40°C. Gott er að bera kakóið fram með smávegis þeyttum rjóma eða rís-, möndlu- eða hafrarjóma. Athugið að börn mega ekki fá hunang fyrr en eftir að þau verða eins árs! Fagnað með íþróttaálfinum Ebba Guðný hélt upp á útgáfuna um helgina. Sjálfur íþróttaálfurinn mætti í Eymundsson í Smáralind. Mynd jg Yrði Vonlaust „celeb“ V inur minn, sem er yfir listrænni vinnslu þátt­ anna, sagði mér frá hlut­ verki sem ég passaði í, að minnsta kosti útlitslega. Ég fékk handrit að fyrsta þætti og varð strax ástfangin af þessari sögu. Eftir að hafa farið í gegnum síur og mætt á „skype“ fundi varð ljóst í lok ágúst að ég kæmi sterklega til greina. Ég ákvað að láta á það reyna, í versta falli fengi ég smá lit,“ segir Erna Gunn­ þórsdóttir sem hefur nælt í hlutverk í tyrkneskum þáttum í anda Game of Thrones. Erna viðurkennir að hún hafi talið ólíklegt að hún fengi hlutverkið. „Þegar ég kom út, var ég sótt á svört­ um BMW með dökkum gluggum og ég hugsaði bara hvaða voðalegu fínlegheit eru þetta fyrir hjúkrunar­ fræðinemann frá Íslandi? Þetta var bara allt eins og draumur og sérstak­ lega þegar ég fór í stúdíóið og sá hvað þetta var allt rosalega stórt og mik­ ið. Þarna var búið að reisa tvö þorp og kastali er í smíðum. Ég hlakka til að sjá þetta á filmu,“ segir Erna sem mun leika konuna Freyju. „Ég má svo lítið segja en get þó sagt að Freyja er mjög ólík mér. Ég var mjög kvíð­ in fyrsta daginn og svaf varla nóttina áður og vonaði að ég fengi að leika þægilega senu til að byrja með. En auðvitað var það ekkert þannig; ég þurfti að byrja á því að tala yfir hóp af fólki. En þetta fór allt vel.“ Erna verður á flakki um Evrópu næstu tvö árin á meðan á tökum stendur. „Þetta er allt mjög áhugavert og skemmtilegt og ég ætla bara að njóta þess á meðan er. Hvort ég muni leggja leiklistina fyrir mig hef ég ekki hugmynd um. Minn draumur er að verða hjúkrunarfræðingur og ég ætla mér að klára það. Annað verður bara að koma í ljós,“ segir Erna sem hef­ ur einnig unnið við fyrirsætustörf. „Leiklistin heillar mig samt meira en fyrirsætustörfin. En annars er ég ekki að reyna á neitt „make.“ Ég held að ég yrði alveg vonlaust „celeb“. Ég er félagsfælin og einræn og hef eytt kvöldunum mínum úti inni á her­ bergi við lærdóm.“ indiana@dv.is n Nældi í hlutverk í þáttum í anda Game of Thrones Erna gunnþórsdóttir Erna hefur unnið sem fyrirsæta en viðurkennir að leiklistin heilli hana meira í dag. Draumurinn er samt að verða hjúkrunarfræðingur. Mynd gunnAr gEsTur Freyja Erna í gervi Freyju ásamt samleikkonum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.