Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 15
Ég hafði enga eirðÞetta hefur verið mín leið Ég hafði komið út sem lesbía Teitur Atlason segist líklega hafa verið með athyglisbrest. – DVKristín Gunnlaugsdóttir hætti að hugsa um það sem öðrum finnst. – DVÖrn Danival er transmaður og þriggja barna móðir. – DV Loforðið um endurskoðun stjórnarskrárinnar Spurningin „Nei. Ég sé engan tilgang með því.“ Einar Snæbjörn Eyjólfsson 38 ára járnabindingamaður „Mér finnst það ekki við hæfi.“ Anna Rut Kristjánsdóttir 25 ára laganemi „Já, mér finnst það. Þetta er helgiathöfn og hátíðlegt. Þetta er ábyggilega bara gott.“ Hafsteinn Sörensen 70 ára starfar í veitingarekstri „Nei, alls ekki.“ Svavar Björgvinsson 40 ára framkvæmdastjóri „Mér finnst það ekki skipta máli.“ Hildur Hreinsdóttir 38 ára kennari Á að vera guðs- þjónusta við þingsetningu 1 „Ömurlegasti brúðkaupsdag-ur sem nokkur hefur upplifað“ Elín Hirst er í opinskáu viðtali í helg­ arblaði DV þar sem hún segir meðal annars frá brúðkaupsdeginum, sem heppnaðist ekki alveg sem skyldi. 2 „Missti meðvitund, fékk flog og hætti á tímabili að anda“ Stuðningsmaður KF slasaðist eftir handalögmál við gæslumann í drama­ tískum leik í 2. deildinni í knattspyrnu á laugardag. 3 „Ég hef aldrei sett sjálfan mig í forgrunn“ Hörður Torfason ræddi búsáhalda­ byltinguna á Rás 1 á sunnudagsmorgun en Hörður var áberandi í tengslum við hana. 4 Átökin í Framsókn opinber Átökin innan Framsóknarflokksins eru orðin að opnum átökum sem lítið er reynt að fela að sögn Birgis Guðmunds­ sonar stjórnmálafræðings. 5 Ráðist á lögreglumann Lögreglumaður er sár eftir líkamsárás í miðbænum um helgina. 6 Höskuldi „ýtt hratt og örugglega til hliðar“ Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tjáði sig á bloggsíðu sinni um átökin í Framsóknarflokknum. Mest lesið á DV.is U m daginn þýfgaði Björn Bjarna­ son, fyrrverandi ráðherra, mig svara um þau ummæli mín að við lýðveldistökuna hafi staðið til að vinna að heildarendur­ skoðun á stjórnarskránni í kjölfarið. Hann spurði hver hefði lofað því. Sjálf­ sagt er að fara yfir málið svo Björn fái glöggvað sig á því. Líkt og fram kemur í sérfræðiriti sendifulltrúans Kristjáns Andra Stefánssonar og prófessoranna Eiríks Tómassonar, Bjargar Thoraren­ sen, og Gunnars Helga Kristinssonar; Ágrip af sögu stjórnarskrárinnar (2005) samþykkti Alþingi í maí árið 1942 að skipa fimm manna milliþinganefnd „til þess að gera tillögur um breytingar á stjórnskipunarlögum ríkisins í sam­ ræmi við yfirlýstan vilja Alþingis um, að lýðveldi verði stofnað á Íslandi.“ Um sumarið skilaði nefnd þessi upp­ kasti að nýrri stjórnarskrá en sú vinna mætti andstöðu innanlands. Í sept­ ember sama ár samþykkti Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga sem heimilaði að breyta fullveldisstjórnar­ skránni frá 1920 með afbrigðilegum hætti, það er með samþykkt eins þings og meirihluta kosningarbærra manna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins lágmarksbreytingar Þó svo að gamla danska stjórnarskrá­ in endurspeglaði ekki þá breytingu sem orðið hafði við umskiptin frá ein­ veldi til lýðræðis, samþykkti Alþingi að við lýðveldistökuna væri „óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær, sem beinlínis leiðir af sambandsslitum við Danmörku og því, að Íslendingar taka með stofnun lýðveldis til fullnustu í sínar hendur æðsta vald í málefnum ríkisins“. (Alþt. 1942–1943 A: 60). Krafan um þjóðareiningu varð til þess að ekki þótti hættandi á það að átök um stjórnarskrárbreytingar myndu varpa skugga á lýðveldis­ tökuna og til þess að „fylkja þjóð­ inni einhuga um stofnun lýðveldis­ ins“ (Alþt. 1944 A: 11–12). Í samræmi við þetta voru ekki aðrar breytingar gerðar en að ákvæði um konung voru felld út fyrir ákvæði um forseta. Í áliti stjórnarskrárnefndar þings­ ins kom strax fram ósk um að áfram yrði unnið „að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Strax í stjórnar­ sáttmála nýsköpunarstjórnarinnar, sem tók við völdum haustið 1944, var róttækum breytingum á stjórnar­ skrá lofað „eigi síðar en síðari hluta næsta vetrar“ (Guðni Th. Jóhann­ esson 2011: 68). Eins og fram kem­ ur í framangreindu riti sérfræð­ inganefndarinnar frá árinu 2005 ákvað Alþingi í kjölfarið að „skipa 12 manna nefnd til ráðgjafar eldri nefndinni og tveimur árum síðar var samþykkt þingsályktunartillaga um skipan nýrrar sjö manna nefndar til að endurskoða stjórnarskrá þar sem starfsemi hinnar fyrri hafði lognast út af.“ Í Ágripi af sögu stjórnarskrár­ innar frá 2005 kemur fram að þó svo að „stjórnarskrárnefndin frá 1947 næði ekki að skila áliti hefur þó hug­ myndin um þá heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, sem fyrirheit voru gefin um 1944, komið reglulega til tals á Alþingi.“ Loforðið loksins uppfyllt Af þessu má ljóst vera að lýðveldis­ tökunni fylgdi þau heit að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eig­ in stjórnarskrá. Óhófleg töf hefur hins vegar orðið á þeirri heildarend­ urskoðun og þó að fjöldi stjórnar­ skrárnefnda hafi síðan verið skipaður reyndist Alþingi ófært um að ná saman um heildstæða endurskoðun á grund­ vallarlögum Íslendinga en margvís­ legar smávægilegar breytingar hafa vissulega verið gerðar, svo sem nýr mannréttindakafli árið 1995. En nú liggur frumvarp Stjórnlagaráðs sem sagt fyrir Alþingi sem felur í sér slíka heildarendurskoðun og í raun drög að endurbættri stjórnskipan lands­ ins. Þjóðinni er boðið að segja álit sitt á frumvarpinu í atkvæðagreiðslunni þann 20. október næstkomandi. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði. Heljarstökk Áhorfendur fylgdust dolfallnir með þegar Íþróttaálfurinn sýndi listir sínar í Smáralind um helgina. Það var í tilefni af nýrri matreiðslubók Ebbu Guðnýjar sem hann tók heljarstökk í bókabúð Eymundssonar og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra. Mynd JGMyndin Aðsent Eiríkur Bergmann Umræða 15Mánudagur 24. september 2012 „Af þessu má ljóst vera að lýðveldis- tökunni fylgdi þau heit að Íslendingar myndu í kjöl- farið setja sér sína eigin stjórnarskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.