Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 19
8 algengar áhyggjur tilvonandi mæðra Lífsstíll 19Mánudagur 24. september 2012 1 Þú breytist í mömmu þína Það er óhjákvæmilegt að leiða hugann að því hvernig þú varst alin upp þegar þú ert sjálf orðin mamma. Sama hvaða skoðun þú hefur á uppeldisaðferðum móður þinnar muntu án efa heyra rödd hennar koma út úr munni þínum áður en þú veist af. Þetta er óumflýjanlegt. Mamma þín er sterkasta fyrirmyndin þegar kemur að uppeldi. Lykillinn að því að ákveða sjálf hvernig móðir þú vilt verða, í stað þess að apa í blindni eftir því kunnuglega, er vitund. Hugsaðu um það sem þú lærðir af mömmu þinni og ákveddu hvað þú vilt tileinka þér og hvað þú vilt forðast. 2 Þú týnir sjálfri þér Þegar þú breytist úr sjálfstæðri mann­ eskju í foreldri þarftu að geta haldið í þau atriði sem skipta þig máli en kvatt önnur sem hafa ekki lengur merkingu fyrir það hver þú ert. Þótt þú hafi þroskast í nýja útgáfu af sjálfri þér, þýðir það ekki að þú þurfir að kveðja þær hugmyndir að eilífu. Vissulega mun það breyta þér til frambúðar að verða mamma en samt sem áður ertu sama manneskjan. 3 Ástarsambandið breytist Þetta er að vissu leyti satt. Koma barns breytir virkni fjölskyld­ unnar – en það þarf ekki að vera til hins verra. Að eignast og ala upp barn saman býr til nýjan vettvang fyrir for eldra. Uppeldi er mikil vinna en ef þið eruð ástfangin ætti sam band ið að verða sterkara fyrir vikið. 4 Þú ferð á hausinn Börn eru dýr í rekstri en þau börn sem alast upp við heimilisaðstæður þar sem peningar vaxa ekki á trjánum læra að fara með peninga. Þú kemst af án þess að kaupa allt sem er í boði, allt sem þig langar að kaupa og allt sem barnið biður um. 5 Þú verður slæmt foreldri Við lifum á tímum ýktra uppeldis­ aðferða þar sem „sérfræðingar“ leynast í hverju horni. Það er ekkert skrítið að við höfum áhyggjur af því að standa okkur ekki. Allir hafa skoðun en í rauninni er þín skoðun sú sem skiptir máli. Muntu einhvern tím ann verða fyrir von brigðum með sjálfa þig? Pottþétt. En það þýðir ekki að þú sért slæm mamma, þú ert bara mannleg. Að vera góð mann eskja er fyrsta skrefið að því að verða góð mamma. 6 Þér á eftir að finnast móðurhlutverkið leiðinlegt Allar nýbakaðar mömmur efast einhvern tímann á fyrstu vikunum, mánuðunum eða jafnvel fyrstu árin og hugsa um hvað í fjandanum þær hafi komið sér í. En börn eru alltaf að breytast og upplifunin af móðurhlut­ verkinu breytist með þeim. Þú átt eftir að upplifa yndislegar stundir en líka erfiðar stundir. Ekki hafa áhyggjur þótt þér finnist litla sæta barnið þitt bara pínulítið leiðinlegt. Þú kemst yfir það áður en þú veist af því. 7 Þú hefur misst kynþokkann Fæðing og brjóstagjöf gefa þeim líkamshlutum sem áður tengd ust kynlífi nýtt hlutverk. Sífelld ur ótti við truflun vegna barns gráts gerir okkur ekki auðvelt með að slaka á og það getur verið erfitt að finna sér stað og tíma þegar börnin sofa upp í. En mundu, börnin eru lítil í svo stuttan tíma. Það tekur kannski tíma fyrir þig að sjá þig aftur sem kynveru en það mun takast. 8 Þú verður föst Um leið og þú verður foreldri þá geturðu ekki hætt við. Héðan í frá munu ýmiskon­ ar reglur, varnarleysi og áhyggjur tilheyra veröld þinni. Það hljómar kannski þunglyndislega en fljótlega verður þetta það sem skiptir þig mestu máli. A llar mömmur vita að það breytist margt þegar fyrsta barnið kemur í heiminn. Það er því ekkert skrítið að verðandi og nýbakaðar mömm­ ur hafi áhyggjur af hinu og þessu varðandi móðurhlutverkið og upp­ eldi. Hér eru átta atriði sem margar verðandi mömmur hafa áhyggj­ ur af og ráð til þess að njóta meðgöngunnar þrátt fyrir breytingarnar sem framundan eru. n Fáðu svörin við spurningunum sem þú þorðir ekki að spyrja Útsölumarkaður vikuna 24-28 sept að Álfheimum 2-4 Flottar vörur á frábæru verði! ATH einnig stórar stærðir OPIÐ verður 13-18 alla dagana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.