Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 21
Framarar að bjarga sér á elleftu stundu n Syrtir í álinn hjá Selfyssingum í Pepsi-deild karla M eð 0–1 útisigri Fram á Skaga- mönnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu um helgina hefur þetta fornfræga félag líklegast bjargað sér frá sneypulegu falli í neðri deild. Að sama skapi færðust Selfyss- ingar skrefi nær brúninni eftir stórtap í Garðabæ gegn Stjörnunni. Fyrir þessa næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar þetta árið var orðið ljóst að FH yrði Íslandsmeistari og Grindvíkingar féllu niður um deild. Eft- ir stendur þá aðeins hvaða annað félag fellur og hvaða lið næla sér í Evrópusæti ásamt Íslandsmeisturunum. Lið Fram, sem spáð var einu af efstu sætunum af þjálfurum liðanna fyrir mótið í ár vann 0–1 sigur á ÍA á Skaganum meðan Selfoss lá 4–2 fyr- ir Stjörnunni en Garðbæingarnir náðu þannig þriðja sætinu í deildinni á eftir FH og ÍBV en þau lið gerðu einmitt 2–2 jafntefli í Eyjum. Bæði Fram og Selfoss eiga heima- leiki í síðustu umferðinni en Fram hefur nú þriggja stiga forskot og tölu- vert betri markatölu. Bendir því allt til þess, nema mjög mikið gangi á, að Fram haldi sér í efstu deild en Selfoss falli. n Sport 21Mánudagur 24. september 2012 Kúgarinn frá N-Írlandi Kylfingurinn Rory McIlroy hefur fengið viðurnefnið Kúgarinn af hálfu Tiger Woods. Hafa þeir fé- lagar grínast með að gamla kemp- an Greg Norman lét þau orð falla í viðtali að McIlroy væri orðinn svo góður kylfingur að hann drægi allan kjark úr Woods þegar þeir tveir mættust. Woods hefur vissu- lega leikið betur um ævina en því fer fjarri að hann sé sérstaklega hræddur við Írann unga. Þvert á móti hafa þeir tveir grínast upp- hátt með nýja viðurnefnið. Framlengja við Messi Hvort sem tímasetningin er tilvilj- un eður ei skal ósagt látið en for- ráðamenn Barcelóna vilja nú ólm- ir framlengja samning liðsins við stórstjörnu sína Leo Messi og það þótt enn séu fjögur ár eftir af gild- andi samningi. Helst vilja Börs- ungar framlengja út feril Argent- ínumannsins en óvíst er hvort það gengur eftir. Fregnir bárust af því nýlega að stjórn Real Madrid ætlaði að endurnýja samning við Cristiano Ronaldo en þessir tveir kappar eru óumdeilanlega stærstu nöfnin í spænska boltanum. Loks tapaði Dortmund Um helgina töpuðu meistar- ar Borussia Dortmund 3–2 fyrir Hamborg sem væri kannski lítt í frásögur færandi nema vegna þess að ósigurinn var sá fyrsti hjá þeim gulklæddu í 31 leik. Leiktíð- in hefur þó ekki verið leikur einn en Dortmund er þó í fjórða sæti Bundesligunnar með sjö stig með- an Bayern Munchen situr á toppn- um með tólf stig en bæði liðin hafa leikið fjóra leiki. Mourinho í málaferlum Alltaf stuð í kringum Jose Mourin- ho. Nú hefur karlinn höfðað mál á hendur ritstjóra Marca, stærsta og vinsælasta íþróttablaði Spánar, þar sem ritstjórinn lýsti þjálfar- anum portúgalska sem „manni sem yfirgefur slysstað eftir að hafa valdið slysinu.“ Þetta segir Mour- inho of langt gengið en það má hann þó eiga að ólíkt mörgum öðrum í bransanum hefur Mo- urinho sjaldan farið í mál vegna skrifa um sig í blöðum. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram Fram hefur ekki staðið undir væntingum í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.