Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 14
Sandkorn Þ eir sem eru spurðir, fá tæki­ færi til að hugsa, móta af­ stöðu, taka ákvarðanir, taka ábyrgð, gera mistök, læra af mistökunum og þroskast. Þeir sem eru aldrei spurðir, aldrei treyst og allt er ákveðið fyrir þá, eru líklegri til að læra hjálparleysi, upp­ gjöf og fylgisspekt, frekar en gagn­ rýna hugsun og virka þátttöku. Hvað er svona slæmt við það að Íslendingar fái að kjósa um nýja stjórnarskrá? Hvers vegna er kvartað svona mikið yfir því að almenningur hafi fengið að kjósa beint fulltrúa utan stjórnmálaflokkanna til þess að skrifa stjórnarskrá eftir forskrift þjóðfundar? Hvað er svona sjálfsagt við það að stjórnmálamennirnir skrifi stjórnar­ skrána fyrir okkur hin? Hvers vegna er Sjálfstæðisflokkurinn að skrifa sína eigin stjórnarskrá í Valhöll? Hvers vegna eru borgarfulltrú­ ar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að reyna að koma í veg fyrir þjóðar­ atkvæðagreiðsluna? Hvers vegna vilja þeir ekki treysta almenningi til að taka ákvörðun um sína eigin hagsmuni? Óttast þeir að hagsmunir allra verði ofan á, í stað­ inn fyrir hagsmuni sumra? Hvers vegna töluðu þeir í 50 klukkutíma um það, hvort almenningur fengi að kjósa um stjórnarskrána 20. október? Af hverju finnst Sigmundi Dav­ íð Gunnlaugssyni, formanni Fram­ sóknarflokksins, að tíðarandinn á Íslandi sé of „hættulegur“ til þess að það henti að kjósa um stjórnarskrá? Lýðræði hverra bannar að fólkið ráði nema stjórnmálamennirnir séu sam­ mála niðurstöðunni? Af hverju vill forseti Íslands ekki leyfa almenningi að kjósa um stjórn­ arskrána nema stjórnmálaflokk­ arnir séu sammála því, en vill samt láta kjósa um milliríkjadeilu sem stjórnmálaflokkarnir eru ósammála um? Hvað truflar hann við stjórn­ arskrá sem leyfir þjóðinni að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu án hans milligöngu? Hvernig getur hann sætt sig við stjórnarskrá sem var upphaf­ lega skrifuð með forsetann sem kon­ ung? Hvað er að því að lýðræðið stýri því hvort náttúruauðlindir séu þjóðareign, hvort kjósa megi persón­ ur fremur en flokka, hvort almenn­ ingur geti sjálfur knúið fram þjóðar­ atkvæðagreiðslu og hvort þjóðin eigi kirkju eða ekki? Hverjir telja sér ógnað ef fólkið fær að ráða meiru? Hverjir ætla að sannfæra þig um að hætta við þetta? Útgáfa Baldurs n Frétt DV um að Jón Stein- ar Gunnlaugsson hæstarétt­ ardómari hefði skrifað grein um „dómsmorð“ Hæstarétt­ ar Íslands á Baldri Guð- laugssyni, aldavini sín­ um, vakti talsverða athygli fyrir helgi. Þá hef­ ur heyrst að Jón Steinar sé með bók í smíðum þar sem hann fjallar meðal annars um réttarhöldin yfir Baldri. Ef Jóni Steinari vantar út­ gefanda að verkinu þá eru heimatökin hæg: Baldur á nefnilega bókaútgáfuna BF­ úgáfu ásamt Kjartani Gunnars- syni, Hannesi Hólmsteini Giss- urarsyni, Ármanni Þorvaldssyni og Jónasi Sigurgeirssyni. Óþægur Jón Steinar n Skrif Jóns Steinars Gunn- laugssonar um dómsmorð meðdómara sinna í hæsta­ rétti á Baldri Guðlaugs- syni benda til að dóm­ arinn ætli sér að hætta í réttinum með látum. Jón Steinar þykir kappsamur maður og hefur honum ör­ ugglega þótt erfitt að geta ekki tjáð sig opinberlega að vild eftir að hann varð hæstaréttardómari. Skemmst er að minnast þess þegar Jón Steinar var dæmdur fyrir meiðyrði fyrir umfjöllun sína um kynferðisbrotamál sem hann vann í sem lögmaður fyrir mörgum árum. Þríþættur stuðningur n Stuðningur Jóns Steinars Gunnlaugssonar við Baldur Guðlaugsson kemur reynd­ ar ekki óvart. Líkt og frægt er orðið stakk annar náinn vinur Baldurs, Davíð Odds- son, fréttinni um að viðskipti Baldurs sættu rannsókn hjá sérstökum saksóknara und­ ir stól á Morgunblaðinu, í marga daga. Davíð var þá nýorðinn ritstjóri Moggans. Þá vildi náfrændi Davíðs í Hæstarétti Íslands, Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson, sýkna Baldur og skilaði séráliti þess efnis. Ólafi Berki var kom­ ið að í hæstarétti þrátt fyrir miklar og háværar raddir um pólitíska spillingu. Einangruð náhirð n Umræðan um mál Baldurs Guðlaugssonar sýnir í reynd hversu náið hirðin í kringum Davíð Odds- son stendur saman. Þá er það langt í frá þannig að all­ ir sjálfstæð­ ismenn fylk­ ist á bak við Baldur. Í umfjöllun sinni um dóminn yfir Baldri mun Jón Steinar Gunnlaugsson óhjá­ kvæmilega þurfa að höggva að dyggum sjálfstæðismönn­ um eins og Benedikt Boga- syni, einum af hæstaréttar­ dómurunum sem dæmdi Baldur í fangelsi. Það er almennt mjög sjaldgæft Pabbi semur textana Hreinn Hákonarson fangelsisprestur segir sjaldgæft að fangar gangi í hjónaband. – DV Ásgeir Trausti slær í gegn. – DV Hvað er svona hættulegt? M yndirnar af prinsessubarminum ferðuðust hraðar um heiminn en glænýr flensuvírus á flug­ velli. „Óréttlætanlegt!“ sagði al­ mannatengslabatterí hertogahjónakorn­ anna. Eins og „versta óhófsframkoma fjölmiðla við Díönu prins essu!“ Brjóst og dauðsfall? Uhhh ... Lundúnablöðin, sem höfðu rétt lok­ ið við að telja gróðann af myndbirtingu annars konungslegs líkamsparts, náðu nú ekki upp í nefið á sér yfir kolleg­ um sínum handan Ermarsunds fyrir „skammarlegt brot á siðareglum rit­ stjóra“... sem gera greinarmun á mynd­ um teknum á almannafæri og myndum þar sem „réttilega má búast við friðhelgi [einkalífs].“ Auðvitað var enginn munur á þessum myndum – nema þá að frem­ ur má búast við friðhelgi einkalífs inni á hótelherbergi en utandyra. Brjóstin og þjóðfélagsumræðan Brjóstin bar á góma í skemmtilegu við­ tali Egils Helgasonar í Silfrinu við hina bráðsnjöllu Sigríði Rut Júlíusdóttur, lögmann, sem fræddi áhorfendur um viðhorf Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) til tjáningarfrelsis og hin fínu mörk þess annars vegar og friðhelgi einkalífs hins vegar, hvort tveggja stjórnarskrárvernduð réttindi. MDE liti til þess hvort tjáningin eða „umræðan eigi erindi til almennings“ en væri samt tregur til að ákvarða hvað ætti erindi til almennings – ólíkt íslenskum dómstólum, sem hafa ekki talið slíka skilgreiningu eftir sér, jafn­ vel ákvarðað hvað sé „ósmekklegt.“ Bann við tjáningu yrði að réttlætast meðal annars af „knýjandi samfélags­ legri þörf“ en önnur sjónarmið ættu við um „viðkvæm einkalífsatriði ... það hefur ekkert gildi fyrir þjóðfélagsum­ ræðuna að vita hvernig brjóstin á pr­ insessunni líta út.“ Á ríkið að vernda tilfinningar einstaklinga? Jafnvel þó um viðkvæmar einkalífsupp­ lýsingar sé að ræða er tilhugsunin um að dómstólar ákveði hvað „hafi gildi fyrir þjóðfélagsumræðuna“ hrollvekj­ andi. Rökin fyrir banni tjáningar um einkalífsatriði eru meðal annars að slík tjáning valdi tjóni á tilfinningum og mannorði viðkomandi. En á það að vera hlutverk stjórnvalda að vernda til­ finningar einstaklinga og meintan rétt þeirra fyrir umtali? Ef ríkið getur ákveðið að það sé stjórnarskrárvarinn réttur minn að banna öðrum að tala um mig án míns leyfis vegna þess að umtalið „eigi ekki erindi til almennings“ getur það með sömu rökum bannað tjáningu sem er til þess fallin að sverta eða meiða orðspor hópa af öllu tagi, þar með talið stjórn­ málasamtaka. Auðvelt er að finna dæmi um tján­ ingu sem er svo móðgandi og svo „til­ gangslaus“ að enginn myndi sakna hennar. Vandamálið er hins vegar að allir hafa mismunandi skoðanir á hvers konar tjáning fellur í þann flokk og sú kvörðun og hvað eigi „erindi til al­ mennings“ á ekki að vera í verkahring dómstóla eða ríkisins. Dómarar eiga vitanlega rétt á eigin skoðunum um hvað „réttþenkjandi“ þjóðfélagsþegnar ættu að ræða, en ákvæði 1. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar að „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar” gef­ ur til kynna að þegnarnir hafi stjórnar­ skrárvarinn rétt til að ákveða án aðstoð­ ar dómstóla hvað eigi erindi til þeirra. Í frjálsu þjóðfélagi verðum við einfald­ lega að sætta okkur við ósanngirni, óhóf og ósmekklegheit mælenda. „Okkur er ekki skemmt“ Almannatengslaplan bresku fjölskyld­ unnar einkennist af hálf­örvæntingar­ fullum tilraunum til að sannfæra al­ menning um að konungdæmið eigi erindi inn í 21. öldina, ef aðeins til að skemmta lýðnum. Hið konunglega fall­ hlífarsvif inn á Ólympíuleikana a la 007 var hálfhallærislegt. Eins og Viktoría hefði sagt, „okkur er ekki skemmt“ og eins og Shakespeare hefði sagt um Kötu, „the lady doth protest too much, methinks“ (ungfrúin mótmælir einum of, finnst mér). Vafasamt er að manneskja sem spíg­ sporaði fyrir framan her ljósmyndara í nærfötum og gegnsæjum „kjól“ („kjóll­ inn sem snaraði prinsinn“) sé „niður­ brotin“ vegna þessara mynda. Og erfitt er að hafa samúð með Kötu, sem af fúsum og frjálsum vilja – háði herferð, segja sumir – giftist inn í konungsfjöl­ skylduna, yfir fjölmiðlaumfjöllun. Kata vill verða drottning OG lifa áhyggju­ lausum lífsstíl nútímakonu? Er þetta tvennt samrýmanlegt? Er Beta ber að ofan í sólbaði? Og er raunhæft að ætla að maður njóti friðhelgi einkalífs und­ ir berum himni þegar helmingur smá­ fugla eru svífandi myndavélar? Sætta sig við brúnkuför Opinberar persónur verða að sætta sig við að geta ekki ráðið fjölmiðlaumfjöll­ un. Ef maður vill ekki að naktir líkams­ partar manns skreyti heimspressuna eru fyrirbyggjandi ráðstafanir einfaldar og verðandi þjóðhöfðingjar, hvort sem þeir eru kjörnir eða troðið upp á þegn­ ana, ættu sennilega ekki að flandrast um á nærbrókunum einum. Kannski er erfitt fyrir konungsfjöl­ skylduna, sem kostar breska skatt­ borgara um 43 milljarða ISK á árinu 2012, að skilja að ekki er alltaf hægt að bæði fá krabbakökurnar og éta þær all­ ar líka. Ævilöngu lúxuslífi í kastölum á kostnað annarra eiga að fylgja nokkr­ ar fórnir. Ein þeirra er að sætta sig við brúnkuför. Konungleg brjóst Aðsent Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 24. september 2012 Mánudagur „Þúsund manns komu saman á Þjóðfundi í nóvember 2010 til að skilgreina gildin sem ný og lýðræðislega samin stjórnarskrá ætti að byggja á. Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is „Er raunhæft að ætla að maður njóti friðhelgi einkalífs undir berum himni þegar helm- ingur smáfugla eru svíf- andi myndavélar?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.