Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 12
Feðgin Breskur faðir lýsir því fyrir fréttamanni Al Jazeera hvernig hann þarf að reiða sig á matargjafir. Mynd SkjáSkot úr Frétt Al jAzeerA 12 Erlent 24. september 2012 Mánudagur Þ egar forráðamenn Reddish Vale skólans í Stockport, nálægt Manchester í Bret­ landi, urðu fyrst varir við slappleika margra nem­ enda sinna, voru skólayfirvöld ekki viss um hvað væri á ferðinni. Sum­ ir nemendanna sem eru á aldrinum 11–16 ára mættu fölir í skólann, það var við það að líða yfir þá og þeir áttu mjög erfitt með einbeitingu, sérstaklega þegar leið á daginn. Nú er orsökin komin í ljós; börnin komu í skólann á fastandi maga og höfðu mörg hver ekkert borðað síð­ an deginum áður. 28 prósent nemenda við skólann fá fríar máltíðir þar sem foreldrar þeirra eru á bótum frá ríkinu. Hin 72 prósentin fá ekki fríar máltíðir þar sem foreldrar þeirra eru í launaðri vinnu en líklega eru flestir þessara foreldra að þéna um og í kringum lágmarkslaun. Sum barna þeirra koma hungruð í skólann og biðja meðal annars félaga sína um að fá bita af matnum þeirra. Blaðamaður Al Jazeera, Laurence Lee, greinir frá þessu í nýlegri úttekt sem finna má á vefsíðu Al Jazeera. ekki efni á mat Alþjóðlega matvælakreppan hef­ ur sett mark sitt á líf fólks um allan heim en fréttir af henni fóru hvað hæst á síðasta ári. Samkvæmt ný­ legum tölum World Bank, sem birt­ ar voru í lok ágúst, hefur alþjóðlegt matvælaverð hækkað verulega síð­ ustu mánuði og virðist ekkert lát vera á hækkunum. Í tölum World Bank kemur meðal annars fram að matvæli hafi hækkað um sex pró­ sent frá árinu 2011 og fari áfram hækkandi. Eins og gefur að skilja hefur matvælakreppan lagst þyngst á það fólk sem minnst hefur á milli handanna og þá einna helst á íbúa í þriðja heiminum. Nú er svo komið að börn í Bret­ landi, einhverju ríkasta landi heims, eru farin að finna fyrir hungri. Að minnsta kosti ef marka má nýlega umfjöllun blaðamanns Al Jazeera, en þar segir að skýringin á því hvers vegna börnin mæti föl og veikluleg í skólann sé sú að foreldrar þeirra hafi hreinlega ekki efni á að fæða þau. Lágmarkslaun í Bretlandi dugi ekki lengur fyrir mat. Til þess að bregðast við ástandinu hafa skóla­ yfirvöld í Reddish Vale skólanum tekið til þess bragðs að bjóða upp á hræódýrar máltíðir, niðurgreiddar að hluta til úr sjóðum skólans. kennarar bæta föt Í umfjöllun Al Jazeera er tekið fram að það séu engan veginn nýjar frétt­ ir að hinir fátæku í Bretlandi hafi ekki kost á lúxusvarningi. Það sé hins vegar að koma í ljós núna að fólk á lægstu launum eigi sífellt erfiðara með að sjá fjölskyldum sínum far­ borða. Þá heyrast auðvitað þær radd­ ir sem vilja hreinlega meina að for­ eldrarnir geti sjálfum sér um kennt, það sé þeirra að finna leiðir til þess að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Kaldur veruleikinn er hins vegar sá, að oftar en ekki eru fáir kostir í stöðunni. Þannig segir starfsfólk hjálpar­ stofnunar (Foodbank) sem veit­ ir mataraðstoð í bænum Oldham frá því hvernig heimilisfeður bresta í grát fyrir framan það þegar þeir lýsa því yfir að þeir geti ekki lengur, og án aðstoðar, fætt fjölskyldu sína og klætt. Kennarar í Bretlandi hafa jafnframt lýst því á samfélagsvefj­ um, hvernig þeir hafa gefið börnum matinn sinn og eða bætt föt þeirra. Þrátt fyrir að sögurnar hljómi sum­ ar hverjar eins og frá því á 19. öld, spretta þær fram í dag, í upphafi 21. aldarinnar. Svik við komandi kynslóðir Umfjöllun Al Jazeera segir frá rannsókn sem gerð var á vegum menntamálayfirvalda í Bretlandi, en niðurstaða hennar var sú að þeim nemum gangi betur í skóla sem fái nóg að borða. Blaðamaður­ inn Laurence Lee segir þetta vissu­ lega engin stjörnuvísindi en þrátt fyrir að um almenna vitneskju sé að ræða sé ekkert sem bendi til þess að breytingar séu framundan, eða að bjóða eigi upp á frían mat í skólum. Hann spyr meðal annars hvernig börn fátækra foreldra eigi að geta keppt við börn hinna ríkari, þegar þau fyrrnefndu þurfi að læra á fastandi maga? Blaðamaðurinn segir stjórn­ mála menn í sífellu tala um hluti eins og „félagslegan hreyfanleika“ þar sem fátækara fólk geti keppt á jafningjagrundvelli við hina ríkari, en þetta orðagjálfur skipti litlu máli þegar auðnum sé svo misjafnlega skipt og það bitni svo beint á börn­ unum. Þá bendir hann á að hér sé í rauninni um stórskandal að ræða í svo ríku landi, og svik við komandi kynslóðir. n n Nemendur mæta fölir af hungri í skólann n Alþjóðleg matvælakreppa Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is í Bretlandi Svöng börn Hækkandi matarverð Matarverð fer hækkandi út um allan heim. Hér má sjá ávexti og grænmeti til sölu á markaði í Soho í miðborg London. Mynd reuterS Betlarar í búri Skipuleggjendur helgihátíðar í Nanchang í Kína liggja undir ámæli þessa dagana. Ástæðan er sú að þeir ákváðu að læsa betlara á hátíðinni inni í búri til að halda þeim frá gestum hátíðarinnar. Um er að ræða einskonar musterismessu sem haldin er ár hvert og dregur þúsundir gesta að. Betlarar hafa gjarnan leitað til gesta um ölmusu við litla hrifningu skipuleggjenda. Því var ákveðið að grípa til þessa ráðs í ár og hafa mannréttindasamtök gagnrýnt ákvörðunina harðlega. „Þeim er haldið þarna eins og dýrum í dýragarði,“ segir aðili sem gagnrýnir fyrirkomulagið. Skipuleggjendur segja þó að það væsi ekkert um betlarana. Það fari vel um þá í búrunum og þeim sé ekki haldið þar gegn vilja sínum. Ætli þeir að yfirgefa búrin verði þeim þó fylgt af svæðinu þar sem hátíðin fer fram. Vilja Assad burt Fulltrúar bandalags 16 stjórnar­ andstöðuflokka í Sýrlandi lögðu á ráðin um helgina. Niðurstaða þeirra var að leggja til að Assad forseta yrði steypt af valdastóli – með friðsamlegum hætti þó. Upp­ reisnarmenn í landinu eru ekki par ánægðir með þá leið sem þeir segja ekki líklega til árangurs. Þeir eru sagðir vilja grípa til róttækari aðgerða. Stjórnarandstaðan er þó með þessu útspili sínu talin reyna að freista þess að auka trúverðug­ leika sinn og ná til hópa hófsamra Sýrlendinga. Á meðan fundað er um fram­ haldið, halda átökin í landinu áfram. Sýrlenski herinn gerði á sunnudag loftárásir á fjölmarga staði víðsvegar um landið. Líklegt er að mannfall af völdum þeirra sé nokkurt. Mannskætt snjóflóð Að minnsta kosti níu fjallgöngu­ menn fórust þegar snjóflóð féll í Himalaya­fjöllunum á sunnu­ dag. Óttast er að fleiri hafi látið líf­ ið en sex manna var, þegar þetta var skrifað, enn saknað. Í hópn­ um voru aðallega evrópskir fjall­ göngumenn, frá Frakklandi og Þýskalandi, ásamt leiðsögumönn­ um. Á meðal hinna látnu er Þjóð­ verji og Spánverji. Þrír Frakkar og tveir Þjóðverjar slösuðust í flóðinu og voru fluttir á spítala í Katmandu. Afar slæm skilyrði eru á staðnum til leitar. Hópurinn var í 7.000 metra hæð þegar flóðið féll og þeir voru að búa sig undir að klífa upp í 8.156 metra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.