Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2012, Blaðsíða 16
Tekur Ísland fram yfir Hollywood 16 Umræða 24. september 2012 Mánudagur Aðalsteinn Kjartansson Ertu að fara til Hollywood með Djúpið?  Baltasar Kormákur Það er áhugi á að sýna hana í Bandaríkjunum. Ein- hver áhugi hefur verið á endurgerð á myndinni en formlegar viðræður hafa ekki hafist. Ef af yrði myndi ég ekki leikstýra henni sjálfur. Fundarstjóri Hvaða Hollywood-leikurum værir þú mest til í að leikstýra?  Baltasar Kormákur Christian Bale, Cate Blanchett og Ryan Gosling – og mörgum fleiri. Birgir Jóakimsson Hvað með Fischer-Spassky einvígið? Eitthvað spáð í að gera mynd um það, eða Fischer kallinn?  Baltasar Kormákur Reyndar hef ég lesið frábært handrit um einvígið. Toby Maguire ætlaði að leika hann en ég hafði ekki áhuga á að ræða það frekar. Hann er ekki nema hálfur Fischer á hæð. Efnið finnst mér mjög áhugavert. Ingi Vilhjálmsson Þú ætlar að búa til kvikmynd eftir Sjálf stæðu fólki – loksins verður það gert og gæti orðið epískt ef vel tekst til. Hversu langt ertu kominn með það verkefni? Liggur fyrir hver mun leika Bjart?  Baltasar Kormákur Var rétt að tryggja mér réttinn. Hef langað til að gera þetta síðan ég byrjaði að gera kvikmyndir. Ég er ekki byrjaður á handritsvinnu og er ekki búinn að ráða leikara en auðvitað er ég með nokkra í huga. Ingi Vilhjálmsson Vinnur þú handritið að Sjálfstæðu fólki sjálfur eða verður einhver með þér í því?  Baltasar Kormákur Ég mun örugg- lega vinna að því sjálfur. Það getur þó vel komið til greina að ég vinni með einhverjum öðrum en ég mun örugglega byrja vinnuna sjálfur. Aðalsteinn Kjartansson Hvað græddirðu mikið á Contraband?  Baltasar Kormákur Það er einkamál en ábyggilega ekki eins mikið og fólk heldur. Laun og greiðslur sem ég fæ fyrir það sem ég geri erlendis fara inn í fyrirtækið mitt, Sögn. Peningarnir fara svo í fjárfestingar tengdar innlendri kvikmyndagerð. Hljómsveitin Bárujárn Hverja af myndum þínum ertu ánægðastur með?  Baltasar Kormákur Í dag: Djúpið. Hilmar Garðarsson Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar i kvikmyndagerð?  Baltasar Kormákur Milos Forman, Peter Wier, Steven Soderbergh, Emir Klimov og margir fleiri. Eyþór Jóvinsson Finnst þér rétt að hagnast á óförum annarra þegar eftirlifendur eru því mótfallnir?  Baltasar Kormákur Kvikmyndin Djúpið kostaði á fjórða hundrað milljónir. Ég tek persónulega áhættu út af stórum hluta þeirra fjármuna. Það er ólíklegt að myndin komi fjárhagslega út í plús. Eftirlifendur eru þessu ekki mótfallnir og get ég þá vísað í grein á Vísi.is þar sem sonur eins af skipverjunum sem fórust lýsir yfir ánægju sinni með að myndin hafi verið gerð. Ingunn Einarsdóttir Að þínu mati, hver er besta bíómynd allra tíma?  Baltasar Kormákur Get eiginlega ekki svarað því. Það eru margar bíómyndir sem koma upp í hugann. Til dæmis Komið og sjáið eftir Emir Klimov. Witness eftir Peter Wier er meistarastykki. Svona get ég lengi talið. Auðunn Valsson Myndi það freista þín að gera alþjóðlega kvikmynd um íslenska bankahrunið?  Baltasar Kormákur Af hverju ekki bara að gera íslenska mynd um hrunið? Ef hún verður góð þá getur hún orðið alþjóðleg. Hvort það myndi freista mín fer eftir efnistökunum. Er reyndar með handrit sem ég hef áhuga á að framleiða með öðrum leikstjóra sem gerist í hruninu og tekur að hluta til á þessum málum. Sigrún Steingrímsdóttir Er Mark Wahlberg eins sjarmerandi í raunveruleikanum og hann er á hvíta tjaldinu?  Baltasar Kormákur Já, jafnvel meira. Frábær drengur og tryggur sínum nánustu. Kristján Benjamínsson Ertu að fara vinna aftur með Mark Walhberg?  Baltasar Kormákur Já, það er mjög líklegt. Við erum með nokkur verkefni sem við höfum áhuga á að gera saman. Erlingur Guðmundsson Hvað myndir þú ráðleggja ungum framleiðendum nú til dags til þess að koma sér á framfæri?  Baltasar Kormákur Reyna að gera eitthvað sem skiptir þá máli og leggja allt sem þeir geta í það. Vaxa af verkum sínum. Gott verk kemur þér á framfæri. Atli Martin Ef þú fengir tilboð um að leikstýra Transformers 4, myndir þú taka það að þér?  Baltasar Kormákur Nei, sennilega ekki. Þetta er ekki sú tegund af kvikmyndum sem ég hrífst af. Jón Sigvaldason Hver er uppáhalds íslenska bíómyndin sem þú leikstýrðir ekki?  Baltasar Kormákur Börn náttúr- unnar, Hrafninn flýgur, Nói albinói. Guðmundur Þorsteinsson Langar þig til að gera mynd eftir einhverri af Íslendingasögunum, og ef svo er hvaða sögu og hvers vegna?  Baltasar Kormákur Ég ætlaði lengi vel að gera Brennu-Njálssögu. Komst að því, eftir margra ára handritsvinnu, að það er nánast ógjörningur. Það þróaðist síðan yfir í víkingamyndina.Tryggði mér nýlega réttinn á Gerplu sem er byggð á Fóst- bræðrasögu. Ég hef áhuga á að gera það. Það mun liggja einhvers staðar á milli Fóstbræðrasögu og Gerplu. Stefán Stefánsson Hvaða leikhlutverk er eftirminnilegast á ferlinum?  Baltasar Kormákur Mér þykir sér- staklega vænt um Óla bítil í Englum Alheimsins. Sævar Eyjólfsson Hvað hræðistu mest?  Baltasar Kormákur Að missa heilsu og geta því ekki komið því í verk sem mig langar til að gera. Ekki af neinni sérstakri ástæðu samt, ég er við hestaheilsu. Óskar Páll Elfarsson Hvert sækirðu allan þann kraft sem knýr þig áfram, hvaðan kemur metnaðurinn og viljinn? Í hvaða brunn leitar þú þegar mikið liggur við ?  Baltasar Kormákur Að einhverju leyti í íslenska náttúru. Ég held að metnaður og vilji sé að einhverju leyti eitthvað sem er manni í blóð borið. Þekki það til dæmis vel með hesta; ef þeir eru viljugir þá eru þeir það yfirleitt frá upphafi. Óli Gunnarsson Hvað finnst þér um Kvikmyndaskóla Íslands og það fólk sem sá skóli hefur verið að skila inn í kvikmyndabransann?  Baltasar Kormákur Öll menntun í kvikmyndagerð er auðvitað af hinu góða. Margt gott sem þessi skóli hefur komið til leiðar. Tel þó að ríkið þurfi að girða sig í brók og stofna kvikmyndaskóla á háskólastigi, eins og í öðrum listgreinum. Steinar Ólafsson Ef þú ættir að mæla með einni sjónvarpsseríu, hvaða sjónvarpssería væri það?  Baltasar Kormákur Seinfeld er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef því miður ekki tíma til að fylgjast náið með sjónvarpsþáttum. Guðmundur Franklín Jónsson Ef það er eitthvað eitt sem stjórnvöld ættu að gera fyrir kvikmyndaiðnaðinn, hvað væri það?  Baltasar Kormákur Það myndi hjálpa að hækka endurgreiðsluna – hún er víða hærri. Það þyrfti að stofna kvikmyndaskóla á háskóla- stigi og gera betur við kvikmynda- sjóð, en mér skilst að það standi til. Sævar Eyjólfsson Hefurðu einhvern brennandi áhuga á einhverju öðru en sem tengist kvikmyndagerð, leiklist og hestum? Ertu til dæmis handlaginn?  Baltasar Kormákur Ég keppti mikið í siglingum þegar ég var yngri og hefði mikinn áhuga á að taka það upp. Tók meðal annars að mér að kenna börnum á Hofsósi siglingar síðastliðið sumar. Hilmar Garðarsson Nú ertu að fara að gera Grafarþögn, hefurðu hugsað þér að gera fleiri myndir eftir bókum Arnaldar?  Baltasar Kormákur Ætla nú að klára hana fyrst en er mjög mikill aðdáandi Arnaldar þannig að það kemur vel til greina. Ég ræð því að sjálfsögðu ekki einn, því Arnaldur hefur auðvitað mikið um það að segja. Brynjólfur Ómarsson Þú virðist hafa slegið í gegn í Kína líka. Ég keypti sjóræningjaútgáfu af Kontraband þar á 140 kr. Færð þú eitthvað af þeim peningum eða á ég að borga stefgjöld beint til þín? :)  Baltasar Kormákur Já, ég á að fá stefgjöld fyrir seldar myndir en þú skuldar mér tíkall. Ragnar Bjarnason Hvað með leikhúsið. Eitthvað á leiðinni þangað?  Baltasar Kormákur Elska leikhúsið. En það er feikilega erfitt að sinna þessu öllu í einu. Síðustu tvær leiksýningar sem ég ætlaði að gera, þurfti ég að hætta við vegna anna. Hannes Þórisson Ef þú þyrftir að velja á milli þess að starfa í Hollywood eða á Íslandi til frambúðar, hvort yrði fyrir valinu?  Baltasar Kormákur Ég hugsa að Ísland yrði fyrir valinu. En ég sé ekki aðstæður þar sem þetta kæmi upp – nema ef þriðja heims- styrjöldin hæfist og ekki væri hægt að fljúga á milli landa. Steini Thorst Hvaða lausnir sérð þú sjálfur í baráttunni gegn ólöglegu niðurhali á bíómyndum og tónlist, þar sem það er sjálfsagt helling stolið af þér? Sigurður Jóhannesson Hefur þú náð ólöglega í kvikmynd á netinu?  Baltasar Kormákur Nei, það hef ég ekki gert. Er ekki nógu góður á tölvur og þolinmóður til að bíða. Ég veit að ákveðnir fjölskyldumeð- limir hafa gert það. Contraband var mest stolna myndin í heim- inum um síðustu páska. Veit ekki hvort ég eigi að líta á það sem hrós eða vandamál. Þetta er vandamál sem kvikmyndaiðnaðurinn fæst við. Auðvitað er ég á móti ólöglegu niðurhali en boð og bönn eru ekki alltaf leiðin til þess að takast á við vanda. Ísak Hinriksson Er ekkert á planinu hjá þér að leika meira?  Baltasar Kormákur Sæll Ísak, takk fyrir síðast. Það er alltaf verið að bjóða mér að leika. Það kemur vel til greina að gera það þegar rétta djobbið býðst – og tíminn er nægur. Björn Guðmundsson Hver er þín uppáhalds lína úr Djöflaeyjunni? Þar sem mér þykir þú fara með mikinn leiksigur.  Baltasar Kormákur Wipe the windows, check the oil, dollar gas. Sverrir Lýðsson Hvað er stærsta verk sem þig hefur langað að ráðast í en ekki haft fjármagn til ?  Baltasar Kormákur Ætli það sé ekki Víkingamyndin – en það lítur út fyrir að það fari að rætast úr því. Eiríkur Sigurðsson Hvernig er að hitta menn eins og Wahlberg og Denzel í fyrsta skipti? Er ekkert smá stress í gangi, allavega spenna?  Baltasar Kormákur Jú, auðvitað er alltaf spennandi að hitta svona gaura en kannski ekkert mikið stress. Reyndar kannski smá þegar ég hitti Denzel. Hann er svo últra- svalur og þekktur fyrir að taka menn á taugum. Þorkell Magnússon Hvernig fannst þér að vinna með Denzel, er hann erfiður eða er gott að vinna með honum?  Baltasar Kormákur Frábær leikari og ótrúlega nákvæmur og hæfileika- ríkur. Kannski ekki sá auðveldasti í bransanum. Það er af því að honum er ekki sama; gerir miklar kröfur til sín og annarra í kringum sig. Ína Kristín Hvaða liði heldurðu með í enska boltanum?  Baltasar Kormákur Ég skipti alltaf á hverju ári. Ég er algjör fótboltahóra, að minnsta kosti segja synir mínir það. Ætli ég haldi ekki bara með City núna. Þröstur Guðmundsson Ef ég hugsa um 5 stærstu leikstjóra sögunnar þá koma upp í hugann eftirtaldir: Peter Jackson Steven Spielberg, George Lucas, Martin Scorsese og Francis Ford Coppola. Hver, ef einhver, finnst þér bestur?  Baltasar Kormákur Martin Scorsese er í mestu uppáhaldi af þessum leikstjórum en Coppola var frábær á sínum tíma. Hann bauð mér reyndar út að borða á La Primavera fyrir nokkrum árum síðan. Brynjar Friðriksson Áttu þér einhverja uppáhalds senu í kvikmyndasögunni?  Baltasar Kormákur Það er frábær sena í Short Cuts þar sem hjón rífast um framhjáhald og konan er ber að neðan á meðan. Og hún er með rautt hár – algjör snilld hjá meistaranum. Hafsteinn Árnason Ef þú ættir kost á að endurgera hvaða íslensku kvikmynd sem er, hver yrði fyrir valinu og hvers vegna?  Baltasar Kormákur Útlagann. Sagan er frábær. Jón Jakobsson Hvert er drauma verkefnið þitt sem kvikmynda- gerðarmanns?  Baltasar Kormákur Sjálfstætt fólk. Jón Vigfússon Hver er að þínu mati fallegasti staðurinn á Íslandi?  Baltasar Kormákur Hálendið eins og það leggur sig. Rúnar Carlsson Værirðu til í að sjá aðra Sódómu Reykjavík á hvíta tjaldinu?  Baltasar Kormákur Meiri Sódóma? Því ekki það. Einar Sigurgeirsson Hvað eru eiginlega margir klukkutímar í þínum vinnudegi ?  Baltasar Kormákur 38 – er það ekki þannig hjá öllum öðrum? Birgir Birgisson Á að skella sér í Laufskálaréttir?  Baltasar Kormákur Ekki spurning. Allavega Unadalsrétt. Mögnuð rétt. Brynjar Friðriksson Er Michael Keaton ekki hinn eini sanni Bruce Wayne/Batman?  Baltasar Kormákur Mér finnst nú Christian Bale flottari – kannski bara of flottur. Páll Georgsson Áttu hús á fleiri stöðum en á Íslandi?  Baltasar Kormákur Nei. Einar Sigurgeirsson Nú sýndir þú stórleik í Veggfóðri, hvenær kemur Veggfóður 2 ?  Baltasar Kormákur Það fer alveg að koma að því. Erum að vinna í handritinu – nokkrar nektarsenur sem við erum að diskútera. Myndin verður ekki gerð aftur nema Ari Matthíasson snúi aftur sem homm- inn. Hann er nú framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins – spurning hvort þar verði árekstrar. Baltasar Kormákur, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi, sat fyrir svörum á Beinni línu DV á föstudag. M y n d IR JG nafn: Baltasar Kormákur Aldur: 46 ára Starf: Kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.