Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 4
Í
slensk heimasíða reynir að
lokka viðskiptavini til sín með
loforði um að þeir geti feng-
ið að lágmarki um 3,5 milljón-
ir króna í eigin vasa ef þeir gera
ekkert annað en kaupa svokallað-
an Vefpakka af þeim fyrir 25.000
krónur. Ef það tilboð er ekki nægi-
lega lokkandi í augum viðskipta-
vina þá býður vefsíðan fólki að
kaupa svokallaðan „Biz. Booster-
pakka“, sem fyrirtækið staðhæfir
að geti skilað viðskiptavinunum á
bilinu 22 til 90 milljóna króna inn-
an tveggja til þriggja ára. Vefurinn
sem um ræðir er extrapaid.is og er
Bárður J. Ágústsson skráður fyrir
léninu. „Við erum í startholunum
með þetta,“ segir hann við blaða-
mann aðspurður hvort margir Ís-
lendingar séu búnir að skrá sig í
kerfið. Um 120 manns hafa skráð
sig í kerfið hér á landi nú þegar.
Bárður er framkvæmdastjóri fé-
lagsins Tölvur og tryggingar ehf.,
sem hefur ekki skilað inn ársreikn-
ingi síðan 2008.
„Hundraðfalt á einu ári“
Vefurinn hefur öll einkenni
pýramídakerfis, en fyrirtæki sem
byggja á slíku kerfi eru alræmd
fyrir að lofa viðskiptavinum skjót-
fengnum ofsagróða án mikillar
fyrirhafnar, oft með mjög óljósu
viðskiptamódeli. Bandaríska fjár-
málaeftirlitið hefur ítrekað varað
við því að fólk taki þátt í slíkum fyr-
irtækjum.
Fjöldi fyrirtækja hefur sprottið
upp á Íslandi á undanförnum
árum, sem reyna að lokka við-
skiptavini til sín sem síðan eiga
að skrá nýja meðlimi inn í ákveðin
kerfi og fá þannig tekjur af þeim.
Þeir sem koma fyrstir inn í slík
kerfi, sem eru að öllu jöfnu stofn-
endur þeirra, græða langmest á
þessu fyrirkomulagi. Þeir sem
koma síðastir inn í kerfið tapa hins
vegar öllu enda gengur kerfið út á
að ávöxtun hinna fyrstu er greidd
með framlagi þeirra sem eru neð-
ar í pýramídanum. Þetta er því ekki
sjálfbært viðskiptamódel og líf-
tími slíkra fyrirtækja er að jafnaði
skammur áður en þau springa.
Extrapaid.is er hins vegar löðr-
andi í lokkandi loforðum um ofsa-
gróða. Þannig segir á síðunni:
„Spurðu fólk hvað það sé að gera
núna, og hvar það sjái sig eftir 5–10
ár. Eru þau sátt með svarið sem
þau gefa? Það eru allflestir til í að
setja 25.000kr í eitthvað sem mun
100% koma til baka innan 1–2
mánaða og jafnvel margfalda sig
hundraðfalt á einu ári.“
„Búið að eyðileggja
pýramídanafnið“
„Við köllum þetta frekar tré af
því að það er búið að eyðileggja
pýramídanafnið, en það eru auð-
vitað öll fyrirtæki pýramídar,“ segir
Kristinn Þór Jónasson, einn af
forsvarmönnum Extrapaid við DV.
Spurður hvort loforð fyrirtæk-
isins séu ekki óraunhæf, svarar
hann: „Það kemur fram að þetta er
upphæðin sem fólk fær þegar kerf-
ið er orðið fullt hjá því og það tekur
alveg tíma. Við erum að segja fólki
að gefa sér 3–6 ár áður en kerfið
fyllist,“ segir hann og tekur fram að
um 3.200 virka viðskiptavini þurfi
til þess.
Hann fullyrðir að herferð þeirra
sé svipuð og herferð annarra net-
fyrirtækja úti í heimi, en þeir taki
þetta skrefi lengra og borgi fleirum
fyrir að koma inn með nýja við-
skiptavini.
Aðspurður hvort það sé ekki
þannig að ávöxtun þeirra sem
koma fyrst inn í fyrirtækið sé greidd
með peningum þeirra sem koma
síðar inn, segir hann svo vera.
„Þú færð borgað ef viðskiptavin-
ir koma inn í fyrirtækið og kaupa
heimasíðu í gegnum mycompany.
is, sem er vefsíða sem heldur utan
um hýsingar hjá okkur.“
Þegar Kristinn er spurður á
hverju spár fyrirtækisins um millj-
ónagróða viðskiptavina séu byggð-
ar, svarar hann: „Við erum algjör-
lega nýtt fyrirtæki á byrjunarstigi.
Það mun verða rólegt á meðan við
erum að byrja, síðan kemur vöxtur
og síðan fæst stöðug leiki.“
Margsinnis hefur verið bent á
að pýramídakerfi myndi gleypa
allt Ísland á nokkrum mánuðum
ef það héldi áfram að vaxa. Krist-
inn segist ekki hafa áhyggjur af því.
„Við erum fyrst og fremst að stóla
á útlönd.“
„Of gott til að vera satt“
Kristinn fullyrðir að allt sé full-
komlega löglegt í kringum fyrir-
tækið. „Við stjórnum engum pen-
ingum sem koma í gegnum okkur.
Þetta fer allt í gegnum greiðslu-
gátt og lögleg fyrirtæki. Við erum
með KMPG sem endurskoðanda
þannig að þetta er allt fullkomlega
löglegt hjá okkur,“ segir hann.
„Það er erfitt að kynna þetta
þegar það er of gott til að vera satt,
en málið er að við sáum tækifæri til
að vera með þetta aðeins opnara
en önnur fyrirtæki og að fólk gæti
komið inn og fengið tekjur með því
að vera ekki að skrá aðra inn, ef þú
ert bara með heimasíðu hjá okkur
og nýtir hana,“ segir hann.
„Þegar það er of gott til að vera
satt þá er skiljanlegt að það hringi
aðvörunarbjöllum en við erum
líka að þessu til að fólk geti eign-
ast peninga án þess að þurfa að
vinna af sér rassgatið. Við erum
að stíla inn á fólk sem ætlaði að
kaupa sér heimasíðu hvort sem er
og þarna getur það fengið heima-
síðu á sanngjörnu verði og jafnvel
fengið eitthvað á móti,“ segir hann
og tekur fram að fyrirtækið gefi líka
í góðgerðamál.
3,5 milljónir á ári ævilangt
Pýramídafyrirtækin sem hafa skot-
ið upp kollinum á Íslandi undan-
farin ár eiga það sameiginlegt að
fólk á að kaupa aðgang að ákveðn-
um kerfum, þar sem ýmiss konar
kennsluefni eða jafnvel tilboð eru
aðgengileg. Segja má að varan sjálf
skipti þó ekki öllu máli. Viðskipta-
vinir Extrapaid, sem leggja 25 þús-
und krónur inn í félagið fá aðgang
að ýmsum kerfum til heimasíðu-
gerðar. Hagnaðarvon viðskipta-
vina felst þó ekki í því að búa til
góðar heimasíður heldur fá þeir
stöðu í pýramídanum sem kallast
„Auto-net kerfið“ og er því lofað
að það búi sjálfkrafa til tekjur fyr-
ir meðlimi. Nái notandi að skrá
inn þrjá nýja meðlimi fær hann
sitt skráningargjald endurgreitt. Ef
hann nær að skrá inn 10 nýja við-
skiptavini þá á hann að fá 22 millj-
ónir í vasann miðað við ákveðinn
fjölda notenda innan örfárra ára,
samkvæmt viðskiptaáætlun fyr-
irtækisins. Í stöplariti þar sem
spáð er fyrir um þróun extrapaid.
is næstu þrjú árin og áhrif þess á
hag væntanlegra viðskiptavina, er
því lofað að eftir þrjú ár verði við-
skiptavinir sem skrá sig í dag og
geri ekkert annað, komnir með 3,5
milljónir króna í tekjur af kerfinu á
ári – ævilangt. n
4 Fréttir 3. október 2012 Miðvikudagur
Lögreglu
frumvarp til
ríkisstjórnar
Ríkisstjórn Íslands fjallaði á fundi
sínum á þriðjudag um lagafrum-
varp Ögmundar Jónassonar innan-
ríkisráðherra um auknar rann-
sóknarheimildir lögreglu. Málið var
fyrst lagt fyrir Alþingi í mars á þessu
ári. Í frumvarpinu er lagt til að lög-
regla fái heimild til að hefja rann-
sókn ef hún fær vitneskju eða hefur
grun um að verið sé að undirbúa
eða leggja á ráðin um skipulagða
glæpastarfsemi. Þannig á að skjóta
sterkari stoðum undir heimild lög-
reglu til að hefja rannsókn á máli
þegar grunur leikur á að verið sé að
undirbúa brot. Samkvæmt frum-
varpinu verða heimildir lögreglu til
að hefja rannsókn á málum rýmk-
aðar verulega. Þannig fæst heimild
til að beita þeim rannsóknarúrræð-
um sem hún hefur samkvæmt lög-
um um meðferð sakamála ef grun-
ur leikur á að brot sé í undirbúningi
sem varði að lágmarki fjögurra ára
fangelsi í stað átta ára fangelsis.
Í umsögn með frumvarpinu
segir að með þessum úrræðum
sé stefnt að því að koma í veg
fyrir að alvarleg brot verið fram-
in og stemma stigu við starfsemi
skipulagðra glæpasamtaka.
Gagnrýnir dóm-
inn yfir Geir
Laganefnd þings Evrópu-
ráðsins gagnrýnir í nýju
minnisblaði dóminn yfir Geir
Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, í landsdómi í vor. Í
minnisblaðinu segir að dómur-
inn yfir Geir hafi haft slæm
áhrif. Hann hafi verið tilraun
til að gera pólitíska aðgerð að
glæpsamlegu athæfi. Slíkt geti
spillt stjórnmálaumhverfinu.
Pieter Omtzigt, þingmaður
Kristilegra demókrata í
Hollandi, gagnrýnir dóm-
inn og segir að andstæðingar
Geirs hafi látið sækja hann til
saka fyrir að hafa fylgt viðtekn-
um venjum í stjórnsýslunni.
Það séu kjósendur sem eiga að
kveða upp dóm um pólitískar
ákvarðanir stjórnmálamanna
en dómstólar eigi ekki að fjalla
um þær sem glæpsamlegt
athæfi.
Omtzigt segir að enginn á
Íslandi hefði getað sagt hvað
Geir hefði átt að gera til að
koma í veg fyrir bankahrunið.
Netfyrirtæki lofar
milljóNum ævilaNgt
n Nýtt pýramídafyrirtæki boðar hundraðfaldan gróða á ári
Bárður Ágústsson Einn af forsvars-
mönnum Extrapaid segist bjartsýnn á að
fólk geti fengið 3,5 milljónir á ári ævilangt
eins og lofað er í kynningarefni fyrir-
tækisins.
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Flókið kerfi og stór loforð Eins og sjá má á þessum myndum af kynningarefni
Extrapaid eiga viðskiptavinir að geta hagnast ævintýralega með mjög lítilli fyrirhöfn.
„Það eru all
flestir til í
að setja 25.000kr
í eitthvað sem
mun 100% koma
til baka innan 1–2
mánaða og jafn
vel margfalda sig
hundraðfalt á
einu ári
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Heilsubætandi
5000 ára tækni
Leiðbeinandi: Qing
Kínversk
heilsu leikfimi
Fyrir alla aldurshópa
Qi
Gong