Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 18
Allir leikir verði jafnlangir n Graham Poll leggur til róttæka breytingu í fótboltanum Þ að á ekki að vera í höndum dómara knattspyrnuleikja að ákvarða uppbótartímann í leikjum eða sjá um tímagæslu yfir höfuð. Þetta segir knattspyrnu- dómarinn fyrrverandi Graham Poll í pistli sem hann skrifaði í breska blaðið Daily Mail á dögunum. Til- efni pistilsins voru orð sem Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, lét falla eftir 3–2 tapleikinn gegn Tottenham um helgina. Þá gagnrýndi Sir Alex dóm- ara leiksins, Chris Foy, fyrir að bæta einungis fjórum mínútum við leik- inn. „Ég leit svo á að Ferguson væri bitur – sérstaklega þar sem mér fannst að ákvörðun Foy væri nokkurn veginn rétt,“ segir Poll um ummæli Ferguson. „Þrátt fyrir það gefa þessi ummæli tilefni til nánari skoðun- ar. Hann lagði það til að uppbótar- tíminn ætti að vera tekinn úr hönd- um dómara. Ég veit sem er að margir dómarar yrðu ánægðir ef einhver annar sæi um að ákvarða viðbótar- tímann,“ segir Poll sem vill þó ganga mikið lengra en Ferguson. Hann vill að leiktíminn verði ákvarðaður af því hversu lengi bolt- inn er í leik hverju sinni. „Við höf- um séð það í Meistaradeildinni að boltinn er í leik í aðeins 25 mín- útur í hvorum hálfleik,“ segir Poll. Það þýðir að boltinn í sumum leikj- um er ekki í leik nema í 50 mín- útur á meðan leikurinn er – eða á að vera – 90 mínútur. Leggur Poll það til að sú nýbreytni verði að leiktíminn verði 2 sinnum 30 mín- útur og boltinn verði að vera í leik allan þann tíma. Þannig sé hægt að tryggja að allir leikir séu jafnlangir. „Þetta myndi þýða að leiktafir yrðu úr sögunni því leikmenn myndu ekki sjá neinn tilgang í því að tefja. Og dómararnir yrðu að auki látnir í friði,“ segir Poll. Poll tekur einnig fram í pistl- inum að það sé engin furða þó Sir Alex vilji fá lengri uppbótartíma enda hafi United skorað ófá mörkin í blálok leikja. Hann bendir einnig á að á síðasta tímabili hafi leikir United, sem þeir voru að tapa, ver- ið að meðaltali 74 sekúndum lengri en leikir sem þeir voru að vinna. n 18 Sport 3. október 2012 Miðvikudagur F ranski Senegalinn Demba Ba er markahæstur í ensku úr- valsdeildinni. Um helgina skoraði hann tvö mörk – bæði mörk liðsins – í jafntefli gegn nýliðum Southampton. Fyrra mark- ið var stórglæsilegt; hann fékk háa sendingu frá eigin vallarhelmingi, fram allan völlinn, tók boltann á lofti og þrumaði honum í markið. Síðara markið skoraði hann með hendinni en hann baðst eftir leikinn afsökunar á því. Ba er kominn með sex mörk í deildinni, sem er nýhafin, og virðist ætla að fylgja eftir frábæru tímabili sem hann átti í fyrra, þar sem hann skoraði 16 mörk. Stóðst ekki skoðun hjá Stoke Demba Ba er 27 ára en komst ekki að í alvöru liði fyrr en hann gekk í raðir 1899 Hoffenheim 22 ára að aldri. Hann hefur skorað mörk hvar sem hann hefur komið. Hjá franska þriðjudeildarliðinu Rouen skoraði hann 22 mörk í 26 leikjum, þá tvítug- ur. Árið eftir skoraði hann 8 mörk í 12 leikjum fyrir belgíska liðið R. Excelsi- or Mouscron, sem sló Fylki út úr Evrópukeppninni árið 2002, en lagði upp laupana vegna gjaldþrots árið 2009. Hann gekk í raðir Hoffenheim árið 2007 þar sem hann skoraði 37 mörk í 97 leikjum. Hann vildi komast frá félaginu og fór í janúar í fyrra til reynslu til Stoke City. Þar stóðst hann ekki læknis- skoðun svo West Ham greip tækifær- ið og fékk hann til liðs við sig út leik- tíðina. Þar sló hann í gegn með hraða sínum og hæfileikum því hann skor- aði 7 mörk í 12 leikjum. Það var nóg til að vekja athygli Newcastle sem fékk hann fyrir lítið frá West Ham sem féll um deild. Hann er í dag einn öflugasti fram- herji deildarinnar en samvinna hans við landa sinn, Papiss Cissé, hefur verið til fyrirmyndar. Cissé skoraði 13 mörk á síðasta keppnistímabili. Hafnað af Barnsley og Watford Ba er sjötta barnið í hópi sjö systkina. Hann fæddist í Frakklandi en er af senegölskum ættum. Hann er því með tvöfalt ríkisfang. Áður en hann hóf atvinnumanns- ferilinn kunni Ba best við sig sem djúpur miðjumaður. En ferillinn hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Fjölmörg stærri og smærri lið töldu sig ekki hafa not fyrir Demba Ba árin 2004 og 2005. Hann fór til reynslu til risanna í Lyon – sem höfðu enga trú á honum – og Auxerre sem höfnuðu honum á þeim forsendum að hann kæmi ekki í gegn um knattspyrnu- akademíu. Hann reyndi líka fyrir sér hjá minni liðum í Frakklandi áður en hann hélt á vit ævintýranna á Bretlandi. Hann var til reynslu hjá Watford en stjóraskipti urðu þess valdandi að ekkert varð af samning- um. Neðrideildarliðið Barnsley vildi heldur ekki semja við hann. Ba sneri aftur heim til Frakklands og spreytti sig á æfingum hjá þriðju- deildarliðinu Amiens. Þar fékk hann heldur ekki samning. Það var ekki fyrr en hann fékk eins árs samning við FC Rouen sem bolt- inn fór að rúlla. n Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Markahæstur á tímabilinu n Byrjaði sem afturliggjandi miðjumaður Erfið fæðing Fjölmörg lið vildu ekki semja við Ba áður en hann sló í gegn. MarkadeMba frá Senegal Á skotskónum Demba Ba er markahæstur í ensku úrvals-deildinni. Verður feitur í framtíðinni Antonio Cassano, framherji Inter, segist reikna með því að feta í fótspor hins brasilíska Ronaldo þegar hann leggur skóna á hill- una. Ronaldo hefur átt í vandræð- um með þyngd sína síðan hann lagði skóna á hilluna og þykir vera helst til þungur. „Ég er sannfærð- ur um að þegar ég hætti í fót- bolta muni ég hlaupa í spik,“ segir Cassano sem segir þó að sá tími sé ekki næstum því kominn. Hann ætli að halda áfram að spila fót- bolta meðan hann hafi heilsu til. „Ég hef líklega aldrei skorað jafn mikið en mér finnst ég geta gert mun betur. Mér líður vel og það er það mikilvægasta.“ Litið á klukkuna Sir Alex Ferguson gagnrýndi Chris Foy um helgina fyrir að bæta einungis fjórum mínútum við í viðureigninni gegn Tottenham. Karabatic í kuldanum Franski landsliðsþjálfarinn í handknattleik karla Claude Onesta hefur ákveðið að velja ekki Nikola Karabatic í landsliðs- hóp Frakka fyrir komandi verk- efni. Karabatic, auk fleiri franskra handboltamanna, hefur viður- kennt að hafa veðjað á leik eigin liðs. Montpellier, sem þegar hafði tryggt sér meistaratitilinn tapaði öllum að óvörum gegn botnliðinu í síðustu umferðinni á síðasta keppnistímabili og svo virðist sem Karabatic hafi hagnast á því. Onesta lét hafa eftir sér við franska fjölmiðla að leikmennirn- ir hafi augljóslega gert stór mistök og að þeir ættu að hljóta viðeig- andi refsingu ef þeir yrðu fundnir sekir um að hafa hagrætt úrslit- um. Ekkert pláss sé fyrir menn sem svindla í franska lands- liðinu. Fram hefur komið að leik- mennirnir gætu átt þriggja ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Stjarnan vildi Heimi Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, staðfesti í þættinum Boltanum á útvarpsstöðinni X97,7 að félag- ið hafi rætt við Heimi Hallgríms- son aðstoðarlandsliðsþjálfara, um að taka við liðinu. Hann sagði þó að Knattspyrnusamband Íslands hefði sett sig upp á móti því að hann tæki við Stjörnunni. Bjarni Jóhannesson var nokkuð óvænt látinn fara frá félaginu fyrir fáein- um dögum og félagið leitar nú að eftirmanni hans. Heimir hefur ekki þjálfað fé- lagslið síðan hann hætti með ÍBV í fyrrahaust en hann er aðstoðar- maður Lars Lagerbäck landsliðs- þjálfara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.