Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 11
6,3 milljarða lán Boga færð niður Fréttir 11Miðvikudagur 3. október 2012 n Bogi Pálsson á skíðakofa í Colorado fyrir 1.300 milljónir Eignarhaldsfélagsins Stofns ehf. kemur fram misskilningur/villa. Rétt er að Stofn fékk á sínum tíma lán vegna kaupa á hlutabréfum í Exista. Sá lánasamningur var gerð- ur upp samkvæmt efni samnings- ins sjálfs án þess að í því uppgjöri fælist niðurfelling á kröfum bankans á félagið. […] Bankinn fékk það greitt sem hann átti rétt til samkvæmt efni lánasamningsins og sá samningur var óbreyttur frá undirritunardegi hans til þess dags er hann var upp- gerður.“ Í þessu svari Helga gæti því falist, líkt og líklegt má telja, að bankinn hafi ekki fengið neitt greitt til baka, eða mjög lítið, af láninu vegna hluta- fjárkaupanna þar sem lánið hafi ver- ið veitt án annarra veða en í hluta- bréfunum sjálfum og án þess að Bogi, eða aðrir aðstandendur Stofns, væru látnir gangast í persónulegar ábyrgðir fyrir láninu. Uppsetningin á láninu – tímasetning þess, sú stað- reynd að Kaupþing lánaði fyrir Ex- ista-bréfunum, veðsetningar- og sölubannið af hálfu bankans o.s.frv. – bendir til þess að lánasamningur- inn hafi ekki verið mjög strangur í garð lántakandans. Viðskiptin bera það í reynd með sér að hafa ekki ver- ið gerð á eðlilegum, markaðslegum forsendum. Tók 475 milljóna arð Hátt hlutabréfaverð á Íslandi á árun- um fyrir hrun gerði það hins vegar að verkum að eignir Stofns voru verðmetnar hátt áður en harðna tók á dalnum í efnahagskerfinu. Þannig skilaði Stofn hagnaði árið 2006 sem gerði það að verkum að Bogi gat tek- ið nærri hálfan milljarð króna í arð út úr félaginu árið 2007. Nánar tiltekið 475 milljónir króna. Þeir peningar runnu út úr félaginu og til hans. Tapið vegna fjárfestinga félags- ins lenti hins vegar ekki á Boga eftir hrun íslensku bankanna. Bogi held- ur hins vegar arðinum sem hann tók út úr félaginu árið 2007. Ársreikningur Stofns fyrir árið 2011 sýnir fram á að félagið er enn- þá að glíma við afleiðingar efnahags- hrunsins árið 2008. Orðrétt segir þar: „Vegna afleiðinga efnahagshruns á árinu 2008 hafa eignir félagsins lækkað umtalsvert í verði og óvissa er um virði eigna í árslok, einkum í verðbréfasafni félagsins sem snýr að eignum í sjóðum og bundnum bankainnistæðum í erlendri mynt en fyrir liggur að eignir félagsins hafa rýrnað vegna þessa. Stjórn og stjórn- endur vinna nú að því að verja eignir félagsins tjóni en óvissa er um niður- stöðu þess.“ n „Þá eru kröfur í lánasamning- um um að ekki er heim- ilt að selja verðbréfin án heimildar bankans. Skuldir hækka hraðar en laun n Fasteignaskuldir hækkuðu langt umfram laun frá 2004 til 2011 Á árunum 2004 til 2011 hækk- uðu fasteignaskuldir Ís- lendinga 83 prósent umfram hækkun launa. Þessu var hins vegar öfugt farið á árunum 1996 til 2003. Þá hækkuðu launin um 15 prósent umfram fasteignaskuldir. Íbúar í kjördæmi Reykjaness eru með hæstu fasteignaskuldirnar á Íslandi eða að meðaltali 5,9 milljónir króna á hvern íbúa. Hver Reykvíkingur skuld- ar að meðaltali 4,7 milljónir króna vegna íbúðalána en Vestfirðingar eru með lægstu skuldirnar eða að meðal- tali 2,3 milljónir króna á hvern íbúa. Þessar tölur eru áhugaverðar þegar þær eru settar í samhengi við há- værar kröfur margra í þjóðfélaginu um afskriftir fasteignaskulda. Íbúar Reykjaness myndu hagnast mest á slíkum afskriftum en íbúar Vestfjarða minnst. Sprenging eftir 2004 Segja má að fasteignamarkaðurinn hafi tekið góða uppsveiflu eftir árið 1996. Þá hafði niðursveifla staðið yfir í átta ár en frá 1988 til 1996 varð 20 prósenta raunlækkun á fasteigna- verði á Íslandi. Tímabilið frá árinu 1996 og fram að hausti 2004, þegar bankarnir hófu innreið sína á fast- eignalánamarkaðinn, var því ansi gott fyrir Íslendinga. Það sést á því að laun hækkuðu um 15 prósent um- fram fasteignaskuldir. Með innkomu stóru bankanna þriggja inn á fast- eignalánamarkaðinn ásamt ýmsum öðrum eftir haustið 2004 varð hins vegar mikil breyting á þessu. Eftir það hækkuðu fasteignaskuldir langt um- fram almennar launahækkanir. Glórulaus útlánaaukning sökudólgurinn Í samtali við DV segir Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ og forstöðumaður Þjóðmálastofnunar HÍ, að almennt megi segja að auknar lánveitingar til heimila sem eru langt umfram hækkun launa bjóði hætt- unni heim. „Það sem var að gerast hér á Íslandi frá og með 2004 var einmitt þetta, að bankarnir lánuðu of mik- ið til heimilanna og alltof mikið til fyrir tækja. Aukin skuldabyrði og/eða áhætta var fyrirséð vegna þessa. Að vísu má segja að ef ný lán eru almennt til lengri tíma þá þurfi árleg greiðslu- byrði ekki að aukast, en eignamynd- unin hægist þá í staðinn. Á hvorn veg- inn sem er, þá er slík skuldasöfnun umfram greiðslugetu óskynsamleg. Þetta endaði illa hjá okkur – eins og til hafði verið stofnað,“ segir Stefán. Hann segir að þetta sé í samræmi við niðurstöðu nýrrar skýrslu Þjóð- málastofnunar HÍ sem kynnt var 1. október síðastliðinn. Ber hún heitið „Mótvægisaðgerðir gegn skulda- vanda, fátækt og atvinnuleysi“. „Sú skýrsla sýnir að skuldavandinn var til- kominn að langmestu leyti fyrir hrun bankanna. Glórulaus útlánaaukning er sökudólgurinn. En útlánaaukning til fyrirtækja var þó það sem setti þjóðarbúið á hliðina, frekar en aukin skuldsetning heimilanna, þó hún hafi verið slæm,“ segir hann. Vestmannaeyingar tekjuhæstir Áhugavert er að skoða meðaltekjur eftir landshlutum. Árið 2011 voru Vestmannaeyingar með hæstu launin eða 4,4 milljónir króna á hvern íbúa að meðaltali. Þar ættu því flestir að ráða nokkuð vel við fasteignaskuldir sínar en hver Vestmannaeyingur skuldar að meðaltali 3,5 milljónir króna vegna íbúðalána. Mismunur á launum og fast- eignaskuldum er þó mestur á Vest- fjörðum og á Norðurlandi vestra. Hver Vestfirðingur er að meðaltali með 3,8 milljónir króna í tekjur en skuldar aft- ur á móti að meðaltali 2,3 milljónir króna í íbúðalán. Launin á Norður- landi vestra eru að meðaltali 3,6 millj- ónir króna og skuldir vegna íbúðalána að meðaltali 2,4 milljónir. Verst standa íbúar í kjördæmi Reykjaness. Þar skuldar hver íbúi að meðaltali um 5,9 milljónir króna í íbúðalán en meðaltekjur þar eru um fjórar milljónir króna. Launin ættu að hækka hraðar Í samtali við DV segir Ásgeir Jónsson, lektor við hagfræðideild Háskóla Ís- lands, að til lengri tíma litið ættu laun að hækka hraðar en verðbólga. „Hins vegar geta komið tímabil þar sem laun standa í stað eða jafnvel lækka og launin halda ekki í við verðbólgu. Á slíkum tímum munu verðtryggð lán vitanlega hækka hraðar en laun- in. Það er án efa ástæðan fyrir mikilli hækkun skulda umfram laun frá 2008 enda hafa mikil greiðsluvandræði stafað af þeirri þróun,“ segir hann. Hins vegar segir Ásgeir að á árun- um 2004 til 2008 hafi fjármagnskostn- aður heimilanna lækkað vegna hús- næðiskaupa, bæði vegna lægri vaxta og aukinnar getu til veðsetningar. „Það gerði heimilunum kleyft að taka hærri lán með svipaðri greiðslubyrði.“ Tímabilið frá árinu 1996 til ársins 2003 hafi verið tímabil mjög mikilla launa- hækkana en tiltölulega mikils fjár- magnskostnaðar. Það kynni að skýra þá þróun að á því tímabili hafi laun Ís- lendinga hækkað meira en húsnæðis- skuldir, öfugt við það sem gerðist frá 2004 til ársins 2011. n Skuldir vegna fasteignakaupa 4. 67 6. 80 0 kr . 5. 90 9. 28 4 kr . 3. 93 0. 20 7 k r. 2. 32 9. 67 6 kr . 2. 38 1.7 76 kr . 3. 50 7. 53 5 k r. 3. 17 2. 04 0 kr . 3. 92 5. 90 6 kr . 3. 45 7.9 24 kr . Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar Meðaltekjur á mánuði 2011 31 9. 36 8 kr . 33 7. 36 7 k r. 31 0. 64 1 k r. 31 2. 91 2 k r. 29 7.9 82 kr . 32 6. 42 8 kr . 30 2. 90 0 kr . 27 5. 90 8 kr . 36 4. 05 6 kr . Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar Upphæðin segir til um meðaltal á hvern framteljanda „Þetta endaði illa hjá okkur – eins og til hafði verið stofnað Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Hækkun launa og fasteignaskulda Fasteignaskuldir 77% 128% Laun 92% 45% Mismunur +15% -83% *HeiMiLd: RSK. SKaTTaTöLfRæði Hækkun 1996–2003 Hækkun 2004–2011 Glórulaus útlánaaukning Stefán Ólafsson, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, segir að útlánaaukn- ing bankanna frá árinu 2004 og fram að hruni til íslenskra heimila hafi verið glórulaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.