Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 9
Fimm börn slösuðust í strætó n „Þetta verður skoðað,“ segir framkvæmdastjórinn F imm leikskólabörn af leikskól­ anum Hulduheimum slösuðust í gær þegar strætó sem þau sátu í ásamt leikskólakennurum sín­ um snögghemlaði. Fara þurfti með tvö börn á heilsugæslu þar sem gert var að sárum þeirra. Bryndís Markúsdóttir leikskólastjóri á Hulduheimum segir börnin ekki hafa slasast alvarlega en hafi orðið fyrir tals­ verðu áfalli vegna atviksins. „Bílstjórinn var víst að bremsa til að forðast árekstur og þau hreyfðust öll og köstuðust til. En börnin slösuðust sem betur fer ekki alvarlega og eru öll í leikskólanum í dag, en þeim var auðvitað brugðið.“ Bryndís segir fyrir öllu að börnin hafi ekki slasast meira en raun ber vitni, en atvikið sé litið alvarlegum augum þar sem leikskólinn noti strætó tölu­ vert. „Það er vont að það skuli ekki vera belti í strætisvögnum. En það var hringt hingað áðan frá Strætó bs. og þau eru miður sín og vilja gera eitthvað fyrir okkur.“ Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segist harma atvikið og að við því verði brugðist. Aðilum beri þó ekki saman um hvernig þetta atvikað­ ist. „En það breytir auðvitað ekki því að þau hrasa þarna þessir krakkar, þegar vagnstjórinn var að leggja af stað frá biðstöð. Krökkunum var auðvitað brugðið, en við ætlum að taka höndum saman til þess að uppfræða þau um strætó. Bjóða þeim meðal annars í heimsókn. Það verður gert eftir viku. Þetta er auð­ vitað það sem við erum statt og stöðugt að vinna í – að lágmarka tjón og slys. Flest svona óhöpp verða þegar far­ þegar eru annað hvort að gera sig klára til að stíga út úr vagninum eða gera sig klára til að stíga inn í hann. Þetta er ekki þess háttar óhapp. Í næstu viku erum við að fara í gang með sérstakt öryggisátak, þar sem við beinum sjón­ um okkar að slysum á farþegum í vagn­ inum. Við köllum það gular reglur. Það er einmitt að fólk haldi sér og standi upp fyrir fólki sem þarf á því að halda að fá sætin. Við viljum reyna að draga úr þessum fallslysum.“ Varðandi það hvort ekki sé nauð­ synlegt að setja belti í bílana seg­ ir Reynir: „Það er ekkert sérstakt sem mælir á móti því og er viðurkennt í þessum strætóheimi, það eru þessi inn og út slys. Þessi belti eru viðkvæm, þau bila og þá þarf kannski stöðugt að vera að taka vagnana úr umferð til þess að hægt sé að yfirfara þau.“ n astasigrun@dv.is Fréttir 9 HLÝNUN JARÐAR KÆLIR ÍSLAND H lýnun jarðar kann að valda breytingum á hafstraumum sem gæti haft gríðarleg áhrif á búsetuskilyrði á Íslandi. Þetta segir Ari Trausti Guð­ mundsson jarðvísindamaður. „Til lengri tíma litið gæti þetta leitt til þess að hér hefjist kólnun, og hún gæti orðið miklu hastarlegri en hlýnunin. Ég er ekki að segja að það kæmi fram nýtt jökulskeið, en kólnunin gæti alla­ vega orðið mjög alvarleg,“ segir Ari Trausti en áréttar þó að slík þróun gerist ekki á skömmum tíma. „Þessi breyting sem ég er að tala um gæti tekið áratugi eða aldir.“ Röskun Golfstraumsins afdrifarík Veðurfar á Íslandi er að miklu leyti komið undir Golfstraumnum en það er hlýr hafstraumur sem á upptök sín í Karíbahafi. Golfstraumurinn veldur því að víða í norðausturhluta Atl­ antshafs er mun hlýrra en á öðrum svæðum í heiminum sem þó liggja jafnnorðarlega. Röskun hans gæti því haft í för með sér mun kaldara loftslag hérlendis. Til samanburðar nefn­ ir Ari Trausti bæinn Iqaluit, höfuðstað Nunavuthéraðs í Norðaustur­Kanada. Iqaluit er á sömu breiddargráðu og Ísland en nýtur ekki áhrifa Golfstraumsins. Þar er með­ alhiti um það bil ­25°C yfir vetrarmánuðina en um 8°C þegar hlýjast er, í júlí­ mánuði. Ef Golfstraumsins nyti ekki við má gera ráð fyrir að sams konar veðrátta ríkti hér á landi. „Ég er ekki að segja að hér yrði óbyggi­ legt en þetta gæti orðið erfitt að minnsta kosti framan af.“ Bráðnun íss stigmagnast Ljóst er að hlýnun jarðar mun valda miklum breytingum um allan heim og felast þær fyrst um sinn meðal annars í hækkandi sjávarborði. Á undanförn­ um árum hefur bráðnun íss stigmagn­ ast og ekki er útlit fyrir að sú þróun snúist við á næstunni. „Breytingarnar á íshellunni hafa aldrei verið eins rosa­ legar og í sumar. Það var metár 2007 og nú árið 2012 fellur metið. Íshellan á norðurskautssvæð­ inu hefur aldrei verið minni í skrifaðri sögu en akkúrat núna í haustbyrjun.“ Náttúran og „Nýja Norðrið“ Samkvæmt Ara Trausta eru það tveir þættir öðrum fremur sem gætu hróflað við hafstraum­ unum. Annars vegar magn ferskvatns sem bætist í sjóinn vegna bráðnunar jökla og hins vegar breytingar í varmanámi sjávarins á norðurskautinu vegna bráðnunar íshellunnar. Þá getur hlýnun jarðar breytt staðvinda­ kerfinu þannig að minna fer af heit­ um sjó úr Karíbahafinu í Atlantshafið. „Maðurinn er að valda breytingum í náttúruskilyrðum sem hann veit ekk­ ert hvar enda.“ Á dögunum skrifaði Ari Trausti grein í Fréttablaðið þar sem hann viðraði áhyggjur sínar af afleiðing­ um hnattrænnar hlýnunar og setti þær í samhengi við „kapphlaup­ ið um Nýja Norðrið“. Þá spurði hann hvort ávinningurinn af nýj­ um siglingaleiðum, olíuborun og námagreftri á norðurslóðum væri nægur til þess að vega upp á móti neikvæðum fylgifiskum gróður­ húsaáhrifa. n Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is n Árið 2012 var metár í bráðnun íshellu norðurskautsins „Ég er ekki að segja að hér yrði óbyggi- legt en þetta gæti orðið erfitt að minnsta kosti framan af. 1979 2009 Íshettan á undanhaldi Á undanförn- um árum hefur bráðnun íss aukist jafnt og þétt. Í því leynast tækifæri fyrir ríki á norðurslóðum en jafnframt hættur. Uggandi Ari Trausti Guðmundsson vekur athygli á áhrifum hnattrænnar hlýn- unar. Breytingar á hafstraumum gætu haft í för með sér gríðarlega kólnun á Íslandi og annars staðar í Norðaustur- Atlantshafi. Miðvikudagur 3. október 2012 Segir beltin bila Framkvæmdastjóri Strætó segir að ef öryggisbelti yrðu sett í vagnana þyrfti sífellt að taka þá úr umferð til að yfirfara beltin. Fylgið hrynur enn af ríkis- stjórnar- flokkunum Enginn þeirra flokka sem bjóða fram í fyrsta sinn fyrir næstu al­ þingiskosningar næði inn manni á þing ef kosið væri nú. Þetta er niðurstaða nýjasta þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn bæt­ ir enn við sig fylgi og fengi 37,1 prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Tæp 14 prósent segjast munu ekki kjósa eða skila auðu. Samfylkingin mælist með 19,4 prósenta fylgi en Vinstri græn­ ir með 12,4 prósent. Saman hafa ríkisstjórnarflokkarnir aðeins 31,8 prósenta fylgi en þeir höfðu rétt um 50 prósenta fylgi þegar kosið var síðast, vorið 2009. Framsóknarflokkurinn mælist með 14,2 prósenta fylgi, svipað og í september. Björt framtíð fær mest fylgi nýju framboðanna en litlu munar að framboðið nái inn einum manni miðað við skoðana­ könnunina – flokkurinn mælist með 4,9 prósenta fylgi. Tæplega 5.600 voru spurðir og svarhlutfall­ ið var um sextíu prósent. Tæp 30 prósent þeirra sem svöruðu gáfu ekki upp stuðning sinn við flokka. „Bíðum eftir niðurstöðum“ „Við bara bíðum eftir niður­ stöðum,“ segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög­ regluþjónn um rannsókn lög­ reglunnar á höfuðborgarsvæð­ inu á stóra lifrarpylsumálinu svokallaða. Óttast var að eitraðri lifrar­ pylsu hefði verið dreift á hundasýningu hundarækt­ unarfélagsins Rex í reiðhöll Gusts í Kópavogi 23. septem­ ber síðastliðinn. Fresta þurfi sýningunni um einn dag vegna þessa en enn er beðið eftir niðurstöðum úr rannsókn lög­ reglu vegna málsins. Lögreglan hefur engan yfir­ heyrt vegna málsins og hefur engan grunaðan. „Svo vitum við ekkert hvað var í lifrarpyls­ unum, eða hvort eitthvað hafi verið í þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.