Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 13
Týndi hattinum sínum n William Middleton vakti heimsathygli þegar hann festist í ruslatunnu S koskur karlmaður sem vakti mikla athygli í heimspress- unni á mánudag þegar mynd náðist af honum með höf- uðið fast ofan í ruslatunnu segir að hann hafi verið að leita að hattinum sínum. Myndin fór sem eldur í sinu um netheima á mánudag og var hann uppnefndur „tunnuhaus“ í kjölfarið. Maðurinn sem um ræðir heitir William Middleton og er 53 ára en atvikið átti sér stað í Aberdeen í Skotlandi. Middleton var pikk- fastur með höfuðið ofan í rusla- tunnu og þurftu slökkviliðsmenn að klippa tunnuna í sundur til að losa hann úr prísundinni. „Ég var að leita að hattinum mínum. Ég sat þarna alveg fastur í um tuttugu mínútur,“ segir Middleton í sam- tali við BBC. Ónafngreindur sjón- arvottur að atvikinu segir í samtali við BBC að hann hafi þekkt William og reynt að losa hann úr tunnunni. „Við vorum þarna nokkrir og reyndum hvað við gátum en eyrun á honum komu í veg fyrir að við næðum honum út,“ segir sjónar- votturinn. William var fluttur á sjúkrahús til eftirlits eftir að hann losnaði en hann reyndist vera við hestaheilsu. Hann var hins vegar mjög ánægður þegar slökkviliðsmenn náðu höfð- inu á honum úr tunnunni. „Þetta var auðvitað mjög vandræða- legt og það var virkilega vond lykt í tunnunni. Núna er ég þekktur undir nafninu tunnuhaus,“ segir William sem virðist þó sem betur fer líta á björtu hliðarnar. n Erlent 13Miðvikudagur 3. október 2012 Pikkfastur Middleton sést hér með höfuðið ofan í ruslatunnunni. Hann losnaði eftir um tuttugu mínútur. stærstu eignir hans lækkað mikið í verði á undanförnum 18 mánuðum. Þannig hafa eignir sjóðs hans, Paul- son & Co., lækkað í verði um fjórtán milljarða dala á undanförnum miss- erum. Þá hafa persónulegar eignir hans rýrnað um fjóra milljarða dala, 480 milljarða króna, síðastliðið ár. Hann hefur fjárfest duglega í fast- eignum að undanförnu. Hann keypti nýlega stórt land í nágrenni Las Veg- as og keypti einnig gríðarstóra eign í Aspen í Colorado fyrir sjálfan sig. 5 5. Ray Dalio Eignir: 10 milljarðar dala (1.240 milljarðar króna) Dalio er kallaður konungur vogunar- sjóðanna. Það er engin furða enda ræður hann yfir stærsta vogunar- sjóði heims, Bridgewater Associates, sem á eignir upp á 130 milljarða dala. Sjóðurinn skilaði gríðarlegum hagn- aði á síðasta ári á sama tíma og aðr- ir sjóðir voru í vanda. Hann hefur ekki haldið sigurgöngu sinni áfram á þessu ári og tapað nokkuð það sem af er árinu. Dalio er 63 ára en hann stofnaði Bridgewater-sjóðinn árið 1975. Á teikniborðinu eru fram- kvæmdir við nýjar gríðarstórar höf- uðstöðvar í Stamford í Connecticut. 6 6. Steve Cohen Eignir: 8,8 milljarðar dala (1.100 milljarðar króna) Cohen hóf störf í fjármálageiranum árið 1978 þegar hann landaði starfi við verðbréfafyrirtækið Gruntal & Co. Cohen stofnaði eigið fyrirtæki, SAC Capital, árið 1992, og ræður fyrirtæk- ið yfir 13 milljarða dala eignum sem jafngildir 1.600 milljörðum króna. Fjárfestingar hans skiluðu 8 prósenta hagnaði í fyrra, sem er nokkuð mik- ið miðað við að meðaltalið það ár hjá bandarískum vogunarsjóðum var 5 prósenta tap. Cohen á 4 prósenta hlut í hafnaboltaliðinu New York Mets sem hann keypti í sumar. 7 7. David Tepper Eignir: 5,5 milljarðar dala (683 milljarðar króna) Tepper hefur gengið vel í fjárfesting- um sínum á þessu ári og skilaði vog- unarsjóður hans, Palomino, rúmlega 13 prósenta hagnaði af fjárfestingum sínum á fyrstu sex mánuðum ársins. Tepper var á árum áður verðbréfa- miðlari hjá Goldman Sachs. Hann stofnaði fjárfestingafyrirtækið Appa- loosa Management árið 1993 og ræð- ur fyrirtækið yfir eignum sem metnar eru á tólf milljarða dala. Hann græddi sjö milljarða dala á viðskipt- um með bréf í Bank of America sem hann keypti mjög ódýrt. Hann á lít- inn hlut í ruðningsliðinu Pittsburgh Steelers. 8 Bruce Kovner Eignir: 4,3 milljarðar dala (534 milljarðar króna) Kovner stofnaði Caxton Associates- sjóðinn árið 1983 sem hefur skilað gríðarlegum hagnaði í gegnum árin. Hann lét af störfum í september í fyrra og sagði í kjölfarið að hann myndi sakna spennunnar sem fylgir því að stjórna vogunarsjóði. Sjóðnum hefur gengið brösuglega eftir að hann lét af störfum og skilaði 3,4 prósenta tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. 9 Paul Tudor Jones Eignir: 3,6 milljarðar dala (447 milljarðar króna) Þénaði vel á viðskiptum með bómull á sínum yngri árum áður en hann stofnaði Tudor Investment Corp- oration árið 1980. Vogunarsjóðurinn BVI Global er flaggskip Tudor Invest- ment Co. Sjóðurinn hagnaðist um tvö prósent á fjárfestingum sínum árið 2011 og hefur hagnast um 3,8 prósent það sem af er þessu ári. Hann á fast- eignir á Flórída og í Tansaníu og sext- án glæsibifreiðar svo fátt eitt sé nefnt. 10 10. Ken Griffin Eignir: 3,1 milljarður dala (385 milljarðar króna) Griffin er eigandi Citadel-fjárfestinga- fyrirtækisins og á í gegnum það vog- unarsjóðina Kensington og Well- ington. Þessir sjóðir högnuðust um 9 prósent á fyrri helmingi þessa árs og rúmlega 20 prósent á síðasta ári. Hann hafði átt undir högg að sækja í kjölfar niðursveiflunnar á fjármálamörkuð- um árið 2008 en kom sterkur til baka í fyrra. Hann hóf að fjárfesta á skóla- árum sínum í Harvard og fyrir útskrift var hann búinn að hagnast um milljón dali. Hann er listasafnari af guðs náð og greiddi 80 milljónir dala fyrir verkið False Start eftir Jasper Johns. n Moka inn seðluM á vogunarsjóðuM n 10 ríkustu eigendur vogunarsjóða í Bandaríkjunum n Eiga allir eignir upp á hundruð milljarða króna „Óvinir“ Írans felldu gengið Gjaldmiðillinn í Íran, ríal, hef- ur verið í frjálsu falli undanfarna daga. Á mánudag féll gengið um 18 prósent og síðdegis á þriðju- dag hafði það fallið um 9 prósent. Mahmoud Ahmadinejad, for- seti Írans, hefur kennt „óvinum“ landsins um gengisfallið en sem kunnugt er hafa Bandaríkjamenn beitt Írani efnahagsþvingunum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Í umfjöllun BBC er haft eftir full- trúum bandarískra yfirvalda að efnahagsþvinganirnar séu farnar að skila sér og gengisfallið sé til marks um það. Bandaríkin, með stuðningi Evrópusambandsins, ákváðu að bann yrði sett á kaup á olíu frá Íran á síðasta ári. Obama vinsæll hjá kvenfólki Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur örlítið forskot á keppi- naut sinn, repúblikanann Mitt Romney, fyrir forsetakosningarn- ar í næsta mánuði. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Quinnipiac mælist Obama með 49 prósenta fylgi en Romney með 45 prósenta fylgi. Áberandi stuðningur kvenna við Obama vekur nokkra athygli en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 56 pró- sent kvenna ætla að kjósa Obama samanborið en 38 prósent Mitt Romney. Þá nýtur Obama gríðar- legs stuðnings meðal þeldökkra Bandaríkjamanna. 94 prósent þeirra ætla að kjósa Obama, samkvæmt könnun Quinnipiac, en einungis 2 prósent Romney. Romney á meira upp á pallborðið hjá hvítum karlmönnum, 53 pró- sent þeirra ætla að kjósa hann en 42 prósent Obama. Ákærð eftir nauðgun Reiði ríkir í Túnis eftir að kona sem þrír lögregluþjónar nauðg- uðu var ákærð fyrir „ósiðlegt athæfi“. Málavextir eru þeir að þrír lögregluþjónar höfðu afskipti af konunni og kærasta hennar í bif- reið þeirra í síðasta mánuði þar sem þau virtust vera að njóta ásta. Einn lögregluþjónn leiddi kærasta konunnar á brott og neyddi hann til að taka peninga út úr banka á meðan hinir tveir nauðguðu kon- unni. Eftir að hún tilkynnti nauðg- unina var hún, ásamt kærasta sín- um, ákærð og gætu þau átt von á sex mánaða fangelsi. Fulltrúi Amn esty International hefur lýst yfir vanþóknun sinni á málinu og óttast að málið verði til þess að fórnarlömb nauðgana þori síður að stíga fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.