Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 21
Lífsstíll 21Miðvikudagur 3. október 2012 Þekktu einkenni hjartasjúkdóma n Líkaminn sendir ýmis viðvörunarmerki áður en hjartaáfall á sér stað L íkaminn getur með ýmsu móti gefið til kynna að hjartaáfall sé yfirvofandi áður en vanda- málið verður svo alvarlegt að hjartaáfall á sér stað. Það þarf bara að gefa gaum vísbendingum og átta sig á að um er að ræða viðvör- unarmerki líkamans til þín. Tannverkur Ein algengasta vísbendingin um að eitthvað sé að hjart- anu er brjóstverkur sem orsakast af þröngum kransæðum sem tak- marka blóðflæði til hjartans og súrefnisbirgðirnar. Verkurinn þarf þó ekki að vera bundinn við brjóstið og getur kom- ið fram á ýmsum stöð- um. Til að mynda sem tannverkur sem leiðir út í kjálka og upp í eyru. Verk- urinn kemur sérstaklega fram við göngu upp í móti. Mígreni Konur sem verða fyrir sjón- truflunum vegna mígrenis að minnsta kosti einu sinni í mánuði eru tvisvar sinnum líklegri en aðr- ar til að fá hjartaáfall, samkvæmt niðurstöðum bandarískrar rann- sóknar. Ástæða þess er sú að höf- uðverkirnir orsakast líklega af óreglulegri hringrás blóðsins um líkamann sem má rekja til undir- liggjandi hjarta- eða æðasjúk- dóma. Þurrkblettir á höndum Gulleitir eða húðlitaðir þurrkblettir á höndum og fótum geta verið merki um of hátt magn kólesteróls í blóðinu. Um er að ræða sjúkdóm sem getur verið ættgengur og veldur því að einstaklingar á unga aldri geta átt á hættu að þróa með sér hjartasjúk- dóma. Sjúkdómurinn veldur því að líkaminn getur ekki sjálfur hreins- að slæmt kólesteról úr blóðinu. Gulleitir blettir í kringum augun geta einnig verið merki um of hátt magn kólesteróls í blóðinu. Þrálát flensa Flensa sem hverf- ur ekki á fimm til sex dögum getur ver- ið merki um að hjart- að geti ekki dælt blóð- inu sem skyldi og sé að gefa sig. Helstu einkennin eru mikil þreyta og sjúklingar verða and- stuttir. Í fyrstu eru þessi ein- kenni oft rakin til veirusýk- ingar en ef þau verða þrálát er nauðsynlegt að veita þeim meiri gaum. Flensueinkennin geta líka orsakast af hjartabólgum, sem er sýking sem veldur því að hjart- að þenst út og getur skaðast. Þetta getur þróast á sama tíma og svæsin háls- eða lungnabólga herjar á við- komandi. Sinnuleysi eða einbeitingarskortur Tilfinningin að þú sért ekki alveg 100 prósent með á nótunum eða eigir erfitt með að einbeita þér get- ur verið merki um undirliggjandi hjartasjúkdóm sem veldur hjart- sláttartruflunum. Hjartavöðvinn dregst ekki rétt saman sem gerir það að verkum að hjartslátturinn verður of hraður eða hægur. Þegar þetta gerist trufl- ast blóðið til heilans og fólki get- ur liðið eins og það missi fókusinn eða sé ekki alveg með á nótunum. Hármissir Hármissir, sérstaklega í hliðunum, getur verið merki um hjartasjúkdóma. Niðurstöð- ur rannsóknar sem gerð var af vísindamönnum við Harvard-háskóla og birt- ust í Archives of Internal Medicine, leiddu í ljós að karlmenn sem misstu hárið í hliðunum voru í 36 prósent meiri hættu en aðrir á að þróa með sér hjartasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna við University of California leiddu í ljós að meiri líkur eru á hjartasjúk- dómum hjá þeim sem eru með mikið magn testósteróns í líkaman- um. Ástæðan gæti verið sú að mik- ið magn testósteróns hækkar blóð- þrýstinginn. Bláar neglur Auðveldasta leiðin til að sjá hvort blóðið sé nógu súrefnisríkt er að skoða neglur og varir. Súrefnis- ríkt blóð er rautt svo ef magn súr- efnis í blóðinu er eðlilegt eru var- irnar og neglurnar bleikar að lit. Sé liturinn hins vegar bláleitur gæti það verið merki um lítið súrefni í blóð- inu. Kann það að orsakast af því að hjartað dælir blóðinu ekki rétt um líkamann. Bláleitar varir og neglur geta bæði verið merki um hjarta- og lungasjúkdóma. Getuleysi Risvandamál getur verið fyrsta merki um æðakerfissjúkdóma og ætti aldrei að hundsa. Blóðflæði lík- amans þarf að vera gott til að karl- manni rísi hold og er því ágætis mælikvarði á það hvort æðakerfið virki sem skyldi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem glímir við risvandamál er fimmtíu sinnum líklegri til að fá hjartaáfall á næstu tíu árum, en sá sem ekki glím- ir við slíkt vandamál. Sviti Einkenni hjartasjúkdóma geta verið mjög mismunandi hjá körlum og konum. Algengt er að karlmenn finni fyrir þyngslum fyrir brjósti og verkjum út í vinstri hand- legg. Konur geta einnig fundið fyrir því en það er al- gengara að þær fái einkenni sem ekki eru jafn augljós. Þær geta verið andstuttar, fengið verki í kjálka, axlir, bakverki, svitnað mikið, kastað upp og þjáðst af almennri þreytu. Vissulega eru líkur á að þessi ein- kenni tengist ekki hjartasjúkdóm- um en það er vert að láta kanna það. Konur virðast líka gjarnan telja að hjarta- og æðasjúkdómar leggist ein- göngu á karlmenn, en það er rangt. Verkir í fótleggjum Þú þarft ekki eingöngu að hafa áhyggjur af æðunum í kring- um hjartað. Krampakenndir verkir í fótum á meðan gengið er geta ver- ið merki um þrengingar í æðunum í fótunum. Ef farnar eru að myndast þrengingar þar þá er líklegt að þær séu á fleiri stöðum. Krumpaðir eyrnasneplar Krumpur á eyrnasneplunum geta verið merki um of hátt kólesteról í blóði. Niðurstöður rannsóknar á 300 karlmönnum eftir andlát, sem birtu- st í The British Heart Journal, leiddu í ljós að krumpaðir eyrnasneplar voru einkennandi fyrir þá sem látist höfðu úr hjartasjúkdómum. Hrotur Hrotur eru eitt helsta ein- kenni kæfisvefns. Algengasta orsök kæfisvefns er sú að vefir aftast í háls- inum falla saman og þrengja að öndunarveginum. Þá getur kæfisvefn einnig orsakast af því að heilinn sendir ekki rétt tauga- boð um öndun á meðan einstakling- ur sefur. Þetta getur verið merki um undirliggjandi hjartasjúkdóma. Hjartaáfall Nauðsynlegt er að gefa gaum ýmsum einkennum sem geta verið fyrirboðar hjartaáfalls. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 11 12 10 Hreyfing gegn brjósta- krabbameini Athafnasamur lífsstíll, líkt og að sinna húsverkum, fara reglulega í röskar göngur eða vinna í garðin- um getur dregið úr líkunum á því að konur fái brjóstakrabbamein, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar samevrópskar rannsóknar. Vísindamenn rannsök- uðu yfir átta þúsund tilfelli af brjóstakrabbameinum í konum og komust að þeirri niðurstöðu að þær konur sem hreyfðu sig reglu- lega voru í þrettán prósent minni hættu á að fá krabbamein en aðrar kynsystur þeirra. Þær konur sem stunduðu hreyfingu, en minni en hinar, voru í átta prósent minni hættu á fá brjóstakrabbamein. Verkjalyf valda verkjum Algeng verkjalyf líkt og asprín og parasetamól geta orsakað verki í stað þess að draga úr þeim séu þau notuð of mikið. Þetta fullyrða breskir læknar. Svo virðist sem, ofnotkun vægra verkjalyfja geti til að mynda framkallað höfuðverki. Með ofnotkun er átt við einstak- lingur neyti lyfjanna að minnsta kosti annan hvern dag yfir þriggja mánaða tímabil. Talið er að um einn af hverjum fimmtíu sem þjá- ist af viðvarandi höfuverk, þjáist vegna ofnotkunar verkjalyfja. Ef lyf eins og asprín og para- setamól eru notuð við streitu- höfuðverk eða mígreniköstum get- ur það dregið úr virkni þeirra, að sögn læknanna. Taktu mark á efasemdum Þær konur sem fá bakþanka rétt fyrir brúðkaupið sitt ættu hugsan- lega að staldra við og hugsa sig vel og vandlega um hvort þær séu til- búnar að stíga skrefið til fulls við altarið. Nýleg rannsókn sýnir fram á að bakþankar af slíku tagi geti oftar en ekki verið fyrirboði um vandræði í komandi hjónabandi og eru hjóna- bönd þar sem annar aðilinn fyllist efasemdum rétt fyrir stóra daginn mun líklegri til að enda með skiln- aði innan fimm ára. Þetta virðist eiga við um bæði kynin, en konur eru þó næmari. „Fólk heldur að all- ir fyllist efasemdum rétt fyrir brúð- kaupið en það sé óþarfi að taka mark á þeim,“ segir Justin Lavner sem leiddi rannsóknina við UCLA- háskólann. Niðurstöðurnar sýna hins vegar að vert er að taka mark á þessum efasemdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.