Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 22
Þóra klippir
uppi á rÚV
22 Fólk 3. október 2012 Miðvikudagur
B
æði Þóra Arnórsdóttir og Svav-
ar Halldórsson eru komin til
vinnu eftir harðan slag í for-
setakosningunum í sumar.
Svavar vinnur eins og áður
á fréttastofu RÚV á meðan Þóra fær
að nota aðstöðu RÚV í Efstaleiti til að
klippa heimildamynd um Ísafjarðar-
djúp.
Svavar tók sér í vor leyfi frá störfum
á fréttastofunni meðan hann tók virkan
þátt í kosningabaráttu hennar og síð-
an honum og Þóru fæddist dóttir í maí
hafa þau verið í fæðingarorlofi.
RÚV framleiðir myndina
Myndin sem Þóra vinnur að fjallar um
sögu bænda og íbúa við Ísafjarðardjúp.
Myndin er framleidd af RÚV og verð-
ur frumsýnd um jólin. Myndina vinnur
Þóra ásamt frænku sinni Ásdísi Ólafs-
dóttur en þær höfðu samband við Sig-
rúnu Stefánsdóttur sem tók vel í beiðni
þeirra um að framleiða myndina.
Þóra var fyrir kosningar aðstoðar-
ritstjóri Kastljóssins og annar spyrla
í spurningaþættinum Útsvari. Þegar
hún tilkynnti þann 4. apríl í ár um for-
setaframboð gegn sitjandi forseta tók
hún sér hlé frá störfum. Hún eignaðist
dóttur í maímánuði og hefur síðan þá
verið í fæðingarorlofi. Óljóst er hvaða
störfum Þóra mun gegna hjá RÚV eftir
að fæðingarorlofi hennar lýkur og hef-
ur hún ekki viljað tjá sig um hvort hún
hyggst hætta eða halda áfram störfum.
Gagnrýnin á vinnufélagana
Sjálf var hún gagnrýnin á viðbrögð
RÚV þegar Ólafur Ragnar Grímsson,
sakaði stofnunina um misnotkun og
starfsmenn um óheilindi. Í viðtali við
Sunnudagsmoggann sagði hún: „Mér
fannst það lélegt og undarlegt að stofn-
unin skyldi ekki bregðast við.“
Ástþór Magnússon einn forseta-
frambjóðenda, sem reyndar þurfti að
draga framboð sitt til baka, var afar
ósáttur við framboð Þóru. Upp-
nefndi hann það „RÚV-fram-
boðið“ og taldi hana njóta
óeðlilegra forréttinda
vegna tengsla
sinna við fjöl-
miðla.
kristjana@dv.is
n Þóra og Svavar eru bæði við vinnu í Efstaleiti
Forsetafram-
bjóðandi klippir
heimildamynd
Þóra Arnórs-
dóttir fær að
nota aðstöðu
RÚV til að klippa
heimildamynd um
Ísafjarðardjúp.
Kalli leitar að
þátttakendum
K
alli Berndsen leitar nú að nýj-
um þátttakendum í þáttinn
sinn en að þessu sinni geta
pör, systkini eða jafnvel vin-
ir sótt um saman. Það væri
ekki amalegt að fá ráðleggingar Kalla
en hann skoraði hátt á lista álitsgjafa
DV um daginn yfir best klæddu Ís-
lendingana. Þar kom fram að Kalli
væri ávallt vel snyrtur. „Hann er mikið
fyrir að nota sterk gleraugu og klúta
sem poppa upp „lookið“. Óhræddur
við að skella sér í töff klossa við hvað
sem er. Fylgir tískunni án þess þó að
fara yfir markið og veit hvað klæð-
ir hann,“ sagði einn álitsgjafa. Annar
taldi Kalla einn af þeim sem margar
dömur vildu að væri „straight“.
n Vill pör, systkini og vini í yfirhalningu
Dömur óska þess að Kalli sé
„straight“ Það væri ekki ama-
legt að fá ráðleggingar Kalla en
hann skoraði hátt á lista álitsgjafa
DV um daginn yfir best klæddu
Íslendingana.
Meistarar taka
yfir facebook
Þ
ann 1. október hófst átakið Meistara-
mánuður 2012. Rúmlega fjögur þúsund
Íslendingar hafa skráð sig í átakið á Face-
book og eru fylgjendur átaksins áber-
andi á síðunni. Sumum sem gremst hjarðeðlið
til ama. Meistaramánuður felst aðallega í því
að þátttakendur vakni fyrr, neyti ekki áfengis
og hreyfi sig mikið ásamt því að borða og njóta
lífsins betur en aðra daga.
Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson hef-
ur annað árið í röð útbúið hlaupaprógramm
fyrir þátttakendur í Meistaramánuði sem
þykir vinsælt. Þeir Áskell Harðarson tónlist-
armaður, sem kallar sig Housekel, og Unn-
steinn, söngvari sveitarinnar Retro Stefson,
birtu mynd af sér á síðu átaksins og tilkynntu
að þeir hefðu hlaupið sitt fyrsta hlaup við pró-
gramm Kára Steins.
n Fylgjendur átaksins rúmlega 4.000
Unnsteinn og Housekell eru meistarar
Hlupu sitt fyrsta hlaup eftir hlaupaprógrammi
sérsniðnu af Kára Steini, ólympíufara.
F
jölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason
viðurkenndi í grein í Fréttablaðinu í
vikunni að hann væri haldinn skófíkn.
Játningin hefur fengið mikil viðbrögð
en Sölvi segist eiga yfir 50 skópör sem
hann segist hugsa um af alúð. Stílistinn Þór-
unn Högnadóttir, sem hefur hingað til verið
frægasti skófíkill landsins, skrifaði á fésbók-
arsíðu Sölva að hann færi alveg að ná henni
og fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan lét heldur
ekki sitt eftir liggja. „Elskulegur. Nú á ég ein-
hverja 50 staka sokka sem ég hef lítil not fyrir.
Er það eitthvað sem freistar þín?“ spyr Helgi
kollega sinn og segist geta látið nokkra Dóru-
sokka úr safni dætranna fylgja með.
Sölvi hefur áður viðurkennt skófíkn sína
en í síðasta mánuði tjáði hann ást sína á for-
láta skóm sem hann hafði nýverið fjárfest í.
„Ég held að ég sé ástfanginn af nýju skónum
mínum. Sem aftur sannfærir mig enn frekar
en áður um að ég sé samkynhneigðasti gagn-
kynhneigði karlmaður á Íslandi!“
n Samkynhneigðasti gagnkynhneigði maður landsins
Skófíkn
Sölva
vekur
athygli