Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 10
6,3 milljarða lán Boga færð niður 10 Fréttir 3. október 2012 Miðvikudagur 6 ,3 milljarða króna skuld­ ir eignarhaldsfélags Boga Pálssonar, fjárfestis og fyrr­ verandi forstjóra og eiganda Toyota, voru færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í nýja Kaup­ þing, nú Arion banka, eftir hrunið 2008. Bogi var einn stærsti hluthafi Ex­ ista, stærsta hluthafa Kaupþings, fyrir hrunið 2008. Þetta herma heimildir DV. Í febrúar 2007 keyptu Bogi og fjöl­ skylda hans hlutabréf í Exista fyrir 4,8 milljarða króna í gegnum félagið sem um ræðir, Eignarhaldsfélagið Stofn. Athygli vekur að sama dag keypti Er­ lendur Hjaltason, forstjóri Exista, hlutabréf í félaginu með láni frá Kaup­ þingi. Eftir það átti Bogi 1,7 prósenta hlut í félaginu og sat í stjórn Exista þar til eftir hrun 2008. Önnur félög í eigu Boga, meðal annars svefnrannsóknar­ fyrirtækið Flaga, voru sömuleiðis í við­ skiptum við Kaupþing. DV fjallaði um slitin á Flögu á mánudaginn en fyrir­ tækið var skráð í Kauphöll Íslands um fimm ár skeið, fram til ársins 2008. Þá var einnig fjallað um Boga í helgarblaði DV en hann er mágur Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar, for­ manns Framsóknarflokksins. Í þeirri umfjöllun kom fram að systir Boga og eiginkona Sigmundar Davíðs, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefði fengið fyrir­ framgreiddan arf frá foreldrum þeirra fyrir nokkrum árum. Sá arfur var sagð­ ur byggja á því að Bogi hefði fengið svo mikla peninga frá föður sínum að Anna hefði viljað sitja við sama borð og hann. Á þúsund fermetra skíðakofa Þrátt fyrir þessa niðurfærslu á skuldum félags Boga á hann til að mynda skíðakofa í Vail í Colorado í Bandaríkjunum sem verðmetinn er á 10,8 milljónir dollara, rúmlega 1.300 milljónir króna. Vail er næst þekktasti skíðabærinn í Colorado á eftir Aspen sem margir kannast eflaust við. Í skíðakofanum. sem er tæplega 1.000 fermetrar, eru átta baðherbergi og sex svefnherbergi. Bogi keypti skíðakofann í mars árið 2007, mánuði eftir að Stofn keypti hlutabréfin í Exista fyrir 4,8 milljarða króna, fyrir ríflega 8 milljónir dollara, rúmlega hálfan millj­ arð króna. Húsið hefur verið auglýst til sölu á heimasíðu fasteignasölu í Colarado fyrir rúmlega 10 milljónir dollara. Bogi er hins vegar ennþá skráður þar til heimilis og virðist því ekki hafa selt húsið. Mátti ekki selja án heimildar bankans Í ársreikningi Stofns fyrir árið 2008 kemur fram að skuldir Stofns hafi lækk­ að úr tæpum sjö milljörðum króna og niður í rúmlega 1.600 milljónir króna frá því í árslok 2007 og þar til í árslok 2008. Í ársreikningnum kemur fram að bókfært verðmæti verðbréfa félagsins hafi lækkað úr rúmlega 5,6 milljörðum króna niður í rúman milljarð á sama tímabili. Þá segir jafnframt í ársreikningnum að hlutabréf félagsins í Exista hafi verið verðmetin á rúmlega 300 millj­ ónir króna og að félagið hafi ekki mátt selja bréfin án heimildar Kaupþings. „Verðbréfaeign félagsins sem bókfærð er á 428,4 millj. kr. er veðsett fyrir eftir­ stöðvum langtímalána í árslok. Eftir­ stöðvar lánanna námu á sama tíma 1.121,7 millj. kr. Þá eru kröfur í lána­ samningum um að ekki er heimilt að selja verðbréfin án heimildar bank­ ans.“ Stofn mátti því ekki selja hluta­ bréf í stærsta hluthafa Kaupþings nema með samþykki bankans. Slík skilyrði eru ekki sérstaklega eðlileg í slíkum lánasamningum og benda til þess að aðrar forsendur en eðlilegur viðskiptalegar ástæður hafi legið á bak við viðskiptin. Slík skilyrði voru til dæmis í lána­ samningum eignarhaldsfélagsins Stíms við Glitni en kaup þess á hluta­ bréfum í bankanum og stærsta hlut­ hafa þess hafa verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara um langt skeið vegna gruns um markaðsmisnotkun. Þá hafa viðskipti tengd hlutabréfa­ kaupum í Exista einnig verið til rann­ sóknar hjá sérstökum saksóknara. Lánasamningurinn gerður upp DV sendi Boga spurningu um niður­ færsluna á skuldum Stofns eftir banka­ hrunið 2008. Bogi svaraði hins vegar ekki spurningu blaðsins heldur sendi fyrirspurnina til lögmanns síns, Helga Jóhannessonar á lögmannstofunni Lex. Svar Helga er á þá leið að lána­ samningurinn hafi verið gerður upp með þeim hætti að bankinn hafi fengið greitt „… það sem hann átti rétt á sam­ kvæmt efni samnings.“ „Í spurningu þinni um málefni n Bogi Pálsson á skíðakofa í Colorado fyrir 1.300 milljónir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Segir ekki hvort skuldin hafi verið greidd Helgi Jóhannesson, lögmaður Boga, segir ekki hvort Stofn hafi greitt skuldina við Kaup- þing eða ekki. Hann segir lánasamninginn þó hafa verið gerðan upp. Átta klósett Bogi á tæplega 1.000 fermetra skíðakofa í Vail í Colorado fyrir um 1.300 milljónir króna. Í honum eru sex svefnherbergi og átta klósett. Myndin er tekin inni í skíðakofanum. Afskriftir og arðgreiðsla Bogi Pálsson tók 475 milljónir króna út úr Stofni sem arð árið 2007. Eftir banka- hrun voru skuldir eignarhaldsfélags hans við Kaupþing afskrifaðar. Mynd HAri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.