Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.2012, Blaðsíða 23
Í fótspor frægustu fyrirsæta heims Fólk 23Miðvikudagur 3. október 2012 S igurlaug Birna Guðmundsdóttir, 14 ára Reykjavíkurmær, stóð uppi sem sigurvegari í Elite-fyrirsætu- keppninni sem fram fór um síðustu helgi. Alls kepptu 17 glæsilegar stúlkur á aldrinum 14 til 19 ára. Næst á dag- skrá hjá Sigurlaugu er Elite Model Look World í Shanghaí í Kína en þar koma saman sigurvegar- ar frá 70 löndum. Sigurlaug Birna fetar þannig í fótspor heimsfrægra fyrirsæta á borð við Cindy Crawford, Lindu Evangelista, Steph- anie Seymour og Gisele Bündchen en þær voru allar uppgötvaðar í gegnum Elite Model Look-keppnina. n 14 ára sigurvegari Þrjár efstu Sigurlaug Birna ásamt þeim stelpum sem þóttu einnig skara fram úr. Lék á als oddi Rúnar Freyr var kynnir kvöldsins. Fylgdust með Ragga Gísla, Birkir, Eldur Aron og Þóra horfðu á keppnina. Flott Sigurlaug Birna á eflaust eftir að ná langt í bransanum. Á leið til Shanghaí Sigurvegari Elite Model Look er hin 14 ára Sigurlaug Birna Guðmundsdóttir frá Reykjavík. Myndir PressPhotos.biz Auddi Blö hitti Wayne Rooney S jónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal, sem er harður Manchester United-maður, skellti sér á leik með United og Tottenham í ensku úr- valsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn. Það fór ekki betur en svo að United beið ósigur og því lítið um sigurgleði á vellinum hjá Audda. Heldur hljóp þó á snærið hjá Audda á flugvellinum þar sem hann rakst á allt knattspyrnulið Manchester United sem var á leið til Rúmeníu að keppa í Meistaradeildinni. Kappinn varð að sjálfsögðu himinlifandi og lét smella myndum af sér, bæði með Wayne Rooney og Robin van Persie. Afraksturinn birti hann á fésbókar- síðu sinni: „Að fara á tapleik á Old Trafford er ekki gaman, en að hitta allt liðið á flugvellinum priceless !!!“ Myndin af Audda ásamt Rooney vakti mikla lukku hjá fésbókarvin- um hans og virtist sem einhverjir væru jafnvel öfundsjúkir. Auddi er nú komin með myndina sem for- síðumynd á fésbókinni en myndin af honum og Persie prýðir opnuna. Undir þeirri mynd kemur fram að Audda hafi langað að faðma Persie, en hafi þó setið á sér. n Auðunn Blöndal fór á tapleik á Old Trafford en hitti liðið á flugvellinum draumur rætist Auddi Blö var í skýjunum eftir að hafa hitt knattspyrnulið United á flugvellinum. Svínslegt sumar í Danmörku Þ ess vegna ætla ég að bjóða mig fram til Alþingis, seg- ir borgarfulltrúinn Björk Vilhelmsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í feril skrá sína þar sem fram kem- ur að Björk hafi bæði unnið sem svínahirðir og fangavörður. Björk vann sem svínahirðir á Jótlandi árið 1994. „Þar sinnti ég 300 svínum og 80 beljum svo ég var eiginlega bæði kúa- og svína- bóndi. Ég fór út til að læra dönsku og hafði gaman af því að sinna svínunum. Á bóndabænum átum við flesk alla morgna og fengum svínakjöt í kvöldmatinn. Þetta var því ansi svínslegt sumar í Dan- mörku,“ segir Björk sem segist þó ekki hafa fengið nóg af svínakjöti eftir þessa reynslu. „Ég borða það ennþá og finnst grísir ekki þannig sætir. Svo kann ég líka að herma eftir svínum og geri það oft fyrir barnabörnin.“ Björk starfaði í þrjú sumur sem fangavörður í Hegningarhúsinu. „Þá var ég í háskólanum að læra félagsráðgjöf. Þetta var óskaplega mikil og góð reynsla og þar lærði maður að umgangast þá sem eru allra verst settir í þjóðfélaginu vegna fíknisjúkdóma og félagslegra erfiðleika. Þar komst ég líka að því að vald er vandmeðfarið. Mað- ur þarf að geta beitt aga en hann þarf að vera jákvæður. Ætli það sé ekki þaðan sem ég hef lært að vera svona ströng.“ Aðspurð segir Björk bæði störfin koma sér vel á Alþingi Íslendinga. „Ég held að öll reynsla skipti máli. Mestu skiptir að fá fólk með sem fjölbreyttasta reynslu en ekki bara fólk úr háskólum, lögfræði og hag- fræði. Því fleira sem maður hefur prófað því meira getur maður sett sig inn í.“ n Björk Vilhelmsdóttir hefur unnið sem svína- hirðir og fangavörður Kann að herma eftir svíni Björk Vilhelmsdóttir hefur margvíslega reynslu á ferilskrá sinni en hún vann til að mynda sem svínahirðir í Danmörku. Þar lærði hún að herma eftir svínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.