Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Page 2
Óskar og JÓn Ásgeir í vinnu hJÁ ashley 2 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað flutt í Skútuvog 11 Við erum Verslun: Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 Svona græða þau á öðrum 3 Steinunn Guðbjarts­ dóttir og Páll Ei­ ríksson, starfs­ menn slitastjórnar Glitnis, láta fimm starfsmenn sem þau ráða í vinnu til lögfræðifyrir­ tækis síns vinna fyrir þrotabúið fyr­ ir 16 til 20 þúsund krónur á tím­ ann en borga þeim svo aðeins lítinn hlut af þeirri upphæð í laun. Páll segir aðspurður að fyrirtæki þeirra Steinunnar, Borgarlögmenn sf., greiði starfsmönnunum á bilinu 700 þús­ und til eina milljón króna á mánuði. „Þeir fá bara góð laun. Þetta eru góð laun miðað við stéttina. Ég gef þetta ekki upp þeirra vegna en þú ert nærri lagi,“ segir Páll. Stórhuga sjálf- stæðismenn 2 DV greindi frá því á mánudag að Sjálfstæðisflokkurinn ætli sér stórsigur í næstu þing­ kosningum. Þegar hefur fjöldi fólks verið nefndur sem hugsan­ legir kandídatar flokksins. Í þjóðar­ púlsi Capacent frá fyrri hluta septem­ ber mælist flokkurinn með 36 prósent atkvæða. Flokkurinn tapaði miklu fylgi í alþingiskosningunum 2009 en þá hlaut hann aðeins 23,7 prósent at­ kvæða. Það er töluvert minna en hann hefur mátt venjast. DV tók saman lista yfir nokkra sem hafa verið nefndir til leiks eða ætla fram fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn í prófkjörum flokksins. Milljarðalán Boga færð niður 1 DV sagði frá því að 6,3 millj­ arða króna skuld­ ir eignarhaldsfélags Boga Pálssonar, fjár­ festis og fyrrverandi forstjóra og eiganda Toyota, hafi verið færðar niður að fullu þegar hluti lánasafns gamla Kaupþings var fluttur yfir í nýja Kaup­ þing, eftir hrunið 2008. Bogi var einn stærsti hluthafi Exista, stærsta hlut­ hafa Kaupþings, fyrir hrunið 2008. Í febrúar 2007 keyptu Bogi og fjölskylda hans hlutabréf í Exista fyrir 4,8 millj­ arða í gegnum félagið sem um ræðir, Eignarhaldsfélagið Stofn. Sama dag keypti Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, hlutabréf í félaginu með láni frá Kaupþingi. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni J ón Ásgeir Jóhannesson fjár­ festir og Óskar Hrafn Þorvalds­ son fréttamaður hafa komið að því að stofna bresku íþróttasíð­ una sportsdirectnews.com síð­ ustu mánuði. Netsíðan var opnuð fyrir skömmu en á síðunni eru sagð­ ar fréttir af hinum ýmsu íþróttagrein­ um. Á síðunni kemur fram að síðan sé gefin út af og ritstýrt af félaginu Mym­e Limited sem er í eigu fyrir­ tækisins Sportsdirect International. Auðkýfingurinn Mike Ashley, eig­ andi knattspyrnuliðsins Newcastle, er eigandi Sportsdirect International en fyrirtækið á og rekur stærstu íþróttavöruverslanakeðju í Bretlandi sem ber sama nafn. Fyrirtækið rekur um 470 verslanir víða um heim, með­ al annars hér á landi. Í sumar opn­ aði Sportsdirect verslun á Smáratorgi í Kópavogi en framkvæmdastjóri hennar er sonur eiginkonu Jóns Ás­ geirs, Ingibjargar Pálmadóttur. Sá heitir Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson. Svo virðist sem Jón Ásgeir vinni nú fyrir Sportsdirect. Jón Ásgeir bað Óskar Í viðtali við DV í júlí síðastliðinn kom fram að Óskar Hrafn myndi ritstýra ótilgreindum íþróttavef í London að undirlagi Jóns Ásgeirs sem boðið hefði honum starfið. „Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt […] Við [Jón Ásgeir og Óskar Hrafn, innskot blaðamanns] höfum nú ekki alltaf verið sammála um efnistök mín á málum tengdum honum, en hann hefur greinilega einhverja trú á mér,“ sagði Óskar Hrafn en með svarinu vísaði hann til þess að þeir Jón Ásgeir tókust nokkuð á þegar sá fyrrnefndi var fréttastjóri Stöðvar 2. Í fréttaflutningi um málið í sumar vildi Óskar Hrafn ekki tjá sig um hvaða stórfyrirtæki stæði á bak við vefsíðuna. Þetta virðist hins vegar vera Sportsdirect, sama fyrirtæki og opnaði verslun á Íslandi í sumar, sem stýrt er af syni eiginkonu Jóns Ásgeirs. Í ágúst 2007 var greint frá samn­ ingaviðræðum á milli Jóns Ásgeirs og Mike Ashley um kaup á Newcastle. Þau viðskipti runnu hins vegar út í sandinn. Vinnur fyrir Mym-e Limited Fyrirtækið Mym­e Limited, sem sér um Sportsdirectnews, sérhæfir sig meðal annars í fjölmiðlaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Um er að ræða eins konar fjölmiðlavakt þar sem fyrirtækið velur og tekur saman fréttir um það helsta og mikilvæg­ asta sem er að gerast hverju sinni í heimi viðskiptanna og sendir til við­ skiptavina sinna. Þessi þjónusta fyrir­ tækisins kallast My­retail media. Á heimasíðu félagsins kemur fram að þessi þjónusta sé hins vegar aðeins byrjunin á „Mym­e­byltingunni“. Jón Ásgeir Jóhannesson kemur að vinnu þessa fyrirtækis auk Gunnars Sigurðs­ sonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Morgunblaðið greindi frá því á fimmtudaginn að eignir ráðgjafar­ fyrirtækisins JMS Partners, sem er í eigu Jóns Ásgeirs og Gunnars Sig­ urðssonar, hefðu tífaldast á árinu 2011 og numið 2,3 milljónum punda í árslok. Hagnaður félagsins nam 200 þúsund pundum í fyrra. Um­ svif þeirra Jóns Ásgeirs og Gunnars í London eru því einhver og fara vax­ andi. Ekki náðist í Óskar Hrafn á fimmtudaginn. n n Íþróttavörurisinn Sportsdirect opnar vef sem stýrt er af Íslendingum„Þetta virðist hins vegar vera Sports- direct, sama fyrirtæki og opnaði verslun á Íslandi í sumar, sem stýrt er af syni eiginkonu Jóns Ásgeirs. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Í samstarf Samstarf virðist vera á milli fyrirtækis Mike Ashley og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Sá síðarnefndi fékk Óskar Hrafn Þorvaldsson til að stýra vefsíðu sem fyrirtæki Ashley á. Missti öll fóstrin Kona sem var ófrísk af fimmbur­ um, og lét eyða tveimur fóstrum til að auka lífslíkur hinna þriggja, hefur nú misst öll fóstrin, að því er fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá á fimmtudagskvöld. Fréttatíminn greindi frá því í júní að par í Reykjavík ætti von á fimmburum. Konan var þá kom­ in þrjá mánuði á leið og ráðlögðu læknar henni að láta eyða þremur fóstrum enda fimmburameðganga áhættusöm fyrir bæði móður og börn. Þau tóku þá erfiðu ákvörðun að fækka fóstrunum í þrjú en hafa nú misst þau öll, eftir að legháls konunnar gaf sig. Sýknaður af nauðgun Hæstiréttur Íslands sýknaði á mið­ vikudag karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á skemmti­ stað á meðan hún var svo ölvuð að hún gat ekki spornað við því. Mað­ urinn hefur því verið sýknaður á báðum dómsstigum. Í dómi Hæstaréttar segir að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt mannsins, en hann hafði viðurkennt að hafa átt kynmök við konuna, en sagði þau hafa verið með hennar vilja. Stakk mann í brjóstkassann Hæstiréttur hefur staðfest gæslu­ varðhaldsúrskurð yfir manni sem grunaður er um tilraun til manndráps. Hann er grunaður um að hafa veitt öðrum manni lífshættulega áverka. Samkvæmt úrskurðinum stakk hann mann­ inn í brjóstkassann í júlí með þeim afleiðingum að hnífurinn gekk inn í vinstra lunga brota­ þolans. Maðurinn, sem neitar sök, hefur verið ákærður og hef­ ur sú ákæra verið þingfest. Verði hann sakfelldur getur hann átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.