Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Side 18
É g hafði fundið fyrir einhverjum hnúð öðrum megin í hálsinum og það var einhver lítil rödd sem hvíslaði að ég þyrfti nú eitthvað að láta líta betur á þetta. Þá fór ég til heimilislæknis sem sendi mig í ómun á hálsi og uppgötvaðist þá að það var hnútur í skjaldkirtlinum,“ segir skurðhjúkrunarfræðingurinn Kristín Hlín Pétursdóttir Bernhöft sem í lok október í fyrra greindist með krabba- mein í skjaldkirtli. Kristín, sem er að- eins 38 ára, hafði ekki haft nein ein- kenni önnur en hnúðinn sem hún fann á hálsinum og ákvað að hlusta á litlu röddina sem hvíslaði að henni að hún þyrfti nú að láta líta eitthvað betur á það. Kristín er ein þeirra mörgu ís- lensku kvenna sem greinst hafa með krabbamein og féllst á að segja sögu sína í tilefni þess að átakið Bleika slaufan stendur yfir nú í október. Áfall að fá greininguna „Læknirinn sem ómaði mig vildi að það yrði tekið stungusýni úr þessum hnúti til að greina hvers eðl- is hann væri. Í rauninni er þó ekkert óeðlilegt að konur séu með hnúta í skjaldkirtlinum, það geta verið góð- kynja hnútar sem er ekkert athuga- vert við. Þessi hnútur var allavega þannig að læknirinn sá ástæðu til þess að stinga á hann. Niðurstað- an úr þessu var semsagt að ég væri með krabbamein,“ segir Kristín. Hún segir það hafa verið talsvert áfall að fá þá niðurstöðu að hún væri með krabbamein. „Þetta er auðvitað áfall. Bara að heyra þetta orð – krabba- mein. Þú ert með krabbamein. Ég held að það sé í rauninni ekkert sem getur búið mann undir að heyra þetta.“ Erfitt fyrir fjölskylduna Hún segir það líka hafa verið erfitt fyrir eiginmann sinn og börn þeirra tvö, 10 og 14 ára, þegar hún var greind með meinið. „Þetta tekur á. Þetta kemur algjörlega eins og reiðarslag og auðvitað fær maður sjokk við að lenda í svona veikindum. Það setur öll hjól svolítið út úr förunum. Þetta tekur auðvitað á alla fjölskylduna og aðstandendur. Börnin spurðu mig fyrst: „Mamma, ertu að fara missa hárið?“ Ég held að það sé svo algeng mynd sem að fólk hefur af því þegar einstaklingur greinist með krabba- mein að hann missi hárið. Við töl- uðum bara um þetta og allir voru meðvitaðir um það sem var í gangi. En auðvitað var þetta sjokk og fólki brá mjög mikið að heyra þetta, líka kannski því ég vil nú meina að ég sé kona á besta aldri,“ segir Kristín kím- in. „Svo var ég að reyna að útskýra að ég væri nú ekki að fara missa hár- ið eða neitt svoleiðis. Þetta væri nú ekki það stórt krabbamein en á sama tíma þá hugsaði ég: hver ákveður það hvað er stórt krabbamein. Þó að þetta teljist lítið krabbamein í mínu tilfelli þá getur fólk samt upp- lifað sömu til finningar og kannski þeir sem berjast við erfiðara krabba- mein.“ Viðbrigði að vera sjúklingur Kristín er vön að vera hinum megin við borðið í starfi sínu sem skurð- hjúkrunarfræðingur, í hlutverki þess sem hjálpar þeim veika. Það voru því viðbrigði fyrir hana að vera orðin sjúk- lingur en þar sem hún er öllum hnút- um kunn innan heilbrigðis kerfisins þá vissi hún vel út í hvað hún var að fara þegar skera þurfti meinið burt. „Ég er vön að vera hinum megin við borðið. Maður á að sjálfsögðu aldrei von á því að lenda sjálfur í sjúklinga- hlutverkinu. En þar sem ég er nú sjálf í heilbrigðisgeiranum þá veit hvað við eigum flotta skurðlækna, hjúkrunar- fræðinga og svæfingarlækna þannig að ég vissi að það yrði vel hugsað um mig. Ég vissi að ég yrði alltaf í góðum höndum þegar ég fékk að vita að það þyrfti að skera skjaldkirtilinn í burtu. Þannig að mér fannst ég alltaf vera frekar róleg yfir því að þurfa í aðgerð.“ Í einangrun í þrjá daga Hún fór í aðgerð þar sem skjaldkirtill- inn var fjarlægður. Aðgerðin gekk vel og Kristín var frá vinnu í um fimm vikur. „Ég fór í aðgerðina og síðan í geislavirka joðmeðferð nokkru seinna. Hún felur í sér að maður drekkur geislavirkt joð eða tekur töfl- ur, það er misjafnt hvernig það er, og er svo í einangrun uppi á Landspít- ala í þrjá daga. Þá talaði ég bara við fjölskylduna í gegnum Skype. Börn- unum fannst það dálítið skondið að sjá mömmu bara í gegnum tölvuna, liggjandi uppi í sjúkrarúmi,“ segir hún hlæjandi. Bati Kristínar hefur verið góð- ur. „Ég er laus við krabbameinið,“ segir hún brosandi. Hún mun þó þurfa að taka lyf til æviloka vegna þess að skjaldkirtillinn var tekinn og hún er undir eftirliti lækna. „Það hefur gengið rosalega vel hjá mér að ná jafnvægi á þessum lyfjum, hjá sumum tekur það langan tíma en það hefur gengið vel hjá mér. Ég fer núna í eftirlit til krabbameinslæknis tvisvar á ári í fimm ár. Núna trúi ég bara og treysti ekki öðru en að það verði alltaf allt í lagi eins og ég gerði áður en ég greindist. Ég reyni að taka þessu bara eins og hverju öðru verk- efni og setja reynsluna í pokann.“ Hlusta á innsæi sitt Kristín hvetur alla til þess að hlusta á innsæi sitt gruni þá að eitthvað sé að. Það gerði gæfumuninn í hennar tilfelli. „Í mínu tilfelli var ég með hnúð öðrum megin á hálsinum sem var algjörlega ótengt skjaldkirtlin- um, var ekki einu sinni á sama stað. Þannig að ég segi alltaf að þessi litla rödd sem er þarna, maður verður að læra að hlusta á hana. Ef það er eitt- hvað sem maður hefur tilfinningu fyrir finnst mér að það eigi að fylgja henni eftir. Ég var nýbúin að vera í blóðprufum og það komu engar hormónabrenglanir fram í þeim sem kemur oft fram þegar eitthvert ólag er komið í skjaldkirtilinn. Í mínu til- felli var þetta alveg einangrað við skjaldkirtilinn, það voru komnir hnútar báðum megin í skjaldkirtil- inn en það var ekkert farið að dreifa sér sem betur fer. Þetta hefði líklega ekkert komið í ljós fyrr en eftir 2–3 ár að mati lækna þegar það hefði ver- ið búið að stækka eða dreifa sér ef ég hefði ekki látið kíkja á þetta. Þannig að þessi litla rödd, maður á að hlusta á hana. Fyrst og fremst hvet ég alla til að fara til læknis ef eitthvað vek- ur grunsemdir hvað þetta varðar og láta líta á það. Hlusta á sína innri rödd sem við öll höfum en gleymum stundum að hlusta á.“ n 18 Fréttir 5.–7. október 2012 Helgarblað Krabbamein í skjaldkirtli n Krabbamein í skjaldkirtli eru fremur sjaldgæf æxli en hafa þó verið hlutfalls- lega algengari hér á landi en víða annars staðar. Þau eru um 2% allra krabbameina sem greinast á Íslandi og eru mun algengari hjá konum en körlum. Á árunum 2006–2010 var nýgengi þessara æxla hér á landi 2,4 af 100.000 hjá körlum og 9,9 af 100.000 hjá konum. Meðalaldur þeirra sem greinast með skjaldkirtilskrabbamein á Íslandi er um 55–60 ár. Skurðaðgerð er meginmeð- ferð skjaldkirtilskrabbameina. Fæstir hnútar sem finnast í skjaldkirtli eru krabbamein, flestir þeirra eru góðkynja breytingar. Til eru nokkrar gerðir krabbameina í skjaldkirtli og batahorfur sjúklinga eru mjög mismunandi eftir því hvaða æxlisgerð um er að ræða. Oftast eru þó horfur þeirra sjúklinga sem grein- ast með skjaldkirtilskrabbamein góðar. (Af vef Krabbameinsfélagsins) Bleika slaufan n Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Í ár er átakið Bleika slaufan haldið í þrettánda sinn og októbermánuður er helgaður átakinu. Árlega koma um 28.000 konur til krabbameinsleitar í Leitarstöð Krabbameins- félagsins við Skógarhlíð og á vegum félagsins um land allt. Um 660 konur greinast árlega með krabbamein, þar af um 200 með krabbamein í brjóstum. n Bleika slaufan í ár er hönnuð og smíðuð af SIGN. Nælan samanstendur af tveimur blómum er sveigjast um hvort annað og eru táknmyndir kvenna. Bakhlið nælunnar sýnir tvo fjögurra blaða smára. Sagan segir að þeir sem finni smárann njóti gæfu. Forsvarsmenn átaksins hvetja fólk til þess að styðja baráttuna gegn krabbameinum hjá konum og hafa slaufuna sýnilega. n Greindist með krabbamein í skjaldkirtli n Hvetur konur til að hlusta á sína innri rödd „Þú ert með krabbamein“ Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is „Þetta er auð- vitað áfall. Bara að heyra þetta orð – krabbamein. Þú ert með krabbamein. Áfall að greinast Kristín Hlín segir það hafa verið áfall að greinast með krabbamein enda teldi hún sig vera á besta aldri. MYND PRESSPHOTOS.BIZ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.