Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 5.–7. október 2012 Al-Kaída kennt um skógarelda Skógareldar sem kviknað hafa í Evrópu undanfarin misseri eru hryðjuverkasamtökunum al- Kaída að kenna. Þetta er mat Al- exanders Bortnikov, yfirmanns öryggislögreglu Rússlands. Al- exander segir að íkveikjurnar séu nýtt herbragð samtakanna, þær séu ódýrar og nokkuð ár- angursríkar. „Íkveikjurnar gera þeim kleift að valda miklu fjár- hagslegu tjóni án þess að kosta miklu til,“ er haft eftir honum á vef rússnesku fréttaveitunnar RIA Novosti. Máli sínu til stuðn- ings bendir hann á umræður á vefsíðum tengdum al-Kaída að þar sé fólk beinlínis hvatt til að kveikja í. Romney hafði betur Mitt Romney, frambjóðandi repúblikana fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum, hafði betur gegn Barack Obama, sitjandi forseta, í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir komandi forsetakosningar. Kappræðurnar fóru fram á miðvikudagskvöld í Denver. Samkvæmt nokkrum skoðana- könnunum sem framkvæmdar voru eftir kappræðurnar sögð- ust á bilinu 46–67 prósent að- spurðra telja að Romney hefði staðið sig betur. Einungis 22–25 prósent aðspurðra sögðu að Obama hefði haft betur. Stjórn- málaskýrendur eru á sama máli og segja að Romney hafi haft yfir höndina lengst af og Obama verið hikandi. Milljarður á Facebook Notendur samskiptavefsíðunnar Facebook eru í fyrsta sinn komnir yfir einn milljarð. Þetta tilkynnti stofnandinn, Mark Zuckerberg, á fimmtudag. „Það er frábært að hafa aðstoðað þús- und milljónir fólks að tengj- ast. Ég er langstoltastur af því í lífi mínu,“ sagði Zuckerberg og bætti við að notendur hefðu til að mynda sett 219 milljarða mynda á samskiptasíðuna. Þetta þykja vera góð tíðindi fyrir Facebook, ekki síst í ljósi þess að gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu hafa lækkað talsvert í verði frá því að það var sett á markað fyrr á árinu. Ósáttir kynferðisafbrotamenn n Vilja gefa börnum sælgæti á hrekkjavökunni en fá ekki Ó venjulegt mál er komið upp í borginni Simi Valley í Kali- forníu. Fyrir um mánuði sam- þykktu yfirvöld í borginni að dæmdum kynferðisbrotamönnum yrði meinað að gefa börnum sælgæti á hrekkjavökuhátíðinni sem gengur í garð vestanhafs í lok mánaðarins. Á hrekkjavökunni ganga börn jafn- an á milli húsa og biðja húsráðend- ur um sælgæti eða eiga ella á hættu að vera gerður grikkur. Auk þess var þessum mönnum, sem eru á sérs- tökum lista yfir dæmda kynferðis- brotamenn, meinað að skreyta heimili sín, til dæmis stilla upp graskerum við heimili sín eins og tíðkast. Þessi ákvörðun borgaryfirvalda hefur orðið til þess að nokkr- ir þessara kynferðisbrotamanna hafa ákveðið að stefna yfirvöldum í Simi Valley. Telur lögmaður þeirra að brotið sé gegn tjáningarfrelsis- ákvæði bandarísku stjórnarskrár- innar. 119 kynferðisbrotamenn eru skráðir í borginni en nöfn 67 þeirra eru birt opinberlega. Telja yfirvöld borgarinnar að hrekkjavakan veiti kynferðisbrotamönnum „kærkomið tækifæri“ til að brjóta kynferðis lega gegn börnum. Bandaríska blaðið Los Angeles Times greindi frá mál- inu á dögunum og þar var haft eft- ir lögreglu að enginn þeirra glæpa- manna, sem eru á lista yfir dæmda kynferðisbrotamenn, hafi framið brot sín á hrekkjavökunni. „Þetta minnir á Þýskaland nas- ismans þegar gyðingar voru merkt- ir gulum stjörnum til að bera opinberlega,“ segir lögmaður kyn- ferðisbrotamannanna, Janice Bellucci, í samtali við Los Angeles Times. Borgaryfirvöld í Simi Valley segjast ekki óttast málsóknina og að ákvörðunin verði ekki dregin til baka. n Vilja vera með Kynferðisbrotamenn vilja fá að gefa börnum sælgæti en borgaryfir- völd telja að þeim sé langt í frá treystandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.