Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.2012, Blaðsíða 25
Viðtal 25Helgarblað 5.–7. október 2012 Hélt hann myndi drukkna í eigin ælu Til að að koma hálslið Gísla í réttar skorður var járnspöng boltuð inn í höfuðkúpuna á honum og hann lagður í rúm sem hallaði þannig að fæturnir vísuðu niður. Svo voru lóð fest á spöngina og látin hanga nið- ur úr rúminu að aftanverðu til að lyfta höfðinu frá líkamanum. Í öllu þessu ferli upplifði Gísli fyrst ótta nóttina eftir að hann kom inn á spítalann þegar hon- um fannst hann þurfa að kasta upp. Hann var algjörlega bjargar- laus og móðir hans lá sofandi í stól við hliðina á rúminu. „Ég hugsaði: frábær endir, ég er kominn inn á sjúkrahús, búið að græja og gera allt en ég á eftir að deyja með því að drukkna í minni eigin ælu. Alveg týpískur endir að deyja þannig.“ Það gerðist þó augljóslega ekki. Í annað sinn á einum sólarhring var líkt og æðri máttarvöld vektu yfir honum því þegar Gísli var að því kominn að kasta upp vakn- aði móðir hans skyndilega. „Hún horfði beint í augun á mér, hljóp fram án þess að spyrja nokkurs og náði í hjúkrunarfræðing sem kom með sprautu, stakk mig í magann og ógleðin hvarf.“ Bati Gísla gekk vonum framar, hálsliðurinn small í réttar skorður á örfáum dögum og hann fékk sér- smíðaðan hálskraga með stuðningi niður á bringu sem skorðaði háls- inn af í nokkra mánuði. Vildi ekki fara á Grensás Gísli var í raun gangandi kraftaverk og sýndu fjölmiðlar honum mikinn áhuga þegar hann gekk sjálfur út af spítalanum nokkrum vikum eft- ir slysið. „Gengur út alheill,“ sögðu fyrirsagnirnar. Hann gekk þó bara nokkur skref út um spítaladyrnar fyr- ir fjölmiðlana og settist svo niður í hjólastól. Hann stóð þó fljótlega upp aftur og hefur gengið óstuddur síðan. Ráðgert var að Gísli yrði í sex mánuði í endurhæfingu á Grensás en hann hélt nú ekki. „Ég ætlaði sko alls ekki á Grensás, hafði engan tíma fyrir svoleiðis vitleysu. Ég var í skóla og þurfti að sinna honum.“ Og þar við sat. „Ég fór eiginlega á minn eigin Grensás. Ég er ótrúlega heppinn að eiga vini sem á þessum aldri nenntu að gera það sem þeir gerðu fyrir mig. Þeir fóru með mig í sund nánast á hverjum degi,“ segir Gísli og greina má þakklæti í rödd hans. Þar sem hann var mjög við- kvæmur og með hálskraga þurftu vinirnir að aðstoða hann við að þurrka sig og ýmislegt fleira í sundi. „Þetta var töluverð vinna og að leggja þetta á sig fyrir ein- hvern vin, það held ég að sé ekki annað en sönn vinátta. Og hún er ennþá til staðar í dag og jafn mikil. Án vina minna hefði ég ekki komst svona vel út úr þessu.“ Gísli jafnaði sig nokkuð vel á inn- an við ári og hélt áfram bæði flug- náminu og í MS. Greindist með lífshættulegan hraðslátt Fljótlega kom þó annar afturkipp- ur í líf Gísla sem gerði út um æsku- draum hans; flugmannsstarfið. Hann hafði um árabil verið að fá óútskýrð krampaköst sem fylgdu yfirliðum en um þetta leyti fóru köstin að ágerast. „Þetta byrjaði þannig að ég var að detta niður og það leið yfir mig í tíma og ótíma. Í kringum tvítugt fór þetta að ágerast og ég fór að fá einhvers konar krampa.“ Hann gerði sér grein fyrir því að svona gat þetta ekki geng- ið í fluginu og leitaði til læknis „Það voru ýmsar greiningar á þessu. Á tímabili var ég greindur með flogaveiki og var settur á flogaveikilyf sem ég fékk ofnæmi fyrir þannig að ég þurfti að fara aftur á sjúkrahús út af því. Ég bólgnaði allur upp og þurfti að fara á massífan sterakúr.“ Eftir að hafa verið greindur floga- veikur hélt Gísli áfram að fá köst reglulega og var bent á að leita að- stoðar geðlæknis til að kanna hvort köstin væru hugsanlega tengd and- legum veikindum. Sjálfur taldi hann það ósennilegt. Eftir að hafa gengið á milli lækna í fjögur ár og fengið hinar ýmsu grein- ingar var honum loksins beint til hjartalæknis. „Hann setti í mig mæli- tæki undir húð við hjartað sem ég var með í rúmlega hálft ár. Á þess- um tíma hafði ég lokið við mennta- skólann og var á sjó. Ég fékk tvö áföll á tímabilinu. Þegar ég fékk það síð- ara var ég í fríi en var á leið aftur út á sjó. Læknirinn hringdi í mömmu og sagði henni að ég yrði að koma eins og skot í uppskurð.” Gísli hafði greinst með arrhythmia eða hrað- slátt og nauðsynlegt var að græða í hann svokallaðan bjargráð. „Næst þegar ég kom í land fór ég beint í undirbúning og undir hnífinn og tækið var sett í mig. Ég var kannski heppinn, það er svo erfitt að greina þetta,“ segir Gísli af þeirri auðmýkt sem einkennir hann. Bjargráðn- um var komið fyrir árið 2003 og er honum ætlað að grípa inn í ef hjart- slátturinn fer úr skorðum. Orðinn vanur áföllunum Síðan tækið var grætt í Gísla hefur hann fengið nokkur áföll þar sem liðið hefur yfir hann en bjargráður- inn hefur þó ekki þurft að grípa inn í. „Kannski er þetta að gerast af ein- hverjum öðrum orsökum eða þá að tækið er stillt á ákveðinn hátt og köstin hafa ekki verið það alvarleg,“ útskýrir hann. „Þetta virkar auðvitað óhuggulegt fyrir fólk sem er í kring- um mig en maður siglir alltaf ein- hvern veginn í gegnum þetta.“ Gísli er í raun orðinn það van- ur köstunum að fyrir honum eru þau ekki mikið tiltökumál. „Sumum finnst ég vera orðinn of vanur þessu og fjölskyldunni finnst að ég mætti taka þetta aðeins alvarlegar. Ég held bara að það þýði ekkert að lifa í ein- hverri loftbólu. Auðvitað reynir mað- ur að passa að ögra ekki hlutun- um en maður verður bara að halda áfram að lifa lífinu.“ Köstin koma ekki alveg fyrirvara- laust því Gísli finnur fyrir hálfgerð- um fiðringi í hjartastað áður en þau ríða yfir. „Maður hefur heyrt um íþróttafólk sem er í góðu formi, lifir heilbrigðu lífi, drekkur lítið og notar ekki eiturlyf, sem dettur niður á æf- ingu. Jafnvel áður en æfing hefst. Án þess að ég sé læknir eða neitt slíkt þá hljómar það mjög svipað og það sem ég hef upplifað.“ Sá ljósið og fann sælutilfinningu Læknarnir sögðu við Gísla eftir að- gerðina að mörg þau áfalla sem hann hafði fengið hefðu án nokkurs vafa verið spursmál um líf og dauða. „Ég er búinn að upplifa það, að sjá ljós- ið. Hvað sem ljósið er,“ segir Gísli varfærnislega. Í það skipti fékk hann alvarlegt áfall og var næstum því dá- inn. „Upplifun mín af því var þannig að ég fann fyrst fyrir þessum óþægi- lega fiðringi í brjóstkassanum. Svo datt ég út.“ Gísli staldrar við í frásögn- inni. Hann á erfitt með að færa upp- lifunina í orð. „Mér fannst fyrst eins og allt yrði svart en svo var eins og allt yrði hvítt. Þetta var eins og bjarmi og ég fann fyrir ólýsanlegri sælutilf- inningu. Svo fékk ég „memoryflas- hback“ og myndirnar streymdu eins og „slideshow“ fyrir augunum á mér. Og líka vídeó-bútar.“ Gísli er einlæg- ur í frásögn sinni og veit í raun ekki hvort til sé einhver rökrétt skýring á því sem gerðist. Hann hefur þó sjálf- ur ákveðnar hugmyndir um að heil- inn hafi í þessu ástandi losað um efni sem framkölluðu upplifunina. Honum fannst ástandið vara heila eilífð en í raun var aðeins um örfáar mínútur að ræða. „Mér fannst þetta þægileg upplifun. Ég var ekki hrædd- ur við hana, þó ég væri ekki tilbúinn að fara strax.“ Heillaði kaupsýslumenn á Hótel Örk Gísla þótti erfitt að gefa æskudraum- inn um flugmannsstarfið upp á bát- inn en ákvað þó að falla ekki í gryfju sjálfsvorkunnar eða reiði. „Ég hef alltaf litið á það þannig að mað- ur gefist ekki upp, maður finnur sér bara eitthvað nýtt. En eftir mennta- skólann vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í rauninni og ég endaði fyrir til- viljun á sjó, tveimur dögum eftir að ég útskrifaðist úr skóla.” Hann ætlaði í einn túr sem varð að þremur árum. Eftir tvö ár á sjónum var Gísli staddur á Hótel Örk þar sem hann heyrði fyrir tilviljun konu taka lagið uppi á sviði og ákvað að spyrja hana hvort hann mætti ekki taka með henni dúett, sem þau gerðu. Þessir óvæntu tónleikar Gísla á Örkinni áttu eftir að stýra lífi hans af sjónum og í allt aðra átt. „Það var þarna hópur kaupsýslumanna sem vildu endilega tala við mig eftir þetta. Þeir spurðu mig hvort ég væri í söngnámi og það varð eiginlega úr að þeir sögðu að ef ég kæmist inn í góðan söngskóla í Evrópu, þá myndu þeir styrkja mig. Þá kviknaði ljós í kollinum á mér.“ Gísli hafði alltaf verið söngelskur, sungið mikið fyrir sjálfan sig í gegn- um tíðina og stundum fyrir aðra. Hann hafði þó aldrei hugsað um sönginn sem hugsanlegt lífsviður- væri. Honum fannst þetta heillandi hugmynd, að sameina útþrána og sönginn með þessum hætti. Úr varð að hann fór að sækja einkatíma í söng hjá Gunnari Guð- björnssyni, söngvara og söngkenn- ara. „Það var alveg æðislegur tími að vera með honum. Hann er alveg frá- bær kennari og persóna. Hann hvatti mig til að kýla á að fara í inntökupróf í erlendum skólum. Kannski gengi það og kannski ekki.“ Komst inn í söngskóla og missti röddina Gísli tók söngkennarann sinn á orðinu, þreytti inntökupróf við Franz Schubert Konservatorium-skólann í Vín haustið 2004 og komst inn. Kaupsýslumennirnir á Örkinni sem lofað höfðu að styrkja Gísla stóðu þó ekki við gefin loforð. Hann grét það þó ekki. „Þetta varð mér allavega sú hvatning að ég fór að elta þennan draum. Ég er bara þakklátur fyrir það þó þeir hafi ekki styrkt mig.“ Í Vín kynntist Gísli Ívari Helgasyni söngvara sem reddaði honum auka- hlutverki í söngleiknum Sexy Barb- arella Rock Musical sem sýndur var í stærsta söngleikjahúsi Vínarborgar. Gísli hreppti einnig eitt af aðalhlut- verkunum í verki sem sett var upp í skólanum og framtíðin virtist blasa við honum í söngnum þegar ský fór að draga fyrir sólu. Hann fór að finna að eitthvað var að röddinni en áttaði sig ekki á því hvað það var. Hvort hann væri ekki að ná tækninni eða beita röddinni vitlaust. Gísli skellti skuldinni á söng- kennarinn sinn og skipti um kennara og svo um skóla en allt kom fyrir ekki. Það var eitthvað að röddinni. „Eins og þú heyrir núna þá er ég aðeins farinn að missa röddina,” bendir Gísli blaðamanni á sem tek- ur ekki eftir neinu fyrr en hann bein- ir athyglinni að því. „Ég á erfitt með að halda stuðningi og anda rétt,” bætir hann við og blaðamaður tekur eftir því að það er eins og röddin bregðist, en þó aðeins í nokkrum orðum, áður en hann nær tökum á henni á nýjan leik. Hætti að geta talað Gísli fór til læknis sem gekk úr skugga um að hann væri ekki að skaða sig með söngæfingunum. „Þetta gekk upp og ofan. Sumir dagar voru góð- ir en aðrir verri. En mér fannst sem mér hrakaði hratt.“ Eftir því sem tím- inn leið og röddin virkaði ekki sem skyldi rann það upp fyrir Gísla að hann gæti ekki verið að eyða fleiri milljónum í söngnám sem mundi ekki skila neinu. Í mars 2007 ákvað hann því að snúa aftur til Íslands. „Ég kom stórskuldugur og radd- laus heim og flutti inn til mömmu sem ég hafði ekki búið hjá síðan ég var 16 ára.“ Rödd Gísla hélt áfram að hraka þrátt fyrir að hann væri ekkert að reyna á hana og hann gat varla orðið talað. Hann leitaði ráða hjá gamla söngkennaranum sínum, Gunnari Guðbjörnssyni, sem reyndi að hjálpa honum. „Það vissi enginn hvað var að mér. Hvort ég hefði verið eyðilagð- ur í skólanum úti eða hvað?” Gunnar beindi Gísla til annars kennara sem fór með honum alveg í grunninn á raddbeitingunni. Hann var látinn öskra eins og górilla og fleira til að reyna að ná tengingu aftur við radd- böndin. „Þetta var farið að snúast um það eitt að ég gæti talað. Ef hann hefði ekki haldið mér í formi þá hefði ég ekki getað talað á þessu tímabili.“ Fékk loksins greiningu Haustið 2007 missti Gísli svo röddina nánast alveg. Hann gat ekki klárað setningar og varla gert sig skiljan- legan. „Það fannst mér eiginlega það erfiðasta sem ég hef upplifað. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að tala. Mér finnst gaman að tala, segja brandara og vera með. Röddin mín hefur ver- ið allt sem ég á,“ segir Gísli einlægur. Hann hræddist það að verða radd- laus. Hann gat sagt brandara og enginn heyrði hvað hann sagði og fólk vorkenndi honum, sem gerði bara illt verra. Þetta ástand fannst honum ógnvekjandi. Hann gekk á milli lækna og prófaði ýmislegt án árangurs. Að lokum, árið 2008, hitti hann háls-, nef- og eyrnalækni sem tengdi raddleysið við skíðaslysið. Hann var greindur með „spasmodic dysphonia“ sem eru spasma-kippir í raddböndum. Lausnin var að Gísli fengi bótox-sprautur í hálsinn á fjögurra mánaða fresti til að halda röddinni virkri. Sprautunum fylgdu ýmsar aukaverkanir og þær virkuðu misvel. Viðbúið var að bótoxið þyrfti að fylgja Gísla ævina á enda en hann þrjóskaðist við, líkt og honum einum er lagið. Dreymir um að gefa út disk „Ég fór í sprautur reglulega og var bú- inn að sjá það út að ég fengi yfirleitt aukaverkanir í byrjun tímabilsins en um mitt tímabilið og fram til loka þess var ég í mjög góðu söngformi.” Á síðasta ári fannst Gísla hann vera orðinn það góður að hann hætti í bótox-sprautunum. Hann hefur haldið það út og getur vel talað þrátt fyrir sveiflur í röddinni, sem koma yfirleitt fram þegar hann er þreyttur eða í glasi. „Ég vil sýna að ég vinni á þessu líka. Ég þarf að vinna allt svona og er ekki tilbúinn að gefast upp strax og þurfa að vera á lyfjum það sem eftir er,“ segir hann ákveðið. Gísli finnur að hann er betri og tímabilin sem röddin er í lagi verða sífellt lengri. „Ég syng núna, allavega í sturtu og stundum fyrir fólk. Það fer eftir því hvernig liggur á mér,” seg- ir hann brosandi. Það skiptir hann augljóslega miklu máli að geta feng- ið útrás fyrir sönginn á einhvern hátt þrátt fyrir að draumurinn sem kvikn- aði í brjósti hans um að hafa af hon- um atvinnu, hafi fjarað út. „Draumurinn er að geta upplif- að stutt tímabil þar sem ég er góður og get haldið eina tónleika og gefið út einn disk. Ég þarf að klára þetta fyrir mig einhvern veginn. Kannski verður það ekki fyrr en um sjötugt,” segir hann hlæjandi. „En ég hef alla- vega lært að vera mjög þolinmóður af þessu öllu. Ég held að þolinmæði mín sé nánast óþrjótandi.” „Það hafa svo margir upplifað slæma hluti og í rauninni hef ég ekki áorkað neinu nema lifa af, allavega ennþá. „Ég vil ekki skilja í reiði við nánustu vini og ættingja því maður veit aldrei hvenær einhver fer Gangandi kraftaverk 19 ára gamall lenti Gísli í alvarlegu skíðaslysi. Hann fór úr hálslið og íslenskir læknar höfðu aldrei séð lifandi einstakling með jafn alvarlega hálsáverka. mynDir SiGtryGGur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.