Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Qupperneq 17
Neytendur 17Mánudagur 19. nóvember 2012
Bílaverkstæði
Varahlutaverslun
Smurstöð
Dekkjaverkstæði
Bremsur,
spindilkúlur,
stýrisendar,
o.fl., o.fl.
Allar gerðir
bætiefna fyrir
vél, drif
og gírkassa
www.bilaattan.is
Allt á einum stað
n Vildarpunktar kreditkortanna safnast hægt n Árgjaldið lægst hjá American Express n Finndu hvaða kort hentar þér
Ekki Eltast við punktana
Landsbankinn
Gull A-kort
Árgjald: 8.900 kr.
Söfnun: Safnar 5 Aukakrónum af
hverjum 1.000 kr. af innlendri verslun
kortsins. Veruleg viðbótarsöfnun hjá
samstarfsaðilum.
Notkun: Aukakrónur má nýta hjá
samstarfsaðilum.
Gull Vildarkort
Árgjald: 8.900 kr.
Söfnun: Safnar 5 vildarpunktum í
Icelandair Saga Club af hverjum 1.000
krónum.
Notkun: Hægt að nota til að kaupa flug
og hótel hjá Icelandair.
Gullkort með ferðaávísun
Árgjald: 9.500 kr.
Söfnun: Safnar 5 krónum af hverjum
1.000 krónum af innlendri verslun í
MasterCard ferðaávísun hjá söluaðilum
sem hafa sölusamning við Borgun.
Korthafar fá 5.000 króna ferðaávísun
við stofnun fyrsta korts.
Notkun: Korthafar fá senda ávísun einu
sinni á ári sem þeir geta notað hjá öllum
helstu ferðaskrifstofum og flugfélögum
á íslandi.
Íslandsbanki
Gullkort tengt við Vildarklúbb Íslandsbanka
Árgjald: 9.000 krónur Árgjald fyrir aukakort: 4.000 krónur
Söfnun: Innlend notkun kortsins, með reglulegum sparnaði, viðbótarlífeyrissparnaði,
bílafjármögnun hjá Ergo, þjónusta hjá Eignastýringu eða Einkabankaþjónusta hjá VÍB.
Notkun: Punktum er hægt að breyta í peninga, sparnað, góðgerðarmál, ferðaávísun
MasterCard eða vildarpunkta Icelandair.
Gullkort með Vildarpunktum Icelandair
Árgjald: 9.000 krónur Árgjald fyrir aukakort: 4.000 krónur
Söfnun: Kortið safnar 5 vildarpunktum Icelandair fyrir hverja 1.000 kr. innlenda notkun
hjá söluaðilum í færsluhirðingu hjá Valitor. Einnig fást sérstaklega vildarpunktar vegna
viðskipta við Icelandair og ýmsa samstarfsaðila í verslun og þjónustu.
Notkun: Hægt er að nota vildarpunktana til farseðlakaupa samkvæmt reglum Icelandair.
Söfnunarleið Íslandsbanka
Upphæð í þúsundum Gullvildarpunktar á mánuði
20 til 49 550
50 til 99 650
100 til 149 800
150 til 199 1.000
200 til 249 1.300
250 til 299 1.600
300 til 349 2.050
350 til 399 2.400
400 til 459 2.900
450 til 500 3.150
500 + 3.900
American
Express
Classic-kort
Árgjald: 8.500
Aukakort: 4.250
Söfnun: 8 punktar fyrir hverja 1.000
króna notkun innanlands óháð færslu-
hirðingu. 8 punktar fyrir hverja 1.000
króna notkun erlendis óháð færslu-
hirðingu. 12 punktar fyrir hverja 1.000
króna verslun við Icelandair. 8 punktar
fyrir hverja 1.000 króna verslun á netinu.
5.000 upphafspunktar. Félagamiði hjá
Icelandair ef ársvelta fer yfir 3.6 milljónir.
5.000 vildarpunktar þegar félagamiða
er náð.
Notkun: Punktana má nota hjá
samstarfsaðilum auk þess sem hægt er
að nota þá á points.com en þar er hægt
að kaupa gjafabréf fyrir punktana hjá
verslunum eins og amazon.com, Best
Buy og Target.
Félagamiði
Þegar meðlimur kaupir sér Vildarmiða
á hann rétt á samskonar miða fyrir
ferða félaga í sama flug. Korthafinn
getur leyft hverjum sem er að nýta
Félaga miðann en verður sjálfur að
ferðast með á Vildarmiða. Skilyrði er
að Félaga miði og aðalmiði hefji ferð
saman. Korthafar Classic Icelandair
American Express eiga rétt á Félaga-
miða fari velta á kortinu yfir 2.6 millj-
ónir á 12 mánaða tímabili. (3.6 milljónir
eftir 27. janúar 2013).Arion banki
Gull e-kort VISA
Árgjald: 9.900 krónur
Árgjald aukakorts: 4.950
krónur
Söfnun: Safnar 0,5 prósenta
endurgreiðslu hjá fyrirtækjum
sem eru með sölusamning við
Valitor.
Notkun: Endurgreiðsla í
desember.
Gull Vildarkort VISA
Árgjald: 9.900 krónur
Árgjald aukakorts: 4.950 krónur
Tengigjald við Icelandair: 1.500 krónur og árlega safnast 2.500 vildarpunktar
Söfnun: 3 vildarpunktar á 1.000 krónur af innlendri veltu hjá söluaðilum sem eru með
sölusamning við Valitor.
Notkun: Hjá samstarfsaðilum Icelandair Saga Club.
Ekki elta punktana
n „Ég mundi ekki keyra hringveginn bara til þess að safna punktum á öllum bensínstöðvunum, “ segir Ingólfur
H. Ingólfsson hjá Sparnaði ehf. aðspurður hvernig hann líti á vildarpunkta sem kreditkortahafar geta safnað og
hvort það borgi sig að eltast við þá. Hann segir jafnframt að hann mundi ekki versla við dýrustu verslunina þótt
þar fengi hann vildarpunkta. Það borgi sig aldrei. Ingólfur ráðleggur fólki að nota kreditkort einungis til að greiða
fyrir föst útgjöld, svo sem mánaðarlega reikninga eins og tryggingar og fleira. Ef maður safni punktum með því
þá sé það bónus og þá má kíkja fyrir áramótin hve mikið af punktum maður hefur safnað og nýta sér þá.
n „Ég mundi ekki nota kreditkort til daglegra nota því með því er ég í rauninni að skuldsetja mig fyrirfram. Þó notkun á debetkorti kosti
eitthvað mundi ég frekar nota það því þá er ég að ganga á pening sem ég á. Best af öllu er þó að taka út pening og skammta sér svokallaðan
vasapening. Þá er gott að ákveða að hann eigi að duga til dæmis út vikuna og standa við það,“ segir hann og bætir við að það sé merkilegt hve
íhaldssöm við verðum þegar við erum með peningana í höndunum. Hann segist ekki geta sagt til um hvaða kort eru best eða hagstæðust því
það sé afar misjafnt hvað fólk sé að leita að. Aðspurður hvort hann hvetji korthafa til að reyna að fá árgjöld kortanna felld niður segir hann að
það sé ekki spurning. „Maður á alltaf að reyna að prútta, hvort sem það er í Kolaportinu eða hjá kortafyrirtækjunum.“
Punktasöfnun Icelandair Saga Club
Hér þarftu að versla til að safna vildarpunktum Icelandair
Flug: Hótel:
Icelandair Icelandair hótelin
Saga Shop og Saga Kitchen Hilton Worldwide
Alaska Airlines Hótel Edda
Finnair Park Plaza®
Flugfélag Íslands Radisson Blu og Park Inn
Vita Radisson Hotels & Resorts®
Bílaþjónusta: Verslun og þjónusta:
Hertz bílaleigan Olís og ÓB
Sixt bílaleiga VISA og Icelandair
Bílahótel
Iceland Excursion
Tekur langan tíma að safna
Kreditkortafyrirtækin auglýsa
punkta-söfnun sína í gríð og erg en
hún getur tekið langan tíma. Aðrir
hlutir eru mikilvægari þegar kemur
að því að velja rétta kortið fyrir þig.