Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2012, Side 20
20 Sport 19. nóvember 2012 Mánudagur
Fjöldi markameta í hættu
n Lionel Messi orðinn níundi markahæsti leikmaður á Spáni frá upphafi
N
ý vika og nýjar fréttir af ham
förum Argentínumannsins
Lionel Messi fyrir framan
mark andstæðinga Barcelóna.
Nýliðin helgi var í engu frábrugð
in; Messi skoraði tvívegis í leik sinna
manna gegn Real Zaragoza.
Ekki nóg með að byrjun Barce
lóna á þessari leiktíð sé nú sú besta,
ekki aðeins í sögu þess félags held
ur á Spáni en reyndar deilir liðið
þeim árangri með liði Real Madrid
frá tímabilinu 1991 til 1992. Einn sig
ur í viðbót tryggir að Börsungar fari
í sögubækurnar. Ekkert er þó gefið í
næsta leik liðsins gegn Levante á úti
velli.
Messi sjálfur er markahæstur á
þessari leiktíð með alls sautján mörk
meðan helsti keppinautur hans
Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid
hefur „aðeins“ skorað tólf sinnum á
tímabilinu. Á hæla þeirra kemur svo
hinn kólumbíski Falcao sem mjög er
bitist um af stórliðum Evrópu.
Nú vantar Argentínumanninn
aðeins sjö mörk í viðbót á þessu ári
til að jafna 40 ára markamet Þjóð
verjans Gerd Müller sem skoraði
85 mörk á einu og sama keppn
istímabili og hefur enginn komist
nálægt því fyrr en nú.
En ekki nóg með það. Messi er
orðinn, aðeins 25 ára gamall, ní
undi markahæsti leikmaður í efstu
deild á Spáni frá upphafi. Mörk
hans nú um helgina voru númer
185 og 186 í treyju Barcelóna og það
aðeins í 226 deildarleikjum. Með
al þekktra nafna sem enn eru fyr
ir ofan kappann á þeirri töflu má
nefna Raúl hinn spænska sem lengi
gerði garðinn frægan hjá Real Ma
drid. Raúl er í þriðja sætinu en hann
skoraði alls 228 mörk á sínum ferli í
spænsku deildinni og þurfti til þess
550 leiki. n
Markahæstir á Spáni nú
Mörk m/skotum m/skalla víti aukaspyrnur
1. Lionel Messi 17 15 0 1 1
2. Cristiano Ronaldo 12 7 1 4 0
3. Falcao 10 4 1 4 1
Óstöðvandi Lionel Messi getur slegið
fjöldann allan af metum en hann er orðinn
vanur því. MYND REUTERS
Neymar kýs
Ítalíu eða
England
Brasilíumaðurinn Neymar sem
af mörgum er talinn langbesti
sóknarmaður sem ekki spilar í
Evrópu er galopinn fyrir tilboð
um en segist helst ekki vilja spila
annars staðar en á Ítalíu eða
Englandi. Hingað til hafa helst
Barcelóna eða Real Madrid verið
nefnd til sögunnar en hann hefur
þegar hafnað tilboði frá Chelsea
einhverra hluta vegna.
Walcott til
Liverpool
Sögusagnir hafa verið á kreiki
um tíma að Arsene Wenger muni
skoða gaumgæfilega öll tilboð í
Theo Walcott sem fyrir allnokkru
er hættur að vera mikið efni og
hefur aldrei náð að springa út
undir stjórn Wengers eins og
margir spáðu. Liverpool er sagt
hafa mikinn áhuga og færa má rök
fyrir að Walcott með sinn eitraða
hraða yrði eðalfínn félagi Suarez í
framlínu þess félags.
Anelka aftur
til Englands
Fái Sam Allardyce, stjóri West
Ham, sínu fram er ekki útilokað
að Frakkinn Nicolas Anelka snúi
aftur til Englands frá Kína þar sem
hann spilar nú. Allardyce segir
engan vafa á að sóknarmaðurinn
geti hjálpað sínu liði en viður
kennir að Frakkinn yrði að sætta
sig við mikla launalækkun til að
það geti orðið raunin. SENDINGARNAR
SKIPTA SKÖPUM
A
llmargir hafa undrast arfa
slakt gengi ensku meistar
anna í Manchester City í
Meistaradeild Evrópu það
sem af er. Liðið er neðst í sín
um riðli með einungis tvö stig eftir
fjóra leiki og þarf að leggja Real Madrid
á miðvikudaginn kemur til að forðast
að falla út úr keppninni. Jafnvel þó fé
lagið hafi Spánverjanna er æði langsótt
að félagið komist upp úr sínum riðli.
Aðeins tveir leikir eru eftir eða sex stig
í pottinum og City á eftir að mæta Bor
ussia Dortmund á útivelli.
Hvað veldur slæmu gengi City?
Sjaldan er ein bára stök í tólf vind
stigum og sömuleiðis getur það
aldrei verið eitthvað eitt atriði sem
veldur því að einu knattspyrnuliði
gengur vel en öðru illa. Fótboltinn er
sem betur fer óútreiknanlegur leikur
og væri málið svo einfalt yrðu þjálfar
ar fljótir að bregðast við.
Með fullri virðingu fyrir öðrum fé
lagsliðum í Meistaradeildinni þetta
árið er það samt svo að fá félög státa
af eins fjölbreyttum hópi hæfileika
manna og einmitt Manchester City.
Sé hægt að tala um að hafa valinn
mann í hverju rúmi á það sannar
lega við um City. Þar er á pappírum
enginn veikur hlekkur. Liðið hef
ur sóknarmenn par excellans, fyrsta
flokks eldfljóta vængmenn, all
nokkra nautsterka miðjumenn og
ekki er mikið hægt að setja út á vörn
liðsins eða markvörð. Að ógleymd
um varamannabekknum þar sem
ekki er þverfótað fyrir stjörnum sem
væru lykilmenn í velflestum öðrum
félagsliðum. Maður á mann er City
ekki með lakari knattspyrnumenn en
Barcelóna.
Samvinnuskortur og súrar
sendingar
Hluta af svarinu má fá með því að
bera saman tölfræði City annars
vegar og Barcelóna hins vegar en
öfugt við enska liðið gengur þeim
spænsku flest í haginn. Börsungar
eru efstir í sínum riðli og eru af lang
flestum veðbönkum taldir vera lík
legasta liðið til að hampa Meistara
deildartitlinum þessa leiktíðina.
Við samanburð kemur í ljós að
einungis þrír leikmenn City geta
státað af því að sendingar þeirra hafi
heppnast í meira en 80 prósent tilfella
hingað til í Meistaradeildinni. Það er
í miklu ósamræmi við sendingargetu
leikmanna Barcelóna hingað til. Að
eins einn einasti leikmaður spænska
liðsins er með minna en 80 prósent
heppnaðar sendingar.
Eiginhagsmunaseggir upp til hópa
Enn verra er að þeir þrír einstaklingar
hjá City sem gefa bestu sendingarnar
eru varnarmenn. Séu bornir saman
þeir sem mest og best skapa af fær
um hjá City, Silva og Nasri, og Xavi
og Iniesta hjá Barcelóna er það engin
samkeppni. 79 prósent sendinga
David Silva heppnast og 72 prósent
sendinga Samir Nasri. Hlutfallið hjá
Xavi er 91 prósent og Iniesta 86 pró
sent.
Sóknarmenn City eru svo al
veg úti á túni hvað sendingar varð
ar. Sergio Agüero, sem margir voru
alltaf að bera saman við Leo Messi,
nær aðeins 54 prósentum. Önnur
hver sending hjá honum fer forgörð
um. Annar Argentínumaður, Carlos
Tevez, er litlu skárri með 57 prósent
og Edin Dzeko nær upp í 60 pró
sent. Hjá Börsungum takast 82 pró
sent allra sendinga Messi, 86 prósent
allra sendinga David Villla og Fabre
gas skilar sínum bolta til félaga í 84
prósent tilfella.
Þetta er í raun engin samkeppni
og þó heppnaðar sendingar segi
ekki alla söguna þá þýða þær bæði
óeigingirni liðsfélaga en er ekki
síður vísbending um hreyfanleika
og vinnusemi leikmanna inni á
vellinum. n
Albert Örn Eyþórsson
blaðamaður skrifar ritsjorn@dv.is
n Tölfræðin varpar merkilegu ljósi á stöðuna í Meistaradeild Evrópu
Sendingar í sérklassa Xavi stát-
ar af 91 prósent heppnaðra sendinga
og Andres Iniesta 86. MYND REUTERS
Sæmilegt hjá City 72 prósent sendinga Samirs Nasri heppnast. MYND REUTERS