Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Side 4
Dýrara að eignast barn fyrir áramót 4 Fréttir 17. desember 2012 Mánudagur Traust á DV eykst n MMR mælir traust á íslenskum fjölmiðlum T raust á DV hefur meira en tvöfaldast frá því árið 2008. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR fram­ kvæmdi á trausti til fjölmiðla. Fyrir­ tækið hefur mælt traustið reglu­ lega undanfarin ár en í könnuninni sem birt var á miðvikudag mældist traust á DV 10,3 prósent. Það er hækkun um 5,6 prósentustig frá sambærilegri könnun MMR frá ár­ inu 2008. Það er hækkun upp 119 prósent. Sama má segja um traust al­ mennings til DV.is, vefútgáfu DV. Traust til vefjarins mældist slétt níu prósent í könnuninni en fyrst þegar það var mælt, var það 4,1 prósent. Hækkunin nemur því 4,9 prósentustigum. Það er hækkun um tæp 120 prósent. Könnunin sýndi að traust al­ mennings er afgerandi mest til fréttastofu RÚV. Traust almennings á RÚV mældist rúm 75 prósent. Þar á eftir var það vefútgáfa Morgun­ blaðsins, mbl.is, sem mældist með traust 51 prósents aðspurðra. Vef­ miðillinn Pressan mældist með minnst traust í könnuninni, eða 6,3 prósent. Það er talsvert minna en þegar það mældist mest, árið 2010, en þá var það 16,9 prósent. Morgunblaðið mælist í könnun­ inni með meira traust en Frétta­ blaðið. Munurinn nemur um það bil fjórum prósentustigum. Traust á Morgunblaðinu er samkvæmt könnuninni 44,8 prósent en á Fréttablaðinu 40,6 prósent. Frétta­ tíminn mælist með 21,7 prósenta traust. n Mikil aukning Traust á DV og DV.is hefur aukist mikið frá hruni. Björt leiðir Bjarta framtíð Björt Ólafsdóttir, fráfarandi for­ maður Geðhjálpar, mun leiða framboð Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnar formaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins, verður í öðru sæti. Þetta samþykkti 40 manna stjórn Bjartrar framtíðar í síðustu viku. Sex manna nefnd stillti upp listum fyrir framboðið. Í 3. sæti í Reykjavík norður er Eldar Ást­ þórsson, Friðrik Rafnsson er í 4. sæti og Jón Gnarr í því 5. Í Reykjavíkurkjördæmi suður leiðir Guðmundur Steingrímsson listann en Freyja Haraldsdóttir er í 2. sæti. Guð­ laug Kristjánsdóttir er í 3. sæti, Erla Karlsdóttir í 4. og Pétur Óskars son í 5. sæti. Ekið á sjúkrabíl Sjúkrabíll lenti í árekstri í Hafnarfirði á sunnudag. Bíll­ inn var í forgangsakstri þegar ekið var á hann í hringtorgi. Sjúkrabíll frá Hafnarfirði kom á vettvang til að flytja sjúkling, sem verið var að flytja á sjúkrahús, á áfangastað. Víkur­ fréttir greina frá þessu en þar segir að enginn hafi slasast við áreksturinn. Sjúkrabíllinn var óökuhæfur eftir óhappið en þar til viðgerð lýkur verða að­ eins tveir sjúkrabílar til taks í Reykjanesbæ. Á vef Víkurfrétta segir hins vegar að vinnu við að standsetja nýjan bíl á vegum brunavarna Suðurnesja verði flýtt, til að mæta þessum að­ stæðum. Þ að getur skipt miklu máli fyrir foreldra sem eignast börn í kringum áramótin hvort börn­ in fæðist árið 2012 eða árið 2013. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur lagt til að talsverðar breytingar verði gerðar á fæðingarorlofinu en hámarksgreiðslur eru hækkaðar og tími til fæðingar­ orlofs er lengdur. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að breytingarnar eigi við um börn sem fæðast 1. janúar næst­ komandi eða síðar. Hentugast að gera þetta svona Guðbjartur segir það alltaf vera álita­ mál hvenær breytingar eigi að taka gildi. „Það kemur alltaf upp þetta álita­ mál við hvaða tímamörk á að miða og við höfum fundið það út að það er einfaldast um leið og lögin eru sam­ þykkt að gefa þann tíma,“ segir hann aðspurður um tímasetninguna. „Það hittir vel á fyrir suma og illa fyrir aðra. Þannig er það bara alltaf og við höfum bara enga betri lausn.“ Mörg mál liggja fyrir þinginu og er óvíst hvernig stjórnarandstaðan mun nálgast umræður um hin ýmsu mál. Ákveðin óvissa ríkir því um hvaða mál ná í gegnum þingið áður en þingstörfum lýkur. Guðbjartur segir hins vegar að í meginatriðum sé sam­ staða um þessar breytingar í pólitík­ inni. Hann býst ekki við öðru en að málið nái fram að ganga nema þá helst ef önnur mál tefja vinnu þingsins. Reynt að ná til flestra Í frumvarpinu er einnig hámarksþak greiðslna hækkað um fimmtíu þús­ und krónur auk þess sem hlutfalls­ skerðing er hækkuð úr 75 prósentum í vissum tilfellum upp í 80 prósent. Hækkunin kemur í raun minnst við þá sem lægstar hafa tekjurnar og ekk­ ert við þá sem eru með minna en 200 þúsund króna tekjur á mánuði. Fæðingarorlofsgreiðslur takmarkast í dag við 80 prósent af fyrstu 200 þús­ und krónunum sem foreldri hefur í laun en svo 75 prósent upp að 300 þús­ und króna hámarkinu. Breytingar fela í sér að hægt verði að fá 80 prósent af launum upp að 350 þúsundum. Guð­ bjartur segir að með breytingunum sé þó verið að reyna að ná til sem flestra. „Þegar við vorum að skoða hvernig þetta hefur breyst þá hefur það breyst að feður hafa tekið fæðingarorlof í minna mæli. Það voru tvær megin­ ástæður fyrir því: að vera bara með 75 prósent í staðin fyrir 80 prósent, heimilin hafa þá ekki efni á að taka fæðingarorlof, og hins vegar að þeir sem eru í millitekjunum veigra sér síður við að missa tekjurnar,“ segir Guðbjartur aðspurður af hverju þessi leið var farin. „Við verðum að reyna að fara bil beggja, gera hvort tveggja til að ná báðum þessum hópum.“ Engin breyting hjá tekjuhæstu Guðbjartur segir að ekki hafi orðið mikil breyting á töku tekjuhæstu for­ eldranna á fæðingarorlofi eftir síðustu breytingar sem gerðar voru á kerfinu. „Það kom líka í ljós að þeir sem hafa bestu tekjurnar, sem eru náttúru­ lega langt fyrir ofan þetta, hafa ekki minnkað töku fæðingarorlofs,“ segir hann. „Enda erum við ekki að reyna að elta þann hóp uppi með þessum ákvörðunum.“ n n Getur skipt miklu máli hvorum megin við áramót barnið fæðist Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Breytingar Guðbjartur segir að fæðingarorlofstaka foreldra hafi verið skoðuð við ákvörðun um breytingarnar. Hann segir að foreldrar í millitekjuhópum taki síður fæðingarorlof vegna tekju- missis. Mynd SigtRygguR ARi JóHAnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.