Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Síða 6
6 Fréttir 17. desember 2012 Mánudagur Borgin bótaskyld vegna kennslustofu n Kennari hætti störfum vegna astma R eykjavíkurborg er bótaskyld gagnvart fyrrverandi smíða­ kennara í Laugarnesskóla sem hætta þurfti kennslu vegna slæms astma. Héraðsdómur Reykja­ víkur féllst á föstudag á þá skoðun kennarans að aðstæður í kennslu­ stofunni þar sem hann sinnti vinnu hafi ekki verið nógu góðar og að sjúk­ dómurinn hafi ágerst þess vegna. Samkvæmt framburði læknis fyrir dómi kom fram að kennarinn hafi verið með slæmt tilfelli astma sem versnaði vegna kulda, ryks, sterkrar lyktar og sérstaklega kvefpesta. Skýrslur Vinnueftirlitsins, sem kom í nokkrar eftirlitsferðir í kennslu­ stofuna, voru lagðar fyrir dóminn en í þeim voru gerðar athugasemdir vegna aðstöðunnar þar. Í dómnum segir að svo virðist sem Vinnueftirlitið hafi séð í gegnum fingur sér varðandi aðstöðuna því til hafi staðið að reisa nýja stofu. „Ekki kemur fram í gögn­ um málsins nánari frásögn af ný­ byggingu þessari og áætlunum um hana, en hafi aðstæður verið ófull­ nægjandi dugar ekki að benda á hug­ myndir um byggingu nýs húss,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn telur augljóst orsaka­ samhengi á milli sjúkdóms kennar­ ans og vanrækslu skólastjórnenda til að bæta aðstöðu þar sem heilsufar hans hafi batnað á sumrin þegar hann var ekki í skólanum og eftir að hann hætti störfum. Niðurstaða dómsins um bótaskyldu borgarinnar var byggð á því að einfalt hefði verið að bæta að­ stæður í kennslustofunni svo sjúk­ dómur kennarans plagaði hann ekki sérstaklega vegna starfsins. n n Samningaferlinu um framtíð Frumherja á að vera lokið F innur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður, ráð­ herra, seðlabankastjóri og for­ stjóri VÍS, heldur skoðunar­ fyrirtækinu Frumherja eftir áralangar samningaviðræður við Ís­ landsbanka um framtíðareignarhald félagsins. Þetta kemur fram í ársreikn­ ingi Frumherja fyrir árið 2011 sem ný­ lega var skilað til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra. Viðræður Frumherja og Íslandsbanka um framtíð félagsins hafa staðið yfir síðastliðin ár en í árs­ reikningnum er tekið fram að þeim eigi að verða lokið í lok þessa árs. Frumherji er skoðunarfyrirtæki sem er einna þekktast fyrir bifreiða­ skoðun. Fyrirtækið hefur verið með um 60 til 70 prósenta hlutdeild á bif­ reiðaskoðunarmarkaðnum hér á landi síðastliðin ár en það kann að hafa breyst aðeins með tilkomu Tékk­ lands. Fyrirtækið er með starfsemi á 30 stöðum á landinu á sex mismun­ andi sviðum skoðunar. Um 100 starfs­ menn vinna hjá Frumherja. Finnur Ingólfsson keypti skoðunarfyrirtækið af athafnamann­ inum Óskari Eyjólfssyni sumarið 2007 og hefur átt það síðan í gegnum eignarhaldsfélagið Spector ásamt Jóhanni Ásgeiri Baldurs, eftirmanni Finns á forstjórastóli Vátryggingafé­ lags Íslands, og Helga S. Guðmunds­ syni, fyrrverandi bankaráðsformanni Landsbankans. Eftir efnahagshrunið eru hlutabréfin í Frumherja eina verulega verðbréfaeign Finns Ingólfs­ sonar. Viljayfirlýsing við Íslandsbanka Í ársreikningi Frumherja fyrir árið 2011 er að finna skýringu um rekstrar hæfi félagsins sem er sam­ hljóma skýringu sem var birt í árs­ reikningi fyrir 2010 fyrir utan að breytt hefur verið lokaári samninga­ ferlisins við Íslandsbanka. Orðrétt segir í skýringunni: „Frumherji hf. og Íslandsbanki hafa skrifað undir vilja­ yfirlýsingu um fjárhagslega endur­ skipulagningu Frumherja hf. Í vilja­ yfirlýsingunni kemur meðal annars fram að markmið fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins sé að tryggja áframhaldandi starfsemi fé­ lagsins, tryggja hagsmuni starfsfólks og birgja, tryggja hámarks endur­ heimtur Íslandsbanka hf. vegna úti­ standandi lána bankans til Frum­ herja hf. Rekstur félagsins hefur að mestu gengið samkvæmt áætlun­ um þrátt fyrir niðursveifluna í efna­ hagslífinu og telst félagið því lífvæn­ legt í skilningi sameiginlegra reglna fjármálafyrirtækja um fjárhags­ lega endurskipulagningu fyrirtækja. Stefnt er að því að fyrirsvarsmenn og eigendur Frumherja hf. annars vegar og Íslandsbanki hf. hins vegar hafi náð samkomulagi fyrir árslok 2012 um eiginfjármögnun og lánasam­ setningu félagsins.“ Finnur Ingólfsson og viðskipta­ félagar hans virðast því halda Frum­ herja eftir þessa fjárhagslegu endur­ skipulagningu. Tapaði 370 milljónum Frumherji tapaði rúmlega 370 millj­ ónum króna í fyrra en að mestu var um ræða fjármagnsgjöld, gengistap. Rekstrartekjur Frumherja námu tæp­ lega 1.450 milljónum króna. Út frá þessum tölum er ljóst að fyrirtækinu liggur á að endursemja um skuldir sínar sem eru að mestu leyti í erlend­ um myntum. Samkvæmt efnahagsreikningi Frumherja námu eignir samstæð­ unnar rúmlega 2.370 milljónum króna og voru rúmlega 2.670 milljóna skuldir á móti þessum eignum. Bók­ fært eigið fé félagsins í árslok 2011 var neikvætt um tæplega 299 milljón­ ir króna. Um 1.700 milljónir króna af eignunum eru viðskiptavild. Í ársreikningnum er gerður fyrir­ vari um skuldastöðu félagsins vegna dóma um ólögmæti gengislána. n Finnur Ingólfsson heldur Frumherja Tekjur upp á 1.450 milljónir Frumherji er með tekjur upp á rúmlega 1.450 milljónir króna. Finnur Ingólfsson hefur haldið félaginu eftir hrunið og áralangar viðræður við Íslandsbanka. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Stefnt er að því að fyrirsvars- menn og eigendur Frumherja hf. annars vegar og Íslandsbanki hf. hins vegar hafi náð samkomulagi fyrir árslok 2012 Ábyrg Héraðsdómur telur Reykjavíkurborg bótaskylda vegna ótímabærra starfsloka smíðakennara. Haldlögðu mjólk Niðursoðin mjólk var meðal þess sem yfirvöld lögðu hald á í aðgerðum gegn ólöglegum mat­ vælum fyrr í þessum mánuði. Vörurnar komu frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins og voru ekki vottaðar eins og reglur gera ráð fyrir. RÚV greinir frá þessu. Tollstjóraembættið til­ kynnti á laugardag um aðgerð­ ir gegn innflutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum mat­ vælum og drykkjum í samstarfi við Heilbrigðiseftirlitið og Mat­ vælastofnun. Um var að ræða hluta af alþjóðlegri aðgerð sem heitir Opson II og tuttugu og níu lönd tóku þátt í. Ekki hefur verið gefið upp hvar þessi niðursoðna mjólk var seld. Engar vísbendingar eru um að varan sjálf sé hættuleg. Ríkið bótaskylt Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Valgeiri Magnússyni 300 þúsund krónur í bætur með vöxtum eftir að hann var beittur harðræði af lögregluþjónum á Suðurnesjum. Lögreglumaður er í dómi héraðsdóms sagður hafa farið offari í starfi sínu. Það stórsá á Valgeiri eftir samskipti hans við lögreglumenn en hann fór á bráðamóttöku Heilbrigðisstofn­ unar Suðurnesja eftir að honum var sleppt. Þar kom fram að hann var með kúlu höfði og mar á hálsi ásamt ýmsum áverkum víðsvegar um líkamann meðal annars tveggja sentímetra djúpan skurð á hendi. Aðfaranótt 17 desember árið 2009 barst lögreglunni á Suðurnesjum kvörtun vegna hávaða úr íbúð í Grindavík. Fóru tveir lögreglumenn á staðinn. Þeir virðast fljótlega hafa misst stjórn á sér. Samkvæmt frum­ skýrslu lögreglunnar töldu þeir að Valgeir væri undir áhrifum örvandi efna. Þvagprufa staðfesti hins vegar síðar að svo var ekki. Valgeir lýsti því fyrir dómi hvernig lögreglumaður hefði tekið hann svo harkalegu háls­ taki að hann hafi verið við það að kafna. Lögreglumaður sagðist ekki kannast við að hafa tekið manninn svæfingartaki en sam­ kvæmt læknisvottorði reyndist ákærði vera með mar á framan­ verðum hálsi og til hliðar, við brjóstbein og á öxl. Þá var hann einnig með sprungnar háræð­ ar í augnhvítu. Áverkarnir þóttu styðja frásögn mannsins um að hann hefði verið tekinn hálstaki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.