Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Síða 10
1 00 milljóna króna lán Sameinaða lífeyrissjóðsins til hjónanna Sæv- ars Jónssonar og Helgu Daníels- dóttur í Leonard var gagnrýnt harðlega af innri endurskoð- anda sjóðsins í skýrslu í nóvember 2009. Þetta kemur fram í skýrslunni en DV hefur hana undir höndum. Davíð Arnar Einarsson, endurskoðandi hjá Grant Thornton, vann skýrsluna fyrir lífeyrissjóðinn. Niðurstaðan sem Davíð kemst að, í sérstökum undirkafla skýrslunnar um fjárfestingarstefnu sjóðsins, er að lánið til Sævars og Helgu hafi verið brot á lánareglum sjóðsins: „Við vilj- um benda á að farið sé að settum regl- um sjóðsins varðandi lánveitingar.“ Líkt og DV greindi frá í nóvem- ber lánaði Sameinaði lífeyrissjóð- urinn Sævari og Helgu rúmlega 100 milljónir króna út á 500 fermetra óbyggt hús við Mosprýði í Garða- bæ eftir íslenska bankahrunið 2008. Á þessum tíma voru hjónin í miklum fjárhagsvandræðum: Sævar var lýstur gjaldþrota árið 2009 – ekkert fékkst upp í 312 milljóna kröfur í bú hans þegar skiptum lauk fyrr á árinu – og Sævar færði úra- og skartgripafyrir- tækið yfir á Helgu í aðdraganda gjald- þrotsins. Leonard er nú rekið á þriðju kennitölunni frá hruni. Málavextirnir eru því þeir að Sævar virðist hafa sótt í lánveitingar frá lífeyrissjóðnum þegar verulega var byrjað að harðna í ári hjá honum. Bannað að lána út á óbyggð hús Í skýrslunni segir að lánið hafi verið veitt út á óbyggt hús sem ekki hafi ver- ið fokhelt eða brunatryggt. Bent er á að þetta sé ekki heimilt samkvæmt lánareglum sjóðsins: „Í einu tilfelli var veitt lán út á eign sem var ekki kom- in á fokhelt stig né brunatryggð. Þessi lánveiting er að fjárhæð 67 milljónir króna en samtals hvílir á þessari ákveðnu fasteign lán upp á 102,5 millj- ónir króna. Sameinaði lífeyrissjóður- inn lánað til sömu aðila vegna sömu eignar í lok nóvember 2008 lán að fjár- hæð 35 milljónir króna. Samkvæmt lánareglum sjóðsins er ekki heimilt að lána út á ósamþykktar íbúðir eða íbúðir í byggingu sem hvorki eru með fokheldisvottorð eða brunatryggðar.“ Líkt og komið hefur fram í DV eru tvö áhvílandi skuldabréf á húsinu. Annað upp á 67 milljónir króna og hitt upp á 35,5 milljónir króna og eru bæði lánin hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Skuldabréfið upp á 67 milljónir króna er skráð á Helgu og er útgefið í mars árið 2009. Hitt lánið veitt til Sævars í nóvember árið 2008 og var það lán notað til að greiða upp annað lán sem Sævar hafði fengið sumarið 2007 hjá Landsbankanum vegna kaupa á lóð- inni undir húsið í Garðabæ. Í skýrslu innri endurskoðandans kemur fram að fyrir hrunið 2008 hafi húsið verið verðmetið á 160 milljónir króna. Furðuleg staðhæfing Í skýrslunni segir að seinna lánið, 35,5 milljóna króna lánið sem Sævar fékk út á húsið hálfbyggða, hafi verið greitt inn á bankareikning sem fram- kvæmdastjóri sjóðsins, Kristján Örn Sigurðsson, hafi stýrt. Þetta er dálítið sérstakt: Að framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðs sé milliliður persónulega í lánaviðskiptum sjóðsins. Orðrétt segir um þetta í skýrslunni: „Sam- kvæmt framkvæmdastjóra sjóðsins þá var andvirði seinna lánsins lagt inn á bankareikning sem sjóðurinn hefur handveð í, en útgreiðslu af þeim bankareikningi er stjórnað af framkvæmdastjóra sjóðsins. Staðan á þessum bankareikningi er að fjár- hæð 16 milljónir króna.“ Kristján Örn hlýtur því að hafa á endanum séð um að greiða Sævari út þetta lán. Í skýrslunni segir að endurskoð- andinn sem vann skýrsluna hafi rætt við Kristján Örn um úrlausn málsins og „hvernig hagsmuna sjóðsins verði sem best gætt“. Ekki sjóðfélagi Þá ræðir skýrsluhöfundurinn enn frekar um það að við samanburð á lánveitingum og nafnalistum hafi komið upp ósamræmi. Nafn Sævars er ekki tilgreint sérstaklega í þessu sam- hengi en svo virðist sem ósamræmið sé vegna lánsins til hans. „Við saman- burð lánveitinga og nafnalista sjóð- félaga kom upp ósamræmi. Eðlileg skýring fékkst í öllum tilvikum nema einu, en í því tilfelli var veitt sjóðfé- lagalán til maka sjóðfélaga. Skýring við því var sú að viðkomandi aðili hugðist hefja séreignarsparnað hjá líf- eyrissjóðnum en gerði ekki. Við viljum benda á að farið sé að settum reglum sjóðsins varðandi lánveitingar.“ Strangar reglur eru fyrir sjóðfélaga í lífeyrissjóðnum þegar kemur að lán- veitingum út úr honum. Þegar slík lán eru veitt þurfa umsækjendur að fara í gegnum greiðslumat og þurfa að hafa verið félagar í sjóðnum í að minnsta kosti sex mánuði áður en lánið er veitt. Svo virðist sem þetta hafi ekki verið raunin í tilfelli annars lánsins til Sævars og Helgu. Segist bera ábyrgðina Í samtali við DV í síðasta mánuði sagð- ist Kristján ekki muna hvort hjónin hefðu farið í gegnum greiðslumat eða ekki: „Ég bara man ekki hvort þau fóru í gegnum greiðslumat eða ekki. Það er náttúrulega mjög margt búið að breyt- ast síðan þessi lán voru veitt. Núna eru menn orðnir strangari á greiðslumati. Í gegnum tíðina þá hafa menn, bara eins og bankakerfið gerði, þá horft fyrst og fremst á stöðu tryggingarinn- ar sem var á bak við lánin. Við horfum alltaf mest á þær tryggingar sem eru bak við lánin. Eftir hrun hafa menn verið að taka alla svona verkferla til endurskoðunar. Allavega, grunn- forsendan er þessi að sjóðurinn hefur ekki tapað krónu á þessu og veðstað- an er bara mjög sterk miðað við verð- mæti hússins í dag.“ Þá gekkst hann við því að hafa borið ábyrgð á lánveitingunum: „Já, ef ég man rétt þá tók ég náttúrulega ákvörðun um þetta. Ég allavega tók ákvörðun um það og ber ábyrgð á því endanlega. [...] Þegar að lán eru veitt þá er fyrst og fremst horft á veðið sem liggur þarna undir. Þetta skuldabréf er bara mjög vel sett í dag. Það er í skil- um og sjóðurinn hefur ekki tapað krónu á þessum viðskiptum.“ DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Kristjáni Erni út af þessu máli og öðrum en hann neitar að ræða við blaðamann í síma. Svar Kristjáns Arnar við beiðni um samtal við hann má sjá hér til hliðar. Vissu um lánveitinguna í þrjú ár Eftir að DV greindi frá lánveitingunum til Sævars og Helgu ákvað stjórn Sam- einaða lífeyrissjóðsins að breyta lána- reglum sjóðsins þannig að hámarks- lánveitingar verða í framtíðinni 40 milljónir en ekki 100 milljónir en það er sú upphæð sem hjónin fengu. Þá munu öll lán yfir 20 milljónum þurfa að fara fyrir framkvæmdastjórn sjóðs- ins. Í samtali við DV sagði Þorbjörn Guðmundsson, stjórnarformaður sjóðs ins, að lánveitingarnar út úr líf- eyrissjóðnum yrðu að vera hafnar yfir allan vafa: „Þær ákvarðanir hafa verið teknar varðandi hámarkslánin að þau geta að hámarki verið 40 milljónir. Ef þau fara yfir 20 milljónir verða þau að fara fyrir framkvæmdastjórn sjóðsins. Það hefur einnig verið tekin ákvörðun um það að ef upp koma málefni sem snerta starfsmenn eða stjórnarmenn, þá verði það að vera yfir allan vafa hafið að engir hagsmunaárekstrar geti orðið.“ Nokkuð sérstakt verður að teljast að stjórn sjóðsins hafi ákveðið að breyta lánareglum sjóðsins með þess- um hætti í síðasta mánuði í kjölfar umfjöllunar DV. Stjórn sjóðsins fékk upplýsingar um þessar lánveitingar fyrir þremur árum í skýrslu innri endurskoðanda lífeyrissjóðsins. Frétt DV um málið getur því ekki hafa verið frétt fyrir stjórnarmennina sem fengu skýrslu endurskoðandans inn á borð til sín. Ekki virðist hafa verið brugð- ist við þeim upplýsingum með því að breyta lánareglum sjóðsins. Þetta var hins vegar gert eftir að DV fjallaði um málið. n 10 Fréttir 17. desember 2012 Mánudagur n Lánareglur Sameinaða lífeyrissjóðsins brotnar með láni til Sævars n Þögn í þrjú ár Harðlega gagnrýnt Lán Sameinaða lífeyrissjóðsins til Sævars og Helgu er harðlega gagnrýnt í skýrslu sem innri endurskoðandi sjóðsins vann um fjárfestingarstefnu hans. Þau Helga og Sævar fengu 100 milljóna króna lán hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum eftir hrun. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Við viljum benda á að farið sé að sett- um reglum sjóðsins varð- andi lánveitingar. Segist bera ábyrgðina Kristján Örn segist bera ábyrgðina á láninu til Sævars og Helgu en það var gagnrýnt af innri endur- skoðanda sjóðsins árið 2009. stjórnin leyndi svartri skýrslu Skriflegt svar Kristjáns Varðandi fyrirspurn þína um mál- efni einstaks viðskiptamanns gagnvart Sameinaða lífeyrissjóðn- um þá verð ég að benda þér á að ég get ekki og er algjörlega óheim- ilt að tjá mig um málefni einstakra sjóðfélaga, lántakenda eða skuldara skuldabréfa í samræmi við 32. gr. laga nr. 129/1997. Fréttaflutningur undanfarinna vikna byggir á nokkrum misskiln- ingi og því erfitt í ljósi ofangreinds að koma á framfæri athugasemd- um við hann. Trúnaðarskylda er fyrir hendi og er ég ótvírætt bundinn af fyrrgreindum lögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.