Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Qupperneq 12
12 Erlent 17. desember 2012 Mánudagur Með kókaín í brjóstafyllingu Tollverðir á flugvellinum í Barcelona stöðvuðu för konu frá Panama sem reyndi að smygla tæplega 1,4 kílóum af kókaíni til Spánar. Málið þykir hið óvenju- legasta því kókaíninu hafði verið komið fyrir inni í silíkonpúðum sem nýlega höfðu verið sett- ir í brjóst hennar. Konan vakti athygli tollvarða þegar blóð- blettir sáust á peysu hennar. Þegar hún var beðin um að fara úr peysunni sást greinilega að hún hafði nýlega gengist undir aðgerð á brjóstum. Konan var þvínæst send á sjúkrahús þar sem brjóstafyllingin var fjarlægð. Kom þá í ljós að í púðunum var mikið magn kókaíns. Konan kom til Spánar með flugi frá Bogota, höfuðborg Kólumbíu. 11 ára fangelsi fyrir morð á blaðamanni Rússinn Dmitry Pavlyuchenkov var á föstudag dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir aðild að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovska- ya árið 2006. Pavlyuchenkov, fyrrverandi lögreglumanni sem tengdist skipulögðum glæpasam- tökum í Tsjetsjeníu, var einnig gert að greiða sem samsvarar 12 milljónum króna í bætur til barna Önnu. Fimm aðrir voru ákærðir í málinu og bíða þeir enn dóms. Anna var rannsóknarblaðamað- ur sem skrifaði á gagnrýninn hátt um stjórnvöld í Kreml og ítök rússneska hersins í Tsjetsjeníu. Hún var skotin til bana á heimili sínu í Moskvu í október 2006. Saklaus í fangelsi í 17 ár Tveir Bandaríkjamenn, Eric Glis- son og Cathy Watkins, eru laus- ir úr fangelsi eftir að hafa setið saklausir á bak við lás og slá í sautján ár. Þau Eric og Cathy voru dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1995 fyrir morð á leigubíl- stjóra. Málið gegn þeim var byggt á framburði eins einstaklings sem nú er látinn en Eric og Cathy höfðu ávallt neitað sök. Eftir að málið var tekið upp að nýju voru tveir aðrir einstak- lingar handteknir og hafa þeir gengist við morðinu á leigubíl- stjóranum. „Ég ætla að horfa fram veginn og ekki líta um öxl,“ sagði Glisson við fjölmiðla í síð- ustu viku en hann hefur ákveðið að setjast á skólabekk. T vítugur maður myrti 27 manns áður en hann svipti sjálfan sig lífi í skotárás í bænum Newtown í Connecti cut í Bandaríkjun- um á föstudaginn. Skotárásin átti sér stað í barnaskóla og á meðal þeirra sem létust voru tuttugu börn, sex og sjö ára gömul. Morðinginn hét Adam Lanza en ekki er vitað um ástæður morðæðisins sem heltók Adam þennan örlagaríka dag. Gekk berserksgang í kennslustofu Áður en Adam réðst inn í Sandy Hook-barnaskólann að morgni föstudags myrti hann móður sína á heimili þeirra skammt frá skólanum. Því næst ók hann að skólanum og ruddist hann inn hann, svartklæddur og í skotheldu vesti. Nýlega voru ör- yggisreglur skólans hertar og af þeim sökum voru útidyr skólans læstar þegar Adam bar að garði. Eftir að hafa brotist inn hélt morðinginn inn í skólastofu og hóf skothríðina. Áður en yfir lauk hafði Adam flutt sig inn í aðra kennslustofu þar sem hann hélt grimmdarverkunum áfram þar til hann svipti sjálfan sig lífi sem hann gerði að sögn lögreglunnar þegar hann óttaðist að hann yrði yfirbug- aður af fullorðnu fólki á staðnum. Þá höfðu kennarar og annað starfs- fólk skólans þegar reynt að stöðva blóðsúthellingarnar en látið lífið. Þeir sem létust í árásinni höfðu verið skotnir þrisvar til ellefu sinnum en voðaverkin framdi Adam vopnaður hríðskotariffli og tveimur skamm- byssum sem voru í eigu móður hans. Bráðgreindur einfari Hinn tvítugi Adam Lanza átti enga afbrotasögu að baki. Fyrrverandi skólafélagar lýsa honum sem bráð- greindum einfara en hann er sagður hafa glímt við Aspergerheilkenni eða einhverfu. Þeim sem til hans þekktu ber saman um að hann hafi verið feiminn og ófélagslyndur en sumir segjast hafa álitið hann búa yfir snilligáfu. Þrátt fyrir að hafa gengið afar vel í skóla gekk Adam ekki í há- skóla líkt og eldri bróðir hans. Þess í stað bjó hann ásamt móður sinni í Newtown, en móðir hans er sögð hafa lagt hart að honum að standa sig vel í námi. Blandaði Adam sjald- an gleði við fólk. Nokkrir fréttamiðl- ar hafa greint frá því að Adam hafi gengið í Sandy Hook-barnaskólann á sínum yngri árum en það hefur ekki verið staðfest. Foreldrar Adams skildu árið 2009 og er skilnaðurinn sagður hafa verið honum erfiður. Þeir sem þekktu til móður Adams bera henni vel söguna. Eins og áður sagði voru skotvopnin sem Adam notaði í eigu hennar. Hún er sögð hafa verið mik- ill áhugamaður um skotvopn og komið hefur fram að hún hafi látið son sinn sækja skotfiminámskeið. Tilefnið ekki vitað Rannsókn á morðunum og tildrög- um þeirra er enn í fullum gangi. Lögreglan hefur þegar þetta er rit- að ekki greint frá neinum hald- bærum vísbendingum um hvað morðingjanum kann að hafa geng- ið til. Engar dagbækur hafa fundist og engin bréf eða annað slíkt sem skýrt gæti brjálæði mannsins. Í fyrstu greindu fréttamiðlar frá því að móðir Adams hefði verið kennari við skólann og að fórna- lömbin hefðu verið nemendur hennar en það er ekki rétt. Því var einnig haldið fram að Adam hefði af óþekktum ástæðum rifist harka- lega við nokkra kennara við skól- ann daginn fyrir skotárásina. Það hefur ekki fengist staðfest. Þá var upphaflega talið að eldri bróðir Ad- ams, Ryan Lanza, væri morðinginn og varð honum illa brugðið er hann sá nafn sitt á síðum helstu netmiðla Bandaríkjanna. Kallað eftir hertri vopnalöggjöf Morðin hafa vakið mikinn óhug en árásir sem þessar eru því mið- ur nokkuð tíðar í Bandaríkjunum. Skemmst er að minnast voðaverk- anna í bænum Aurora í Colorado í júlí þegar óður maður myrti tólf manns og særði tugi alvarlega. Skotárásin á föstudaginn er sú allra mannskæðasta í Bandaríkj- unum í seinni tíð, en í skotárásinni í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 létust 33. Í kjölfar blóðbaðsins í Connecti- cut hafa miklar umræður sprottið upp um vopnalöggjöf vestanhafs þar sem margir kalla eftir hertri löggjöf en aðrir telja rýmri reglur um vopnaburð ákjósanlegri leið. Dianne Feinstein, öldungadeildar- þingmaður demókrata, hefur lýst því yfir að hún hyggist bera fram frumvarp í þinginu með það fyrir augum að banna hríðskotabyss- ur á borð við þá sem Adam Lanza notaði. Fáir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum hafa talað fyr- ir hertri vopnalöggjöf enda sýna skoðanakannanir að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur þess konar lagasetningu. n n Óður maður myrti 27 manns í Newtown í Connecticut Börnin sem féllu Myrti tuttugu börn Börnin sem létust í skotárásinni á föstudaginn voru sex og sjö ára gömul. Ódæðismaðurinn Ekki er vitað hvað hinum tvítuga Adam Lanza gekk til. Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.