Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.2012, Page 13
Erlent 13Mánudagur 17. desember 2012 Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Fiskafurðir oft rangt merktar DNA-rannsókn á fiskafurðum sem seldar eru í New York-borg í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að 39 prósent fiskafurða eru vit- laust merktar. Yfirleitt voru fisk- afurðirnar sagðar vera verðmæt- ari en þær í raun og veru voru, að því er bandaríska dagblað- ið New York Times greinir frá. Engin undantekning var á fínum veitingastöðum í borginni eða í dýrum verslunum. Sambærilegar kannanir annars staðar í Banda- ríkjunum hafa sýnt að allt að 55 prósent sjávarafurða séu rangt merktar. Minnst var um rangar merkingar hjá stórum verslun- arkeðjum samkvæmt rannsókn- inni. Rannsóknin var gerð af nátt- úruverndarhópnum Oceana. O livia Gilles fæddist með sjaldgæfan kvilla, Beckwiths Wiedemann-heilkenni, sem lýsti sér í því að tunga hennar hætti ekki að vaxa. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þurft að gangast undir þrjár aðgerð- ir í von um að stöðva vöxt tungunnar en tungan var orðin það stór að Oli- via var næstum köfnuð. Uppgötvaðist í móðurkviði Kvillinn uppgötvaðist þegar móðir Oliviu, Emma, var komin sjö mánuði á leið og fór í valkvæðan fjórvíddar- sónar. Í sónarnum sá ljósmóðirin að tunga barnsins var óvenjulega stór og vísaði Emmu í frekari rannsóknir á sjúkrahúsi. Það var þá sem læknar greindu barnið með heilkennið sem getur haft áhrif á hvaða líkamshluta sem er. Emma segir í viðtali við The Daily Mail að greiningin hafi verið mikið áfall. „Það var eins og einhver hefði varpað sprengju. Læknarnir sögðu okkur að tunga hennar gæti ver- ið þrisvar til fjórum sinnum stærri en á heilbrigðum nýbura og að hún myndi halda áfram að vaxa. Enginn gat sagt okkur hversu stór tungan gæti orðið. Við vorum mjög hrædd.“ Í lífshættu Olivia var tekin með keisaraskurði 3. mars 2010 þegar móðir hennar var gengin 38 vikur. „Ég fékk ekki að sjá hana strax eftir að hún fæddist þar sem farið var með hana strax á vöku- deild. Maðurinn minn sendi mér þó mynd af henni í símann minn og hjarta mitt bráðnaði strax og ég sá hana. Tunga hennar var vissu- lega stór og stóð út úr munni henn- ar, en hún var alveg jafn falleg og hin börnin mín þrjú og ég gat ekki beðið eftir að fá hana í hendurnar.“ Vegna stærðar tungunnar gat Olivia ekki tekið brjóst og þurfti að dvelja fyrstu sex vikur ævi sinnar á sjúkrastofnun þar sem hún fékk næringu í gegnum sondu. Þegar foreldrar Oliviu fengu að taka hana heim tóku þau ekki eftir því í fyrstu hversu hratt tunga hennar óx. Í 12 vikna skoðun tóku læknarnir eftir því að hún átti erfitt með andar- drátt og fór hún því í bráðaaðgerð þar sem komið var fyrir öndunar- pípu í gegnum háls hennar. „Ég var frá af áhyggjum,“ segir móðir hennar. „Þar sem við sáum hana á hverjum degi tókum við ekki eftir því hversu hratt tunga hennar stækkaði. Það var hræðilegt að heyra að hún væri í lífshættu vagna þess að tungan var orðin svo stór.“ Olivia þurfti að vera í öndunarvél og var haldið á spítalanum þar til hún var orðin nógu stöðug til að gangast undir aðgerð til að minnka tunguna. Þá var hún aðeins sex mánaða. Erfitt þegar fólk starði Fjórum mánuðum eftir aðgerðina fékk hún að fara heim af spítalanum, þá orðin 10 mánaða. Faðir hennar sagði upp vinnu sinni til að geta ver- ið heima með Oliviu og þurfti með- al annars að læra að gefa henni að borða í gegnum næringarslöngu. En tunga Oliviu hélt áfram að vaxa á miklum hraða og aftur var líf hennar í hættu vegna stærðar hennar. Hún þurfti því að gangast undir aðra að- gerð í mars 2011. Móðir hennar segir að þetta hafi verið mjög erfiður tími þar sem Olivia gat ekki borðað eða talað. Hún hafi þó lært að nota tákn- mál til að hafa samskipti við foreldra sína og systkini. „Það versta var þó þegar fólk starði á hana. Sumir héldu að hún væri að ulla á þá, en Olivia er ljúfasta stúlka sem þú getur hitt og myndi aldrei vera með dónaskap. Tunga hennar var bara orðin svo stór að hún gat ekki lokað munninum, hvað þá brosað, talað eða borðað. Við óttuðumst stöðugt að hún myndi kafna.“ Alltaf brosandi Olivia gekkst undir þriðju aðgerðina til að minnka tunguna í mars á þessu ári. Aðgerðin þykir hafa heppn- ast afar vel og er vonast til að tunga hennar sé endanlega hætt að vaxa. Eftir aðgerðina var öndunarpípan fjarlægð og Olivia litla er loksins farin að geta brosað. Hún er einnig að læra að tala og borða. „Við höfðum aldrei heyrt um neitt þessu líkt og í hrein- skilni sagt hljómaði þetta eins og eitt- hvað úr hryllingsmynd. En við erum í skýjunum með hversu aðgerðin heppnaðist vel og það er yndislegt að sjá Oliviu brosa. Hún er alltaf bros- andi. Okkur hefur alltaf fundist hún falleg en að sjá hana brosa bræð- ir hjarta manns. Hún hefur gengið í gegnum svo mikið en alltaf verið svo glöð lítil stelpa. Núna þegar hún get- ur brosað geta allir séð hversu kát og glöð hún er,“ segir móðir hennar að lokum. n Tungan hæTTi ekki að vaxa n Fæddist með sjaldgæfan kvilla n Var næstum köfnuð vegna stærðar Nýfædd Olivia Gilles fæddist með þrisvar til fjórum sinnum stærri tungu en heilbrigður nýburi. Lífsglöð Í dag standa vonir til að tungan sé hætt að vaxa og er Olivia farin að geta matast eðlilega, ásamt því að brosa og tala. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Fílar melta baunirnar Hjörð tuttugu fíla í norðurhluta Taílands fer með lykilhlutverk í framleiðslu á einu dýrasta kaffi heims. Þeir éta baunirn- ar, melta þær og skila þeim svo af sér. Baunirnar eru svo tíndar úr mykju fílanna og seldar sem Black Ivory Coffee. Kaffibaun- irnar kosta um það bil 500 dali á hvert pund, eða sem jafn- gildir um það bil 140 þúsund krónum á kílóið. „Þegar fíll étur kaffi brjóta magasýrurnar niður prótein í kaffinu sem er lykilat- riði þegar kemur að beiskleika,“ segir Blake Dinkin, maðurinn á bak við þessa sérstæðu kaffi- framleiðslu. „Þú færð kaffi sem er mjúkt og án beiskleikans í venjulegu kaffi.“ Enn sem komið er fæst kaffið aðeins á lúxushót- elum í Taílandi, Maldíveyjum og Abú Dabí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.